Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 13
Jón Kristjánsson , heilbrigð- isráðherra, um heilsueflingu og ógnvalda heilsunnar. ’Í einu orði sagt var þettamannrán.‘Jean-Bertrand Aristide , fyrrver- andi forseti Haítí, hélt því fram á blaðamannafundi á mánudag að bandarískir útsendarar hefðu rænt honum og flutt hann frá Haítí í kjöl- far valdaráns skæruliða fyrir skemmstu. Bandarísk stjórnvöld vísa því alfarið á bug. Aristide, sem er í útlegð í Mið-Afríkulýðveldinu, kvaðst ennþá vera réttkjörinn for- seti Haítí. ’Við höfðum það mjög gottog við viljum þakka björg- unarsveitum og Landhelg- isgæslunni innilega fyrir aðstoðina og björgunina.‘Árni Þórðarson , skipstjóri á Bald- vini Þorsteinssyni EA, á Skarðs- fjöru eftir að áhöfninni hafði verið bjargað á þurrt úr strönduðu skip- inu. ’Þetta er mikill heiður ogjafnframt mikil ábyrgð.‘Costas Karamanlis , leiðtogi hægri- flokksins Nýs lýðræðis, sem sigraði í þingkosningunum í Grikklandi um síðustu helgi. Sósíalistaflokkurinn PASOK hefur haldið um stjórn- artaumana í landinu undanfarin 11 ár. ’Íranar breyta frásögnumsínum til samræmis við þær staðreyndir sem koma í ljós.‘Kenneth Brill , fulltrúi Bandaríkjanna hjá kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóð- anna, sakaði Írana í vikunni um að reyna að hagræða sannleikanum, eftir að eft- irlitsmenn stofnunarinnar komust á snoð- ir um að þeir hefðu ekki sinnt upplýs- ingaskyldu um ákveðin atriði. ’Ég gef mig út fyrir að vera for-ystumaður fyrir alla bændur, ekki bara eina búgrein, og við verðum að gæta þess að horfa vítt yfir sviðið og skoða hags- muni heildarinnar.‘Haraldur Benediktsson , nýkjörinn for- maður Bændasamtaka Íslands. ’Þessir hryðjuverka-menn vildu gera eins mikinn skaða og mögu- legt væri. Þetta er fjöldamorð. Þeir hafa myrt fjölda manna fyr- ir það eitt að vera Spánverjar.‘José María Aznar , forsætis- ráðherra Spánar, eftir hryðju- verkin á fimmtudag, þegar um 200 manns létu lífið í sprengjutilræðum á þremur stöðum í Madríd. ’Fólk byrjaði að öskraog hlaupa, sumir rák- ust saman. Ég sá fólk sem blóðið fossaði úr, fólk sem lá á jörðinni.‘Juani Fernandez , vitni að sprengjutilræðinu við Atocha- brautarstöðina í Madríd. ’Kannski er það þann-ig í dag að við erum orðin svo ónæm fyrir þjáningunni, þjáningar frelsarans eru oft pakkaðar inn í ljóðrænt mál og undursamlega tónlist svo við erum bú- in að gleyma því að þarna á bakvið er raun- veruleg mannleg þján- ing, mannlegar píslir eins og ótal manns um allan heim, fyrr og síðar, þjást vegna grimmdar annarra.‘Karl Sigurbjörnsson , biskup Íslands, eft- ir forsýningu kvikmyndarinnar Píslarsaga Krists. ’Við vitum hins vegar að launa-tölurnar eru lágar en þarna er fjöldi annarra þátta sem er verð- mæti í, svo sem lífeyrissjóðs- málin. Það er búið að koma starfsfræðslusjóðunum í öruggt umhverfi og tryggingamál eru að hækka um 40% og hægt væri að nefna fjölda annarra þátta.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 13 Grípið tækifærið! Markaðurinn Rauðagerði 25 (Kælitæknihúsinu, hægra megin) Opnum á morgun, mánudag, kl. 14 Þrenns konar verð í gangi: 500 - 1.000 og 2.000 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 14-19 Úrval af kvenfatnaði Hér erum við Heimsferðir bjóða vorferð til þessarar heillandi borgar við Mið- jarðarhafið. Borgin er vettvangur fyrir lífskúnstnera því hér er að finna ótrúlegt úrval listasafna, veitingastaða, fagurra garða, iðandi mannlífs jafnt að nóttu sem degi, frægustu veitingastaði og skemmtistaði Spánar, tónlistarlíf í blóma og síðast en ekki síst, frábært veðurfar. Við bjóðum þér vinsælustu gististaðina, spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.990 Flugsæti, skattar innifaldir. Verð kr. 49.990 Flug og gisting í 4 nætur á góðu 3ja stjörnu hóteli með morgunmat. M.v. tvo í herbergi pr. mann. Verð m.v. netbókun. Bókunargjald kr. 2.000. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Munið Mastercard ferðaávísunina Barcelona 3. apríl frá kr. 29.990 Sigurður Bessason , formaður Eflingar, um drög að nýjum kjarasamningi. ’Þetta er söguleg stund semskiptir sköpum í sögu hinnar dýrðlegu írösku þjóðar.‘Mohammed Bahr al-Uloum , forseti fram- kvæmdaráðs Íraks, í ræðu fyrir und- irritun nýrrar bráðabirgðastjórnarskrár landsins á mánudag. ’Við höfum kannski tapað okk-ur nokkuð, eins og oft hefur komið fram, í ákafri neyslu og eftirsókn eftir efnislegum gæð- um á kostnað almennra lífs- gilda.‘ Reuters Námsmaður réttir upp rauðmálaða hönd með tákni sorgarborða á fjöldafundi, sem haldinn var í Oviedo á föstudag til að mótmæla hryðju- verkum og minnast fórnarlamba sprenging- anna í Madríd á fimmtudag. Ummæli vikunnar Gegn hryðjuverkum Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.