Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Pálmi Haraldsson er maður,sem á allra síðustu miss-erum hefur orðið mjögumsvifamikill í viðskipta-lífinu, en var þar til fyrir skömmu ekki mjög áberandi þó að hann hefði um tíma stundum verið nefndur í fréttum vegna grænmet- ismáls Samkeppnisstofnunar. Á föstudaginn undirritaði hann kaup- samning vegna kaupa Fengs á Skeljungi og hann hefur á síðustu mánuðum tekið þátt í því með Baugi að kaupa meirihluta í breskri versl- anakeðju og í Norðurljósum. Spurður um kaupin á Skeljungi segir Pálmi að Fengur sé fjárfest- ingarfélag í eigu sinni og Jóhann- esar Kristinssonar í Lúxemborg og félagið sé í því að kaupa og selja fyr- irtæki. Hann segir þá leita að tæki- færum og það hafi lengi verið vitað að Skeljungur væri til sölu og sá kostur hafi verið skoðaður. Pálmi segir að þannig hafi viljað til að hann hafi dregið sig út úr ávaxtageiranum og þeir Jóhannes hafi nýlega selt hlut sinn í Grænu. Við þetta hafi myndast söluhagnaður og þeir séu að ráðstafa þeim fjármunum og sjái tækifæri í Skeljungi. Þetta sé þó að- eins hluti af stærri heildarmynd því að þeir hafi fjárfest í mörgum öðrum félögum. „Við förum inn í Skeljung fyrst og fremst vegna þess að við sjáum þetta sem langtímafjárfestingu. Þetta er vel rekið fyrirtæki og virð- ist vera með góða stjórnendur. Það eru vissulega einhverjar breytingar fram undan á þessum markaði eins og gengur og gerist og við verðum bara að sjá til hvernig verður með framhaldið.“ Hann segir aðspurður um framtíðaráformin með Skeljung að stefnan sé að reka öflugt fyrir- tæki í sölu á eldsneyti eins og gert sé í dag, en hliðarfjárfestingar fari út úr starfseminni. „Við munum ein- beita okkur að kjarnastarfsemi fé- lagsins, sem er sala á eldsneyti og tengdum vörum.“ Fjárfestir oft með Baugi Pálmi og félög hans, Fengur og Fons, hafa oft fjárfest í sömu fyr- irtækjum og Baugur. Nýjasta dæm- ið um þetta eru Norðurljós, en önn- ur dæmi eru verslanakeðjan Julian Graves í Bretlandi, Kaldbakur, Flugleiðir, Tæknival og Hagar. Pálmi er spurður að því hvort ætl- unin sé að einhverjar af verslunum Haga, til að mynda 10-11, komi inn í bensínstöðvar Skeljungs til að auka sölu á matvöru á bensínstöðvunum. Hann segir að það hafi komið honum á óvart hve lítil sala á matvöru sé í bensínstöðvunum og að þar verði áherslubreytingar. Hann segir þó að ekkert sé ákveðið um samstarf við verslanir, en allt verði skoðað og þá með hagsmuni Skeljungs að leiðar- ljósi. Pálmi segir að stjórn Skelj- ungs muni vinna að þessu með for- stjóra félagsins, Gunnari Karli Guðmundssyni, sem sinni daglegum rekstri og engar breytingar séu fyr- irhugaðar á stöðu hans. Pálmi segir að fyrirtækið sé nú rekið samkvæmt þeirri stefnu sem mörkuð hafi verið, en mörg sóknarfæri séu með því að breyta áherslum. Pálmi segir að kaupin á Skeljungi séu svipað verkefni og Fengur hafi tekið þátt í á síðasta ári í Bretlandi, en þar keypti Fengur stærstan hluta verslanakeðjunnar Julian Graves í félagi við Baug Group. Þar er hlutur Baugs um 60% og hlutur Fengs 20% og Pálmi er stjórnarformaður Julian Graves. Hann segir þetta mjög spennandi og skemmtilegt verkefni og mikil vinna sé í kringum það. Ver- ið sé að opna 20 nýjar verslanir nú á fyrstu mánuðum þessa árs, en fyrir voru verslanir fyrirtækisins yfir 200. Hættir í stjórn Eimskips „En auðvitað getur maður ekki verið alls staðar og þess vegna hef ég ákveðið að taka til í þessum dag- legu störfum. Ég var í gær endur- kjörinn í stjórn Flugleiða og er nú varaformaður stjórnar, en fór út úr stjórnum dótturfyrirtækjanna,“ segir Pálmi sem var áður í stjórnum Flugfélags Íslands, Fjárvakurs og Icelandair. Hann segist einnig hafa sagt frá því fyrir nokkru að hann myndi ekki gefa kost á sér til áfram- haldandi setu í stjórn Eimskipa- félagsins og hann muni láta af störf- um sem framkvæmdastjóri Græns í þessum mánuði. „Með þessu skapast þess vegna ákveðið svigrúm til að einbeita sér að þessu stóra verkefni sem Skeljungur er, samhliða þessu verkefni mínu úti í Bretlandi, sem er tímafrekt því að það að vera stjórn- arformaður í bresku fyrirtæki er ekki alveg það sama og að vera stjórnarformaður í íslensku fyrir- tæki. Þetta er svona mitt á milli þess að vera forstjóri og stjórnarformað- ur. Stjórnarformaðurinn er nær daglegum rekstri og hefur meiri völd, þannig að ég eyði miklum tíma í það verkefni enda sé ég mörg tæki- færi þarna.“ Spurður um útlitið hjá Julian Graves segir Pálmi það mjög gott. „Þetta gengur mjög vel. Við fáum góðar tölur úr rekstrinum og þetta hefur reynst mjög góð fjárfesting. Það sýnir hversu næmt auga fyrir þessu Baugsmenn hafa, að við sjáum sambærileg smásölufyrirtæki metin á tvöfalda þá upphæð sem við greiddum fyrir eignarhlut okkar í Julian Graves, þó svo að vaxtar- möguleikar okkar séu mun meiri en sambærilegra fyrirtækja. Og við er- um einmitt þessa stundina að skoða yfirtöku Julian Graves á öðru smá- sölufyrirtæki,“ segir Pálmi, en bætir því við að hann geti ekki greint frá nafni þess fyrirtækis að svo stöddu. „Það sem er svo spennandi við Julian Graves er að við erum með allan pakkann. Við flytjum inn sjálf- ir, erum með verksmiðju og pökkun, dreifum þessu sjálfir á næturnar í okkar eigin verslanir. Það er hugsað fyrir öllu. Svo fæ ég í hverri viku töl- ur úr rekstri allra verslananna og þetta er rekið með mjög nútímaleg- um hætti. Þetta var ekki svona, heldur hefur sú reynsla sem Baugur hefur á þessu sviði nýst félaginu mjög vel,“ segir Pálmi. Fór snemma inn í Flugleiðir Síðastliðinn fimmtudag var aðal- fundur Flugleiða þar sem miklar breytingar urðu á stjórn félagsins í kjölfar mikilla breytinga í hluthafa- hópi þess. Pálmi fjárfesti í Flugleið- um fyrir um þremur árum og var þá fyrstur nýju stóru eigendanna til að kaupa hlut í félaginu. Spurður að því hvers vegna hann hefði keypt í fyr- irtækinu þetta langt á undan hinum stóru nýju hluthöfunum segir hann að hann hafi séð tækifæri í félaginu á undan öðrum og hann hafi keypt bréfin á 1,70, en síðasta viðskipta- gengi á föstudag var 7,40. „Ég reyndi yfirtöku á félaginu á vormán- uðum 2002, en fékk ekki stuðning hjá bönkunum fyrir því og þá stóð gengið í 1,70. Mér fannst þetta alveg fáránlegt gengi. Þá voru bankarnir tilbúnir að lána mér á genginu 2,20 ef ég kæmi með 50% framlag. Í dag eru bankarnir að kaupa á sjö,“ segir Pálmi, og bætir því við að hjá Flug- leiðum séu mjög góðir stjórnendur og mjög ánægjulegt og lærdómsríkt sé að vinna með þeim. Spurður út í kaupin í Norðurljós- um, en þar eiga Baugur og Fengur meirihluta, segir Pálmi að það sé dæmigert umbreytingarverkefni. Þar þurfi að snúa við rekstrinum og slík verkefni segir hann að sér þyki skemmtilegust, en þau séu erfið. Hann segir að hann og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi farið að skoða Norðurljós og talið sig sjá möguleika í fyrirtækinu þegar fáir aðrir hafi haft trú á því. Síðan muni menn komast að þeirri niður- stöðu að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Hann segir aðspurður að sjónarmið- in á bak við kaupin hafi eingöngu verið að auka verðmæti félagsins og síðan standi til að skrá það á mark- að. Hann segist gera ráð fyrir að nú- verandi meirihlutaeigendur verði áfram kjölfestufjárfestar eftir að fé- lagið fer á markað, en að þeir muni minnka hlut sinn og fjöldi annarra fjárfesta eigi eftir að koma að félag- inu. Venjulegur strákur úr Reykjavík Eins og sjá má eru umsvif Pálma í viðskiptalífinu mikil og þau hafa vaxið hratt á allra síðustu árum. Pálmi er spurður að því hvernig þessi umsvif hafi orðið til og úr hvernig umhverfi hann sjálfur komi. „Ég er bara venjulegur strákur úr Reykjavík,“ segir Pálmi. „Ég ólst reyndar upp við mjög erfiðar að- stæður. Faðir minn var óreglumað- ur og ég ólst upp við fátækt hjá móð- ur minni, sem er hetjan í mínu lífi, og þetta endaði með því að ég var send- ur á heimavistarskóla að Núpi í Dýrafirði þegar ég var fjórtán ára gamall.“ Þetta var fyrir þrjátíu árum og Pálmi segir að á þessum tíma hafi þetta verið mjög út úr og það hafi verið mikil reynsla að standa þarna allt í einu einn með ekkert nema eina ferðatösku. Núpur var á þessum tíma undir forystu Bjarna Pálssonar og konu hans Valborgar Þorleifs- dóttur og Pálmi segir þau hafa reynst sér mjög vel sem og vistin öll og hann þakki þeim og móður sinni að hann skyldi komast vel frá þess- um árum. Pálmi var á Núpi í þrjú ár og segir að þetta hafi verið erfiður tími sem hljóti að hafa mótað sig mikið í lífinu. Hann segir að þegar hann kom til baka til Reykjavíkur hafi hann farið að vinna og í skóla. Hann hafi svo tekið meistaragráðu í rekstrarhag- fræði í Svíþjóð og byrjað í doktors- námi, en fengið leiða á hinu akadem- íska umhverfi. „Þar gerðist allt svo hægt og ég þoli illa hluti sem gerast hægt. Svo gerðist það að Ragnar Kristinn Kristinsson í Flúðasvepp- um, æskufélagi minn, hringdi í mig og spurði hvort ég vildi koma og hjálpa við rekstur Sölufélags garð- yrkjumanna.“ Fyrstu kynni af Bónusfeðgum Þegar Pálmi tók við sem fram- kvæmdastjóri Sölufélagsins árið 1991 var félagið rekið með miklu tapi og eigið fé þess var neikvætt. „Ég rak félagið með hagnaði strax á fyrsta ári og þarna byrjuðu í raun kynni mín af Bónusfeðgum. Sölu- félagið hafði alltaf átt í stríði við Bónus, en ég sá möguleikana í sam- vinnu við fyrirtækið og seldi því meira en nokkru sinni hafði verið gert áður. Með aukinni velgengni þess jókst velgengni Sölufélagsins, því varan fór að seljast í stað þess að menn væru stöðugt í einhverri bar- áttu. Það voru stundum ekki til tóm- atar eða gúrkur svo dögum skipti í Bónus vegna þess að menn náðu ekki samningum um verð. Þarna sá ég sóknarfæri og þar hófst samstarf okkar. Sölufélagið var svo rekið með hagnaði öll árin mín og aldrei bað ég framleiðendur um fjármagn. Þegar uppskiptin urðu milli Fengs og bænda voru framleiðendur keyptir út fyrir verulegar fjárhæðir, en Fengur varð til um miðjan síðasta áratug,“ segir Pálmi. Í upphafi bauðst bændum að kaupa sig inn í Feng, en að sögn Pálma var ekki mikill áhugi hjá þeim og þá hefðu Pálmi og Ragnar Kristinn keypt í fé- laginu, en Jóhannes Kristinsson, sem enn á hlut í Feng ásamt Pálma, hefði einnig verið inni í fyrirtækinu, en hann kom úr fyrirtækinu Banön- um. Pálmi segist hafa greitt sama verð og bændur fyrir bréfin í Feng, en ekki fengið neinn afslátt sem starfsmaður eins og stundum tíðkist með kaupréttarsamningum nú. „Þegar Samkeppnisstofnunar- málið kom upp vegna grænmetisins fannst mér forysta bænda snúa baki við mér. Ég var dreginn inn í þetta persónulega, sem var mjög óþægileg tilfinning. Í stað þess að forysta bænda, sem áratugum saman hefur stundað samkeppnisbrot, stæði við bakið á mér, létu þeir eins og þetta væri ekki þeirra vandamál. Fyrir mér var þetta mikið áfall og ég tók allt þetta mál mjög nærri mér. Með þessu er ég ekki að gagnrýna ein- staka bændur, heldur hreyfinguna sem slíka. Við þetta gat ég ekki hugsað mér að halda áfram að starfa í þessu umhverfi og ákvað að fara mína leið. Ég gerði framleiðendum tilboð í allan þeirra hlut í Feng og keypti hann á því verði sem hann var metinn á. Síðan seldi ég þeim Sölu- félag garðyrkjumanna út úr Feng á 500.000 krónur, og þetta er félag sem alltaf var rekið með hagnaði og var með mikið eigið fé. Ástæðan fyr- ir þessu er að ég vildi losna, þó að þessir menn séu enn vinir mínir sem einstaklingar. En ég var ósáttur við forystu bænda og þá sérstaklega garðyrkjubænda,“ segir Pálmi, sem keypti framleiðendurna út árið 2002. Hann segir ástæðu þess hvernig staðið var að málum hvað sam- keppni varðar á grænmetismark- aðnum vera þá að þarna hafi verið hálfrar aldar saga einokunar. Síðan hafi lögum verið breytt, innflutning- Hlutirnir gengu of hægt í akademíunni Pálmi Haraldsson er einn af nýju mönnunum í íslensku viðskiptalífi og umsvif hans hafa vaxið hratt að undan- förnu, meðal annars með kaupum á Skeljungi á föstu- dag. Haraldur Johannessen ræddi við hann um við- skiptin, hvernig hann fjár- magnar mikil fyrirtækja- kaup og um erfiða æsku. Morgunblaðið/Sverrir Umsvif Pálma Haraldssonar í viðskiptalífinu hafa vaxið hratt á síðustu misserum. Hann segist hafa mest gaman af að koma inn í fyrirtæki í erfiðum rekstri til að snúa honum við. ’ Við erum einmitt þessa stundinaað skoða yfirtöku Julian Graves á öðru smásölufyrirtæki. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.