Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ „Ég lít í anda liðna tíð sem leynt í hjarta geymi.“ Mér dettur þessi byrjun á ljóðinu í hug er ég minnist elskulegrar móðursystur minnar sem er látin eftir erfiða sjúkdóms- legu. Hún raulaði þetta ljóð oft og iðulega við heimilisstörfin þegar hún hugsaði til ættjarðarinnar. Hún var ákaflega stolt af því að vera Íslend- ingur. Henni þótti vænt um land og þjóð og var það hennar metnaður að íslenska væri töluð inni á heimilinu því eins og hún sagði alltaf: „Börnin þurfa að geta talað við afa og ömmu og ættingjana á Íslandi.“ Til gamans má geta að þau tala enn á fullorðins- aldri íslensku sín á milli! Þegar ég var lítil stelpa bjó ég á heimili ömmu minnar og afa og þar bjó líka Þura frænka eins og ég kall- aði hana alltaf. Hún tók miklu ást- fóstri við mig allt frá fyrstu tíð sem birtist í mikilli umhyggjusemi, áhuga á öllu sem ég tók mér fyrir hendur og miklum metnaði fyrir mína hönd. Ótrúlegt var hversu mik- ið traust hún bar til mín allt frá fyrstu tíð og var ég aðeins átta ára gömul þegar ég byrjaði að passa börnin hennar á Vopnafirði þar sem ég bjó hjá henni tvö sumur. Sumrin eftir að hún fluttist til Svíþjóðar og seinna til Noregs var ég líka hjá henni. Mér leið alltaf ákaflega vel hjá Þuru og Lars og var ætíð komið fram við mig eins og eitt af þeirra eigin börnum. Ég lærði margt í Sví- þjóð annað en tungumálið, til dæmis að borða grænmeti og annað nýmeti sem ég var ekki alltaf sátt við, því að hjá ömmu og afa var venjulegur vestfirskur matur á borðum eins og skata og mörflot. Þetta voru góð ár fyrir okkur öll sem varð til þess að við tengdumst öll nánum böndum og segjum við oft að við séum eins og ÞURÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR HAUKELAND ✝ Þuríður Eyjólfs-dóttir Haukeland fæddist 4. janúar 1931 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu, Toppenhaug- veien 9 í Drammen í Noregi, hinn 1. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram í Drammen 9. mars. systkini. Margar ótrú- lega skemmtilegar sög- ur eru til af samskipt- um okkar Þuru. Ein saga er til dæmis af því þegar Þura lærði að keyra bíl í Svíþjóð en þá skyldi nú vanda vel til verksins, námið átti hug hennar allan því ákveðin var hún að ná fram ökuleikni. Hún treysti í einu og öllu á aðstoð mína þótt ég væri ung að árum. Ég sat aftur í á meðan æf- ingahringurinn var tekinn mörgum sinnum dag hvern á sama tíma. Við hlógum oft að þessu og hélt hún því ætíð fram að ég hefði kennt henni að keyra. Þura frænka var ákveðin kona, hún hafði ríka réttlætiskennd. Hún hafði mikinn áhuga á landi og þjóð bæði hér heima og í Noregi þar sem henni leið alltaf vel. Hún var um- hyggjusöm, fylgdist vel með fjöl- skyldu sinni þótt fjarri væri. Hún var einstök húsmóðir og ávallt vak- andi yfir velferð barna sinna. Mikill dugnaður og ósérhlífni einkenndu hana sem sýndi sig best þegar hún varð ung ekkja með þrjá unglinga. Það var henni mikið hjartans mál að þau kæmust vel til manns og mennt- uðu sig vel. Það tókst! Þau fóru öll í gegnum langt og strangt nám og eru nú starfandi læknar. Þau hafa öll náð góðum árangri í lífinu, eru vel gerðir einstaklingar sem bera góðu uppeldi móður sinnar vitni. Hún reyndist tengdadætrum sínum góð tengdamóðir og barnabörnum sýndi hún ávallt mikla umhyggju og áhuga, þau voru líka einstaklega hænd að henni. Eftir að börnin uxu úr grasi kom hún á hverju sumri til Íslands. Í flugvélinni beið fyrrverandi flug- freyjan spennt eftir að heyra sagt eftir lendingu „góðir farþegar, verið velkomin heim!“ Ekkert mátti trufla þá stund. Það var nú svo skrítið að það var alltaf sól þegar Þura var á landinu. Hún sagði okkur að það væri vitleysa að það væri alltaf vont veður á Íslandi. Hér naut hún sín vel, synti einn kílómetra á hverjum degi því engar sundlaugar voru eins og þær íslensku! Það varð henni mikið áfall er hún greindist með krabbamein fyrir rúmum tveimur og hálfu ári. Hún gekkst undir erfiðar aðgerðir og meðferðir sem dugðu ekki til. Vænt- ingar og vonir brugðust þótt fær- ustu aðstoðar nyti við. Börnin henn- ar reyndust henni ómetanleg í veikindum hennar, þvílík var umönnunin. Í fyrrasumar ákvað hún, þrátt fyrir erfið veikindi, að koma á ættarmót fjölskyldunnar á Íslandi, það var meira af vilja en mætti. Hún naut í þeirri ferð og ávallt dyggrar aðstoðar Kristínar dóttur sinnar sem annaðist veika móður sína nótt og dag síðastliðið eitt og hálft ár, þegar hún flutti inn á heimili móður sinnar. Hún hafði allt- af mikinn áhuga á að vera vel til fara og að hárið væri í lagi. Það var því dæmigert fyrir hana að síðasta ferð hennar utanhúss var á hárgreiðslu- stofu. Við vorum lánsamar að fá að eyða tveimur vikum saman í janúar síð- astliðnum. Heilsu hennar hafði mik- ið hrakað og vissum við báðar í hljóði að styttist í kveðjustund. Það hafði alltaf reynst okkur erfitt að kveðja hvor aðra í gegnum tíðina og mikið grátið á flugvöllum. Við reyndum þó að blekkja hvor aðra með tali um að ég kæmi í sumar. Við höfðum kveðjustundina ekki langa, ég settist á rúmstokkinn hjá henni og síðustu orðin voru þau sömu og hún sagði seinna í síma: „Guð geymi þig!“ Elsku Þura frænka, ég er þakklát fyrir allt sem við áttum saman og vona ég að þér líði betur núna. Með sárum söknuði kveð ég þig. Elsku Kristín, Thor, Lars og fjölskyldur, ég sendi ykkur samúðarkveðjur, megi Guð varðveita allar minning- arnar um góða frænku. Elísabet Ólafsdóttir. Í dag kvöddum við kæra vinkonu okkar, Þuríði Eyólfsdóttur Hauke- land. Við vorum fimm, ungar, íslenskar konur sem fyrir nokkra tilviljun hittumst í Drammen og áttum það sameiginlegt að eiga norska eigin- menn og börn áttum við allar. Í þrjá- tíu ár höfum við svo haldið hópinn, sótt styrk og stuðning hver hjá ann- arri og saman. Það var langt á milli landa í þá daga og söknuðum við fjölskyldu og vina heima á Íslandi. Nú erum við fjórar. Við söknum Þuríðar. Við vildum ekki trúa að við ættum eftir að missa hana svo fljótt, þrátt fyrir erfið veik- indi hennar síðustu árin. Hún sem alltaf var svo sterk og áræðin. Þur- íður bjó yfir mikilli lífsreynslu, eftir fráfall manns síns hafði hún ein þurft að axla ábyrgð á þremur börn- um sínum á unglingsaldri. Við höf- um séð hve vel hún hefur stutt þau og styrkt til náms og þroska fullorð- insára. Þau voru henni dýrmæt og hún bar þau alltaf fyrir brjósti. Börnin okkar voru öll á líkum aldri svo við fylgdumst með þroska þeirra allra og framtíðaráformum. Við vorum nánir vinir og gátum leitað hver til annarrar og líka staðið saman þegar eitthvað bjátaði á. Við hittumst nokkuð reglulega og töl- uðum að sjálfsögðu alltaf íslensku saman, annað var óhugsandi. Þur- íður hafði mikla frásagnarhæfileika og gat oft leyst úr læðingi hlátur og glettnisleg svör. Við hlógum mikið og oft. Við gátum líka leyft tárunum að koma og við fundum hve mikils virði þessi vinátta var okkur öllum. Með þakklæti í huga minnumst við vinkonu okkar og gleðistunda á heimili hennar, veitingar voru alltaf frábærar enda var hún mikil hús- móðir og mikill Íslendingur, við vor- um það allar. Við sungum mikið og oft var seint farið heim, við áttum svo mikið saman og okkur leið svo vel saman. Nú viljum við varðveita minning- arnar og vináttuna áfram og þá verða gleðistundirnar dýrmætar. Með samúðarkveðjum til fjöl- skyldu Þuríðar í Noregi og heima á Íslandi þökkum við Þuríði samfylgd- ina og stöndum saman í söknuði okkar. Drammen 9. mars 2004, Ólína, Ingibjörg, Anna og Sigríður. Elsku amma. Ég vona að nú líði þér vel, en lífið á aldrei eftir að verða eins og það var hjá okkur. Mér er minnisstæðast þegar við tókum okk- ur til við bakstur sem stóð oftast yfir allan daginn. Aldrei gafst þú upp við að kenna baksturinn, alveg sama RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR ✝ RagnheiðurBjörnsdóttir fæddist 25. júlí 1933 á Vötnum í Ölfusi. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 2. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Eyrar- bakkakirkju 13. mars. Í formála minning- argreina um Ragn- heiði Björnsdóttur á blaðsíðu 49 í Morg- unblaðinu í gær, laugardag 13. mars, féll niður dánardagur Eyjólfs, bróður Ragnheiðar, en hann lést 1. apríl 1997. Þá láðist að geta barna Guðnýjar, dóttur Ragnheið- ar. Guðný átti fjóra syni með Gunnlaugi Lútherssyni, sem hún var áður gift. Þeir eru: Lúther, f. 31.1. 1981, Guðni Björn, f. 27.7. 1984, Helgi Páll, f. 22.5. 1988, og Sigurður Gísli, f. 22.5. 1988. hversu oft mér mis- tókst. Það mætti halda að þú hafir vitað að þú myndir veikjast og ég þyrfti að sjá um að baka í framtíðinni. Ekki má gleyma þegar ég sat einn heima fimm ára gamall. Þú komst heim úr vinnunni í há- deginu og tókst mig svo með í vinnuna og leyfð- ir mér að hjálpa þér. Alltaf voru stundir okk- ar góðar, alveg frá því að ég man eftir mér fyrst og til lokadags. Mér fannst erfitt þegar að kveðju- stundinni kom og þegar ég kom heim af spítalanum, sat ég fram á nótt við að semja ljóð, það heitir Söknuður og ég vona að þér líki það: Litla fræið sem leit upp til þess, að lifa, dafna og leika sér. Það sagði í gær ekkert stress, því sá hinn sami man eftir mér. Nóg fæ ég af fræjum til að sá, mér finnst ég eigi ekki að kvarta. En hvar er kærleikurinn og krafturinn þá? Kuldinn dregur mig ofan í hyldjúpið svarta. Minning þín mun lifa í hjarta mínu. Hilmar Freyr Björnsson. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, er sýnt hafa okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts bróður míns og frænda okkar, ÁRNA EYVINDSSONAR, Ægisíðu 62, Reykjavík. Drottinn blessi ykkur öll. Hanna Eyvindsdóttir, Eyvindur Árni Jökulsson, Ólafur Ægir Jökulsson, Sæunn Birta Gunnarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JAKOBÍNA SIGURGEIRSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð laugar- daginn 6. mars, verður jarðsungin frá Grafar- vogskirkju föstudaginn 19. mars kl. 13.30. Kristrún Ólafsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Sigurgeir Ólafsson, Elísabet Jónsdóttir, Kári Ólafsson, Margrét Jóhannsdóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HALLDÓRA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, áður Bólstaðarhlíð 44, Reykjavík, lést fimmtudaginn 11. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Jóna Kjartansdóttir, Björn Kristmundsson, Halldór Kjartan Kjartansson, Margrét Gunnarsdóttir, María Ólöf Kjartansdóttir, Einar Guðmundsson, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, EINAR SKÆRINGSSON, Framnesvegi 28, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mið- vikudaginn 10. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Guðríður Konráðsdóttir. Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR PÉTURSDÓTTIR, Skeljatanga 1, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 11. mars. Áslaug Ottesen, Hörður Sigurgestsson, Inga Harðardóttir, Vicente Sanchez-Brunete, Jóhann Pétur Harðarson, Helga Zoëga og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NIKULÁS JENSSON fyrrv. bóndi í Svefneyjum, Austurbrún 2, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 11. mars, verður jarðsunginn frá Flateyjarkirkju laugardaginn 20. mars kl. 13.00. Bátsferð verður frá Stykkishólmi til Flateyjar kl. 11.30. Aðalheiður Sigurðardóttir, Jónína, Jens Ragnar, Kristinn, Sigrún Elísabet, Kristján Valby, Þórhallur, Unnar Valby og Dagbjört Kristín, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.