Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ HALLGRÍMUR Jóns- son, sem hefur stýrt Sparisjóði vélstjóra frá árinu 1965, til- kynnti á aðalfundi sparisjóðsins á föstu- dag að hann hefði tek- ið þá ákvörðun að segja starfi sínu lausu. Mun hann hætta sem sparisjóðsstjóri þegar eftirmaður hans hefur verið fundinn. Hall- grímur hóf störf við bankann árið 1962, þá í aukavinnu í vaxta- reikningi og öðru slíku. Þremur árum síðar, þegar Hall- grímur var einungis 25 ára gamall, var hann ráðinn í stöðu sparissjóðs- stjóra og hefur hann því verið sparisjóðsstjóri í tæpa fjóra ára- tugi. „Er þetta ekki bara orðið ágætt? Mér finnst það og að þeir sem yngri eru eigi að taka við keflinu,“ seg- ir Hallgrímur þegar hann er inntur eftir því hvers vegna hann hafi tekið þessa ákvörðun. Miklar breytingar hafa átt sér stað í starfsumhverfi banka og sparisjóða frá því Hallgrímur hóf störf við SPV. „Þegar ég byrjaði var allt hand- fært, allir með spari- sjóðsbækur og slíkt. Í dag er allt annað um- hverfi,“ segir Hall- grímur. „Ég er svo ríkur“ „Það sem ég er að plana núna er hreinlega að sinna fjölskyldunni, konunni, börnunum og barnabörn- unum, ég á ellefu barnabörn og fimm börn. Ég er svo ríkur, þannig að ég hef nóg að gera,“ segir Hall- grímur en hann mun láta af störf- um þegar eftirmaður hans hefur verið fundinn. Hallgrímur segir að hann hafi átt mjög góðan tíma í bankanum. „Ég finn að stofnfélögunum finnst þetta hafa gengið bara nokkuð bærilega. Ég get ekki heyrt annað.“ Spari- sjóðurinn var stofnaður árið 1961, einu ári áður en Hallgrímur hóf þar störf. „Sparisjóðurinn er á mjög góðri siglingu, gengur mjög vel og hefur aldrei verið sterkari en hann er í dag. Það er mikill fjöldi af nýj- um viðskiptamönnum að koma til okkar, þannig að það er mikill kraftur í sparisjóðnum.“ Á fundinum voru gerðar þær breytingar á stjórn sjóðsins að Magnús Waage kom inn í stjórn en Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags Íslands, náði hins vegar ekki kjöri. Varð sparisjóðsstjóri 25 ára Hallgrímur Jónsson er að hætta störfum. ÞEIR sem standa að útflutningi lambakjöts til Bandaríkjanna áætla að auka söluna stig af stigi næstu ár þannig að hún verði orðin rúmlega 1.000 tonn árið 2010. Ráðgjafarfyr- irtækið IMG Deloitte- viðskiptaráð- gjöf hefur gert úttekt á árangri sölu- starfs Áforms, sem séð hefur um markaðsstarf í Bandaríkjunum síð- ustu ár, og er það mat fyrirtækisins að árangur af verkefninu sé umtals- verður þótt útflutningurinn sé enn takmarkaður. Áform hefur unnið að útflutningi á lambakjöti auk fleiri verkefna frá árinu 1996 og hefur fengið til þess verkefnis 25 milljónir á ári úr rík- issjóði. Á síðasta ári voru flutt úr landi 2.431 tonn af lambakjöti, en þar af fóru um 180 tonn til Bandaríkj- anna. Þessi 180 tonn eru svokölluð ígildistonn þar sem allur hluti skrokksins er ekki fluttur út. Seld tonn eru um 90, en salan nam 9 tonn- um árið 1997 þegar sala hófst í sam- vinnu við Whole Foods Market verslunarkeðjuna. Deloitte segir í skýrslu sinni að ýmis vandamál hafi skapast við út- flutninginn til Bandaríkjanna í upp- hafi m.a. vegna endurtekinna vanda- mála við tollafgreiðslu og eins hafi tekið tíma að koma á skilvirkum flutningi á kjötinu við rétt hitastig. Fram kemur í skýrslunni að könn- un sem gerð hafi verið meðal neyt- enda í Bandaríkjunum sýni að fólki líki mjög vel við kjötið. Salan í Whole Foods byggist á sérstökum sölu- kynningum, en haldnar voru um 500 kynningar í verslunum á síðasta ári. Deloitte segir að fyrstu árin hafi sölustarfið í Bandaríkjunum ein- kennst af þróunarstarfsemi og að mikið hafi þurft að hafa fyrir því að ná þeim árangri sem náðst hafi. Söluverð 57 milljónir en sölukostnaður 9,5 milljónir Fram kemur í skýrslunni að sölu- verð kjötsins hafi numið 57 milljón- um í fyrra og að meðalskilaverð til bænda hafi numið 640 kr. á kíló og er þá miðað við 90 tonna sölu en ekki 180 ígildistonn. Skilaverðið hefur lækkað nokkuð vegna lækkunar á verði dollars, en verðið var 810 kr. árið 2001. Deloitte telur raunhæft að verðið hækki með hækkun dollars og lækkun á flutningskostnaði. Í skýrslunni segir að bein útgjöld vegna útflutningsverkefnis Áforms í Bandaríkjunum hafi numið 9,5 millj- ónum í fyrra eða 17% af skilaverði til afurðastöða. Þetta sé mjög hár kostnaður, en horfa verði til þess að verið sé að þróa markaðinn. Viðmælendur skýrsluhöfunda bar flestum saman um að hægt væri að ná sambærilegum eða meiri árangri með því að stunda svipaða sölustarf- semi hér á landi og gert er í Banda- ríkjunum. Tekið er fram að íslenskt lambakjöt verði aldrei samkeppnis- hæft í verði við lambakjöt frá Nýja- Sjálandi. Þótt matvælaverð sé al- mennt lágt í Bandaríkjunum séu þar neytendur sem séu tilbúnir að greiða hátt verð fyrir náttúrulegar afurðir og því sé eðlilegt að leita inn á þenn- an markað. Bent er á að þar sem verulegir fjármunir hafi verið settir í verkefnið sé nauðsynlegt að tryggja langtíma skuldbindingu Whole Fodds að verk- efninu. Þó að verulegur áhugi sé á ís- lenskum afurðum meðal stjórnenda verslunarkeðjunnar í dag sé það ekki tryggt að svo verði um ókomna tíð. Þá er vakin athygli á að nokkur hætta sé á að neytendur muni ekki ná að byggja upp vöruvitund varð- andi íslenskt lambakjöt á meðan sal- an fari aðeins fram í afmarkaðan tíma á ári, en í fyrra stóð salan í 12 vikur. Líkja mætti því við að hefja þyrfti nýja herferð árlega án þess að fyrri kynningar hjálpi til við fjár- mögnun. Skiptar skoðanir voru með- al viðmælanda skýrsluhöfunda hvort hefja ætti útflutning á frystu lamba- kjöti til Bandaríkjanna. Ný úttekt gerð á sölu íslensks lamba- kjöts til Bandaríkjanna síðustu ár Áformað að selja þúsund tonn árið 2010       %   &'  ( )    "   *+*         )   Klaus Otto Kappel varsendiherra Dana á Ís-landi á árunum 1995 til1999. Hann segist hafa hrifist af landi og þjóð, og með ánægju þegið boð um að taka sæti í stjórn Dansk-íslenska sambandsins eftir að hann settist í helgan stein. Hugmyndin að sýningu á verkum ís- lenskra listamanna í eigu ein- staklinga í Danmörku, sem opnuð var á Norðurbryggju í Kaupmanna- höfn í gær, hafi kviknað upp frá því. „Mér var minnisstæð sýning á ís- lenskri myndlist í eigu danskra lista- safna, sem haldin var í Gerðarsafni í tilefni lýðveldisafmælisins 1994, og kom til hugar að fjöldi íslenskra listaverka hlyti jafnframt að vera í eigu einstaklinga í Danmörku, enda hefðu margir þekktustu listamenn Íslands verið þar við nám og störf til lengri eða skemmri tíma.“ Kappel segir að hugmyndinni hafi verið vel tekið innan Dansk-íslenska sambandsins og margir hafi lagt hönd á plóginn til að láta hana ræt- ast. „Að baki þessari sýningu liggur mikil vinna. Fyrst þurfti að tryggja fjármagn til verkefnisins og sem betur fer tóku ýmsir aðilar umleit- unum okkar vel. Þegar ljóst varð fyrir um ári síðan að takast myndi að fjármagna sýninguna tók við mikil leit að listaverkum. Til að byrja með gekk leitin hægt. Við birtum auglýs- ingar í þremur stærstu dagblöðum Danmerkur og fengum lítil viðbrögð. En í apríl í fyrra fengum við tæki- færi til að kynna verkefnið í vinsæl- um dönskum sjónvarpsþætti sem nefnist „Hvers virði er það“, þar sem fólk kemur með erfðagripi eða aðra muni úr fórum sínum og lætur meta hvort þeir séu mikils virði. Þarna gátum við sýnt milli tuttugu og þrjá- tíu íslensk verk, sem sum eru á sýn- ingunni núna. Eftir þetta hringdi síminn hjá mér látlaust í tvær vikur! Fólk sýndi þessu mikinn áhuga og alls höfðu um 125 manns samband. Ég spurði framleiðanda þáttarins hvað margir hefðu fylgst með hon- um þetta kvöld og hann sagði mér að samkvæmt tölum frá Gallup hefðu það verið 648 þúsund manns.“ Kappel segir að alls hafi um 300 myndir verið fengnar að láni og skoðaðar. Ákveðið hafi verið að fá Beru Nordal, fyrrverandi forstöðu- mann Listasafns Íslands sem nú stýrir Norræna vatnslitasafninu í Gautaborg, til að velja myndirnar á sýninguna. Það hafi hún gert bæði með hliðsjón af gæðum verkanna og því að gefa mynd af fjölbreytileika þeirra íslensku listamanna sem lifað hafi og starfað í Danmörku. Á sýningunni í Bryggjuhúsinu er 91 verk eftir 25 listamenn, þar á meðal marga fremstu listmálara þjóðarinnar. Hún verður einnig sett upp í Gerðarsafni í Kópavogi í maí og þá munu væntanlega nokkrar myndir bætast við. Málverk eru uppistaða sýningarinnar en þar eru líka teikningar og vatnslitamyndir. Áhugaverðar sögur á bak við mörg verkanna Flest verkin á sýningunni eru eft- ir listamenn sem voru við nám og störf í Danmörku á fyrri hluta síð- ustu aldar og Kappel segir að áhuga- verðar sögur séu á bak við mörg þeirra. „Á þessum tíma voru lista- mennirnir flestir lítt þekktir og fé- litlir, og það kom fyrir að þeir létu myndir upp í húsaleiguna, veitinga- húsareikninga eða annan kostnað. Fræg er t.d. sagan af því þegar Jó- hannes Kjarval tók einhverju sinni leigubíl til að hitta vin sinn, Jón Stef- ánsson, í vinnustofu hans á Store Kongensgade og lét bílinn bíða fyrir utan. Kjarval mun hafa gleymt sér á spjalli við Jón og þegar hann kom aftur út drjúgri stund síðar var reikningurinn fyrir leigubílinn orð- inn svimandi hár. Þá borgaði Kjar- val fyrir sig með málverki. Margir af þeim sem hafa lánað myndir á sýninguna bera sterkar til- finningar til þeirra, þar sem þær eiga oft langa sögu í fjölskyldunni, hafa t.d. komið í arf eða verið brúð- kaupsgjafir. Í sumum tilvikum hafa eigendurnir jafnvel verið í vinfengi við listamennina. Mörgum hefur þótt erfitt að skilja við myndirnar í nokkra mánuði.“ Kappel nefnir meðal annars sög- una á bak við nokkrar myndir eftir Nínu Tryggvadóttur á sýningunni. „Kona hafði samband við mig eftir fyrrnefndan sjónvarpsþátt og sagði að nokkrar myndir eftir Nínu Tryggvadóttur væru í eigu fjöl- skyldu sinnar. Hún tjáði mér að Nína og faðir hennar hefðu verið elskendur á yngri árum og búið sam- an um skeið. En þegar síðari heims- styrjöldin skall á árið 1939 hafi Nína þurft að hverfa til Íslands í skyndi og skilið eftir fjölda málverka, flest ókláruð. Þau voru í nokkra áratugi geymd í stafla á hlöðulofti á bónda- bæ í afskekktum hluta Danmerkur, þar til fjölskyldan heyrði af þessari sýningu í sjónvarpsþættinum. Mér finnst það sérstaklega atyglisvert við þessi verk að þau eru fígúratíf, en flestar kunnustu myndir Nínu eru hins vegar abstraktverk.“ Kappel segir afar ánægjulegt að geta komið listaverkunum á sýning- unni fyrir almenningssjónir. „Það má líka segja að þetta sé mjög tíma- bær sýning, því margt af því fólki sem hefur látið okkur verk í té er orðið aldurhnigið og tveir hafa látist síðan þeir lánuðu okkur myndir sín- ar. En kjarni málsins er sá að þetta er vináttusýning,“ segir Kappel að lokum. „Hér reynum við að bregða upp mynd af kafla í sameiginlegri sögu dönsku og íslensku þjóðanna.“ Brugðið upp mynd af sameiginlegri sögu Klaus Otto Kappel, fyrrverandi sendi- herra Dana á Íslandi, hafði frumkvæði að sýningu íslenskra listaverka í einkaeigu í Danmörku. Kappel sagði Aðalheiði Ingu Þorsteinsdóttur frá tildrögum sýningar- innar. Klaus Otto Kappel (t.v.) og K. Torben Rasmussen í Bryggjuhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.