Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 54
FRÉTTIR 54 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SOS-barnaþorpin í Líberíu auka nú neyðaraðstoð til munaðarlausra barna eftir að friðsamlegra varð í landinu. SOS-barnaþorpin á Ís- landi hafa stutt verkefnið með 580 þúsund krónum. Á síðustu árum hafa aðstæður stórlega versnað á munaðarleys- ingjahælunum og þar hefur mynd- ast gróðrarstía fyrir bakteríur. Yf- irvöld hafa ekki haft neina burði til þess að bregðast við ástandinu sem fer versnandi. Börn undir fimm ára aldri þurfa að framleiða múrsteina og eru send með vörur á markaði til fjáröflunar fyrir hæl- in, segir í tilkynningu frá SOS- barnaþorpum. SOS-barnaþorpin hófu neyð- araðstoð á síðasta ári þegar átök voru enn í landinu. Fram að þessu hefur aðstoðin beinst að því að veita fjölskyldum í neyð lækn- isaðstoð og matvæli. Að und- anförnu hafa munaðarlaus börn í höfuðborginni Monróvíu notið að- stoðar en síðan mun hún einnig berast til barna á landsbyggðinni. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er næg aðstoð veitt í flótta- mannabúðum af hálfu Sameinuðu þjóðanna og þess vegna beina SOS-barnaþorpin sjónum sínum fyrst og fremst að munaðarlaus- um. Í augnablikinu búa 7 þúsund börn á 128 munaðarleysingjahæl- um ásamt 1300 starfsmönnum. Auk þess er talað um að 35 þús- und börn í landinu séu mun- aðarlaus vegna alnæmis en raun- tölur munu hins vegar sýna töluna 80 þúsund því ekki er reiknað með börnum á landsbyggðinni í fyrri útreikningum. Stjórnvöld hafa sýnt sig reiðubúin til þess að kortleggja vandamálið og takast á við það og munu SOS-barnaþorpin þjóna þar lykilhlutverki. Á heildina hafa öryggismál lagast stórlega eftir að sveitir frá Sameinuðu þjóðunum komu til landsins. Þegar neyðarverkefni SOS- barnaþorpanna lýkur í ágúst 2004, er ætlunin að reisa SOS-fé- lagsmiðstöð og SOS-heilsugæslu í stað SOS-neyðarskýlisins sem nú er í Monróvíu. Í júlímánuði 2003, þegar átökin í landinu náðu hámarki, sóttu um 7500 manns hæli í sjálfu SOS- barnaþorpinu í Monróvíu. Það hef- ur verið starfandi frá árinu 1977 og sér nú um 200 börnum fyrir heimilisöryggi. Brýn verkefni blasa við SOS-barnaþorpunum í Líberíu 580 þúsund krónur til neyðarað- stoðar fyrir munaðarlaus börn MÁLÞING í tilefni aldarafmælis heimastjórnar verður í Salnum í Kópavogi 17. mars kl. 14–16.30. Mál- þingið er annað í röðinni af þremur sem forsætisráðuneytið efnir til á þessu ári í samstarfi við ýmsa aðila. Markmið málþingsins er að bregða ljósi á stöðu kvenna við upphaf heima- stjórnar, en á tímabilinu 1904–1918 fengu konur kosningarétt og kjör- gengi til sveitarstjórna og Alþingis og rétt til menntunar og embætta. Jafn- framt verður farið yfir helstu áfanga í réttindabaráttu kvenna síðustu 100 árin. Fjallað verður um stöðu kvenna í samtímanum og þess freistað að skilgreina hvað gera þurfi til þess að fullt jafnrétti náist. Hvað skortir á til þess að fullu jafnrétti verði náð? Mál- þingsstjóri: Stefanía K. Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands. Árni Magnússon félagsmálaráðherra, ráð- herra jafnréttismála flytur ávarp. Er- indi heldur: Erla Hulda Halldórsdótt- ir, sagnfræðingur og sérfræðingur hjá Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum v. Háskóla Íslands, Lára V. Júlíusdóttir hrl., lektor Há- skóla Íslands, og f.v. form. Kvenrétt- indafélags Íslands, Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur og blaða- maður, Hildur Jónsdóttir, jafnréttis- ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, og Hjörtur Magni Jóhannsson Frí- kirkjuprestur. Sigríður Árnadóttir, fréttastjóri Stöðvar 2, stýrir pall- borðsumræðum og flytur inngang. Þátttakendur í pallborði: Ágúst Ólaf- ur Ágústsson alþingismaður, Bjarni Benediktsson alþingismaður, Hulda Dóra Styrmisdóttir, framkvæmda- stjóri Íslandsbanka, Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femín- istafélags Íslands, og Þorbjörg Inga Jónsdóttir hrl., formaður Kvenrétt- indafélags Íslands. Málþingið er afrakstur samstarfs forsætisráðuneytis, Kvenréttinda- félags Íslands og Háskóla Íslands; Rannsóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum, og Stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála. Málþingið er öll- um opið, en tilkynna þarf þátttöku með tölvupósti á kom@kom.is Málþing á afmæli heimastjórnar OPINN fundur sem haldinn var mánudaginn 8. mars sl., á Alþjóð- legum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti, í BSRB-salnum, Grett- isgötu 89, sendir frá sér ályktun þar sem stuðningur Íslands við stríðið í Írak er gagnrýndur. „Íslendingar njóta þeirra forrétt- inda að búa í friðsælum heimshluta. Þessara forréttindi þarf stöðugt að gæta. Í ljósi þess er aðild ríkisstjórnar Íslands að árásarstríði á Írak fyrir réttu ári blettur á sögu herlausrar þjóðar sem ekki er hægt að rétt- læta. Heimsfriðnum stafar stöðug ógn af ástandinu fyrir Miðjarðarhafs- botnum. Ríkisstjórn Íslands ber afdráttar- laust að fordæma árásar- og út- þenslustefnu Ísraela og leita raun- hæfra leiða til bjargar palestínsku þjóðinni. Samdráttur ríkir í heilbrigðis- þjónustu og harðar deilur hafa stað- ið um rekstur nauðsynlegra þátta félagsþjónustunnar á sama tíma og peningar eru til til eflingar vopn- aðrar sérsveitar. Þessi forgangsröð- un grefur undan velferðarkerfinu. Allt of mörg börn og ungmenni alast upp við óviðunandi aðstæður í okkar ríka landi. Fundurinn hvetur ríkisstjórnina og alla landsmenn til að standa vörð um velferðarkerfið og stuðla þannig að friði og jafnrétti heima og heim- an.“ Ályktunin var samþykkt með einu mótatkvæði, Láru Margrétar Ragn- arsdóttur, sem með leyfi fundar- stjóra gerði grein fyrir atkvæði sínu. Fram kom í máli hennar að hún hefði stutt árásarstríð á Írak á sín- um tíma en gæti ekki fullyrt á þess- ari stundu að það hefði verið rétt ákvörðun. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna um aðild ríkisstjórnarinnar að innrásinni í Írak Morgunblaðið/Sverrir Fundur menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna var haldinn í BSRB-salnum og var fjölsóttur. Blettur á sögu herlausrar þjóðar FIMMTUDAGINN 11. mars varð árekstur á gatnatmótum Laugaveg- ar og Rauðarárstígs. Þar rákust saman tvær fólksbifreiðir, Citroen Xsara, fólksbifreið og Peugeot 406. Vitni að óhappinu, og þá sérstaklega að stöðu umferðarljósanna, eru beð- in um að hafa samband við lögregl- una í Reykjavík. Þá varð árekstur mánudaginn 1. mars. um kl. 17.10 á gatnamótum Háaleitisbrautar/Listabrautar og Brekkugerði í Reykjavík. Bifreiðirnar voru MH-515, sem er Nissan Micra rauð að lit, og VR-309 sem er Suzuki Baleno dökkblá að lit. Ágreiningur er um stöðu umferð- arljósa. Vitni að árekstrinum og þá sérstaklega ökumaður bifreiðar sem hafði stöðvað við gatnamótin er árekstur varð, eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum KB banki og Sundfélag Hafn- arfjarðar, SH, hafa undirritað samstarfssamning fyrir árið 2004. Félagið fær fjárstyrk og áfanga- greiðslur frá KB banka ef SH sigrar á Aldursflokkameist- aramóti Íslands, AMÍ, Sundmeist- aramóti Íslands, SMÍ, og Bik- armeistaramóti Íslands. Þá fær SH greiðslur fyrir hvern SH-ing sem gerist nýr viðskiptavinur KB banka. Eitt stærsta sundmót sem SH stendur árlega fyrir, verður kennt við bankann og kallað Stórsundmót SH og KB banka. KB banki verður aðalvið- skiptabanki SH á starfsárinu. Sundmenn verða merktir KB banka, t.d. með sundhettum sem bankinn útvegar félaginu og bréfsefni félagsins verður merkt bæði KB banka og SH, segir í fréttatilkynningu. Ljósmynd/Hafsteinn Ingólfsson Sigurður Guðmundsson, formaður Sundfélags Hafnarfjarðar, og Yngvi Óðinn Guðmundsson, útibússtjóri í KB banka, undirrituðu samninginn. SH og KB banki undir- rita samstarfssamning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.