Morgunblaðið - 14.03.2004, Síða 54
FRÉTTIR
54 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SOS-barnaþorpin í Líberíu auka
nú neyðaraðstoð til munaðarlausra
barna eftir að friðsamlegra varð í
landinu. SOS-barnaþorpin á Ís-
landi hafa stutt verkefnið með 580
þúsund krónum.
Á síðustu árum hafa aðstæður
stórlega versnað á munaðarleys-
ingjahælunum og þar hefur mynd-
ast gróðrarstía fyrir bakteríur. Yf-
irvöld hafa ekki haft neina burði
til þess að bregðast við ástandinu
sem fer versnandi. Börn undir
fimm ára aldri þurfa að framleiða
múrsteina og eru send með vörur
á markaði til fjáröflunar fyrir hæl-
in, segir í tilkynningu frá SOS-
barnaþorpum.
SOS-barnaþorpin hófu neyð-
araðstoð á síðasta ári þegar átök
voru enn í landinu. Fram að þessu
hefur aðstoðin beinst að því að
veita fjölskyldum í neyð lækn-
isaðstoð og matvæli. Að und-
anförnu hafa munaðarlaus börn í
höfuðborginni Monróvíu notið að-
stoðar en síðan mun hún einnig
berast til barna á landsbyggðinni.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum
er næg aðstoð veitt í flótta-
mannabúðum af hálfu Sameinuðu
þjóðanna og þess vegna beina
SOS-barnaþorpin sjónum sínum
fyrst og fremst að munaðarlaus-
um. Í augnablikinu búa 7 þúsund
börn á 128 munaðarleysingjahæl-
um ásamt 1300 starfsmönnum.
Auk þess er talað um að 35 þús-
und börn í landinu séu mun-
aðarlaus vegna alnæmis en raun-
tölur munu hins vegar sýna töluna
80 þúsund því ekki er reiknað með
börnum á landsbyggðinni í fyrri
útreikningum.
Stjórnvöld hafa sýnt sig
reiðubúin til þess að kortleggja
vandamálið og takast á við það og
munu SOS-barnaþorpin þjóna þar
lykilhlutverki.
Á heildina hafa öryggismál
lagast stórlega eftir að sveitir frá
Sameinuðu þjóðunum komu til
landsins.
Þegar neyðarverkefni SOS-
barnaþorpanna lýkur í ágúst 2004,
er ætlunin að reisa SOS-fé-
lagsmiðstöð og SOS-heilsugæslu í
stað SOS-neyðarskýlisins sem nú
er í Monróvíu.
Í júlímánuði 2003, þegar átökin
í landinu náðu hámarki, sóttu um
7500 manns hæli í sjálfu SOS-
barnaþorpinu í Monróvíu. Það hef-
ur verið starfandi frá árinu 1977
og sér nú um 200 börnum fyrir
heimilisöryggi.
Brýn verkefni blasa við SOS-barnaþorpunum í Líberíu
580 þúsund krónur til neyðarað-
stoðar fyrir munaðarlaus börn
MÁLÞING í tilefni aldarafmælis
heimastjórnar verður í Salnum í
Kópavogi 17. mars kl. 14–16.30. Mál-
þingið er annað í röðinni af þremur
sem forsætisráðuneytið efnir til á
þessu ári í samstarfi við ýmsa aðila.
Markmið málþingsins er að bregða
ljósi á stöðu kvenna við upphaf heima-
stjórnar, en á tímabilinu 1904–1918
fengu konur kosningarétt og kjör-
gengi til sveitarstjórna og Alþingis og
rétt til menntunar og embætta. Jafn-
framt verður farið yfir helstu áfanga í
réttindabaráttu kvenna síðustu 100
árin. Fjallað verður um stöðu kvenna
í samtímanum og þess freistað að
skilgreina hvað gera þurfi til þess að
fullt jafnrétti náist. Hvað skortir á til
þess að fullu jafnrétti verði náð? Mál-
þingsstjóri: Stefanía K. Karlsdóttir,
rektor Tækniháskóla Íslands. Árni
Magnússon félagsmálaráðherra, ráð-
herra jafnréttismála flytur ávarp. Er-
indi heldur: Erla Hulda Halldórsdótt-
ir, sagnfræðingur og sérfræðingur
hjá Rannsóknastofu í kvenna- og
kynjafræðum v. Háskóla Íslands,
Lára V. Júlíusdóttir hrl., lektor Há-
skóla Íslands, og f.v. form. Kvenrétt-
indafélags Íslands, Birna Anna
Björnsdóttir, rithöfundur og blaða-
maður, Hildur Jónsdóttir, jafnréttis-
ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, og
Hjörtur Magni Jóhannsson Frí-
kirkjuprestur. Sigríður Árnadóttir,
fréttastjóri Stöðvar 2, stýrir pall-
borðsumræðum og flytur inngang.
Þátttakendur í pallborði: Ágúst Ólaf-
ur Ágústsson alþingismaður, Bjarni
Benediktsson alþingismaður, Hulda
Dóra Styrmisdóttir, framkvæmda-
stjóri Íslandsbanka, Katrín Anna
Guðmundsdóttir, talskona Femín-
istafélags Íslands, og Þorbjörg Inga
Jónsdóttir hrl., formaður Kvenrétt-
indafélags Íslands.
Málþingið er afrakstur samstarfs
forsætisráðuneytis, Kvenréttinda-
félags Íslands og Háskóla Íslands;
Rannsóknastofu í kvenna- og kynja-
fræðum, og Stofnunar stjórnsýslu-
fræða og stjórnmála. Málþingið er öll-
um opið, en tilkynna þarf þátttöku
með tölvupósti á kom@kom.is
Málþing á afmæli heimastjórnar
OPINN fundur sem haldinn var
mánudaginn 8. mars sl., á Alþjóð-
legum baráttudegi kvenna fyrir friði
og jafnrétti, í BSRB-salnum, Grett-
isgötu 89, sendir frá sér ályktun þar
sem stuðningur Íslands við stríðið í
Írak er gagnrýndur.
„Íslendingar njóta þeirra forrétt-
inda að búa í friðsælum heimshluta.
Þessara forréttindi þarf stöðugt að
gæta.
Í ljósi þess er aðild ríkisstjórnar
Íslands að árásarstríði á Írak fyrir
réttu ári blettur á sögu herlausrar
þjóðar sem ekki er hægt að rétt-
læta.
Heimsfriðnum stafar stöðug ógn
af ástandinu fyrir Miðjarðarhafs-
botnum.
Ríkisstjórn Íslands ber afdráttar-
laust að fordæma árásar- og út-
þenslustefnu Ísraela og leita raun-
hæfra leiða til bjargar palestínsku
þjóðinni.
Samdráttur ríkir í heilbrigðis-
þjónustu og harðar deilur hafa stað-
ið um rekstur nauðsynlegra þátta
félagsþjónustunnar á sama tíma og
peningar eru til til eflingar vopn-
aðrar sérsveitar. Þessi forgangsröð-
un grefur undan velferðarkerfinu.
Allt of mörg börn og ungmenni alast
upp við óviðunandi aðstæður í okkar
ríka landi.
Fundurinn hvetur ríkisstjórnina
og alla landsmenn til að standa vörð
um velferðarkerfið og stuðla þannig
að friði og jafnrétti heima og heim-
an.“
Ályktunin var samþykkt með einu
mótatkvæði, Láru Margrétar Ragn-
arsdóttur, sem með leyfi fundar-
stjóra gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Fram kom í máli hennar að hún
hefði stutt árásarstríð á Írak á sín-
um tíma en gæti ekki fullyrt á þess-
ari stundu að það hefði verið rétt
ákvörðun.
Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna um
aðild ríkisstjórnarinnar að innrásinni í Írak
Morgunblaðið/Sverrir
Fundur menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna var haldinn í BSRB-salnum og var fjölsóttur.
Blettur á sögu herlausrar þjóðar
FIMMTUDAGINN 11. mars varð
árekstur á gatnatmótum Laugaveg-
ar og Rauðarárstígs. Þar rákust
saman tvær fólksbifreiðir, Citroen
Xsara, fólksbifreið og Peugeot 406.
Vitni að óhappinu, og þá sérstaklega
að stöðu umferðarljósanna, eru beð-
in um að hafa samband við lögregl-
una í Reykjavík.
Þá varð árekstur mánudaginn 1.
mars. um kl. 17.10 á gatnamótum
Háaleitisbrautar/Listabrautar og
Brekkugerði í Reykjavík.
Bifreiðirnar voru MH-515, sem er
Nissan Micra rauð að lit, og VR-309
sem er Suzuki Baleno dökkblá að lit.
Ágreiningur er um stöðu umferð-
arljósa. Vitni að árekstrinum og þá
sérstaklega ökumaður bifreiðar sem
hafði stöðvað við gatnamótin er
árekstur varð, eru beðin um að hafa
samband við lögregluna í Reykjavík.
Lýst eftir vitnum
KB banki og Sundfélag Hafn-
arfjarðar, SH, hafa undirritað
samstarfssamning fyrir árið 2004.
Félagið fær fjárstyrk og áfanga-
greiðslur frá KB banka ef SH
sigrar á Aldursflokkameist-
aramóti Íslands, AMÍ, Sundmeist-
aramóti Íslands, SMÍ, og Bik-
armeistaramóti Íslands. Þá fær
SH greiðslur fyrir hvern SH-ing
sem gerist nýr viðskiptavinur KB
banka.
Eitt stærsta sundmót sem SH
stendur árlega fyrir, verður
kennt við bankann og kallað
Stórsundmót SH og KB banka.
KB banki verður aðalvið-
skiptabanki SH á starfsárinu.
Sundmenn verða merktir KB
banka, t.d. með sundhettum sem
bankinn útvegar félaginu og
bréfsefni félagsins verður merkt
bæði KB banka og SH, segir í
fréttatilkynningu.
Ljósmynd/Hafsteinn Ingólfsson
Sigurður Guðmundsson, formaður Sundfélags Hafnarfjarðar, og Yngvi
Óðinn Guðmundsson, útibússtjóri í KB banka, undirrituðu samninginn.
SH og KB banki undir-
rita samstarfssamning