Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 55
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 55 1. Hvaðan er tónlistarmaðurinn Jón Sigurður? 2. Hvert er aðalstarf Joaquín Cort- es? 3. Hvað hét veitingastaðurinn Jón forseti áður fyrr? 4. Hvað heita sjónvarpsþættir Jóns Ólafssonar? 5. Hvar fara tónleikar Damien Rice fram? 6. Í hvaða hljómsveit er maðurinn sem Jack White (úr White Stri- pes) réðst á og hefur verið dæmdur fyrir? 7. Hver fer með hlutverk Leð- urblökumannsins í nýjustu myndinni um þann slá- klædda? 8. Hvað er sérstakt við safnplöt- una Jarðarber? 9. Gítarleikari Sálarinnar hans Jóns míns er að fara að gefa út sólóplötu. Hvað heitir gít- arleikarinn? 10. Hver leikur aðalhlutverkið í Rokkskólanum (School of Rock)? 11. Hjá hvaða tískufyrirtæki starf- ar John Galliano? 12. Í hvaða tríói er Heidi Range? 13.Hver leikstýrði kvikmyndinni Kaldaljós? 14. Hvernig tónlist leikur hljóm- sveitin Changer? 15. Hvaða grallarar eru þetta? 1. Hann er frá Bíldudal. 2. Hann er dansari. 3. Vídalín. 4. Af fingrum fram. 5. Á NASA. 6. Von Bondies. 7. Christian Bale. 8. Diskarnir lykta af jarðarberum. 9. Guðmundur Jónsson. 10. Jack Black. 11. Christian Dior. 12. Sugababes. 13. Hilmar Oddsson. 14. Þungarokk. 15. Westlife, einum meðlimi færri en Bryan McFadden hætti nýlega í sveitinni. Spurt er Spurningakeppni um efni sem finna má á síðum Fólks í fréttum í Morgunblaðinu. Hinn 27. janúar 2004verður sjónvarps-áhorfendum lengiminnisstæður. Þanndag gaf nefnilega William Hung dómurum í Amer- ísku stjörnuleitinni – og líka öllum öðrum, sem telja sig hafa vit á þessum málum – langt nef. Og þó ekki. Hann var stöðvaður í miðjum flutningi lagsins, með þessum orð- um eins dómarans: „Þú getur ekki sungið, þú getur ekki dansað; hvað viltu að ég segi þá jákvætt um þessa frammistöðu?“ Svarið var hlýtt og blátt áfram: „Ég gerði þetta eins vel og ég mögulega gat, og sé ekki eftir neinu.“ Síðan kvaddi hann og gekk á braut. Þar var enginn hroki á ferð, ekkert yf- irlæti, ekkert mont. Ég var sjálfur einn af þeim mörgu sem hlógu að frammistöðu þessa 21 árs kínverska manns, sem árið 1993 flutti til Bandaríkj- anna úr Hong Kong, og er nú á 3. ári í byggingaverkfræði við Kali- forníuháskóla í Berkeley. En á sama tíma var eitthvað í loftinu sem gaf til kynna að þetta hefði verið merkilegt augnablik, þrátt fyrir allt, eittvað sem ætti eftir að hafa áhrif út í samfélagið. A.m.k. gleymdist þetta ekki eins og hitt flest sem þar bar fyrir augu, held- ur varð eitt af því eftirminnileg- asta sem í keppninni hafði gerst til þessa. En ég skynjaði ekki hvað það var, fyrr en löngu síðar. Hins vegar áttuðu þúsundir manna sig á þessu undir eins: Ný stjarna var fædd. Ekki var hann fyrr kominn úr augsýn myndavélanna en búið var að stofna aðdáendaklúbba vítt og breitt. Einn kom sér umsvifalaust á Netið og er þar enn. Þetta var www.williamhung.net. Heimsókn- ir inn á þá síðu voru um 4 milljónir bara fyrstu vikuna; núna margföld sú tala. Óhætt er að segja að þetta hafi allt saman verið dálítið óvænt og mest undrandi af öllum varð Hung sjálfur. En einkum mun það hafa verið svar hins unga kínverska nemanda við hryssingslegum og niðurlægjandi tóni dómarans sem kallaði fram þessi jákvæðu við- brögð áhorfenda. Þarna birtist gjörvöllum heiminum og barst til eyrna alveg fáheyrð kurteisi og hreinskilni, engin afsökun vegna getuleysisins (en seint verður hann talinn í hópi bestu söngvara), enginn skætingur – bara heiðarleg útskýring: „Þetta er framlag mitt. Ég gat ekki betur en þetta.“ Og þessi sama einlægni og heillandi framkoma þá og síðar, hefur enn frekar aukið hróður þessa unga manns. Í nýlegu viðtali á www.rollingstone.com sagði hann: Allt í lagi, ég er ekki frægur vegna tónlist- arhæfileika minna… heldur þvert á móti; ég er brandari í augum fólks. Það særir mig vissulega, því ég er tilfinningavera, en ég læt þetta ekki brjóta mig niður, því að ég er sá sem ég er… Og ég verð alltaf bara ég sjálfur, get aldrei orðið neinn annar. Nú veit ég ekki hverrar trúar William Hung er en hitt er nokkuð ljóst að hann er okkur betri kenn- ari í góðum siðum en margur ann- ar sem kristinn þó vill heita. Og minnir okkur jafnframt á ýmislegt af þessum toga sem í hinni góðu bók er ritað. Þar má nefna orð Jesú í Fjallræðunni, 5. kafla Matteusarguðspjalls: „Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörð- ina erfa“ og „sælir eru hjarta- hreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Og jafnframt koma fram í hugann orð Páls í Rómverjabréfinu 1:16: „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagn- aðarerindið.“ Og í Efesusbréfinu, 4. kafla, segir aukinheldur: „Verið í hvívetna lítillátir og hógværir. Verið þolinmóðir, langlyndir og umberið hver annan í kærleika.“ Þannig ættum við líka að hugsa, kristnir einstaklingar 21. aldar. Við erum öll mjög svo ófullkomin í augum samferðamanna okkar, en hann sem öllu ræður – skapari okkar, lausnari og helgari – biður ekki um annað en að við komum fram eins og við erum og gerum okkar besta með þeim tækjum. Enda getum við ekki meira en það, ekki frekar en William Hung. Við eigum að leyfa almættinu að móta okkur og það er svolítið erf- itt ef við erum stíf og þver, hörð og sjálfumglöð. Séra Jóhann Briem sagði í ræðu árið 1947: Hógværðin er andlegur máttur – hún beitir aldrei hávaða eða mætti stormsins. Áhrifa- máttur hennar byggist einmitt á því, að hún fer hægt og er hljóðlát í störfum. Henni er eigi að líkja við hið sterka, háreista fossins fall, heldur við lindina lygnu, tæru, og við hina hóglátu sólar geisla. Hún hræðir eng- an, gerir engum bilt við með snöggum átök- um, svo að varfærin mannssál leiti inn í fylgsni sín, er hún tekur til starfa... Hún er máttur kærleikans til þess að lægja og sefa reiðina, og breyta stríði og deilum í frið og eindrægni … Það þarf oftast meiri sálarstyrk til þess að líða möglunarlaust angur og erfiðleika en að leysa af hendi djarflegt þrekvirki … Hógværðin er kraftur, sem alls ekki má án vera í heimi þessum, þar sem menn eru oft- ast svo harðhentir, stíga niður svo þungum fæti og hirða svo lítt um, hvar þeir stíga, láta sig það litlu skipta, þótt þeir brjóti hinn brákaða reyr og slökkvi hið veika, dapra ljós … Þetta eru orð að sönnu, einnig núna, rúmri hálfri öld síðar. Og verða það um ókominn tíma. Hinn 6. apríl næstkomandi verður nýrri hljómplötu Williams Hung dreift í verslanir. Ég ætla að ná mér í eintak, þó að ekki væri nema til áminningar um það sem hinn ungi Kínverji er með fram- göngu sinni búinn að gera fyrir okkur hin, alla þessa venjulegu liðsmenn konungsríkisins eilífa, en þó svo mikilvæga í augum Guðs. William Hung Það er ekki oft sem ein- lægni og hógværð ná fót- festu í veröld skemmt- anaiðnaðarins en gerðist þó eftirminnilega fyrir ekki löngu. Sigurður Ægisson lítur í dag á sögu ungs manns sem var hafn- að í fyrstu umferð Amer- ísku stjörnuleitarinnar. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Græni rétthyrningurinn er 12 x 7 m. Göngustígurinn umhverfis hann er 92 fer- metrar. Hve breiður er stígurinn? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er á hádegi föstudaginn 19. mars. Ný þraut birtist sama dag kl. 16 ásamt lausn þess- arar og nöfnum vinningshafanna. Lausn síðustu þrautar er: 45 ár (45,09) Slóðin á heimasíðu Digranesskóla er: www.digranesskoli.kopavogur.is Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.