Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 26
„Vandfundinn mun vera sá atburður í sögu þjóðar vorrar, síðan árið 1000, sem er merkilegri en þessi“ [fullveldið 1918]. „En Bjarni frá Vogi var sá maður, sem lengst og fastast hafði haldið fram fullveldis- kröfunum, og hafði þrátt fyrir erfiða aðstöðu og erfið kjör oft og tíðum, helgað líf sitt og störf þessu máli, og nú stóð hann sem sigurvegari, með fylgi allra flokka að baki sér.“ 26 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er engu líkara en að 100 ára af-mæli heimastjórnar hafi orðið til-efni til þess að nýju Sögufölsunar-félagi hafi verið hleypt afstokkunum. Því er nú haldið fram að heimastjórnin hafi verið stærsti áfanginn í sjálfstæðismálinu, fullveldisviðurkenningin 1918 hafi aðeins verið formbreyting, rökrétt afleiðing heimastjórnar 1904 og „Uppkasts- ins“, sem Hannes Hafstein barðist fyrir en þjóðin felldi í sögufrægustu kosningum ís- landssögunnar í september 1908. 1. febrúar 1904 sé mun merkilegri dagsetning í sögu þjóðarinnar en 1. desember 1918. Sjálfstæð- isbaráttan 1904–18 hafi bara verið ófrjótt karp og deilur um keisarans skegg. Látið er að því liggja að ónefndir forvígismenn þeirrar bar- áttu hafi aðeins látið stjórnast af illvilja og öf- und. Í raun hafi engrar sjálfstæðisbaráttu ver- ið þörf eftir 1904. Ef þjóðin hefði borið gæfu til þess að fylkja sér einhuga að baki Hannesi Hafstein á þessum árum hefði sigurinn unnist baráttulaust í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri í góðri sátt við Dani og dönsk stjórnvöld. Þessu má ekki láta ómótmælt. Hannes Hafstein var mikill stjórnmálaleið- togi af sjálfum sér. Það er óþarfi að gera lítið úr andstæðingum hans til að stækka hann. Hannes vann það afrek nálega algerlega á eigin spýtur, að snúa pólitískri eimreið Valtýs Guðmundssonar af því óheillaspori, sem hún var komin inn á með samþykkt alþingis 1901 um að flytja þann vísi að innlendu valdi sem fengist hafði með landshöfðingjadæminu aftur út til Hafnar með skipun ráðherra sem sæti þar og alfarið væri launaður af danska rík- issjóðnum. Slíkur ráðherra hefði með sanni verið aldanskur embættismaður. Fram að þeim tíma höfðu helstu stjórnlagaspekingar beggja flokka, valtýinga og heimastjórnar- manna, haldið að í landi, símasambandslausu við umheiminn, yrði ekki hjá því komist að æðsti maður þess sæti í Kaupmannahöfn, „við hlið konungs“, eins og danskir íhaldsmenn orðuðu það. Hannes vafði hins vegar nýskip- uðum forsætisráðherra vinstri manna, Deunt- zer, og danska Íslandsráðherranum, Alberti, um fingur sér, fékk þá til að samþykkja bú- setu ráðherrans á Íslandi, en þeir létu þá þann böggul fylgja skammrifinu, að íslensk málefni yrðu borin upp fyrir konung í ríkisráðinu danska. Að öðrum kosti þýddi búsetan að- skilnað ríkjanna. Fram að þessu höfðu báðir flokkar verið sammála um það, að seta Íslandsráðherra í danska ríkisráðinu væri andstæð íslenskri stjórnarskrá og mætti því ekki leiða í íslensk lög, hvað sem svo gilti í framkvæmd. Rík- isráðið væri dönsk stofnun, sett samkvæmt dönskum grundvallarlögum, sem ekki giltu á Íslandi. Seta íslensks ráðherra í dönsku rík- isráði jafngilti því innlimun í danska ríkið. Þessa skoðun átu þeir hins vegar báðir ofan í sig, þegar heimastjórn var í boði með því skil- yrði að frumvarpið yrði samþykkt án breyt- inga eins og það kom frá dönsku stjórninni. Réttarkrafa og ástandskrafa Kröfur Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni höfðu fram að þessu verið af tvennum toga. Annars vegar var krafa Jóns Sigurðssonar sem byggðist á fornum ríkisréttindum Ís- lands, nefnd réttarkrafan. Samkvæmt henni hafði Ísland aðeins gengið til samninga við norskan konung 1262 (Gamli sáttmáli) um við- urkenningu á honum og örfum hans sem þjóð- höfðingja, en að öðru leyti áskilið sér að halda fornum rétti þjóðarinnar til skipunar eigin mála með lögum frá alþingi. Þegar einveldinu var aflétt hefðu því Ísland og Danakonungur átt að semja um skipan tengsla sinna sem tveir jafnréttháir aðilar, eins og Danakonung- ur hefði samið við dönsku þjóðina um afsal einveldisins með grundvallarlögunum 1848. Danir hins vegar litu á Ísland sem hluta danska ríkisins og gætu þeir skipað málum þar annaðhvort einhliða, eins og þeir raunar gerðu þegar þessar réttarkröfur Íslendinga voru farnar að fara verulega í taugarnar á þeim, með setningu stöðulaganna 1871 og setningu stjórnarskrár með fjárforræði al- þingis 1874, eða með samkomulagi sem kvæði á um stöðu landsins innan órjúfanlegrar danskrar ríkisheildar. Þeir Íslendingar sem höfnuðu réttarkröf- unni settu í staðinn fram ástandskröfu: Sækja yrði fram til aukins sjálfsforræðis með tilliti til ástandsins í báðum löndunum og ná því fram sem hverju sinni væri hægt að ná í sátt og samlyndi við Dani. Þetta var inntak valtýskunnar sem miðaði kröfur sínar við hverju mætti fá framgengt hjá dönskum afturhaldsöflum, og þetta var inntak heimastjórnarstefnunnar, sem miðaði við stjórnmálaástandið í Danmörku eftir valdatöku vinstrimanna og straumhvörfin (systemskiftet). Sjálfræði í sátt við Dani Jón Þorláksson lýsti stefnu Hannesar Haf- stein svo: Hann vildi „afla landinu þeirra sjálf- stæðismerkja og þess sjálfstæðis, sem frekast var sameiginlegt þeirri hugsun, að halda vin- fengi danskra stjórnmálamanna og fjármála- manna og áhuga hjá þeim fyrir því að veita þessu landi stuðning sinn í verklegri framfara- viðleitni sinni. Það hlaut að vera erfitt verk, að sameina þetta tvennt, aukningu sjálfstæðisins og viðhald eða aukningu vináttutengslanna við Danmörku…“ Með öðrum orðum: Hannes stefndi ekki hærra en svo í samskiptum við Dani, en það sem fáanlegt var án baráttu. Hann vildi enga sjálfstæðisbaráttu og taldi hana óþarfa, spilla vináttunni við Dani. Hann vildi aðeins ná því sjálfsforræði, sem Dönum fannst samrýman- legt einingu ríkisins. Landvörn – Sjálfstæðisflokkur En heimastjórnarlögin báru í sér sæði nýrr- ar sjálfstæðisbaráttu. Einar Benediktsson hefur upp merkið gegn ríkisráðsákvæðinu um sumarið og haustið 1903. Hann fær nokkra unga menn í lið með sér til útgáfu á blaðinu Landvörn veturinn 1903–04. Það lognast þó fljótt út af í höndum hans, eins og jafnan gerð- ist með pólitísk afskipti hans. Um líkt leyti hefst útgáfa blaðsins Ingólfs sem í höndum Bjarna frá Vogi og Benedikts Sveinssonar verður framvörður landvarnarbaráttunnar allt til 1912. Vaxandi hópur hinnar ungu kyn- slóðar gengur til liðs við þá og fylkir sér undir hinn hvítbláa fána til harðrar sjálfstæðisbar- áttu við Dani. Skúli Thoroddsen, sem um tíma hafði yf- irgefið réttarkröfuna og gengið til liðs við ástandskröfu Valtýs, hrífst af eldmóði ungu mannanna og 1908 leiða þeir baráttuna gegn uppkastinu til sigurs ásamt Birni Jónssyni rit- stjóra Ísafoldar undir nafni Sjáfstæðisflokks- ins. Þessir þrír, Bjarni, Benedikt og Skúli, standa svo saman í órofa fylkingu í sviptingum næsta áratugar, stundum forystumenn í fjöl- mennum flokki, stundum einir, þegar aðrir hneigðust til málamiðlana, ýmist við innlendu andstæðingana eða Dani. Auðvitað voru þeir – og eru enn – umdeildir. En það er ekki við hæfi á 100 ára afmæli heimastjórnar að láta ýmist sem þeir hafi ekki verið til, eins og gert er á vefnum heimastjorn.is um Bjarna frá Vogi, eða láta sem framlag þeirra til íslensks fullveldis hafi aðeins verið ófrjótt karp og deila um keisarans skegg, sem engu máli hafi skipt, eins og fram hefur komið hjá ýmsum stjórnmálamönnum og greinahöfundum í ræðu og riti undanfarnar vikur. Samkvæmt þessari söguskoðun eiga heima- stjórnin og „Uppkastið“ ein og sér að hafa hrint af stað þeirri framvindu, sem baráttu- laust hefði leitt til sambandslaganna 1918. Sigurvegari Þorsteinn ritstjóri Gíslason hóf pólitískan feril sinn sem valtýingur en gekk snemma til liðs við Hannes Hafstein og blað hans Lög- rétta varð um langt skeið höfuðmálgagn hans og heimastjórnarflokksins. Hann segir um Bjarna frá Vogi að hann hafi öllum öðrum fremur verið tengdur við þetta mál (landvarn- arkenningarnar). „Bjarni var gáfaður maður og góður drengur, en þannig gerður, að hann gat á ekkert mál litið nema frá einni hlið, og krókaleiðir og hyggindafikur við að koma mál- um sínum fram viðurkenndi hann ekki og skildi ekki… Og þrátt fyrir ýmsar misfellur á hann það skilið að hans sé minnst með fullri viðurkenningu, er stjórnmálasaga Íslands á þessum árum verður skrifuð, því að hann lifði fyrir áhugamál sitt.“ Síðar í sömu ritsmíð seg- ir Þorsteinn um sambandslagasamningana 1918: „En Bjarni frá Vogi var sá maður, sem lengst og fastast hafði haldið fram fullveld- iskröfunum, og hafði þrátt fyrir erfiða aðstöðu og erfið kjör oft og tíðum, helgað líf sitt og störf þessu máli, og nú stóð hann sem sig- urvegari, með fylgi allra flokka að baki sér.“ Góðmennskan gildir ekki Í bók sinni Frá Hafnarstjórn til lýðveldis segir Jón Krabbe, og er þá að fjalla um síðara stjórnartímabil Hannesar Hafsteins. „Stjórn- arandstaða Bjarna frá Vogi var honum einnig kvalræði. Í bréfum til mín hélt hann því fram að Bjarna skorti háttvísi og menningu og taldi hann því óhæfan til að gegna stöðu þeirri, sem alþingi hafði falið honum, að vera viðskipta- fulltrúi Íslands við markaðsleit erlendis. Varla var annars að vænta en að dómur Hannesar Hafsteins um Bjarna hafi orðið fyrir nokkrum áhrifum af því hve vel Bjarna tókst í andstöð- unni gegn uppkastinu 1908; sem andstæðing- ur var Bjarni ekki í hópi hinna tillitssömu eða prúðu; hefði Hannes Hafstein lifað það að lesa frásögn Arups um hlut Bjarna í samninga- gerðinni 1918 og lýsinguna á því er hinni gömlu frelsishetju vöknaði um augu, þegar fallist var á fullveldiskröfuna, þá hefði það kannski minnt Hafstein á frásögn Mark Twa- ins af því er faðir hans innprentaði honum að það væru aðeins siðprúðu börnin sem kæmust áfram í heiminum. En lífið hefði kennt honum hið gagnstæða.“ Merkasti atburður síðan árið 1000 Fyrir þá sem halda því fram að fullveldið 1918 hafi nánast verið formsatriði, staðfesting heimastjórnar og „Uppkasts“ með formlegum hætti, gæti verið fróðlegt að kynna sér orð Einars H. Kvarans í Andvaragrein um Jón Magnússon, forsætisráðherra og heimastjórn- armann: „Vandfundinn mun vera sá atburður í sögu þjóðar vorrar, síðan árið 1000, sem er merkilegri en þessi. Ekki er unt að segja með neinni vissu, hve mikinn þátt Jón Magnússon átti í því að þessi atburður gerðist. Þar hafa margir auk samninganefndarinnar sjálfrar lagt sinn skerf til. Um hitt getur ekki verið ágreiningur með sanngjörnum mönnum, að Jón Magnússon hafi átt mikinn og góðan þátt í hinum glæsilegu og farsælu úrslitum þessa máls.“ Fleirum en Bjarna frá Vogi er því gert rangt til með því að láta fullveldið 1918 falla í skuggann fyrir heimastjórn 1904. Byggt á réttarkröfu Sjálfstæðisflokksins Að lokum má geta þess að málatilbúnaður Íslendinga í sambandslaganefndinni 1918 byggðist að öllu leyti á kröfum sjálfstæðis- manna, réttarkröfunni, enda voru þeir stærsti flokkur þingsins þrátt fyrir klofning (langs- um, þversum): „Vér lítum svo á, að Ísland sé að lögum (de jure) í sambandi við Danmörku um konunginn aðeins, og að hann sé enn ein- valdur um öll mál landsins, þau er stjórnskip- unarlög vor, stjórnarskrá 5. jan. 1874, stjórn- arskipunarlög nr. 16, 3. okt. 1903 og nr. 12, 19. júní 1915 taka eigi yfir.“ Hér skal því ekki neitað að tekist hafi að þoka fram málefnum Íslands til meira sjálf- ræðis með ástandskröfunni: að sækja það til Dana sem þeir voru reiðubúnir til að láta af hendi hverju sinni. En án baráttunnar, hörk- unnar og ósveigjanleikans, án þeirra manna, sem aldrei hvikuðu frá því setta marki að sækja fram til fulls sjálfstæðis, hefði loka- markið aldrei náðst. Þá værum við mögulega enn aðeins hluti af hinu „samlede danske rige“ – eins og Færeyingar. Sagan dæmir ekki, heldur sögusemjendur Því vil ég fara fram á það, að, ef það er ekki með vilja gert að geta Bjarna frá Vogi að engu á vefnum heimastjorn.is, undir fyrirsögninni Persónur og leikendur, þá sé skjótt brugðist við og sigurvegara baráttunnar ekki gerð síðri skil en öðrum sem fundið hafa náð fyrir aug- um ritstjóra vefjarins, sumir á æði hæpnum forsendum. Stundum er því haldið fram að sagan muni kveða upp sinn dóm. En „sagan“ er samin af ákveðnum mönnum af holdi og blóði, hún er ekki einhver óskeikul gyðja, sem kveður upp óvilhallan úrskurð sinn að liðnum hæfilegum tíma frá atburðum. Því veldur miklu hverjir semja og skrifa söguna. Smám saman vefur það upp á sig þegar einn apar rangfærslurnar eftir öðrum. Þá búa menn til nýja atburðarás, ólíka þeirri sem átti sér stað. Það er ábyrgðarhluti að stefna öllum ung- mennum landsins inn á eina vefsíðu til að leita sér upplýsinga um meginatburði Íslandssög- unnar og vanda ekki betur til verka en hér hefur verið gert. Til slíkrar upplýsingaveitu verður að gera kröfu um hlutlægni. Hún er ekki vettvangur fyrir átrúnaðargoð og glans- myndir. Hannes Hafstein þarf ekki á því að halda að vera stækkaður með því að minnka hlut samtíðarmanna hans, samherja jafnt sem andstæðinga. Hannes Hafstein Bjarni Jónsson frá Vogi Benedikt Sveinsson Sögufölsunarfélagið Eftir Ólaf Hannibalsson Skúli Thoroddsen Einar Benediktsson Höfundur vinnur að ritun ævisögu Bjarna frá Vogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.