Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 44
SKOÐUN 44 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTÆÐA þess að ég vil ræða styttingu framhaldsskólanáms á síð- um dagblaðanna en ekki á „hálflok- uðu“ vefsvæði menntamálaráðuneyt- isins er sú að þessi hugmynd snýst um eina mestu breyt- ingu á íslensku menntakerfi í áratugi og snertir alla Íslend- inga hvort sem þeir eru netvæddir eða ekki. Ástæðulaust er að draga landsmenn í dilka varðandi þetta málefni eftir því hvort þeir hafi aðgang að Netinu eða ekki. Það er full þörf á því að al- menningur geri sér grein fyrir því hvað hangir á allri spýtunni. Ekki bara þeim endanum sem mest hefur verið í umræðunni hingað til, þ.e.a.s. „gróða-endanum“ heldur einnig hinum sem mætti kalla „tap- endann“ og geti í framhaldi af því myndað sér skoðun og tekið afstöðu. „Gróða-endinn“ Hingað til hefur umræðan að mestu snúist um; sparnað ríkisins, gróða vinnumarkaðarins og brottfall nemenda. 1. Sparnaður ríkisins. Ríkið mun spara verulegar fjár- hæðir með styttingu framhalds- skólanáms. Fullyrðingar um að það sé ekki ætlunin og að kostnaður muni jafnvel aukast geta ekki talist trúverðugar. Sparnaðurinn felst fyrst og fremst í tvennu: a. Launakostnaður mun lækka þar sem gert er ráð fyrir fækkun kenn- ara. Í skýrslu menntamálaráðuneyt- isins um þetta mál er gert ráð fyrir um 12% fækkun stöðugilda að með- altali. Hver nemandi á að fá um 20% færri kennslustundir en nú er þannig að hann á að geta lokið stúdentsprófi á þremur árum og því þarf færri kennara. b. Húsnæðiskostn- aður mun lækka, eink- um byggingarkostn- aður, þar sem nemendum í námi við skólana fækkar og þörf á nýbyggingum hverfur eða svo til. Um þessa liði eru að ég held flestir sam- mála. Það er hins vegar umhugsunarvert að hingað til hefur Ísland verið á sama róli og Tyrkland hvað varðar útgjöld til menntamála miðað við verga landsframleiðslu en ekki þær Vestur-Evrópuþjóðir sem við berum okkar gjarnan saman við. Eftir þessa breytingu verður forvitnilegt að sjá með hverjum við erum á rólinu. 2. Gróði vinnumarkaðarins. Reynt hefur verið að reikna út, í krónum talið, hver gróði vinnumark- aðarins væri af þessu fyrirkomulagi. Rauði þráðurinn í útreikningunum er sá að með þessu móti komist námsmenn einu ári fyrr út á vinnu- markaðinn og geti farið að afla tekna. Þeir hagnist, nýtist vinnu- markaðinum fyrr og með þessu móti fái ríki og sveitarfélög opinber gjöld af þeim einu ári fyrr. Reynt hefur verið að áætla fjárhæðirnar með því að margfalda áætlaðan fjölda nem- enda með áætluðum meðallaunum þeirra. Þarna er sýnd veiði en ekki gefin. Það er engan veginn gefið að allir námsmenn komist fyrr út á vinnumarkaðinn þótt búast megi við að flestir geri það. Námstími sumra í háskóla gæti lengst sökum lakari undirbúnings, þeir falli oftar í áföng- um og þurfi fleiri endurtekningar. Það er heldur ekki gefið að sá fjöldi námsmanna sem skiptir um náms- brautir í háskóla muni haldast óbreyttur. Færa má fyrir því rök að sá fjöldi gæti aukist eitthvað þar sem námsmenn eru yngri og óþroskaðri þegar þeir innritast í háskóla og skipti því fremur um skoðun á því hvað þeir vilja læra þegar nám er hafið og þar með þurfi lengri náms- tíma. Í tilfelli þeirra sem fara út á vinnumarkaðinn með stúdentspróf er þetta rétt. Þeir komast einu ári fyrr út á vinnumarkaðinn. 3. Brottfall nemenda. Reynt hefur verið að rökstyðja það að brottfall nemenda í fram- haldsskólum muni minnka sökum þess að þeim fallist ekki eins hendur við að horfa til þriggja ára fram- haldsskólanáms í stað fjögurra ára náms eins og nú er. Auk þess muni námsleiði minnka. Þessu til stuðn- ings er bent á tölur frá hinum Norð- urlöndunum þar sem brottfall úr framhaldsskólum er snöggtum minna en hér. Þetta er vægt til orða tekið hæpin fullyrðing. Engin könn- un mér vitanlega hefur verið gerð á Íslandi meðal þeirra sem horfið hafa burt frá framhaldsskólanámi til þess að leita orsakana á því. Engan sam- anburð á milli Norðurlanda hef ég séð á vinnuálagi framhalds- skólanema utan skólans. Engan samanburð hef ég séð á viðhorfum framhaldsskólanema á Norðurlönd- unum til framhaldsskólanna og framhaldsskólanáms. Að mínu mati er skýringarinnar á meira brottfalli hér en á Norðurlöndunum síst að leita í lengd námsins heldur þeim at- riðum og fleirum sem hér hafa verið nefnd. Fyrir nokkrum árum birti Magnús Þorkelsson, þáverandi kennslustjóri í MS, grein í kenn- arablaðinu þar sem hann bar saman einkunnir í íslensku og stærðfræði á samræmdum prófum í 10. bekk mið- að við frammistöðu nemenda í MS. Kom í ljós að allir nemendur sem höfðu fengið undir 7 í íslensku á sam- ræmdum prófum voru hættir í skól- anum eftir tvö ár. Einkunn í stærð- fræði í 10. bekk hafði svipaða fylgni en ekki jafn afgerandi. Þetta kemur heim og saman við 24 ára reynslu mína sem framhaldsskólakennari. Sem umsjónarkennari fjölda nem- enda árum saman sýnist mér brott- fall nemenda vera langsamlega mest tvö fyrstu framhaldsskólaárin og að sameiginlegt yfir 90% þeirra er léleg mæting og slakar einkunnir. Við þetta má bæta að þeir brottföllnu nemendur sem hafa snúið aftur til náms, t.d. í kvöldskóla FB, hafa flest- ir gefið mér þá skýringu á brottfall- inu að áhugaleysi hafi verið um að kenna. Ekki einn einasti hefur minnst á lengd framhaldsskólanáms- ins sem ástæðu brottfallsins. „Tap-endinn“ Af þeim umræðum sem hingað til hafa átt sér stað hefur mátt halda að spýtan hafi engan „tap-enda“. Slíkt er fjarri lagi. Margir þættir tilheyra „tap-endanum“, þar á meðal; fjöl- breytni, víðsýni, gæði og grunn- menntun. 1. Fjölbreytni. Í dag er gert ráð fyrir 140 náms- einingum til stúdentsprófs, þar af 38 einingar sem velja skal úr braut- arkjarna viðkomandi brautar, t.d. í eðlisfræði, jarðfræði eða líffræði á náttúrufræðibraut, og 12 einingar sem eru algerlega frjálst val á hvaða áföngum sem er og finnast í skól- anum. Vegna þessa fyrirkomulags geta til að mynda stúdentar sem út- skrifast af sömu braut verið með nokkuð mismunandi námsáfanga að baki stúdentsprófinu, bæði úr braut- arkjarna og frjálsu vali. Þess vegna gætir mikillar fjölbreytni meðal stúdenta hvað varðar mennt- unarlegan bakgrunn. Með fækkun eininga hverfur þessi fjölbreytni að mestu þar sem niðurskurðurinn hlýt- ur óneitanlega að bitna á valinu. Nið- urstaðan verður því mun einsleitari hópur stúdenta. Er fjölbreytnin ein- hvers virði? 2. Víðsýni. Að vita lengra en nef sitt nær er gamalt og gott íslenskt orðatiltæki sem mér finnst lýsa víðsýni. Kunna einhver skil á fjölmörgu, afla sér þekkingar og reynslu í sem flestu og nýta það til þess að búa til sína heimsmynd. Slíkt hlýtur að stuðla að víðsýni. Með fækkun eininga á bak við stúdentsprófið er hætt við því að felldir verði burt þeir áfangar sem ekki eru taldir tengjast viðkomandi braut beint. Þannig mætti t.d. ímynda sér að heimspeki eða sál- fræði verði ekki lengur kennd á nátt- úrufræðibraut. Til er fólk sem les heimspeki eða sálfræði sér til skemmtunar en eigi að síður er það staðreynd að fyrstu kynni manna af slíku efni eru í gegnum skólann. Sér- hæfðir áfangar eins og stjörnufræði sem nú er boðið upp á á nátt- úrufræðibraut munu að öllum lík- indum fá að fjúka. Ekki má gleyma því að það er einmitt frjálst val sem heldur mörgum slíkum áföngum gangandi þar sem það eykur fjölda þeirra sem eru í áfanganum og á sinn þátt í því að lágmarks hópastærð er náð skv. mælikvarða mennta- málaráðuneytisins. Þessi breyting mun því tæplega stuðla að víðsýni heldur öfugt. 3. Gæði. Gengisfelling stúdentsprófsins er orðalag sem Jónas Kristjánsson rit- stjóri hefur notað yfir styttingu námstíma til stúdentsprófs. Ég verð því miður að taka undir það. Fækkun eininga til stúdentsprófs mun rýra gæði prófsins hvernig sem á það er litið og allt tal um annað er ósk- hyggja. Gæðarýrnunin kemur niður á stúdentum með tvennum hætti. Annars vegar verða þeir lakar búnir undir háskólanám. Sér í lagi mun þetta segja til sín í raungreinanámi. Þar tala ég af eigin reynslu bæði sem nemandi og sem kennari í þeim greinum. Sú staða gæti komið upp að þeir nemendur sem hyggja á raun- greinanám verði að afla sér viðbót- areininga í stærðfræði og raun- greinum áður en þeir geta hafið háskólanám ella verði þeim róðurinn þungur þegar á hólminn er komið. Þetta á sér nú þegar stað í dag skv. reynslu okkar í FB. Hins vegar mun notagildi stúdentsprófsins sem slíks rýrna stórlega. Þegar rætt hefur verið um styttingu náms til stúdents- prófs er eins og eina notagildi þess sé aðgangur að háskóla. Það er auð- vitað tóm þvæla eins og allir vita sem tekið hafa stúdentspróf. Mikið af þeirri þekkingu sem menn öfluðu sér með stúdentsprófi hefur nýst þeim á einn eða annan hátt á lífsleiðinni. Má þar til að mynda nefna tungumála- kunnáttu í ýmsum málum, þekkingu á sögu og menningu hinna ýmsu landa o.fl. Allir vita að margir stúd- entar fara ekki í framhaldsnám held- ur beint út á vinnumarkaðinn. Sumir af mínum nemendum hafa t.d. haslað sér völl í ferðaþjónustunni og hefur stúdentsprófið reynst þeim afar vel. Það er ef til vill þessi hópur sem fer verst út úr gæðarýrnun stúdents- prófsins. 4. Grunnmenntun. Peter F. Drucker bendir á það í bók sinni Management Challenges for the 21st. Century að ef hin þróuðu Vesturlönd eiga að viðhalda samkeppnisforskoti sínu í þeirri hnattvæðingu sem mun einkenna 21. öldina þá sé það þeim lífsnauðsyn að gera sér grein fyrir því að það mun velta á þekkingarstarfsmönnum (knowledge-workers). Hann bendir ennfremur á það að framleiðni þekk- ingarstarfsmanna velti á alhliða þekkingu. Hún sé nauðsynleg fyrir stöðuga nýsköpun og iðulega gæti menntahroka þeirra sem mikla sér- fræðiþekkingu hafa á einu sviði á öðrum þekkingarsviðum og slíkt standi framþróun fyrir þrifum. Fólk geti vart búist við því að vinna fyrir sama fyrirtækið alla ævi og hvað þá sama starfið. Upp á síðkastið hefur áherslan í menntamálum verið sér- hæfing, helst niður í grunnskólann. Þegar nýja námskráin kom út gerðu menn sér jafnvel vonir um það að óharðnaðir unglingar væru búnir að gera upp hug sinn um hvað þeir vildu verða og veldu sér námsbrautir í grunnskóla í samræmi við það. Könnun sem ég gerði meðal nem- enda FB, í öllum aldursflokkum, árið 1998 sýndi að 60% 16 ára nemenda höfðu enga hugmynd um hvað þeir vildu verða og því síður í hvaða sér- hæft nám þeir vildu fara. Óráðnum fækkaði þó er þeir urðu eldri og 19 ára voru óráðnir um 20%. Um tvítugt fjölgaði óráðnum aftur og urðu um 40%. Þessi fjölgun virtist vera til- komin m.a. vegna þess að þá upp- götvuðu útskriftarnemendur að þeim stóð mun fleira til boða en þeir höfðu gert ráð fyrir. Ég er þeirrar skoð- unar að góð alhliða grunnmenntun sé mun líklegri til þess að auðvelda fólki að skipta um starf og afla sér viðbótarmenntunar í tengslum við það heldur en mikil sérhæfing á ein- hverju einu sviði. Í skýrslu mennta- málaráðuneytisins eru tillögur að þremur námsbrautum í framhalds- skólum í styttu námi. Ég get ekki betur séð en allar þrjár tillögurnar sem þar eru skerði alhliða grunnnám og auki sérhæfingu. Tillögurnar eru þó mismunandi hvað þetta varðar. Er það eftirsóknarvert? Lokaorð Hér að framan hef ég reynt að draga fram það helsta sem mér finnst hanga á allri spýtunni. Þetta er gert með það fyrir augum að reyna að skapa hér umræðugrundvöll meðal almennings um málið á almennum vettvangi en ekki á „hálflokuðu“ vef- svæði. Margt fleira mætti nefna. Til dæmis hversu mikið lengja ætti skólaárið. Hvort sumarvinna náms- manna hyrfi við slíka breytingu og sá fjárhagslegi og andlegi ávinningur sem af henni hlýst. Fyrrverandi menntamálaráðherra, Tómas Ingi, lét svo ummælt í blaðagrein á síðasta ári að menn skyldu athuga í hvaða farvegi málið væri. Ég tel málið vera núna í þeim farvegi að almenningur þurfi að segja sitt álit. Hvað hangir á spýtunni? – Stytting framhaldsskólanáms Eftir Hilmar J. Hauksson ’Ríkið mun spara verulegar fjárhæðir með styttingu fram- haldsskólanáms.‘ Hilmar J. Hauksson Höfundur er framhalds- skólakennari í FB. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050                   ! " !   #      $  !% ! &'(    ) (  !!  !   ) &  !!( )     )   '  & !  '  ' ** '  !% +         ! $   & ' ! ! ,! )! - ' !  .  /% )!       " "#"  #  $ 0' % $        & ' ! !  Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00-17.00 ÁLFTAMÝRI 8 - ENDAÍBÚÐ - 3. HÆÐ Falleg og talsvert endurnýjuð ca 90 fm 3ja her- bergja endaíbúð á 3. hæð í ágætu stigahúsi. Tvö rúmgóð svefnherbergi og endurnýjað bað- herbergi. Í kjallara eru tvær sérgeymslur, sam- eiginlegt þvottahús og hjólageymsla. Parket á gólfum. Þinglýstur bílskúrsréttur. V. 13,3 m. 2409 NJÁLSGATA 17- EINBÝLI Í 101 Vorum að fá í einkasölu einbýli, sem er kjallari, hæð og ris. Húsið er mikið endurnýjað jafnt úti sem inni og hefur endurnýjun miðast við að halda í gamla tímann og hefur það tekist vel. Gluggasetningar eru fallegar. Húsið er talið vera að gólffleti á milli 110 og 120 fm. V. 17,5 m. 3972 ASPARFELL 2 - BJALLA 10 4RA-5 HERB. BÍLSKÚR 4ra til 5 herbergja ca 112 fm íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi sem skiptist m.a. í eldhús m. ágætri innréttingu, borðkrók m. útgengi á suðaustur- svalir, hol, ágæt stofu og borðstofu m. útgengi á norðaustursvalir. Á svefnherbergisgangi er geymsla og þrjú góð herbergi. Nýlegt parket. Innbyggður ca 21 fm bílskúr. Skipti á minna möguleg. V. 13,9 m. 1245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.