Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 60
AUÐLESIÐ EFNI 60 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ EITT hundrað níutíu og átta létu lífið þegar tíu sprengjur sprungu í járnbrautarlestum í Madríd, höfuðborg Spánar, á fimmtudaginn. Meira en 1.400 særðust. Ekki er vitað hverjir komu sprengjunum fyrir. Ríkisstjórnin á Spáni segir að samtökin ETA, sem vilja stofna sérstakt ríki Baska á Norður-Spáni, hafi átt sökina. En samtökin neita því. Einnig hefur vaknað grunur um, að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi ef til vill framið hryðjuverkin. Al-Qaeda frömdu hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001. Dagblað sem gefið er út í London, höfuðborg Bretlands, sagði, að al-Qaeda-samtökin hefðu sent tilkynningu um, að þau hefðu framið ódæðisverkin. Jóhann Karl, konungur Spánar, flutti ræðu eftir að hryðjuverkin höfðu verið framin. Konungurinn sagði: „Við verðum að vera sterk og sameinuð.“ Þingkosningar fara fram á Spáni í dag. Vegna ódæðisverkanna var kosningabaráttunni hætt á fimmtudaginn. Hryðjuverk framin á Spáni Reuters Anna Heiða Gunnarsdóttir, nemandi í 6-R, var ein þeirra 20 kvenna sem slógust. „Þetta var rosalega gaman,“ sagði Anna. „Okkar hlutverk var að ryðja þeim sem voru í stiganum burtu og brjóta múrinn fyrir strákana. Síðan vorum við nokkurs konar fótstig fyrir þá, sem þeir nýttu sér til að hoppa yfir hópinn.“ Áralöng hefð er fyrir gangaslag MR, sem fer þannig fram að dimmitendi, eða sjöttu bekkingar með Inspector plateraum (hringjara) í broddi fylkingar, reyna að hringja inn til fimmtu kennslustundar. Remanentar, eða 3., 4. og 5. bekkingar, reyna að varna þeim aðgengis að bjöllunni. Takist þeim að halda eldri bekkingum frá bjöllunni í 15 mínútur fá þeir frí í kennslustundinni. SJÖTTU bekkingar MR lögðu yngri bekkinga í hinum árlega og rótgróna gangaslag skólans sem fram fór í gær. Stúlkur tóku í fyrsta skipti þátt í gangaslagnum og börðust þær vel þær fimm mínútur sem það tók sjöttu bekkinga að knýja fram sigur. Stelpur taka þátt í gangaslag Morgunblaðið/Jim Smart Netfang;auefni@mbl.is FIMMTA myndin um Leðurblökumanninn, eða Batman, heitir Upphaf Leðurblökumannsins. Byrjað var að taka upp myndina á Íslandi. Það var gert í Svínafellsjökli sem er á Suðausturlandi við rætur Vatnajökuls. Upptökur á Íslandi voru í viku og unnu 250 manns við þær. Tveir af aðalleikurunum komu hingað, þeir Christian Bale og Liam Neeson. Tökur eru nú byrjaðar í London. Myndin verður frumsýnd sumarið 2005. Ýmsar fyndnar uppákomur hafa verið. Til dæmis komst Christian Bale, sá sem leikur Batman, ekki í búninginn! Hann var víst of þröngur. Christopher Nolan, leikstjóri myndarinnar, var þrátt fyrir allt samt mjög ánægður með tökurnar á Íslandi. Kom ... og fór Leðurblökumaðurinn FJÖLVEIÐISKIPIÐ Baldvin Þorsteinsson EA strandaði í Skarðsfjöru á Suðurlandi, um þrjár sjómílur austur af Skarðsfjöruvita, á þriðjudagsmorgun. Skipið fékk loðnunótina í skrúfuna og rak stjórnlaust upp í fjöruna. „Okkur bregður hvorki við sár né bana,“ sagði Vilhjálmur Kristjánsson, yfirvélstjóri á skipinu, strax eftir strandið þegar hann lýsti líðan áhafnarinnar í aðdraganda björgunarinnar um morguninn. Áhöfnin á skipinu hefur verið á strandstað og hefur farið um borð í skipið til að undirbúa björgun þess. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslu Íslands, bjargaði 16 manna áhöfn Baldvins heilli á húfi með því að hífa mennina, tvo og tvo í einu, um borð í þyrluna. Áhöfn þyrlunnar hrósaði áhöfninni og sagði að þjálfunin úr Sjómannaskólanum hefði skipt miklu máli. Baldvin Þorsteinsson EA er tæplega 3.000 brúttólesta skip, smíðað í Noregi 1994. Um 1.800 tonn af loðnu eru í skipinu, og hefur Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra gefið leyfi fyrir því að loðnunni verði dælt í sjóinn gerist þess þörf við björgun skipsins. Samherji, sem gerir skipið út, og Tryggingamiðstöðin, sem tryggir skipið, hafa fengið aðstoð frá norsku björgunarskipi sem kom á strandstað í gær, og til stóð að reyna að ná skipinu á flot í gærkvöldi. Baldvin Þorsteinsson strandaði í Skarðsfjöru Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiðar Davíð Bragason stóð sig vel í golfkeppni á Spáni. HEIÐAR Davíð Bragason, kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ, gerði sér lítið fyrir og sigraði á Opna spænska áhugamannameistaramótinu í golfi um sl. helgi á Desert-Springs-vellinum. Þar lagði Heiðar Davíð heimamanninn, Sebastian Garcia, eftir að þeir höfðu leikið 34 holur. Það er óhætt að segja að sigur Heiðars Davíðs sé einn stærsti sigur sem íslenskur kylfingur hefur Heiðar Davíð kom, sá og sigraði á Spáni afrekað fram til þessa og spurður um hvernig honum litist á að fá nafn sitt letrað á bikarinn við hlið Jose Maria Olazabal, Darren Clarke og Sergio Garcia sagði Heiðar að það væri draumi líkast. „Þetta er búið að vera hálfgert öskubuskuævintýri og þegar ég leit á nöfnin á verðlaunagripnum gerði ég mér grein fyrir því að þetta er sögulegur árangur,“ sagði Heiðar en með sigrinum tryggði hann sér þátttökurétt á Opna spænska mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni og hefst það mót hinn 22. apríl. Heiðar Davíð er með +1 í forgjöf en sú forgjöf rétt dugði til þess að hann fengi að taka þátt og var hann „síðasti maður“ inn á mótið sem er geysilega sterkt. Heiðar Davíð hefur dvalið á Spáni frá því í byrjun febrúar ásamt Magnúsi Lárussyni, félaga hans úr GKj., en Magnús komst ekki áfram að loknum höggleiknum sem tók tvo daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.