Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 45
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 45 SÍMI 530 1500 Sérhæð í Drápuhlíð í skiptum fyrir stærri hæð eða sérbýli Vel staðsett 132 fm neðri sérhæð með sérinn- gangi og sérþvottahúsi og geymslu í kjallara. Bílskúrsréttur. Hús og sameign í góðu ástandi. Þessi fallega hæð fæst eingöngu í skiptum fyrir stærri hæð eða sérbýli á svæði 101-108 eða í Garðabæ. Upplýsingar veitir Pétur í síma 892 5049 Sigurbjörn Skarphéðinsson, lögg. fasteignasali Geirsgötu 9, 101 ReykjavíkSími 590 9500 OPIÐ HÚS Í HAFNARFIRÐI Í DAG KL. 15-17 Verðum með opið hús í dag, sunnu- dag, á milli kl. 15 og 17 á Klettagötu 16 í Hafnarfirði. Hér er um að ræða 350 fm glæsilegt hús á tveim hæðum með tveimur íbúðum og tvöföldum bílskúr. Húsið er bjart og skemmtilegt með sólstofu. Verið velkomin í heimsókn! Ásgeir og Guðmundur S. Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði NAUSTAHLEIN - GBÆ - RAÐH. ELDRI BORGARAR Nýkomið í einkasölu á þessum frábæra stað mjög gott raðhús á einni hæð ásamt góðum bíl- skúr með geymslulofti, sam- tals um 101 fm. Húsið stendur á fallegum útsýnisstað og skiptist í forstofu, þvottahús, hol, eldhús, garðskála, stofur og svefnherbergi. Gólfefni eru parket og flísar. Fallegur gróinn garður, út- sýni. Verð 18,5 millj. Eignin er laus strax. BREIÐVANGUR - HF. Nýkomin í einkasölu á þessum barnvæna stað mjög góð 96 fermetra íbúð á þriðju hæð í mjög góðu fjölbýli í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Eignin skiptist í inngang, stofu, eldhús, þvotta- hús, gang, baðherbergi og tvö herbergi ásamt geymslu í kjallara. Gólfefni eru parket og flísar. Frábært útsýni til suðurs og vesturs, stutt í skóla. Verð 12,9 millj. Gott brunabótamat. BIRKIHÆÐ - EINB.- GBÆ. Nýkomið stórglæsilegt pall- byggt einbýli með innbyggðum tvöföldum bílskúr, samtals ca 300 fm. Húsið skiptist m.a. í glæsilegt eldhús, stofu, borð- stofu, arinn, 4 rúmgóð svefn- herbergi, glæsilegt svefnher- bergi með fataherbergi og bað- herbergi inn af, sjónvarpsskáli, o.fl. Sérsmíðaðar innréttingar, massíft parket, náttúrusteinn á gólfum. Tvær verandir. Frábær staðsetning og útsýni. Fullbúin eign í algjörum sér- flokki. Myndir á netinu. Í MORGUNBLAÐINU hafa und- anfarið birst viðtöl, greinar, fréttir og auglýsingar frá Háskóla Íslands sem gefa tilefni til frekari umræðu. Háskólinn virðist vilja láta liggja að því að hann sé einhver besti rann- sóknaháskóli í heimi. Gleymdar eru þá harkalegar deilur um árabil um matsaðferðir og höfnun H.Í. á um- sækjendum, en sumar þeirra hafa að vísu ekki náð til fjöl- miðla. Virðist örla á hræðslu við hina mörgu nýju „háskóla“ sem sumir hafa verið stofnaðir með að því er virðist með einföldum pennastrikum. Í fróðlegu viðtali við Rúnar Vilhjálmsson prófessor í Mbl. 22. febrúar er minnst á stofnunina Institute for Scientific Inform- ation (ISI) þar sem fá má yfirsýn yfir greinar vísindamanna í ritrýndum tímarit- um og í grein í Mbl. 27. febrúar er minnst á fjölda tilvitnana í vís- indagreinar. Þetta má skýra betur.1 Tilgangur rannsókna vísinda- manna er óneitanlega að vinna að framgangi viðkomandi sérfags og birta sem ritsmíð í vísinda- tímaritum. Vitni aðrir fræðimenn í greinina er það talið merki um vægi viðkomandi vísindavinnu. Starfsemi ISI er mjög viðamikil. Meginútgáfa stofnunarinnar er Science Citation Index (SCI) sem er skrá um tilvitnanir í vísindagreinar fræðimanna þ.e. hversu oft hefur verið vitnað í þær í ákveðnum rit- rýndum tímaritum. Vægi vísindatímarita er metið eft- ir tilvitnanatíðni í greinar sem þau birta og kallast Impact factor. Bestu tímaritin birta aðeins hluta að- sendra greina en önnur biðla til höf- unda um að fá greinar. Í nokkurra ára gömlu yfirliti má sjá að virtasta læknatímaritið New England Journal of Medicine fær stuðulinn 22.673, en það lægsta 0.010. Vægi einstakra tímarita er því mjög mis- jafnt þótt ritrýnd eigi að heita. Útgáfa Science Citation Index hófst árið 1945 og var í upphafi ein- göngu í bókarformi sem kom út mánaðarlega og síðan heildaryfirlit árlega. Hér á landi eru til útgáfur frá 1978, en eldri útgáfur eru í er- lendum bókasöfnum t.d. British Library. Í bókarútgáfu SCI er aðeins skráð nafn fyrsta höfundar tímarits- greinar, nafn tímarits, útgáfuár, bindi og upphafsblaðsíða, en ekki titill viðkomandi greinar. Síðar voru gefnir út tölvutækir geisladiskar á þriggja mánaða fresti og endanlega heildarútgáfa hvers árs. Nú er gagnagrunnurinn SCI að- gengilegur á netinu t.d á vefsíðu Landsbókasafns- háskólabókasafns þ.e. „hvar.is“ og síðan Web of Science og geta allir skoðað. Þessi tölvuútgáfa SCI nær aftur til ársins 1970 og er hægt að sjá alla meðhöf- unda vísindagreina síðari ára og jafnvel úrdrátt úr greinunum. Í gagnagrunninum má sjá heildartölu tilvitnana í einstakar tímarits- greinar, skoða má hvert ár fyrir sig og jafnvel vikulega þegar grunn- urinn er uppfærður. Sjá má að oft er lítið samband milli heildarfjölda greina einstakra höfunda og fjölda tilvitnana í þær og að tilvitnanatíðni í einstakar greinar höfundar getur verið mjög misjöfn. Sá íslenskur vísindamaður sem mest hefur verið vitnað í er Sigurður Helgason stærðfræðingur eða um 4700 sinnum. Mest hefur verið vitn- að um 1500 sinnum í tvær greinar hans en sumar aðeins einu sinni. Er augljóst að einstök ritverk vega mis- þungt hjá flestum vísindamönnum. Auk heildartölu er mjög áhuga- vert að líta á hvert ár. Hjá flestum vísindamönnum er tilvitnanatíðnin mest í upphafi starfsferils en fer síð- an dvínandi og getur jafnvel hætt meðan þeir eru enn starfandi. Lang- tímagildi verka má einnig sjá, en ár- lega er enn vitnað 500–600 sinnum í verk Alberts Einsteins. Finna má tilvitnanir í verk Þorvaldar Thor- oddsen, Bjarna Sæmundssonar og Lárusar Einarssonar og enn er vitn- að 15–20 sinnum á ári í verk Björns Sigurðssonar, 45 árum eftir lát hans. Árið 1999 var könnuð tilvitnana- tíðni í ritverk u.þ.b. 600 íslenskra einstaklinga, þar af fundust tilvitn- anir í verk 490.1 Hæstu ein- staklingar voru vel- þekktir vísindamenn. Aðeins 29,2% af heild- arfjölda þeirra sem fundust á skrá höfðu náð meira en 100 til- vitnunum, 15,1% meira en 200, 10,8% meira en 300, 5,9% meira en 500 og 2,9% meira en 1000 tilvitnunum. Miðtala (median) heildarinnar var 37 tilvitnanir. Ályktað var að grunn- urinn gæfi raunhæfa mynd af vísinda- framlagi. Ég skil vel athugasemdir prófess- ors Rúnars við skorti á birtum greinum „pennastriksháskólanna“ en ég undrast sjálfur meira rit- smíða- og tilvitnanafæð kennara „rannsóknarháskólans,“en skv. upp- lýsingum hans hafa 30% þeirra ekki birt vísindagreinar í ritrýndum tímaritum. Aðeins 4 af núverandi prófessorum Háskóla Íslands, þar af 2 í læknadeild, hafa fleiri tilvitnanir en einstaklingur sem Háskólinn tel- ur ekki hæfan til kennslu. Nöfn nokkra prófessora með dokt- orsnafnbót sjást ekki í gagnagrunn- inum. Rúnar má vel við una að vera meðal 30% efstu sem fyrsti höf- undur vísindagreina. Prófessor Rúnar hefur kynnt sér starfsemi margra virtra banda- rískra háskóla þ.á m. Harvard og segir að doktorsprófs sé krafist í fastar kennarastöður við bandaríska háskóla og það sé einnig regla í Skandinavíu. Þetta er ekki rangt en fjarri því að vera tæmandi hvað lækna snertir í Bandaríkjunum. Doktorsgráður eru mjög mismun- andi frá einu landi til annars og jafn- vel innan sama lands. Það er vissulega vel þekkt að á Norðurlöndum afla læknar sér oft doktorsnafnbótar við rannsóknir í sérnámi og verða þá hátt metnir við stöðuveitingar í læknadeild. Þessi gráða endurspeglar út af fyrir sig ekki alltaf mikla birtingu vís- indagreina sem fyrstu höfundar eða tilvitnanir. Hér á landi hafa læknar fengið Dr.med. gráðu fyrir kliniskar rannsóknir. Slíkt gerist ekki í Bandaríkjunum. Lokagráða í læknanámi er MD (medical doctor) en PhD er þar lokagráða í öðrum greinum. Banda- rískir læknar (MDs) geta orðið PhD til viðbótar með frekara námi í ýms- um hliðar/undirgreinum lækn- isfræðinnar t.d. lífeðliseðlisfræði, líf- efnafræði, erðafræði, sýklafræði o.fl., en ekki fyrir kliniska vinnu eða rannsóknir. Meginatriði til frekari viðurkenningar og auðkenningar eru sérfræðiprófin (Boards) í hinum ýmsu sérgreinum læknisfræðinnar. Svipað á sér stað í Bretlandi með Membership prófum. Þessi próf kanna viðamikla þekkingu á breið- um grunni og hafa mjög háa fallpró- sentu og eru skilyrði fyrir inntöku í sérfræðifélög og æðri stöðuveit- ingum. Eftir viðurkenndan starfs- feril, rannsóknir og birtingu tíma- ritsgreina geta læknar fengið viðurkenninguna Fellow sem er mikilvægasta kliniska auðkenningin í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þessu hefur verið gerð góð skil í Læknablaðinu.2, 3, 4 Þetta má glöggt sjá við að skoða höfundalista einnar meginkennslu- bókar í lyflæknisfræði Harrison’s Principles of Internal Medicine sem meðal annars hefur verið notuð við kennslu við H.Í. Höfundar eru um 400 frá fremstu læknaháskólum Bandaríkjanna þar af um 80 frá Harvard. Báðir ritstjórarnir frá Harvard og 87% höfunda hafa að- eins MD gráðu en ekki PhD gráðu til viðbótar. Þessir læknar eru flest- ir leiðandi á sínu sviði í heiminum. Tilvitnanir í vísindavinnu þeirra frá árinu 1970 skv. slembiúrdrætti er hjá flestum 1000–1800 en allt upp í 16000. Þeir teldust samt ekki „dokt- orar“ samkvæmt íslensku mati og gætu því ekki talist hæfir til kennslu við Læknadeild Háskóla Íslands samkvæmt matsreglum. Mótmæli gegn áliti dómnefndar og jafnvel kæra til Hæstaréttar Íslands væri árangurslaus. Aðeins níu prósent læknanna hafa bæði MD og PhD gráðu t.d. í erfðafræði eða lífeðl- isfræði og teldust því doktorar skv. íslensku mati. Það væri hinsvegar undantekning ef læknar þessir væru ekki með sérfræðipróf og Fellows- hip. Um fjögur prósent höfunda hafa eingöngu PhD, flestir í erfða- fræði. Háskóli Íslands stenst engan veg- inn samanburð við erlenda háskóla sama hvernig hann vill skilgreina sig. Ég sting upp á því að „rann- sóknaháskólinn“ byrji á að rannsaka eigin starfsaðferðir við mannaval en þær hafa stundum minnt meira á inntöku í einkaklúbb en ríkisrekinn háskóla. Ég skora á Háskólann að skýra hvers vegna einstaklingur með Har- vard sambærilegan námsferil og kennarastöðu, margföld sérfræði- próf, tilvitnanatíðni í efstu 4% ís- lenskra vísindamanna, fyrirlestra á alþjóðavettvangi og ritstjórn- argreinar telst ekki hæfur sem dós- ent við H.Í. Heimildir: 1) Birgir Guðjónsson. Mat á vísindavinnu. Science Citation sem matstæki. Nátt- úrufræðingurinn, 1999; 69: 19–26. 2) Læknablaðið, 1983; 69: 76. 3) Læknablaðið, 1992; 78: 112. 4) Læknablaðið, 1997; 83: 685. Háskóli Íslands og vísindi Eftir Birgi Guðjónsson ’Háskóli Íslands stenstengan veginn saman- burð við erlenda háskóla sama hvernig hann vill skilgreina sig.‘ Birgir Guðjónsson Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.