Morgunblaðið - 14.03.2004, Síða 58

Morgunblaðið - 14.03.2004, Síða 58
DAGBÓK 58 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Richmond Selfoss og Vancouverborg koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Þerney fer í dag. Fréttir Fjölskylduhjálp Ís- lands Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun mat- væla og fatnaðar, þriðjudaga kl. 14–17. Sími skrifstofu er 551 3360, netfang dal- ros@islandia.is, gsm hjá formanni 897 1016. Mannamót Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Leikfélagið Snúður og Snælda sýna „Rapp og renni- lása“ í dag kl. 15. Mið- ar seldir við inngang- inn. Dansleikur í kvöld kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Rúta vegna Sparidaga á Hótel Örk fer frá Hraunseli kl. 16 stund- víslega í dag 14. mars. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Á morgun, mánudaginn 15. mars, verður handsnyrti- námskeið kl. 13 í Kirkjuhvoli. Skráning stendur yfir í síma 895 6123. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Myndlist- arsýning systranna Sigurbjargar og Þór- dísar er opin kl. 10–16, alla virka daga til 20. mars. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ. Púttkennsla í Íþrótta- húsinu Varmá, á sunnudögum kl. 11–12. Norðurbrún 1. Fram- talsaðstoð verður veitt í Norðurbrún 1 mið- vikudaginn 17. mars frá kl. 9–13.30. Skrán- ing í síma 568 6960. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, mánudaginn 15. mars kl. 20Skúli svavarsson hefur biblíulestur Allir karlmenn velkomnir. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðinshúsinu og á fimmtudögum í KFUM&K, Austur- stræti. Kvenfélagið Keðjan heldur fund mánu- daginn 15. mars í Flugvirkjasalnum Borgartúni 22, kl. 20.00, spilað verður bingó. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykja- vík heldur bingó og kleinukaffi sunnudag- inn 14. mars kl. 15 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, Hóla- bergi 88. Bingóið er til styrktar rekstri á húsi félagsins, Eyri, Arn- arstapa. Margir góðir vinningar. Allir vel- komnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ. Munið ferðina í Leir- ársveitina á mánudag 15. mars kl. 13.Skrán- ing í síma 525 6714 f.h. á mánudag. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í s.552 4994 eða 553 6697, minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Há- teigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju s. 520 1300 og í blómabúðinni Holtablómið, Lang- holtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkj- unni. Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í s. 561 6117. Minning- argjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslu- korti. Allur ágóði fer til hjálpar nauð- stöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í s. 561 0545. Gíróþjónusta. Minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást í Barnaspítalanum í s. 543 3724 eða 543 3700. Kortin er hægt að panta með tölvupósti, hringurinn- @simnet.is. Innheimt er með gíróseðli. Kort- in fást einnig í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í s. 587 5566, alla daga fyrir hádegi. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Í dag er sunnudagur 14. mars, 74. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Hjarta hins réttláta íhugar, hverju svara skuli, en munnur óguðlegra eys úr sér illsku. (Ok.. 15, 28.)     Fæðingarorlofssjóðurer eitt umfangsmesta gæluverkefni íslenskra stjórnmálamanna á síðari árum. Jafnvel stærra en „efling utanríkisþjónust- unnar“ segir í Vefþjóð- viljanum á föstudaginn.     Lagafrumvarp um fæð-ingarorlofssjóð var keyrt í gegnum Alþingi á ofsahraða vorið 2000 og greiddu allir viðstaddir þingmenn því atkvæði sitt að Einari Oddi Krist- jánssyni undanskildum en hann sat hjá. Fyrir þingkosningar á síðasta ári voru frambjóðendur allra flokka í kappi við að ausa lögin lofi. Á sama tíma höfðu skatt- greiðendur ekki undan við að ausa fé í sjóðinn. Sjóðurinn verður að óbreyttu gjaldþrota á þessu ári.“     Sagt er að mat fjár-málaráðuneytisins á aukinni fjárþörf vegna nýju laganna hafi verið helmingi lægra en raun varð á. Fjármálaráð- herra hafi talið alveg frá- leitt að um vanmat gæti verið að ræða. Fram- úrkeyrslan sé hins vegar 100%, ekki bara einu sinni eins og þegar um húsbyggingu sé að ræða, heldur á hverju ári.     Sérlegur stuðnings-maður frumvarpsins um fæðingarorlofssjóð var Pétur H. Blöndal al- þingismaður, segir Vef- þjóðviljinn. „Verður lengi í minnum haft hve vask- lega hann stuðlaði að því að slegið yrði nýtt met í félagslegri aðstoð við menn sem hafa enga þörf fyrir hana. Forstjórar með 2 milljónir króna á mánuði í laun fá 1,6 millj- ónir króna á mánuði í allt að sex mánuði úr þessum félagslega sjóði ef þeir eignast barn. Aldrei hef- ur verið riðið svo þétt ör- yggisnet í velferð- arkerfinu fyrir nokkurn fátæklinginn eða sjúk- linginn eins og fyrir há- tekjumennina í fæðing- arorlofinu. Nú er þetta gæluverkefni Péturs H. Blöndals og félaga hans á Alþingi gjaldþrota. Var öryggisnet velferðarkerf- isins hluti af netbólunni árið 2000? “     Vefþjóðviljinn segir aðum þessar mundir sitji að störfum nefnd á vegum félagsmálaráð- herra og leiti leiða til að forða ríkissjóði, fyrir hönd skattgreiðenda, frá því að lenda í frekari hremmingum vegna fæð- ingarorlofssjóðs. „Fæð- ingarorlofssjóður er kennslubókardæmi um að ríkið á ekki að sinna velferðarmálum. Fyrr en síðar ná öflugustu þrýsti- hóparnir tökum á kerf- inu og laga það að þörf- um sínum í stað þess að kerfið nýtist þeim sem raunverulega þurfa á að- stoð að halda,“ segir í Vefþjóðviljanum. Sagt er að tímabært sé að ræða hvort setja eigi þak á greiðslur úr sjóðnum. STAKSTEINAR Gjaldþrota gæluverkefni Víkverji skrifar... Fréttir Stöðvar 2 sækja verulegaí sig veðrið þessa dagana að mati Víkverja, eftir að hafa verið lengi frekar slappar. Frá því út- sending þeirra var færð til hefur Víkverji aðeins horft á yfirlit frétta á Stöð 2 en síðan á fréttatíma RÚV, sem honum fannst bera af, undantekningarlaust. En nú er öldin önnur. Dag eftir dag hefur Víkverji verið í stökustu vandræðum. Honum finnst báðir fréttatímarnir góðir og gerir ekki annað en að skipta á milli stöðva með fjarstýringunni. Víkverji hef- ur því varla séð heila frétt að und- anförnu og botnar þær stundum út frá ályktunum sem hann dregur. Ekki gott mál! Víkverji hefur verið að velta fyr- ir sér hvað gerðist eiginlega á Stöð 2. Fyrst eftir að öllu góða frétta- fólkinu var sagt upp í fyrra var Víkverji miður sín og fann greini- lega að það kom niður á fréttatím- anum. Núna hafa hins vegar bæst í hópinn á ný tveir eðalfréttamenn. Það eru þau Sigríður Árnadóttir, sem nú stýrir fréttastofum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og Páll Magn- ússon. Víkverji er nokkuð viss um að ráðning þeirra sé nú að skila góðum árangri. Auk þess að vera frábærir fréttamenn eru þau bæði traustvekjandi á skjánum. x x x Hins vegar finnst Víkverja Íslandí dag vera á niðurleið, ekki síst eftir að Jóhanna Vilhjálmsdóttir fór í frí, sem stendur vonandi ekki lengi. Svanhildur Hólm og hennar kollegar í Kastljósinu standa sig yfirleitt mjög vel að mati Víkverja. Þar er talað um málefni af mikilli þekkingu og spyrlarnir eru ekki í aðalhlutverki þáttarins heldur við- mælendurnir, en oftast er því öf- ugt farið í Íslandi í dag og fer það afskaplega í taugarnar á Víkverja. x x x Víkverji er samt orðinn kvíða-sjúklingur vegna þess að fréttatímar þessara tveggja sjón- varpsstöðva sem við höfum eru á sama tíma. Það er ekkert auðvelt að fylgjast með báðum fréttatím- unum í einu. Hjartslátturinn verð- ur örari rétt fyrir sjö og fyrstu tíu mínúturnar, meðan helstu fréttir eru lesnar, eru virkilega strembn- ar. Víkverji er vægast sagt ennþá fúll út í Stöð 2 fyrir að færa frétta- tímann. Honum finnst Ísland í dag auk þess alltof langur þáttur. Von- andi tekur önnur hvor stöðin sig til og færir fréttatímann. Víkverji vonar að þær hafi kjark til þess og efist ekki um samkeppnishæfni sína. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Sigríður Árnadóttir, fréttastjóri á Stöð 2, hefur blásið nýju lífi í frétta- stofuna. Mál sem eru blásin upp ÉG hef oft furðað mig á því hversu auðvelt það er fyrir sjónvarpsstöðvarnar, og raunar aðra fjölmiðla, að blása upp sáraþýðingarlítil atriði, eða jafnvel nauða- ómerkileg, í þeim tilgangi að draga athygli fólks frá afgreiðslu mikilvægari mála sem menn vilja af- greiða undir sem minnstri athygli. Nú hafa verið, og eru í gangi, kjaraviðræður þar sem auðsjáanlega á að af- greiða kjaramál verkafólks á sem kyrrlátastan hátt og þeim skammtaðar launa- hækkanir út frá þeirri for- sendu að í landinu sé stöð- ugleiki sem ekki megi raska og er þar sérstaklega litið til stöðugleika síðustu ára, sem byggðist að mestu á því að vöruverð og þjónustu- gjöld breyttust nær dag- lega, þjóðartekjurnar og innistæður landsmanna flæddu út úr bönkunum, yf- ir í spilavítin, þar sem gjald- miðlarnir breyttust stund- um á klukkutíma fresti og arðurinn flæddi í vasa stór- grósseranna. Þennan stöð- ugleika er talið nauðsynlegt að verkafólk tryggi með minnst fjögurra ára stöðug- leika í launum. Aftur á móti mun ekki vera ætlast til að samið verði við hærra laun- aða fyrr en eftir að samið hefur verið við verkafólk, og ríkisstjórnin búin að af- greiða skattamálið. Eitt af þessum upp- blásnu atriðum er andúð Sjálfstæðisflokksins á for- setanum. Sjálfstæðismenn eru reiðir yfir því að þjóðin skuli ekki hafa treyst þeim fyrir forsetaembættinu. Ég er aftur á móti ekki hissa, því Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur verið stærsti flokkurinn og oftast í ríkis- stjórn. Hverjum dytti því í hug að kjósa forseta sem væri í Sjálfstæðisflokknum, og flokkurinn í ríkisstjórn? Slíkur forseti væri þjóðinni alveg gagnslaus. Núverandi forseti hefur þó reynt að trufla einræðistilburði rík- isstjórnarinnar með því að minna á kjör gleymdu og vondu barnanna í þjóðfélag- inu. Nokkurs konar huldu- fólk menningarþjóðfélaga. Giftingarmál samkyn- hneigðra voru einnig blásin upp. Finnst mér að þar fari menn offari og öðrum mik- ilvægum réttindamálum stungið afturfyrir í umfjöll- un, t.d. réttindamálum aldr- aðra og fleiri. Guðvarður Jónsson, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Leikur MEÐFYLGJANDI var ort einhvern tíma fyrir 1960. Vegna umræðunnar í þjóð- félaginu í dag um lítinn krúttlegan her getur þetta e.t.v. átt erindi. Hæ gaman,/ hó gaman,/ gaman gaman er/ í garð- inum að leika sér/ og hafa soldinn her/ og brytja niður börnin smá/ og bræður mína til og frá/ og standa hjá/ og horfa/ og hlæja/ og skemmta mér. Stefán Aðalsteinsson, Melgerði 24, 108 Rvk. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 2 hrósar, 3 tunnu, 4 stak- an, 5 drekka, 6 afkimi, 7 eignarjörð, 12 leyfi, 14 fiskur, 15 sokkur, 16 hóp, 17 nötraði, 18 eina sér, 19 sárið, 20 ræktuð lönd. LÓÐRÉTT 1 hrekkjótta, 8 óhrein, 9 stóllinn, 10 mánuður, 11 karldýra, 13 ritverk, 15 ísbreiða, 18 heimsk- ingja, 21 glöð, 22 lægja, 23 verur, 24 holskefl- anna. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skass, 4 leiks, 7 eldur, 8 galin, 9 ami, 11 gert, 13 ærar, 14 óskar, 15 harm, 17 aska, 20 slá, 21 aftan, 23 teinn, 24 strák, 25 lógar. Lóðrétt: 1 stegg, 2 andar, 3 særa, 4 legi, 5 illar, 6 synir, 10 mikil, 12 tóm, 13 æra, 15 hlass, 16 ritar, 18 sting, 19 agnar, 20 snák, 21 átel. Krossgáta #  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.