Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MJÖG strangar reglur gilda um leyfi fyrir skammbyssum hér á landi samkvæmt vopnalög- um nr. 16 frá árinu 1998. Í 5. gr. laganna segir beinlínis að óheimilt sé að flytja inn eða framleiða sjálfvirka eða hálfsjálfvirka skammbyssu en að ríkislögreglustjóri geti heimilað innflutning slíkra vopna ef þau hafi ótvírætt söfnunargildi vegna ald- urs þeirra eða tengsla við sögu landsins. Sama gildi ef slík vopn séu sérhönnuð og sannanlega ætluð til íþróttaiðkunar. Í 23. grein laganna segir að eigandi eða vörslu- aðili skotvopns og skotfæra skuli ábyrgjast vörslu þeirra með þeim hætti að óviðkomandi aðili nái ekki til þeirra. Þegar skotvopn og skotfæri séu ekki í notkun skulu skotvopn annars vegar og skotfæri hins vegar geymd í aðskildum og læstum hirslum. Í sérstakri reglugerð um skotvopn og skotfæri segir enn fremur að við lengri fjarveru skuli auk þess gera skotvopn óvirkt t.d. með því að fjarlægja af því nauðsynlega hluta aðra en láshús. Þá er einstaklingi sem á fleiri en þrjú skotvopn skylt að geyma þau í sérútbúnum vopnaskáp sem samþykktur er af lögreglustjóra. Í greinargerð með frumvarpi til vopnalaga sem lagt var fram á sínum tíma kemur fram að í öðrum ríkjum sé það vaxandi vandamál að óviðkomandi hafi komist yfir skotvopn með ólögmætum hætti til dæmis í innbroti. Hér á landi séu dæmi um að einstaklingar komist yfir skotvopn sem varðveitt séu á heimilum manna og fremji með þeim voða- verk. Af þessu tilefni, segir í greinargerðinni, er mælt fyrir um sérstakar geymslur þegar tiltekn- um skotvopnafjölda er náð. Skylt að hafa sérhvert vopn í viðurkenndum vopnaskáp Að sögn Snorra Sigurjónssonar, lögreglufull- trúa hjá embætti ríkislögreglustjóra, er íslenska löggjöfin að mörgu leyti í takt við það sem gerist í löndunum í kring. Í Danmörku hafi reglunum þó verið breytt fyrir nokkru þannig að skylt sé að hafa viðurkenndan vopnaskáp strax við fyrsta skotvopn og þannig hafi fyrirkomulagið verið í Svíþjóð nokkuð lengi. Snorri segir að samkvæmt lögum megi ekki breyta skotvopni þannig að það hafi áhrif á virkni þess nema með sérstöku leyfi lögreglustjóra. Í greinargerð með frumvarpi til vopnalaga er minnst sérstaklega á hljóðdeyfi og þarf sérstakt leyfi til að setja hann á vopn og afar fátítt að slík leyfi séu gefin, að sögn Snorra. Eigi það einkum við um þá sem hafi þann starfa að eyða vargfugli í þéttbýli og er leyfið þá skilyrt við ákveðinn ein- stakling, vopn og tilefni. Mjög strangar reglur gilda um innflutning á skammbyssum Skotvopn og skotfæri ber að geyma í aðskildum hirslum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Mikil sorg ríkir á Selfossi vegna andláts drengs- ins, en lík hans fannst sl. mánudagskvöld. FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á því hvort beita eigi verndarráðstöfunum vegna innflutn- ingi á eldislaxi til Evrópusambands- ins, en slíkar aðgerðir, ef af verður, gætu komið niður á útflutningi Ís- lendinga á eldislaxi til Evrópusam- bandsins. Samkvæmt samningi Alþjóðavið- skiptastofnunarinar er hægt að beita verndarráðstöfunum ef innflutning- ur á tiltekinni vörutegund eykst verulega af ófyrirséðum ástæðum og ástæða er til að ætla að aukinn inn- flutningur valdi innlendum aðilum skaða. Bretar og Írar hafa fullyrt að þarlend fiskeldisfyrirtæki fari hall- oka í samkeppni við innflutning á eldislaxi frá Noregi og fleiri ríkjum, að því er fram kemur í vefriti við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins. Samráð við hagsmunaaðila Þar segir ennfremur að verði það niðurstaða rannsóknarinnar að grip- ið verði til verndarráðstafana muni það þýða að takmarkanir verða sett- ar á innflutning á eldislaxi frá ríkjum utan Evrópusambandsins, en íslensk fyrirtæki hafi á undanförnum árum flutt út eldislax í vaxandi mæli á markaði í ESB-ríkjunum. Takmark- anirnar gætu til dæmis falist í hækk- un tolla eða úthlutun innflutnings- kvóta. Utanríkisþjónustan hefur haft ná- ið samráð við hagsmunasamtök og landbúnaðarráðuneytið um fram- vindu málsins, en fram kemur hjá Grétari Má Sigurðssyni, skrifstofu- stjóra viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, að hugsanlegar verndaraðgerðir af hálfu ESB gætu komið sérlega hart niður á íslensku fiskeldi. Fiskeldi hafi verið í sókn hér á landi á allra síðustu árum og útflutn- ingur til ESB hafi aukist að sama skapi. Íslenskur útflutningur nemi hins vegar aðeins broti af heildar- innflutningi á eldislaxi til Evrópu- sambandsins og á síðasta ári hafi okkar hlutur ekki verið nema um 0,2% af heildarinnflutningi til Evr- ópusambandsins. Útflutningur á eldislaxi til ESB-landa í hættu ÞESSI unga stúlka, sem heitir Hrafnhildur Svala, tók sér smá- hvíld á göngu sinni með hundana tvo, þá Sölku Völku og Grím. Það hefur verið mikil veð- urblíða á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og menn og málleysingjar á öllum aldri hafa notið blíðunnar. Vorið er skammt undan og því fylgja breytingar. Viðskipti hafa t.d. glæðst í ísbúð- um síðustu daga. Morgunblaðið/Eggert Að hvíla sig með vinum sínum NÝJUNGAR á þjónustu Og Voda- fone voru kynntar viðskiptavinum í gær, sem og ný verðskrá félagsins. Breytingar á verðskrá eru í sumum tilvikum til lækkunar, en í öðrum til hækkunar frá fyrri verðskrá. Í til- kynningu frá félaginu kemur fram að meðalreikningur viðskiptavina ætti að haldast óbreyttur. Ein af nýjungunum sem Og Voda- fone kynnti í gær er þjónusta sem kölluð er „Einn sími“, sem gefur sím- notendum kost á að vera með einn farsíma í stað farsíma og heimasíma áður. Í þessari þjónustu felst m.a. að símtöl úr farsíma í heimilissíma lækka úr 15 krónum mínútan í 1,50 krónur mínútan. Breytt verðskrá Og Vodafone TIL stendur að rífa húsnæði Bíla- nausts við Borgartún 26 og reisa á reitnum skrifstofuhúsnæði og íbúðir. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á fyrrihluta næsta árs. Íslenskir aðalverktakar og Þyrping hafa gert með sér samstarfssamning um kaup Þyrpingar á reitnum, og fel- ur samstarfið m.a. í sér að fyrirtækin munu vinna sameiginlega að deili- skipulagi lóðarinnar með skipulagsyf- irvöldum Reykjavíkurborgar. Íslenskir aðalverktakar munu rífa núverandi bygginar á reitnum og byggja u.þ.b. 9.000 fermetra skrif- stofu- og þjónustuhúsnæði. Ennfrem- ur fær fyrirtækið byggingarrétt á öll- um íbúðum sem byggðar verða á lóðinni. Borgartúnið er í raun og veru að breytast í hverfi fyrir svona fínni at- vinnustarfsemi og íbúðabyggð,“ segir Eyjólfur Gunnarsson, forstöðumaður sölu- og markaðsmála Íslenskra að- alverktaka. Hann segir næst á dag- skrá að vinna deiliskipulag fyrir reit- inn, og svo verði hægt að fara að vinna að teikningum af fyrirhuguðum bygg- ingum. Að sögn forsvarsmanna Bílanausts hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvert fyrirtækið muni flytja, en óbreytt starfsemi verður í Borgar- túninu á næstunni. Reisa skrif- stofur hjá Bílanausti STYRKIR og uppbætur vegna bif- reiðakaupa hreyfihamlaðra hafa hækkað um 500 milljónir króna milli áranna 2002 og 2003, en á síðasta ári fengu tæplega 1.300 einstaklingar slíka styrki, en um 500 áður. Þetta kemur fram í frétt frá Tryggingastofnun ríkisins. Þar segir að á árinu 2003 hafi verið samþykkt- ar greiðslur fyrir tæplega 700 millj- ónir króna vegna bifreiðakaupa hreyfihamlaðra, en á árinu 2002 voru samþykktar umsóknir fyrir um 180 milljónir króna. Breytingar á reglugerð sem tóku gildi 1. janúar 2003 hafa leitt til mik- illar fjölgunar styrkja, en ein helsta breytingin var sú að numin voru úr gildi takmörk um fjölda uppbóta og styrkja á ári, auk þess sem tekju- og eignatengingar voru afnumdar. Mesti munurinn er í þeim sem fá 500.000 kr. styrk, sem er nú veittur þeim sem sækja um í fyrsta skipti, en áður var hann aðeins veittur þeim sem voru að kaupa bíl í fyrsta skipti. Einnig munar talsvert um að fjölda- takmarkanir hafa verið afnumdar, en árið 2002 var hámarksfjöldi þeirra sem fengu styrk upp á 1 millj- ón króna 60 einstaklingar, en eftir að hámarkið var afnumið urðu þeir rúmlega 200. Einnig hefur reglum verið breytt þannig að nú geta þeir sem eru yngri en 75 ára sótt um styrk, en áður voru styrkir aðeins veittir þeim sem voru yngri en 70 ára. Reglur um bifreiða- kaup hreyfihamlaðra Styrkþeg- um fjölgar um 800 milli ára ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.