Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 57
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 57
GUNNAR Heiðar Þorvaldsson,
knattspyrnumaður úr ÍBV, er
á leiðinni til norska úrvals-
deildarfélagsins Sogndal til
reynslu, væntanlega í næstu
viku. Gunnar staðfesti þetta
við netútgáfu Frétta í Vest-
mannaeyjum og Birgir Stef-
ánsson, framkvæmdastjóri
ÍBV, staðfesti að félagið hefði
fengið fyrirspurn varðandi
Gunnar frá Sogndal.
Gunnar Heiðar, sem verður
22 ára 1. apríl, hefur verið markahæsti leikmaður
ÍBV undanfarin tvö ár og hefur skorað 25 mörk fyr-
ir félagið í 56 leikjum í úrvalsdeildinni. Hann er
samningsbundinn ÍBV til næstu áramóta.
Sogndal hafnaði í áttunda sæti norsku úrvals-
deildarinnar í fyrra og gaf þá eftir á lokasprettinum
eftir að hafa lengi vel verið í hóp efstu liða.
Gunnar til reynslu
hjá Sogndal
HOLLENSKA goðsögnin Johan
Cruyff segir að Arsenal hafi alla
burði til að verða Evrópumeistari,
en segist þó ekki alveg viss um að
liðið hafi allt sem til þess þarf.
„Ég held að Arsenal geti farið
alla leið og sigraði í Meistaradeild-
inni. Ég horfi alltaf á liðið leika
þegar ég get og dáist að því. Ef Ars-
enal leikur eins og það gerir best þá
ættu Evrópubúar að vera stoltir af
því að eiga slíka meistara,“ segir
Cruyff, en hann veit hvað þarf til að
sigra í Evrópukeppninni, varð
þrisvar meistari með Ajax og einu
sinni með Barcelona sem þjálfari.
Hann var þrívegis valinn knatt-
spyrnumaður Evrópu og telur að
loksins hafi Arsenal komist að því
hvað þurfi til að vinna í Evrópu-
keppninni. „Liðið veður enskur
meistari og það er ekki ólíklegt að
það verði líka bikarmeistari. Síð-
ustu árin hefur liðið leikið
skemmtilega knattspyrnu en dottið
óþarflega snemma út úr Evrópu-
keppninni. Núna er liðið komið í
átta liða úrslit og það hefur fullt af
leikmönnum sem ég dáist að. Ekki
bara Thierry Henry, heldur einnig
Dennis Bergkamp, Robert Pires og
Jose Reyes,“ segir Cruyff, sem seg-
ir að þó að það megi finna veikleika
hjá Arsenal og því sé ekki alveg
öruggt að það verði Evrópu-
meistari. „Ég er ekki viss um hvort
það hefur allt sem þarf til að sigra,
eða hvort enn vanti eitthvað smá-
vegis þar upp á. Ég vona samt að
Arsenal verði Evrópumeistari.“
Cruyff vonar að Arsenal
verði Evrópumeistari
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í 58. sæti á nýjum
heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem
gefinn var út í gær. Landsliðið hefur þar með hækkað sig
um eitt sæti frá því í febrúar en þá var það í 59. sætinu.
Liðið hefur ekki leikið enn á þessu ári og því eru þessar
breytingar til komnar vegna leikja annarra þjóða.
Fimm efstu þjóðirnar eru þær sömu og síðast, Brasilía,
Frakkland, Spánn, Holland og Mexíkó. Tékkar fara upp
um tvö sæti, í það sjötta, og eru þar jafnir Englendingum
og Argentínumönnum. Tyrkir eru níundu, Þjóðverjar
hækka sig um tvö sæti, upp í það tíunda, en Ítalir falla um
eitt, niður í ellefta sæti.
Svíar og Króatar, mótherjar Íslands í undankeppni EM,
eru jafnir í 20. sæti, Búlgarar eru í 37. sæti, Ungverjar í
67. og Möltubúar hækka sig um tvö sæti og eru númer 128
en alls eru 204 þjóðir á heimslistanum.
Af 51 Evrópuþjóð er Ísland í 28. sæti, næst á eftir Lett-
um, og þar fyrir ofan eru Skotar.
Næstu Evrópuþjóðir fyrir neðan Ísland eru Úkraína,
Wales, Eistland og Ungverjaland.
Íslenska landsliðið
fór upp um eitt sæti
Það kemur virkilega á óvart aðþað skuli vera þrjú lið af Suð-
urnesjunum,“ sagði Reynir og hló
þegar hann var
spurður um hvernig
honum litist á und-
anúrslitakeppnina.
„Nei, auðvitað eru
þessi lið vel að því komin að vera
komin svona langt, en það munaði
ekki miklu að vinir mínir fyrir norð-
an næðu að slá Keflavík út. En hefð-
in er sterk í þessu og það tókst ekki
hjá Tindastóli að brjóta hana að
þessu sinni. Það er auðvitað ekkert
að því að fá þessi fjögur lið í úrslit.
Snæfell mun örugglega ná að stíða
Njarðvíkingum eitthvað. Ég veit
ekki hver staðan er á Dondrell hjá
Snæfelli, en það skiptir auðvitað
máli. Snæfell á sterkan heimavöll og
geta örugglega unnið einn leik, en
miðað við hvernig Njarðvík spilaði á
móti okkur þá er ég ekki frá því að
Njarðvík hafi þetta – eigum við ekki
að segja 3:1.
Þó svo það hafi gengið svona upp
og ofan hjá Njarðvík í vetur þá virð-
ist þetta smellpassa saman hjá þeim
núna. Brenton er kominn í sitt gamla
góða form og með nýja erlenda leik-
manninn ná þeir alveg að jafna út
leikmenn Snæfells.
Hólmarar hafa komið nokkuð á
óvart í vetur. Auðvitað vissi maður
um styrkleika íslensku leikmann-
anna hjá þeim og þeir erlendu hafa
fallið mjög vel inn í hópinn. Menn
skilja hlutverk sitt í liðinu vel, það
eru ekki allir í því sama. Sumir eru
góðir að taka fráköst og verjast og
aðrir eru góðar skyttur þannig að
þetta er góð blanda hjá þeim.
Ég held samt að Njarðvík hafi það
og það verður einhver að sýna mér
fram á að þeir geti stoppað það sem
við lentum á þarna á móti Njarðvík.
Við erum nýbúnir að leika á útivelli
við bæði þessi lið og miðað við hvern-
ig Njarðvík spilar á heimavelli þá
komast þeir áfram,“ sagði Reynir.
Mikið skotið í Grindavík
„Grindavík og Keflavík hafa
nokkrum sinnum mæst áður og
þetta verður skemmtileg rimma.
Það má búast við að það verði mikið
skorað í þessum leikjum – í það
minnsta mikið skotið! Grindvíkingar
eru búnir að bæta við sig og virðist
vera að smella saman á ný eftir mis-
jafnt gengi eftir áramótin. Helgi
Jónas kemur varla til með að gera
neitt af viti í þessum leikjum. Hann
er auðvitað gríðarlega öflugur leik-
maður en hann er búinn að vera frá
svo lengi og er því ekki í neinni æf-
ingu.
Keflvíkingar hafa ekki verið sann-
færandi að undanförnu, sérstaklega
ekki á útivelli. Þeir eru reyndar al-
gjörlega óútreiknanlegir, en samt
fannst mér vanta dálítið í leik þeirra
á móti KR. Þeir hafa alltaf haft gam-
an af því sem þeir eru að gera og það
hefur altént verið stemmning í kring
um liðið. Það vantaði allt í síðasta
leik. Trúlega saknar liðið Gunnars
Einarssonar, hann er liðinu mjög
mikilvægur og það er spurning hvort
andrúmsloftið breytist ef hann kem-
ur inn af fullum krafti aftur.
Eins fannst mér dauf stemmning
á pöllunum og ef mið er tekið af
þessu þá tel ég að það sé meira líf
Grindavíkurmegin og spái þess
vegna að það verði Grindavík sem
kemst áfram. Eigum við ekki að
segja 3:1, nei höfum það 3:2 þannig
að við fáum oddaleik,“ sagði Reynir.
Liðin sem mætast að þessu sinni í
undanúrslitum eru þau fjögur lið
sem voru í fjórum efstu sætunum í
deildinni. Snæfell og Njarðvík hafa
mæst þrívegis í vetur, Snæfell vann
85:71 í fyrri deildarleiknum í Hólm-
inum en Njarðvíkingar unnu sinn
heimaleik 105:68 og bikarleiknum,
sem fram fór í Hólminum, lauk með
sigri Njarðvíkinga 74:69.
Grindavík og Keflavík hafa líka
mæst þrívegis. Keflavík vann fyrri
leikinn 94:90 en þegar liðin mættust
í Grindavík höfðu heimamenn betur
92:90. Í bikarnum hafði Keflavík bet-
ur 107:97 þegar liðin mættust í
Grindavík.
Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka,
spáir Suðurnesjaslag í úrslitum
Grindavík
og Njarðvík
fara í úrslit
UNDANÚRSLIT úrvalsdeildar
karla í körfuknattleik hefst á
morgun með leik Snæfells og
Njarðvíkur og á laugardaginn
mætast Grindavík og Keflavík,
en þau lið sem fyrr sigra í þrem-
ur leikjum komast í úrslitarimm-
una. „Ég sagði fyrir nokkru síð-
an að fyrst við komumst ekki
áfram þá verða það Grindavík
og Njarðvík sem leika til úr-
slita,“ sagði Reynir Kristjáns-
son, þjálfari Hauka, um vænt-
anlega undanúrslitaleiki.
Eftir
Skúla Unnar
Sveinsson
Upphaflega var krakkablakiðkynnt í heimsókn danska blak-
sambandsins fyrir tæpu ári en nú
hafa yfir hundrað
þjálfarar og íþrótta-
kennarar sótt nám-
skeið. Krakkablakið
hefur hlotið góðar
viðtökur hjá íþróttakennurum enda
styður Blaksambandið dyggilega við
útbreiðslu íþróttarinnar, aðstoðar
við að fá leiðbeiningar um kennslu og
býður aðgang að þrautreyndum leið-
beinendum.
Þegar er byrjað halda mót og í
byrjun mars var haldið suð-vestur-
landsmótið í krakka- og unglinga-
blaki. Það fór fram í Fylkishöll og
voru keppendur um 130 úr 5 fé-
lögum, Fylki, Þrótti, HK, Aftureld-
ingu og sameinuðu liði Víkings frá
Ólafsvík og Reynis frá Hellissandi
en alls voru 26 lið á mótinu. Fleiri fé-
lög bjóða krakkablak, til dæmis
Ungmennafélögin Glói frá Siglufirði
og Bjarni úr Þingeyjarsveit. Það
voru ekki allir klárir á reglunum,
enda íþróttin ný fyrir flestum, en það
kom ekki að sök því áhuginn var
mikill og oftast var bara haldið
áfram enda kvörtuðu krakkarnir
ekki ef hinir fullorðnu gerðu það
ekki.
Leiknum svipar til hefðbundins
blaks en er skipt upp í 5 til 6 stig. Í
Fylkishöllinni var að mestu keppt í
fyrstu þremur stigunum. Kynjum
var blandað saman í lið og þegar ljóst
var að einhverjir voru búnir að ná
tökum í sínu stigi tók við næsta. Á
fyrsta stigi eiga krakkar að grípa
boltann og kasta yfir blaknet en í
hvert sinn sem það tekst ekki verður
einn leikmaður að fara útaf. Ef hins-
vegar tekst að grípa boltann þrisvar
í röð er samherji frelsaður og kemur
aftur inná. Eitt stig næst í hvert sinn
sem annað liðið hefur misst alla útaf
en þannig er víst að allir fá að
spreyta sig og taka þátt en leikur er
þó ekki lengri en 15 mínútur. Í öðru
stigi þurfa leikmenn að slá boltann
með blakaðferðum og samherji að
grípa til að frelsingi getið komið
inná. Í þriðja stiginu þurfa liðin að
koma þrisvar við boltann eins og í
venjulegum leik nema hvað fyrsta
snerting þarf að vera blak-slag, síð-
an á að grípa boltann og þriðja snert-
ing er blak-slag. Til viðbótar er svo
byrjað að framleiða bolta, sem er
minni og léttari.
WALTER Matosevic, landsliðs-
markvörður Króatíu í handknattleik
og samherji landsliðsmannsins Gylfa
Gylfasonar hjá þýska 1. deildarlið-
inu Wilhelmshavener meiddist í
fyrradag og leikur ekki næstu þrjár
vikur hið minnsta. Þetta er talsverð
blóðtaka fyrir Wilhelmshavener
sem er í harðri baráttu við að halda
sæti sínu í þýsku 1. deildinni.
THORSTEN Storm, fram-
kvæmdastjóri þýska handknattleiks-
liðsins Flensburg ræddi í gær við
Joel Abati, leikmann Magdeburg,
undir fjögur augu þar sem hann bað
Abati afsökunar á framkomu hóps
stuðningsmanna Flensburg meðan á
leik Flensburg og Magdeburg stóð
um síðustu helgi í Meistaradeild
Evrópu. Þá voru gerð hróp að Abati
vegna litarháttar hans, en Abati er
blökkumaður. Fyrr í vikunni hafði
Storm gefið út yfirlýsingu þar sem
félagið bað Abati opinberlega afsök-
unar á framkomu stuðningsmann-
anna.
EINAR Oddsson, knattspyrnu-
maður úr Víkingi, hefur verið lán-
aður til 1. deildarliðs Njarðvíkur.
Einar er Njarðvíkingur en hefur
spilað með Víkingum undanfarin
þrjú ár. Víkingar hafa ennfremur
lánað markvörðinn Ingvar Þór Kale
til KS á Siglufirði.
GYLFI Einarsson skoraði eitt
marka Lilleström sem sigraði
Strömsgodset, 3:1, í æfingaleik
norsku knattspyrnuliðanna í fyrra-
dag.
ÁGÓÐALEIKUR fyrir Martin
Keown, miðvörðinn kunna hjá Ars-
enal, fer fram á Highbury 17. maí.
Arsernal mun þá leika gegn enska
landsliðinu. Keown byrjaði undir að
leika með Arsenal 1981, en lék um
tíma með Aston Villa og Everton áð-
ur en hann vann sér fast sæti í Ars-
enalliðinu 1985. Keown, 37 ára, hefur
ákveðið að leggja skóna á hilluna eft-
ir þetta keppnistímabil. Hann hefur
verið lengi frá vegna meiðsla í vetur
og aðeins leikið fimm deildarleiki.
JIMMY White, einn þekktasti
snókerspilari heims, var handtekinn
snemma í gærmorgun á hóteli í
Preston í Englandi eftir að fíkniefni
fundust í fórum hans. White, sem er
41 árs gamall, kom hingað til lands í
vetur og spilaði við bestu snóker-
menn Íslands. Hann var yfirheyrður
af lögreglu og síðan sleppt gegn
tryggingu. White var staddur í
Preston til að spila sýningarleik
gegn Alex Higgins.
OTTMAR Hitzfeld, þjálfari Bay-
ern München, sagði í samtali við
þýska blaðið Bild í dag að hann hefði
hafnað tilboði um að gerast knatt-
spyrnustjóri Chelsea frá og með
næsta tímabili. Hitzfeld kvaðst ætla
að ljúka samningi sínum hjá Bayern
sem rennur út vorið 2005.
FÓLK
Á milli leikja brugðu Gunnþóra Mist Björnsdóttir og Sigrún
Pálsdóttir úr Fylki sér á bak við búðarborðið.
Bylting með
krakkablaki
Í STAÐ þess að reyna að kenna 6 til 12 ára krökkum hvernig á að
spila blak, sneru blakmenn hlutverkum rækilega við blaðinu og
byggðu upp nýja íþrótt sem er miðuð við að krakkar geti auðveld-
lega lært að spila blak og þá miðað við getu hvers og eins. Þetta
blakafbrigði kallast krakkablak og hefur náð góðri útbreiðslu enda
sniðið að krökkunum sjálfum og allir geta verið með.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Gunnar Heiðar