Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ É g sé sólina skína og (auga)brúnina lyft- ast. Bílana bruna og nema stillta staðar við götu- ljósin. Sé feður og mæður saman úti um miðjan dag með barna- vagna. Ég sé börn að leik, glaða ung- linga á hlaupum, aldraða í göngu- túr og vini skokka saman saman í hádeginu. Þetta er yndislegt líf! Ég sá snjóinn falla og fólkið renna sér á skíðum niður brekk- urnar, og vorið nálgast aftur, loft- ið hitna, sjóinn volgna og brim- brettin þjóta. Já, þetta er yndislegt líf. Ég sé gras sem mun grænka og lauka sem spretta. Fólk í görðum, ég heyri fuglana syngja og endurnar kvaka. Ég sé konur og menn, á sömu launum fyrir sömu vinnu, haldast hönd í hönd. Ég sé flugvélar þjóta um loftin blá og lestirnar bruna í undirgöngunum. Ég sé framandi lönd og heiminn allan í skuggsjá. Hvílíkt yndislegt líf. Ég sé líka: Að ekki er allt með felldu, ég sé stjórnmálamenn bregðast við vandanum: Örygg- isráðstafanir hertar og eftirlit aukið til muna. Ég sé auga fyrir auga, tönn fyrir tönn og sprengju fyrir sprengju í Bagdad og Madr- íd. Ég sé lóu með bú í berjamó í kyrrð og ró, og unga sem bíða í hreiðri. Hún sækir maðkinn og lofar skaparann fyrir dýrðina. Flýgur heim úr lofti þegar sól ljómar við himinbaug og blóm grær við grundu. Hún ætlaði að annast unga smá, en alla hafði ét- ið þá: Hrafn fyrir hálfri stundu. (Tilvísun: Heiðlóarkvæði Jónasar Hallgrímssonar.) Ég sé ástfangið par, heyri tón- listina hljóma. Skýin þokast burt og sólina þurrka upp vætuna. Þetta er yndislegt líf, óviðjafn- anlegt. Ég sé fjall til að klífa, veg til að ganga, haf að sigla og lönd að nema. Fólk að kynnast, heil- margar stundir til að njóta. Ég finn ást hjá fólki til að gefa, miskunn að veita, þjáningu til að lina, von að kveikja. Ég sé óunnin verkefni út um víða veröld. Eyði- merkur, en einnig von og veit um starf til að sinna og hugsjón að vinna. Þetta er yndislegt líf. Ég sé sólina koma upp og borg og sveitir vakna, vatn til að drekka og foss sem fyssar. Ég finn fræ til að sá og jarðveg að uppskera. Hjarta til að hitna og heila ná tökum á grimmdinni og illskunni. Ég sé menn í launsátri skjóta saklausa til bana. Ég sé völd til að togast á um og menn bera ljúg- vitni hver á annan. Heyri stjórn- málamenn segja aðeins eina leið færa: Þá sem liggur til hefndar og eyðir öllu sem fyrir verður! Ég heyri hvíslað á háum stöð- um um leynilegar árásir. Menn bak við skrifborð með síma í hendi gefa skipanir og kveða upp dauðadóma. Ég sé illt vaxa af illu og gott verða að engu. Rangar ákvarðanir teknar og hermenn – sem langar bara aftur heim. Heyrið þið mig nú, stríðsherrar og -forsetar, eruð þið alveg vissir um að þessi vegur sé réttur? („Ég er stríðsforseti.“ George W. Bush. 9.3. ’04.) Er það sami vegur og Alexander mikli valdi, Sesar, Ghenghis Khan, Napóleon, Hitler og Stalín? Hart mun regnið falla til jarðar! Aldrei mun ég fylgja ykkur, aldrei trúa, aldrei glepjast. Hversu sannfærandi sem hlykkj- ótt tunga ykkar verður. Er ekki blindur: Þetta er yndislegt líf. Ég sé frjósama jörð og til- komumikla staði, fallegt fólk sem vill hlúa að lífinu. Ég sé regnbog- ann á daginn og norðurljósin á nóttunni, stjörnubjartan himin. Já, það er enginn vafi, þetta er yndisleg veröld. Ég er enginn hippi, draum- óramaður eða „friðarsinni“ en ég mun aldrei trúa að vegurinn sé aðeins einn: Hefnd gegn hefnd, dauði gegn dauða, illt gegn illu, harka gegn hörku. Það er áróður stríðsherra aldanna gegn ynd- islegu lífi. Það er segin saga: Stríð hefjast vegna grimmra deilna um verð- mæti eins og land, völd og virð- ingu, þau vekja tilfinningar eins og hatur, öfund og ógleði, og mis- kunnarleysi er máttarstólpi þeirra. Friður helst hins vegar vegna þjálfunar í að skera úr um deilumál, bærilegrar skiptingar lands, valds, virðingar og mennt- unar, og hann hvílir á tilfinningu eins og samkennd, eða að kunna að setja sig í spor annarra og finna til með öðrum, og miskunn- semin er máttarstólpinn. Það er yndislegt að sjá það sem kemur undan vetri: trén, grasið, fólkið, birtuna, himininn, vonina og löngunina. Ég hjólaði heim á miðjum degi og ég sá það sem ég hef skráð: Nýbakaða foreldra með barnavagn og börn og ung- linga í frímínútum í skólunum sín- um, vini og vinnufélaga að skokka, hús að rísa, gras að spretta. Eitthvað á seyði og ég hugsaði: Þetta er yndislegt líf. Þó aldrei alltaf fyrir alla, en það minnsta sem maður getur gert er að vinna með lífinu; styðja það og styrkja í stað þess að ham- ast gegn því. Það er ekki auðvelt að taka alltaf afstöðu með lífinu, en það er nauðsynlegt, því alltaf vofir eitthvað yfir. Tortryggið viðhorf sem býst alltaf við hinu versta er skelfilegt við að eiga. Afstaða hörkunnar: Enga miskunn! Beið skipbrot fyr- ir mörgum öldum. Enn er hún samt þekktasta og „eina leiðin“ sem stríðsherrar velja, líkt og þeir hafi ekki hugrekki til að velja aðra. Aðeins umhugsunarlaust, alltaf það sama. Ég sé börn vaxa úr grasi og pör elskast, og langa til að ferðast um víða veröld. Til að menntast, til að bæta samfélag sitt, til að hlúa að móður jörð, til að sá og uppskera. Þau munu aldrei gefast upp, hversu mikið sem á móti blæs. Já, þetta er yndislegt líf, og enginn má telja þeim trú um ann- að. Yndislegt líf Ég hjólaði heim á miðjum degi og brátt tók lagið What a Wonderful World með Louis Armstrong að hljóma í höfði mínu. Eitthvað undarlegt vofði yfir en ég hugsaði: Hvílíkt yndislegt líf. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ✝ Halla ValgerðurPálsdóttir fædd- ist í Böðvarshólum V- Hún. 2. júní 1929. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 5. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Anna Halldórsdóttir, f. 21. október 1886, d. 10. september 1987, og Páll Guðmundsson, f. 29. mars 1885, d. 26. maí 1979. Fósturfor- eldrar Höllu voru Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 22. ágúst 1897, d. 4. des- ember 1985, og Jón Jónsson, f. 6. mars 1891, d. 8. desember 1973. Halla var yngst af átta systkinum. Þau eru 1) Björn Jónas, f. 2. sept- ember 1917, d. 7. júlí 1921. 2) Ingi- björg Soffía, f. 20. ágúst 1918, d. 25. september 1999. 3) Guðmund- ur, f. 8. júlí 1919. 4) Sigurbjörg, f. 22. júlí 1920. 5) Elínborg Sædís, f. 3. september 1923. 6) Snæbjörn, f. 12. ágúst 1924. 7) Kolfinna Gerð- ur, f. 12. ágúst 1924. Fósturbróðir Höllu er Hallgrímur, f. 5. október 1930. Halla giftist Ara Bergþóri Franzsyni hinn 14. júní 1947. Ari er fæddur í Reykjavík 2. júní 1924. Foreldrar hans voru Þórunn Sigríður Stefánsdóttir, f. 5. des- ember 1897, d. 9. ágúst 1928, og Franz Ágúst Arason, f. 13. ágúst 1897, d. 23. nóvember 1983. Fóst- urmóðir hans var Sveinbjörg Guð- mundsdóttir, f. 13. ágúst 1905, d. 30. júlí 1996. Börn Höllu og Ara eru 1) Sigríður Jóna, f. 28. febrúar 1948. Maki 1. Gunnar Magnús- son, f. 7. mars 1941, þau skildu. Maki 2. Reynir Sigurðsson, f. 5. ágúst 1933, d. 5. desember 1999. Hún á tvö börn og fimm barnabörn. 2) Franz, f. 6. desember 1950. Maki Anney Berg- mann Sveinsdóttir, f. 11. mars 1952. Þau eiga þrjú börn og átta barnabörn. 3) Magnea Berg- þóra, f. 30. janúar 1953. Maki Reynir Magnússon, f. 14. júní 1949. Þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. 4) Páll Brynjar, f. 9. september 1956. Maki Gunnlaug Kristín Gunnarsdóttir, f. 14. des- ember 1956. Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 5) Þórunn Ara- dóttir, f. 25. júlí 1963. Maki Ágúst Ágústsson, f. 25. ágúst 1956. Þau eiga eitt barn. 6) Jón, f. 1. janúar 1967. Maki Sigríður Margrét Sig- urgeirsdóttir, f. 6. janúar 1968. Þau eiga þrjú börn. Halla byrjaði ung að vinna á Morgunblaðinu. Hún lauk prófi frá Húsmæðraskólanum árið 1947. Hún starfaði svo hjá hesta- mannafélaginu Fáki og við pökk- un blaða hjá Blaðaprenti/Þjóðvilj- anum til margra ára. Útför Höllu Valgerðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur langar að minnast og kveðja okkar kæru móður og tengdamóður með nokkrum orðum. Það er skrýtið að koma við á Soga- veginum og þú ert ekki þar. Hver hefði trúað því á 75 ára afmælinu þínu 2. febrúar að þú værir farin frá okkur stuttu seinna eftir erfið veikindi. Auðvitað þyrlast minning- arnar upp í hugann, minningar sem við geymum með okkur. Elskum þig, hugsum til þín á hverjum degi. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni með öllu mínu hjarta. (M. Jak.) Takk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Þín dóttir og tengdasonur, Magnea og Reynir. Elsku Halla tengdamamma mín, nú hefur vantað fallegan engil í himnaríki og það var kallað á þig. Mig langar að þakka þér í örfáum orðum. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir tuttugu árum, þá bara unglingur. Þú tókst mér strax opnum örmum og ég hef verið svo heppin að eiga tvær mömmur því þú hefur verið mér sem bæði móðir og besta vin- kona síðan. Allar stundirnar í sum- arbústaðnum á Laugarvatni hverja páska og öll sumur, þar er heill brunnur af yndislegum minningum sem ég mun varðveita í hjartanu. Svo allar stundirnar heima á Soga- vegi sem eru ekki fáar. Sigurgeir og Arnór voru svo heppnir að eiga þig fyrir ömmu og eiga svo margar góðar minningar um þig. Litla snúlla eins og þú kallaðir hana mun alltaf vita hvað hún á góða ömmu sem fylgdi henni alla meðgönguna í skoðun og mátti ekki missa af neinu og kom svo og knúsaði hana nokkurra mínútna gamla. Elsku Halla, takk fyrir allt sem þú hefur verið mér í gegnum árin, ég mun varðveita þig í hjarta mínu um alla tíð. Mikið á ég eftir að sakna þín, missirinn er svo mikill. Elsku Ari minn, ég bið góðan Guð að gefa þér styrk í þessari miklu sorg. Elsku Nonni minn, Sirrý, Franz, Magga, Palli og Tóta, bið ég góðan Guð að blessa okkur öll. Hvíl í friði elsku Halla mín. Þín Sigríður Margrét Sig- urgeirsdóttir (Maggý). Elsku Halla. Mér finnst ég svo rík að hafa fengið tæp 30 ár frá því ég kynntist honum Palla okkar. Þú varst hress og alltaf nóg að gerast í kringum þig. Á umferðarmiðstöðinni Soga- vegi 133 var sjaldan logn. Mikið eru þessar síðustu vikur búnar að vera erfiðar. Þín verður sárt sakn- að, elsku tengdó. Kæri Ari, þinn missir er mikill en hópurinn í kringum þig er stór og ég vona að hann geti hjálpað þér að gera lífið bærilegra. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Far þú í friði, þín Gunnlaug K. Elsku amma, nú hefur þú fengið hvíldina og um huga okkar streyma allar minningarnar um þig. Þú varst svo hlý og góð, studdir mann í einu og öllu. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur og alla sem þér þótti vænt um. Þú vildir líka alltaf hafa svo margt fólk í kringum þig. Til dæm- is var fastur liður í okkar lífi að koma við á Sogaveginum hjá þér og afa. Sem dæmi er maður kom frá útlöndum þá var farið beinustu leið niður á Sogaveg. Eins ef maður þurfti í bæinn, þá var alltaf komið við á Sogaveginum enda alltaf fullt af fólki, eins og þú og afi vilduð hafa það. Maður kemur heldur ekki niður á Sogaveg nema hitta ein- hvern úr fjölskyldunni og oftar en ekki voru nýbakaðar kökur og kleinur að hætti ömmu og þannig var það líka í bústaðnum hjá ykkur afa á Laugarvatni. Eigum við margar góðar minningar þaðan. Þetta segir allt um gestrisni ömmu og hvað hún hélt vel um sína á sinn hátt. Ari átti stórt pláss í hjarta þínu enda reyndist þú honum meira en amma og átti hann alltaf fastan stað hjá ykkur afa og vildi hann þakka sérstaklega fyrir það og all- an stuðninginn í gegnum árin. Já, amma, elsku amma, þín verð- ur sárt saknað af okkur öllum og viljum við þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og við munum varðveita minningu okkar um þig í hjarta okkar. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku amma, við munum hugsa vel um afa. Hvíl þú í friði, elsku amma. Ari, Guðrún og Kolbrún. Elsku amma mín, nú ert þú horf- in úr þessu lífi en minningin um þig mun lifa með mér um alla tíð. Frá því að ég man eftir mér hefur heimili þitt og afa verið miðstöð fjölskyldunnar og þótt oft væri fjöldi manns samankominn á Soga- veginum, hvort sem var í hádeginu eða á öðrum tíma dags, var alltaf kaffi á könnunni og tími til að setj- ast niður og spjalla. Alltaf hefur verið mannmargt í kringum ykkur afa enda fjölskyldan stór. Margar góðar minningar á ég frá Sogaveginum, enda bjó ég þar hjá ykkur afa um tíma. Að koma til afa og ömmu var eins og að koma í æv- intýraheim fyrir strák eins og mig, alltaf nóg að gera og oftar en ekki vorum við Nonni með einhver strákapör. Þú tókst öllu með jafn- aðargeði jafnvel þó að við kæmum inn drullugir upp fyrir haus eftir að hafa verið að leika okkur í bygg- ingum í nágrenninu eða bara úti í bílskúr að gera við með afa. Einu atviki man ég sérstaklega eftir, þegar ég kom hoppandi inn með spýtu fasta í fætinum eftir að hafa stigið á nagla. Öllu slíku tókstu með jafnaðargeði enda búin að ala upp mörg börn. Þér var þó brugðið þegar sjúkrabíll kom í innkeyrsl- una og Marteinn Geirsson sjúkra- flutningamaður og nágranni kom og tjáði þér að einn af strákunum þínum hefði orðið fyrir slysi. Ég var átta ára og hafði verið að hjóla út Sogaveginn þegar það leið yfir mig og ég steyptist í götuna. Þegar upp á spítala var komið tókstu ekki annað í mál en tekin yrði höfuð- mynd af mér þar sem ég hafði verið veikur í höfðinu um tíma og leitað lækninga án þess að nokkuð at- hugavert fyndist. Ef ekki hefði ver- ið fyrir staðfestu þína þarna uppi á spítala væri ég eflaust ekki hér að skrifa þessa kveðju til þín nú. Í ljós kom að í höfðinu á mér hafði verið að vaxa æxli sem var orðið það stórt að sprunga var komin í höf- uðkúpuna og þrýstingurinn óbæri- legur. Ég man eftir ykkur afa með sölu- tjöld 17. júní í Laugardalnum þar sem þið selduð ýmislegt sem börn- um fannst spennandi. Ég man allt- af eftir stórum svertingjablöðrum sem voru fáanlegar og hvernig við krakkarnir vorum á sífelldum hlaupum milli sölutjaldanna sem fjölskyldan var með. Ófáar ferðirn- ar voru farnar á gamla Ford Tran- sit austur á Laugarvatn með bílinn fullan af efni til byggingar sum- arbústaðarins. Tíminn þegar verið var að byggja sumarbústaðinn og öll fjölskyldan kom þangað til að hjálpast að, gleðjast og eiga góðar stundir saman er mér ógleyman- legur. HALLA VALGERÐUR PÁLSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.