Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 53 Fáðu úrslitin send í símann þinn ÞEGAR einni skákveislu lýkur í höfuðborginni hefst önnur daginn eftir. Það markmið að gera Reykja- vík að skákhöfuðborg heimsins virðist um þessar mundir vera að- eins í seilingarfjarlægð. Skákmenn um víða veröld bera mikla lotningu fyrir skákmenningu Íslendinga og það er gleðilegt að Skáksambands Íslands skuli hafa séð sér fært að standa fyrir jafnglæsilegum við- burðum eins og Reykjavíkurskák- mótinu og Reykjavik Rapid. Fyrir síðustu umferð Reykjavík- urskákmótsins sem fram fór sl. þriðjudag voru fjórir skákmenn jafnir og efstir með 6 vinninga. Eins og búist var við þá gerðu þeir stutt jafntefli sín á milli sem gerði fjórum öðrum kollegum þeirra kleift að ná þeim. Engu að síður var stigahæsti keppandinn, Alexey Dreev, úrskurðaður sigurvegari mótsins á grundvelli stigaútreikn- ings. Eins og endranær í síðustu um- ferðum skákmóta var andrúmsloft- ið þrungið spennu á mörgum víg- stöðvum. Fyrir þá erlendu keppendur sem ekki var boðið á Reykjavik Rapid var mikið í húfi að ná þeim fjórum sætum sem í boði voru á Reykjavik Rapid. Þeir fjórir sem unnu sér inn þátttökurétt á mótinu með þessum hætti voru Rússinn Vladimir Epishin, Niður- lendingurinn Jan Timman, arm- ensk-ættaði Þjóðverjinn Levon Aronjan og franski byrjunarsér- fræðingurinn Igor Nataf. Engir Íslendingar voru í færi við efstu sæti en bestum árangri þeirra náðu stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson en þeir fengu báðir fimm og hálfan vinning eftir að hafa gert jafntefli innbyrðis í lokaumferðinni. Þeir verða báðir á meðal keppenda á Reykjavik Rapid svo að mikil eft- irvænting var á meðal annarra ís- lenskra keppenda hver af þeim kæmi næst á eftir þeim. Fyrir um- ferðina voru Stefán Kristjánsson og Davíð Kjartansson efstir þessara keppenda með fjóra og hálfan vinn- ing. Stefán gerði stutt jafntefli við portúgalska stórmeistarann Luis Galego á meðan Davíð laut í lægra haldi fyrir Jan Votava. Taugar Stefáns hafa án efa verið þandar til hins ýtrasta þar eð ef Jóni Garðari Viðarssyni eða Þresti Þórhallssyni tækist að sigra í sínum skákum þá myndi hann sjá á eftir boðssætinu góða. Allt fór hins vegar á besta veg fyrir hann þegar þeir töpuðu báðir. Ýmis aukaverðlaun voru í boði á mótinu og vann Anna Zatonskhi kvennaverðlaun en Lenka Ptácní- kova, Davíð Kjartansson og Sigurð- ur Daði deildu með sér verðlaunum fyrir skákmenn undir 2.300 stigum. Jón Viktor Gunnarsson og Dagur Arngrímsson urðu hlutskarpastir í flokki skákmanna undir 2.400 stig- um. Annars varð lokastaða efstu manna þessi: 1.–8. Alexey Dreev, Vladimir Ep- ishin, Emil Sutovsky, Jan Timman, Levon Aronjan, Igor Nataf, Jaan Ehlvest og Robert Markus 6½ vinning af 9 mögulegum. 9.–11. Oleg Korneev, Sergey Erenburg og Tiger Hillarp-Persson 6 v. 12.–22. Xiangzhi Bu, Thomas Luther, Mikhael Krasenkov, Ian Rogers, Suat Atalik, Jan Votava, Oleg Romanishin, Anna Zatonskih, Helgi Ólafsson, Normunds Miezis og Hannes Hlífar Stefánsson 5½ v. 23.–32. Hikaru Nakamura, Stef- án Kristjánsson, Florian Handke, Roland Schmaltz, Sebastien Maze, Nikola Sedlak, Luis Galego, Jón Viktor Gunnarsson, Nicolai Ves- terbaek Pedersen og Dagur Arn- grímsson 5 v. Af þessari upptalningu sést að á meðal 32 efstu keppenda mótsins voru fimm Íslendingar en fyrirfram mátti einungis búast við tveimur í þeim hópi. Óvæntustu úrslit loka- umferðarinnar urðu þegar Dagur Arngrímsson gerði sér lítið fyrir og lagði stórmeistarann Þröst Þór- hallsson að velli. Hvítt: Dagur Arngrímsson Svart: Þröstur Þórhallsson 1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. d4 cxd4 5. Rf3 e6 6. cxd4 d6 7. Bc4 Rc6 8. a3 Helgi Ólafsson, kennari Skák- skólans, hefur á undanförnum árum haft mikil áhrif á byrjunarval nem- enda sinna og kemur það glöggt fram í skákum Dags og Guðmundar Kjartanssonar. 2. c3-afbrigðið í Sik- ileyjarvörn er tiltölulega rólegt og traust en þessi leikur þykir mér þó fullrólegur. 8. De2 er algengara og betra. 8. – Be7 9. 0-0-0 0-0 10. Bd3 Db6 10. – Bd7 er einnig traustur leik- ur. 11. Rc3?! Rxc3 12. bxc3 dxe5 13. dxe5 Dc5 14. He1 Hd8 14. – Dxc3 hefði einnig komið til álita þó að hvítur hafi vissulega færi fyrir peðið eftir 15. Hb1. Nú bregð- ur hvítur á það ráð að fórna biskupi sínum og er það efni í langa rann- sóknir hvort sú fórn standist. 15. Bxh7+?!! Að mínu mati stenst þessi fórn ekki ströngustu kröfur en hins veg- ar var hún ákaflega klók frá sál- fræðilegum sjónarhóli. Dagur vissi sem var að Þröstur þurfti á sigri að halda til að komast í atskákmótið sterka. Hann hafði fórnað svona áð- ur í svipaðri stöðu og leiddi það til jafnteflis í þeirri skák. Það hefur án efa verið skoðun hans að fórnin myndi duga að minnsta kosti til jafnteflis og það myndi gera Þresti gramt í geði að fallast á slík mála- lok. Eftir langa umhugsun lék svartur 15. – Kf8?? Skelfilegur leikur í alla staði. Hvítur stendur nú senn peði yfir og með unnið tafl. Svartur varð að þiggja fórnina með 15. – Kxh7 og hefði framhaldið þá getað orðið á þessa lund: 16. Rg5+ Bxg5 17. Dh5+ Bh6 (17. – Kg8 kæmi einnig til álita þar sem eftir 18. Bxg5 Hf8!? 19. Bf6 He8 20. He3 gxf6 21. Hg3+ Kf8 22. Hg7 Rxe5 23. Hxf7+ stend- ur svartur betur að vígi.) 18. Bxh6 gxh6 19. Dxf7+ Kh8 20. Df6+ og í þessari stöðu hafa báðir keppendur talið að hvítur gæti auðveldlega þráskákað en svo er þó alls ekki eft- ir 20. – Kg8. Eins og gefur að skilja gátu keppendur ekki notast við tölvuheila eins og ritari þessara lína en engu að síður hefði svörtum átt að vera ljóst að textaleikurinn gengur engan veginn upp. 16. Dc2 b6 17. Be4 Bb7 18. Be3 Dc4 19. Bxc6! Bxc6 20. Dh7 f6 21. Rh4 Be8 22. Bd4 f5 23. Rxf5! Glæsilegur lokahnykkur sem gerir svartan endanlega varnar- lausan. 23. – exf5 24. e6 Bf6 25. Bxf6 og svartur gafst upp. Átta erlendir stórmeistar- ar efstir og jafnir á Reykjavíkurskákmótinu Helgi Áss Grétarsson SKÁK Ráðhús Reykjavíkur XXI REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ 7. –16. mars 2004. Húsið er 947 fm og mikið endurnýjað, þ.m.t. allar lagnir og gólfefni. Húsið hentar vel hvers kyns atvinnustarfsemi eða félagasamtökum. Verð 78 millj. Allar nánari upplýsingar ásamt teikningum fást hjá Ársölum fasteignamiðlun, sími 533 4200 og í s. 892 0667.  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun Engjateigi 5 • 105 Reykjavík • S. 533 4200 og 892 0667, arsalir@arsalir.is • Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. DUGGUVOGUR 6 TIL SÖLU Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.