Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 33
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 33 ANNA Rakel Róbertsdóttir, nemi á listnámsbraut Borgarholtsskóla, bar sigur úr býtum í hönn- unarkeppni, sem Stúdentaferðir stóðu að og efndu til í samstarfi við listnámsbrautir á framhalds- skólastigi. Alls skiluðu 72 nem- endur verkum í keppnina frá fimm framhaldsskólum. Úrslitin voru til- kynnt sl. fimmtudagskvöld í Lista- safni Reykjavíkur og voru verkin þá jafnframt til sýnis. Þema keppninnar var stúdentaferðir og dæmdi sérstök dómnefnd út frá frumleika og notagildi, en verkin endurspegluðu m.a. auglýsinga- og markaðsefni, fatnað og innanhúss- arkitektur. Í dómnefnd sátu: Finn- ur P. Fróðason innanhússarkitekt, Guðmundur Oddur Magnússon grafískur hönnuður og Ólöf Jak- obína Ernudóttir húsgagna- og innanhússarkitekt. Þemað stúdentaferðir, Verk Önnu Rakelar, var í formi auglýs- ingaherferðar fyrir ljósvakamiðla og blöð. Í mati dómnefndar segir að hugsunin að baki verkefninu hafi verið mjög góð, verkið hafi státað af bestu grafísku hönn- uninni, verið einfalt, en samt með ákveðinni dulúð. Jafnframt segir að verkefnið sé vel framkvæm- anlegt og eigi vel við Stúd- entaferðir, sem líklega komi til með að nota efniviðinn í auglýs- ingaskyni að einhverju marki. Sigurvegarinn hlaut í verðlaun flug til Mílanó og átján daga sum- arnámskeið í júlí í sumar í lista- og hönnunarháskólanum NABA eða Nuova Accademia Di Belle Arti, sem staðsettur er í menningar- og listaborginni Mílanó. Skóli þessi býður upp á fjögurra ára listanám til BA-gráðu, eins árs nám og sumarnámskeið. Vel útfærð hönn- un á bakpoka, sem dómnefnd þótti einkar hentugur til ferðalaga, lenti í öðru sæti keppninnar, en höf- undur þess verks var Snorri Valdi- marsson, nemi í Iðnskólanum í Reykjavík. Í þriðja sæti lenti svo Ragnheiður Ragnarsdóttir, nemi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fyrir hugmynd sína að bolla. Námsleiðir erlendis „Ástæðuna fyrir þessari keppni má rekja til þess að við hjá Stúd- entaferðum erum að vekja athygli á því að við aðstoðum ungt fólk, sem vill fara í nám erlendis. Stúd- entaferðir eru í samstarfi við há- skóla og sérskóla víða um heim svo sem á Ítalíu, Spáni, Sviss, Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Lögð er áhersla á skóla með langa reynslu og traustan bakgrunn. Stúdentaferðir vinna náið með samstarfsaðilum sínum og geta því veitt greinargóðar upp- lýsingar og ráðgjöf um námsleiðir, sem einfalda kann allt umsókn- arferli, sem við aðstoðum einnig við, en allir skólarnir eru við- urkenndir af Lánasjóði íslenskra námsmanna,“ segir Hulda Stef- ánsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Stúdentaferða.  HÖNNUN|72 framhaldsskólanemar tóku þátt í samkeppni Auglýsingar, bakpoki og bolli Morgunblaðið/Árni Sæberg Auglýsingaherferð: Anna R. Róbertsdóttir úr Borgarholtsskóla lenti í 1. sæti. join@mbl.is 800 7000 - siminn.is Frábær þráðlaus ISDN sími. 1.980 Léttkaupsútborgun Swissvoice Eurit 525 og 1.000 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 13.980 kr. 980 Léttkaupsútborgun Panasonic 410 og 750 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 9.980 kr. • Drægni 50 til 300 metrar. • Rafhlaða: Allt að 8 klst. í tali/ 80 klst. í bið. • Allt að 5 notendur á einum síma (MSN). • Númerabirting, endurval og símaskrá. • Styður alla helstu ISDN sérþjónustu. • Tengja má allt að 5 aukahandtæki við hverja móðurstöð. • Hægt að hringja innanhús á milli handtækja. ÞRÁÐLAUSIR SÍMAR á frábæru verði 50% afsláttur af stofngjöldum og fleiri fríðindi • 50% afsláttur af stofngjaldi heimasíma; aðeins 1.950 kr. í stað 3.900 kr. • 50% afsláttur af stofngjaldi ISDN heimasíma; aðeins 3.450 kr. í stað 6.900 kr. • Frítt að breyta úr venjulegum heimasíma í ISDN; 0 kr. í stað 3.900 kr. • Allir viðskiptavinir Símans fá Þína hringingu og aukanúmer frítt í 6 mánuði. Tilboðin gilda til 31. mars. 50% AFSLÁTTUR af stofngjaldi heimasíma • Rafhlaða: Allt að 10 klst. í tali/160 klst. í bið. • Númerabirting, endurval, símaskrá og skammval. • Skrá má allt að 6 handtæki við hverja móðurstöð. • Innanhússímtal milli handtækja mögulegt. • 20 mismunandi hringitónar. • Stilla má hljóðstyrkinn í hlust á þrenna vegu. • Stilla má styrk hringingar í handtækinu í 6 vegu. • Fjórar mögulegar stillingar á hringistyrk móðurstöðvar. VOR OG SUMAR 2004 KYNNING Á NÝJUSTU LITUNUM Sérfræðingar Kanebo kynna nýju vor- og sumarlitina í dag fimmtudag, föstudag og laugardag í Hagkaup Smáralind. Förðunarfræðingur Kanebo býður upp á förðun. Snyrtisérfræðingur verður með húðgreiningartölvu og veitir faglega ráðgjöf og húðgreiningu. Smárlind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.