Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 41 var komið sögu hafði fæðst yngri dóttirin og börnin orðin fjögur. Geiri frændi tók sér fáar tómstundir frá störfum sínum. Vann eins og ber- serkur og rækti sína fjölskyldu sem hann unni mjög, og leitaðist við að efla hag hennar. En þegar börnin voru nokkuð úr grasi vaxin og lít- illega fór að hægjast um í barnaupp- eldinu hjá þeim hjónum fór að koma fyrir að frí væri tekið eina og eina helgi yfir sumarið. Þó aldrei langar né of margar. Þá fór hann að koma oftar til okkar að Dal og var það auðvitað ekki síst vegna þess að Einar, eldri sonurinn, var hjá okkur mörg sumur í skólahléum sem í þá daga voru æði miklu lengri en þau eru nú. Sjálfur hafði Geiri verið mörg sumur á unglingsárum sínum í sveit í Borgarfirði og þekkti af þeim sökum margt til sveitastarfa. Vitn- aði oft til þeirra glöðu daga. Ekki veit ég hvort veiðieðlið vaknaði hjá honum á þeim árum, en mikill áhugamaður gerðist hann um sil- ungsveiðar þegar fram liðu stundir og þær urðu hans kærasta, og raun- ar einasta, tómstundaiðja og nánast það eina sem hann veitti sér af lífs- ins lystisemdum. Reyndar bar jafn- vel við að hann keypti sér dag í Ell- iðaánum eða dagpart í Norðurá og renndi fyrir lax, en dýrðlegastar af öllu og óafmáanlegastar úr hugan- um held ég að hafi verið stundirnar við Baulárvallavatn sem voru örugg- lega aldrei nógu margar að hans dómi. Okkur hjónunum eru ákaflega minnisstæðar komur hans að Dal. Þeim fylgdi ætíð hressandi fjör og galsi. Frændi var skorinorður í tali og ævinlega gustur í kringum hann; kvað fast að orðum sínum og var jafnan kátur, en umfram allt í veiði- hug. Stundum voru góðir vinir hans og félagar með í för og þeir fengu sína lexíu og leiðsögn um það hvern- ig og hvar bæri að standa að veiðum í Baulárvallavatni. Hins vegar fisk- aðist misvel þar eins og gengur, en oftar þó vel – langoftast – í frásögn- um hans þegar á ævina leið – og túr- arnir þegar lakar gekk þá gjarna þurrkaðir úr minninu! Og hvergi var betri silung að finna! – Selungurinn í Baulárvallavatni maðr! Frændi var yndislega flámæltur! Annars er er- indi þessarar greinar einkum það að rifja upp með þakklátum huga öll góðu samskiptin sem við áttum við Geira frænda og fjölskyldu hans alla. Við þökkum margan góðan beina sem okkur veittist hjá þeim hjónum, og gistinætur allnokkrar í Reykjavíkurferðum. Það var oft gott að eiga þau að. Löngu þætti frænda mínum, hvunndagshetja sem hann var, tímabært af mér að slútta þessari leiðindagrein – hætta að spinna lopann. Ég veit líka fyrir víst að ég er ekki að gera honum neinn greiða með þessu skrifi mínu. – Þetta er nú meira endemis rögl- ið, maðr – myndi hann líkast til segja ef hann mætti horfa yfir öxl- ina á mér og sjá orðin sem ég tíni til á pappírinn. Hann gæti líka haft um þau enn sterkari orð – sterkari en hæfir að setja í svona minningar- grein. Við Gerða óskum börnum þeirra Geira frænda og Stebbu, sem og af- komendum þeirra öllum farsældar um ókomin ár. Erlendur Halldórsson frá Dal. Elsku Inga og fjölskylda. Nú er komið að kveðjustundinni, ég vil þakka Þorgeiri fyrir samfylgdina og fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að hafa kynnst honum og fjölskyldu hans. Ég var ekki nema fjögurra ára er ég kom fyrst inn á heimili Þorgeirs og Stefaníu og tengdist Ingigerði, dóttur þeirra, vináttu- böndum sem enn standa. Þorgeir og Stefanía voru nágrannar foreldra minna um 30 ára skeið og upplifði ég mig ávallt velkomna inn á heim- ilið og voru það ófáir bíltúrarnir sem ég fékk að fara með fjölskyldunni en alltaf var pláss fyrir einn til viðbótar hjá þeim. Það eru góðar minningar sem ég á um Þorgeir og konu hans sem ég varðveiti í hjarta mínu. Elsku Inga og fjölskylda, megi englar guðs vaka yfir ykkur og styrkja. Þorbjörg Rósa Jóhannsdóttir. Nú er gaman í Himnaríki. Hann Lilli er kominn þangað. Nú sprang- ar hann þar um hlöðin léttur í spori og léttur í lund og lífgar upp á til- veruna þar eins og hann gerði hér á jarðríki. Lilli hét réttu nafni Sigurgeir Steinsson, en var alltaf kallaður Lilli og einhvern veginn passaði það svo vel við þennan grannvaxna full- orðna mann sem alltaf var hress og kátur. Hann vann á Vinnustað Öryrkja- bandalags Íslands í mörg ár og þegar hann varð að láta af störfum sakir aldurs, færði hann sig niður í kjallara til hans Gumma í Nesradíó og þar var hann áfram um árabil, fyrst daglega og svo einu sinni í viku á – miðvikudögum. Þess vegna gat maður alltaf hlakkað til mið- vikudagsmorgnanna. Þá kom Lilli kannski að sækja eitthvað fyrir Gumma, sem þá var fluttur úr kjall- aranum. Og við tókum upp létt spjall. Einkum þótti Lilla gaman að segja okkur frá heimsóknum sínum SIGURGEIR STEINSSON ✝ Sigurgeir Steins-son fæddist í Reykjavík 6. nóvem- ber 1915. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 5. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Steinn Jónsson og Guðrún Pálsdótt- ir og var Sigurgeir yngstur fjögurra barna þeirra, en eldri systkinin sem öll eru látin voru Guðmundur, f. 1906, Guðfinna, f. 1909, og Páll, f. 1912. Sigurgeir ólst upp og bjó allan sinn aldur í Reykjavík. Hann vann ými störf, lengst í Fiskhöllinni og eftir það hjá Vinnustofu Öryrkja- bandalagsins og Nesradió. Útför Sigurgeirs fór fram frá Fossvogskapellu 11 mars. í Landeyjarnar. Ekki svo mikið frá fólkinu þó það væri gott fólk heldur hestunum. Einkum einni hryssu sem alltaf þekkti bíl- inn hans Lilla. Hann lýsti því og lék það þegar hann kæmi úr bílnum að girðingunni og hún sneri fyrst upp á sig, rak í hann rass- inn en blíðkaðist svo og leyfði honum að klappa sér og klóra. Lilli ljómaði allur þeg- ar hann sagði frá þess- ari vinkonu sinni og það var ynd- islegt að hlusta á hann. Lilli bjó með systkinum sínum á Ránargötunni og þegar þau voru öll látin gaf Lilli, sem átti enga ná- komna ættingja húsið sitt til tveggja sjóða í vörslu Öryrkja- bandalags Íslands. Andvirði hússins skiptist jafnt á milli Sjóðs Odds Ólafssonar, sem styrkir bæði nám öryrkja og rannsóknarverkefni á veikindum sem leiða til örorku og Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur sem styrkir öryrkja til náms. Þannig njóta margir peninganna sem þessi góði maður lét af hendi rakna. Og þannig vildi hann hafa þetta. Lilli bjó um nokkurra ára skeið í Lönguhlíðinni – íbúðum aldraðra, en þegar heilsan fór að bila alvar- lega fór hann á Hrafnistu og lést þar 5. þ.m. Það er á engan hallað þó sagt sé frá hve afburða vel Guðmundur Ragnarsson og hans fjölskylda reyndust Lilla alla tíð. Slík rækt- arsemi við sér alveg óskyldan mann er einstök. Og nú er Lilli allur. Við þökkum þessum góða, glaðlynda manni fyrir samveruna. Það er mannbætandi að hafa kynnst honum og fengið að njóta návistar hans. Frændfólki hans vottum við okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning þessa aldna gleðigjafa. Ásgerður Ingimarsdóttir. ✝ Elín SigríðurSveinsdóttir fæddist í Nýlendu undir Eyjafjöllum 2. júlí 1925. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 6. mars síðastliðinn. Foreldrar Elínar voru Sveinn Guð- mundsson, f. á Þór- kötlustöðum í Grindavík 2. júlí 1891, og kona hans Jónína Jónsdóttir, f. í Hlíð undir Eyja- fjöllum 31. mars 1890. Elín giftist 5. mars 1955 Ein- ari Guðmundssyni f. 20. des. 1923, d. 30. sept. 1979. Einar ólst upp í Nýborg á Akranesi og var sonur Guðmundar Einars- sonar, f. í Krosskoti í Lundar- reykjadal 29. maí 1891, og Mörtu Jónsdóttur, f. á Háafelli í Skorradal 24. nóv. 1902. Elín og Einar eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Sveinn, f. 11. júní 1950. 2) Guðmund- ur, f. 19. maí 1954. 3) Jónína Sigur- björg, f. 8. apríl 1957, maki Ævar Gunnlaugsson, f. 1. maí 1956, og eiga þau Bjarna Þór, f. 19. ágúst 1984, og Önnu Lísu, f. 5. sept. 1986. 4) Sæv- ar Rúnar, f. 18. mars 1960, maki Sigríður Bryn- dís Sigurvaldadóttir, f. 23. febr- úar 1959, og eiga þau Elínu Sig- ríði, f. 23. sept. 1983, Hafdísi Elfu, f. 12. júlí 1989, og Eyrúnu Lydiu, f. 6. des. 1995. 5) Bald- vin, f. 8. okt. 1961. Útför Elínar fór fram frá Akraneskirkju 12. mars. Elsku amma, loksins hefur þú fengið hvíldina. Það er gott að hugsa til þess að þú sért komin til afa. Okkur systurnar langar að kveðja þig í síðasta sinn með ljóði; Blessuð sé minning ömmu okkar. Að eilífðarósi umvafin elsku frjáls ertu farin í ferðina löngu. Í englaveröld andinn lúinn, í föðurfaðmi friðsæll hvílir. Takk fyrir tímann og tryggðarþelið í mörgum mætum minningum er lifa. (Jóna Rúna Kvaran) Elín Sigríður, Hafdís Elfa og Eyrún Lydia. ELÍN SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EYJÓLFUR S. EINARSSON, Hæðargarði 35, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 11. mars, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. mars kl. 10.30. Gerður Sigfúsdóttir, María Auður Eyjólfsdóttir, Stefán Kjærnested, Gerður Björk Kjærnested, Eyjólfur Örn Kjærnested, Gunnhildur Ösp Kjærnested. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FERDINAND JÓNSSON, Bakkahlíð 39, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 9. mars. Steinunn Ferdinandsdóttir, Ómar M. Waage, Jón Óskar Ferdinandsson, Dúa Stefánsdóttir, afa- og langafabörn. Okkar ástkæri, GÍSLI ÞÓRÐARSON loftskeytamaður, Hlíðarhúsum 3, áður Vesturgötu 52, lést miðvikudaginn 10. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. mars kl. 13.30. Anna Gísladóttir, Eiríkur Þór Einarsson, Jens Gíslason, Hafdís Jónsdóttir, Brynhildur Jóna Gísladóttir, Guðjón Arngrímsson, Brynhildur Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, JÓHANN G. SIGURÐSSON, Huldugili 74, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 19. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á minningarsjóð Heimahlynningarinnar á Akureyri. Jóhanna Hartmannsdóttir, Díana Jóhannsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Svanborg Jóhannsdóttir, Svava Valdimarsdóttir, Tryggvi Rúnar Jónsson, Lovísa Rúna Sigurðardóttir, Valdimar Sigurðsson, Bjarki Sigurðsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNAR SIGRÍÐAR SVEINSDÓTTUR, Jörundarholti 1a, áður til heimilis á Garðabraut 4. Sveinn Einarsson, Guðmundur Einarsson, Jónína Sigurbjörg Einarsdóttir, Ævar Gunnlaugsson, Sævar Rúnar Einarsson, Sigríður Sigurvaldadóttir, Baldvin Einarsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.