Morgunblaðið - 18.03.2004, Side 32

Morgunblaðið - 18.03.2004, Side 32
DAGLEGT LÍF 32 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir útskriftarhópa og alla sem vilja upplifa ævintýr Upplýsingar í síma 562-7700 www.travel-2.is 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s skiptaneti og hópfélögum sem eru flestir settir á skrá símans. Sá sem ekki á gemsa er dæmdur til að vera utangátta í símasamfélaginu. Segja má aftur á móti að þeim sem er með gemsa hætti til að opna sig of mikið í einkasamtölum: Segi meira og meira til að halda athyglinni. Di Gregorio bendir að símanotk- unin geti orðið sjúkleg, því símtölin verða oft svo yfirþyrmandi mörg. Fólk hringir linnulaust. Ástæðan er sú að notendur eru sí og æ að minna á tilvist sína: „Mundu mig, ég man þig“. „Með því að hringja út á götu, í strætó, bíl, lest og jafnvel flugvél get- ur fólk staðfest tilvist sína næstum án fyrirhafnar,“ segir Di Gregorio. „Upphringingin er ódýr kostur fyrir þá sem eiga ekki möguleika á að birt- ast í fjölmiðlum eða eiga erfitt með að staðfesta tilvist sína fyrir sjálfum sér og öðrum.“ Hann segir að það sé eðlileg tilfinn- ing að efast um tilvist sína - hafi eng- inn samband við mann, er maður kannski bara ekki til. Sumir verði ekki endanlega sannfærðir um tilvist sína fyrr en það t.d. birtist mynd af þeim í blöðunum, grein eða ljóð í tímariti. Það er handgott sönn- unargagn fyrir tilvist. Nútímamanneskjan vill síst af öllu vera nafnlaus (kenni)tala í ópersónu- legu kerfi samfélagsins. Gemsinn er liður í að draga úr þessu nafnleysi, að mati ítalska sálgreinandans. Gemsinn og stjórnsemi Gemsinn styrkir fleira en vitundina um sannanlega tilvist. Eigendur fá jafnframt á tilfinninguna að þeir hafi nokkur völd til að stjórna öðrum. Handsíminn er vissulega stjórntæki og hægt að nota hann til að trufla aðra, segja þeim hvað þeir ættu að gera og fá þá til að skipta um skoðun. Ranghugmynd viðkomandi verður jafnvel sú: Að hann sitji við stjórnvöl- inn - með símann í hönd. MANNESKJAN myndar náið sam- band við umhverfi sitt; fólk, náttúru og tilbúna hluti. Börn geta myndað trúnaðarsamband við dúkkur og bangsa, jafnvel einhverskonar vin- áttu. Greining á sambandi barns við bangsa opinberar væntumþykju þess og traust. Barni er oft ekki sama hvar bangsinn er og gerir sér ferð til að huga að stöðu hans; fer fram úr rúm- inu ef hann hefur gleymst o.s.frv. Ítalski sálgreinandinn Luciano Di Gregorio hefur nú sett fram þá til- gátu að gemsar (gsm) séu einhvers konar bangsar fullorðna fólksins. Hann segir að greina megi svipaða hegðun og tilfinningar hjá fullorðnum gagnvart gemsanum sínum og hjá börnum gagnvart böngsum. Þetta kemur fram í bók Ítalans: Psicopato- logia del cellulare (útg. Franco An- geli, 2003). Hann greinir sama munstur við- bragða hjá fullorðnum gagnvart gemsum og börnum gagnvart böngs- um sínum. Gleymist gemsi/bangsi eða týnist finnur viðkomandi til aðskiln- aðarkvíða. Gemsi/bangsi styrkir til- finninguna um tilvist viðkomandi. Gemsar og tilvistin Bæði börn og fullorðnir geta efast um tilvist sína. Ef fáir yrða á mann- eskju, fáir taka eftir henni og aldrei neitt haft eftir henni eða mynd af henni birt í blöðum, sprettur fram ef- inn: Er ég raunverulega til? Gemsinn og bangsinn draga úr þessari tilvistarkreppu, að mati Di Gregorio. „Gemsinn bætir við til- vistina,“ segir hann t.d. nýlega í sam- tali við Danska blaðið Politiken. Prív- atsíminn gefur möguleika á símavinum og hann gefur færi á að láta ná í sig og að ná í aðra nánast hvenær sem er. Gemsinn gefur möguleika á sam-  LÍFSSTÍLL | Dregur úr tilvistarkreppu Gemsinn er bangsi fyrir fullorðna „Ég hugsa, samkvæmt því er ég til,“ sagði Descartes. Setningin næg- ir ekki nútímamanninum með gemsann. „Síminn hringir, samkvæmt því er ég til,“ er nær sanni. guhe@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Luciano Di Gregorio segist hafa fengið hugmyndina að rannsókn sinni á símanotkun fullorðinna þegar skjól- stæðingur hans tjáði sig um símann sinn með eftirfarandi hætti: „Allan liðlangan daginn ber ég sím- ann á mér, en það hringir aldrei neinn, ég er því núll og nix og ekki til.“ Gemsinn verður því væntanlega hugtak í verufræði heimspekinnar, en René Descartes sagði „Ég hugsa, samkvæmt því er ég til“. Hugsunin var sönnun fyrir tilvistinni, að hans mati. En hugsunin nægir ekki nú- tímamanninum. Setningin við hæfi er því eftirfarandi: „Síminn hringir, samkvæmt því er ég til.“ áhyggjur og fór því að reyna að finna mér einhverjar upplýsingar um hvort og hvaða fæðutegundir ég þyrfti að forðast. Ég las: Baun- ir (ætli gular baunir séu jafn Í UPPHAFI þriðju viku tók ég eftir því að þú hafðir ekki kúkað í 3 – 4 daga og hafði af því smá áhyggjur. Allar konur í kringum okkur segja samt að þetta sé al- gengt hjá brjóstabörnum. Hjúkr- unarkona á heilsugæslunni stað- festi þetta og amma þín fyrir vestan talaði við ljósmóðurina þar sem sagði að vika til tíu dagar á milli hægða væru alveg eðlilegt fyrir nýfædd brjóstabörn. Ég hafði nú samt af þessu smá slæmar og grænar? Hvað með popp?), kál, laukur, spergilkál, appelsínur (finnst epli betri hvort eð er), greipaldin, sterk krydd , koffín , gosdrykki, súkkulaði (ah, þar fór í verra), skelfisk, hnetur. Búðarlisti var strax búinn til og næstu daga tók mataræðið á heim- ilinu mið af fyrrgreindum lista.  DAGBÓK MÓÐUR Mataræðið tekur breytingum Meira á morgun. AF hverju eru keyptir margir lítrar af húðkremum, oftast af konum sem vilja hindra hrukku- myndun? Þessar konur geta allt eins smurt sig með smjöri, að sögn húðsjúkdómalæknisins Olle Larkö, við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg. Aftenposten hefur eftir Larkö að í þessum húðkremum sé aðallega vatn, fita og ofnæm- isvaldandi efni. Og nýjasta út- spil kremaframleiðendanna er að bæta ýmsum jurtum út í framleiðsluna undir slagorðum á borð við „Náttúruleg fegurð“. Á sænska markaðnum eru um fjögur þúsund ólíkar teg- undir af húðkremum og sænska blaðið Expressen bað þrjá sér- fræðinga að skoða innihald í nokkrum tegundum, bæði mjög dýrum og ódýrum kremum. Ekkert krem fékk hæstu ein- kunn, fimm stig en mörg fengu eitt eða ekkert stig. Ódýrt Niv- ea-krem kom best út og fékk þrjú stig hjá einum en eitt stig hjá hinum tveimur. Í ljós kom að í nokkrum tegundum voru skaðleg efni en flest eru skað- laus en gera heldur ekkert gagn. Larkö er þeirrar skoðunar að neytendur vilji láta gabba sig. „Það eru engin vísindi á bak við það sem framleiðendur stað- hæfa í auglýsingum. Ef maður vill losna við hrukkur, ætti mað- ur að sleppa því að kaupa krem og nota peningana frekar í and- litslyftingu eða leysigeisla- meðferð.“ En það mikilvægasta, að sögn Larkö, er hins vegar að hætta að reykja, fara varlega í sólinni og nota sólkrem með vörn.  HEILSA Morgunblaðið/Árni Sæberg Húðkrem: Læknirinn segir að í kremunum sé aðallega vatn, fita og ofnæmisvaldandi efni. Smjör í stað hrukku- krema

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.