Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 61 Leikkonan og kvikmyndagerðarkonan AngelaShelton ákvað að gera heimildarmynd um lífkvenna í Bandaríkjunum með því að leita uppinöfnur sínar. Hún fann símanúmer hjá 76 þeirra á Netinu en 22 símanúmer voru ótengd. Hún skildi eftir skilaboð fyrir 55 Angelur og á endanum töluðu 32 við hana. Það sem hún komst að var að helmingur þessara kvenna hafði verið misnotaður kynferðislega, eins og hún sjálf. „Þetta er fyrsta sýningin á myndinni, hún er reyndar ekki tilbúin, en þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni áhorf- endum þessa útgáfu. Það er ótrúlegt að það gerist á Ís- landi af öllum stöðum,“ segir Angela en myndin verður sýnd í kvöld í Regnboganum. Kom fram í Oprah Þrátt fyrir að myndin sé ekki tilbúin hefur hún strax vakið mikla athygli. Hún hefur víða sýnt brot úr myndinni og samhliða því að vinna að því að klára myndina ferðast Angela um og ræðir um kynferðislegt ofbeldi. Angela er komin hingað til lands fyrir tilstilli Björns Steinbekks, sem sá Angelu í Oprah en sýning mynd- arinnar er samhliða V-deginum, baráttudegi gegn ofbeldi, sem haldinn var hátíðlegur í gær. Sjónvarpskonan Oprah Winfrey, sem Angela segir vissulega fyrirmynd, er meðal þeirra fjölmörgu sem hafa tekið eftir því sem Angela er að gera. „Björn hafði samband og ég var meira en til í að koma hingað til lands. Það sem ég vil gera er að koma af stað hreyfingu um allan heim, ekki bara í heiminum. Mis- notkun er faraldur um allan heim, þetta er ekki banda- rískt vandamál.“ Angela, sem er fædd árið 1972, er frá Norður-Karólínu og hóf ferilinn á því að starfa sem fyrirsæta í París og New York. Hún tók vel heppnað skref yfir í kvikmynda- leik (Comfortably Numb – 1995) og fór svo að skrifa og framleiða myndir (m.a. Tumbleweeds – 1999). Hún segir að skrifin hafi alltaf verið ástríða hjá sér og eru þau henn- ar lifibrauð. Yfirvofandi verkfall handritshöfunda í Holly- wood fékk hana hins vegar til að reyna heimildarmynda- gerð þar til deilan leystist. Niðurstaðan er heimildarmyndin Leitin að Angelu Shelton (Searching for Angela Shelton). Bara stelpa sem bjó til mynd Angela er opinská hvað sögu sína varðar en faðir henn- ar misnotaði hana og systkini hennar þegar hún var ung. Vegna þess hversu hreinskilin hún er hafa margir haft samband við hana og sagt eigin sögu. Einn þeirra sem höfðu samband við Angelu segist hafa hætt við að fremja sjálfsmorð eftir að hafa séð hana í Oprah. „Já, þetta er magnað. Mér líður eins og ég verði að halda áfram. Ég ætla ekki að þagna núna. Sumum finnst ég einhver hetja því ég tala opinskátt um þessi mál en ég neita því. Ég er bara stelpa sem bjó til mynd. Þú verður að vera þín eigin hetja, þú verður að bjarga sjálfum þér. Það er það sem ég vil hvetja aðra til að gera,“ segir Angela og bætir við að þetta fólk sem hafi haft samband við hana hvetji hana jafnframt til að halda áfram. Þagnarmúrinn brotinn „Ég hef fengið um þrettán þúsund tölvupósta núna og eftir að hafa lesið allar þessar sögur um misnotkun þá verð ég að viðurkenna að ég varð frekar þunglynd. Sumar þessar sögur eru hræðilegar, eins og frá einni konu sem var misnotuð af afa sínum, sem endaði með því að hún eignaðist barn hans. Fjölskylda hennar neitaði að tala um þetta. Það sem ég vil gera er einmitt að brjóta þennan þagnarmúr,“ segir hún. Á vefsíðu hennar, www.searchingforangelashel- ton.com, eru ýmis ráð fyrir þolendur kynferðisofbeldis og þá sem vilja taka þátt í baráttunni gegn slíku ofbeldi. Hún vill snúa þessum faraldri við og sýna fólki að það sé leið frá því að vera fórnarlamb til þess að standa eftir sem sterkur einstaklingur; það er hægt að lifa frábæru lífi, sama hvað þú hefur gengið í gegnum. „Þetta er ekki bara mynd held- ur hreyfing,“ segir hún. Meðal þeirra sem hafa sagt Angelu sögu sína eru nöfn- ur hennar í myndinni. Alls koma 16 Angelur, að henni sjálfri meðtalinni, fram í myndinni og hefur um helmingur þeirra verið misnotaður kynferðislega. Hún segir að kon- urnar hafi fundið til samkenndar vegna þess að þær deili nafni og hafi þótt auðveldara að tjá sig vegna þess hversu opinská hún sjálf var. „Myndin er þrátt fyrir þetta engin hryllingssaga sem lætur mann vilja keyra fram af fjallsbrún eftir að hafa horft á hana. Þannig tapar maður áhorfendum. Hún er á margan hátt fyndin þó dramatíkin sé til staðar. Húmor hefur alltaf hjálpað mér við að takast á við hlutina. Húmorinn gerir myndina mun auðveldari áhorfs og boð- skapurinn í endann byggist á von,“ segir Angela. Vill hertar refsiaðgerðir Angela tekur málefnið þó sannarlega alvarlega og eitt af hennar baráttumálum er að refsing við kynferð- isbrotum verði aukin. „Það þarf að herða refsingar. Í Bandaríkjunum er mun harðar tekið á eiturlyfjabrotum heldur en nokkru sinni kynferðisbrotum og mér finnst það öfugsnúið. Þetta er hneykslanlegt því skilaboðin eru – okkur er sama um konur og börn en það er eins gott að þú notir ekki eiturlyf!“ Hún vill líka vekja athygli á því að það séu ekki bara konur og börn sem eru misnotuð heldur líka karlmenn. „Þeir virðast enn síður tala um þetta. Það eru ótrúlega margir menn sem hafa haft samband við mig í kringum umræðu um myndina. Þessi barátta snýst ekki um stríð milli kynjanna heldur verðum við öll að taka höndum sam- an.“ Angela var misnotuð af föður sínum og gerð mynd- arinnar leiddi hana á endanum á hans fund en ein Angelan bjó í sama bæ og faðir hennar. „Ég áttaði mig ekki strax á því að þetta mundi gerast en fannst það skyndilega óum- flýjanlegt. Þessi mynd hefur hjálpað mér að þroskast og hefur virkilega breytt lífi mínu. Ég þurfti að horfast í augu við hver ég er,“ segir hún og bætir við að líf hennar hafi allt breyst til hins betra á þessum þremur árum sem hefur tekið að gera myndina. Meðal annars kynntist hún núver- andi eiginmanni sínum, sem er með henni á Íslandi núna. „Hann tók eftirnafn mitt. Abe Shelton heitir hann núna,“ segir hún stolt. Shelton er ekki upprunalegt eftirnafn Angelu heldur tók hún sér þetta nafn þegar hún var 18 ára því hún vildi ekki bera nafn föður síns. Henni finnst það hrein örlög að hún skuli hafa valið þetta nafn og segir að margt af því sem átti sér stað við gerð myndarinnar hafi virst fyr- irfram ákveðið. Mynd með sitt eigið líf „Ég hafði allan tímann trú á því að það yrði eitthvað úr þessari mynd. Ég vissi hins vegar ekki að ég ætti eftir að vera í aðalhlutverki. Ég er mjög ánægð með að hafa tekið þátt í þessu en myndin er miklu stærri en bara ég. Þetta snýst um að breyta heiminum, það er það sem mig langar að gera. Og myndin virðist hreyfa við mörgum. Myndin er eins og lest sem er lögð af stað í leiðangur. Hún hefur eignast sitt eigið líf. Ég hleyp með lestinni og ætla að gera það eins lengi og ég get.“ Af öðrum verkefnum sem Angela er að vinna um þessar mundir er hún sérstaklega stolt af einu hlutverki, Safe Side Super Chick. „Þetta er röð myndbanda þar sem ég kenni krökkum hvernig þau geta mögulega komið í veg fyrir að vera misnotuð eða rænt.„Þetta er skemmtilegasta hlutverk mitt hingað til,“ segir hún en myndböndin verða komin í sölu í maí næstkomandi. Ennfremur stefnir hún að því að gera kolsvarta kómidíu um lýtaaðgerðir, Fake. „Þar ætla ég að fjalla að um hversu langt fólk gengur til að vera elskað og fylla tómarúmið innra með sér.“ Angela stefnir að því að fullklára Leitina að Angelu Shelton á næstu tveimur til þremur mánuðum og eyða svo ári í að ferðast um öll Bandaríkin til að sýna myndina og tala. „Mig langar að fara í háskóla og ýmis samtök og fá fólk síðan til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda um hertar aðgerðir gegn kynferðisbrotamönnum og breyt- ingar á löggjöf. Mig langar að enda með hópferð til Wash- ington og afhenda svo stjórnvöldum áskorunina.“ Angela Shelton leitaði að nöfnum sínum en fann sjálfa sig Morgunblaðið/Árni Sæberg „Mér líður eins og ég verði að halda áfram. Ég ætla ekki að þagna núna. Sumum finnst ég einhver hetja því ég tala opinskátt um þessi mál en ég neita því. Ég er bara stelpa sem bjó til mynd,“ segir Angela Shelton í viðtali um heimildarmynd sína. Ekki bara mynd held- ur hreyfing Hún var beitt kynferðislegu ofbeldi og er óhrædd að segja frá því. Hún er líka hæfileikarík kvikmyndagerð- arkona. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Angelu Shelton um heimild- armyndina Leitin að Angelu Shelton, sem Íslendingum gefst fyrstum allra tækifæri til að sjá í heild í kvöld. Myndin Leitin að Angelu Shelton (Searching for Ang- ela Shelton) verður sýnd í Regnboganum kl. 18 í dag. Angela kynnir myndina og situr fyrir svörum eftir sýn- inguna. ingarun@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Vorhreingerning í Flash Mörg önnur frábær tilboð Laugavegi 54, sími 552 5201 BOLIR Áður 1.990 Nú 990 Stærðir s-xxl BUXUR Áður 4.990 Nú 2.990 Stærðir 36-48 JAKKAR Áður 7.990 Nú 2.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.