Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 59 GRINDAVÍK og Keflavík verða að mætast í oddaleik um hvort liðið tryggir sér sæti í úrslitum í 1. deild kvenna í körfuknattleik eftir sigur Grindvíkinga, 65:62. Leikurinn var nánast í járnum allan leikinn og hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu í fyrri hálfleik. Mestur var munurinn 47:40 fyrir Grindavík undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik var sama baráttan upp á teningnum og bæði lið í einhverjum villuvandræðum. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir náði Grinda- vík 10 stiga forustu en Keflavík náði að minnka muninn í 61:59. Heimastúlkur héldu haus og náðu að landa góðum liðssigri. Þær spiluðu fína vörn allan tímann og Kesha Tardy sá um að skora stigin fyrir heimastúlkur því hún skoraði 31 stig. Hjá gestunum var helst að María Erlingsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir gleddu augað með góðri spilamennsku en reynslubolt- arnir sýndu ekki sparihliðarnar. „Já, þetta var hörkuleikur. Kesha Tardy þurfti að fara útaf þegar lítið var eftir, fann fyrir hjartatruflun- um. Vörnin hjá okkur var góð, liðs- vörn fyrst og fremst. Í sókninni fundum við svar við svæðisvörninni hjá þeim. Frábær sigur hjá okkur,“ sagði Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur. „Stelpurnar voru rag- ar í sókninni og frekar staðar. Nú er það oddaleikurinn. Liðið sem vinnur þar á einfaldlega skilið að komast áfram,“ sagði Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur. Grindvíkingar knúðu fram oddaleik gegn Keflavík SIGÞÓR Júlíusson,knatt- spyrnumaður leikur ekki með KR-ingum í sumar en hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í leik með skólaliði sínu í Bandaríkjunum á dögunum. Sigþór gengst undir aðgerð í næstu viku en hann verður frá æfingum og keppni næstu 7–8 mánuðina. Hilmar Björnsson, félagi Sig- þórs í KR, varð fyrir sams konar meiðslum í fyrsta leik KR í fyrra og er enn ekki far- inn að æfa með liðinu. Sigþór sleit krossband  RÓBERT Gunnarsson átti enn einn stórleikinn með Århus GF í dönsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í gær. Róbert skoraði 10 mörk, þar af tvö úr vítum, þegar Århus vann stórsigur á Otterup, 36:27. Þor- varður Tjörvi Ólafsson skoraði tvö marka Árósarliðsins.  EINAR Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Wallau Massenheim í tapleik liðsins gegn Gummersbach í fyrrakvöld. Í blaðinu í gær var greint frá því að Einar hefði ekki komist á blað og var það byggt á heimildum þýskra netmiðla.  GYLFI Gylfason skoraði 2 mörk fyrir Wilhelmshavener sem steinlá fyrir Kiel, 35:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld.  HELGI Kolviðsson lék allan leik- inn fyrir Kärnten sem tapaði fyrir Sturm Graz, 2:0, í austurrísku 1. deildinni í knattspyrnu. Helgi og fé- lagar eru í botnsætinu með 18 stig, sex stigum á eftir Salzburg.  MICHAEL Owen skoraði tvívegis í 3:0 sigri Liverpool gegn Portsmo- uth í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld en Dietmar Ham- ann skoraði fyrsta mark leiksins á 6. mínútu en Owen skoraði á 28. og 58. mínútu. Liverpool er nú með 42 stig í fimmta sæti deildarinnar en Charl- ton er með 43 stig í því fjórða. Portsmouth er með 26 stig í þriðja neðsta sæti deildarinnar.  PÉTUR Hafliði Marteinsson og félagar í sænska knattspyrnuliðinu Hammarby sigruðu finnska liðið Haka, 2:1, í æfingaleik á Kýpur í gær. Pétur lék á miðjunni hjá sænska liðinu allan leikinn. Hamm- arby mætir finnsku meisturunum HJK á laugardaginn á sama stað.  HJÁLMAR Jónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, má ekki leika tvo næstu æfingaleikina með liði sínu, Gautaborg. Hann fékk að líta rauða spjaldið í æfingaleik fyrir skömmu og fékk tveggja leikja bann fyrir vikið. Annar leikurinn sem hann missir af er nágrannaslagur gegn Íslendingaliðinu Örgryte á laugardaginn.  ÚRVALSDEILDARLIÐ Hauka í körfuknattleik fékk góðan liðsstyrk í gær en þá gekk Mirko Virijevic til liðs við félagið frá Breiðabliki. Virij- evic hefur leikið með Blikum undan- farin þrjú ár og þá spilaði hann eitt ár með Snæfelli. Hann skoraði 20,3 stig að meðaltali í leikjum Blika í úr- valsdeildinni og tók 12,3 fráköst.  NÍNA Ósk Kristinsdóttir marka- skorarinn mikli í liði Vals hélt upp- teknum hætti í gærkvöldi þegar Val- ur burstaði FH, 8:1, í fyrsta leik Deildabikarkeppninnar. Nína skor- aði þrjú af mörkum Vals en hún hef- ur verið sérlega iðin við kolann og skoraði 21 mark fyrir liðið á Reykja- víkurmótinu í sex leikjum. FÓLK Eggert Maríuson, þjálfari úrvals-deildarliðs ÍR í körfuknattleik, karla verður áfram með liðið á næstu leiktíð en hann á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum við félag- ið sem endaði í níunda sæti deildar- innar í vetur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru allar líkur á því að Pálmi Sigurgeirsson, leikmaður Breiðabliks, gangi til liðs við ÍR á næstu leiktíð.  Pétur Ingvarsson, þjálfari Ham- ars, sem féll úr leik í átta liða úrslitum keppninnar segir að hann eigi eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. „Þessa dagana er ég lítið að hugsa um körfubolta en ef það verður sami hátt- ur á með launaþakið á næstu leiktíð fer ég að þjálfa lið í 2. deild,“ sagði Pétur í léttum tón.  Hrafn Kristjánsson, þjálfari KFÍ, á Ísafirði tók í sama streng og Pétur og sagði að þessa dagana nyti hann þess að borða kvöldmatinn á réttum tíma og væri lítið að spá í körfubolta. „Ég tel vera helmingslíkur á því að ég verði áfram með KFÍ en ég á eitt ár eftir af samningi mínum við félagið. Það gæti farið svo að ég myndi flytj- ast búferlum frá Ísafirði en ég hef ekki ákveðið hvort ég fer suður eða norður. Ástandið er því óljóst,“ sagði Hrafn.  Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir að þar á bæ séu menn rétt að „koma út úr holunni“ eftir tvo skelli gegn Njarðvíkingum í átta liða úrslitum. „Ég er ekki með neina samninga við Hauka til langs tíma, og á næstu vikum munum við fara yfir málin,“ sagði Reynir sem var þá á leið á æfingu, þá fyrstu eftir tapleikinn gegn Njarðvík. „Ef mér verður hleypt inn á Ásvelli er ástandið þol- anlegt, en það er ekkert ákveðið um framhaldið,“ sagði Reynir. Ljóst er að nýr þjálfari tekur við Grindavíkurliðinu, en Friðrik Ingi Rúnarsson ætlar að taka sér frí frá þjálfun á næstu leiktíð.  Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er líklegt að Herbert Arnar- son taki við sem þjálfari KR en hann hefur verið Inga Þór Steinþórssyni innan handar í vetur.  Jón Arnar Ingvarsson mun stýra Breiðabliki í 1. deild á næstu leiktíð en liðið féll úr úrvalsdeild ásamt Þór frá Þorlákshöfn. Þórsarar hafa óskað eft- ir því að Robert Hodgson verði áfram með liðið í 1. deild en ekki hefur verið gengið frá samningum þess efnis.  Fjölnir úr Grafarvogi verður áfram með þjálfarann Benedikt Guðmunds- son sem stýrði liðinu til sigurs gegn Val í undanúrslitum 1. deildar, en Fjölnir leikur í úrvalsdeild á næstu leiktíð í fyrsta skipti.  Valur Ingimundarson þjálfaði Skallagrím í 1. deildinni í vetur en óvíst er hvort hann haldi áfram með liðið. Tekur Herbert við KR-liðinu? SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins eru allar líkur á því að Her- bert Arnarson taki við sem þjálfari úrvalsdeildarliðs KR, en Ingi Þór Steinþórsson hefur stýrt liðinu undanfarin ár. Ekki er útlit fyrir að miklar breytingar verði í þjálfaramálum hjá öðrum liðum úrvalsdeild- arinnar en eins og áður kemur fram mun Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Grindavíkur taka sér frí á næstu leiktíð og Hrafn Kristjánsson þjálfari KFÍ hefur ekki gert upp hug sinn um framhaldið hjá sér. Auðvitað er ánægja með að viðskulum komast upp, en því er ekki að neita að tilfinningarnar eru blendnar hjá sum- um,“ segir Benedikt og bendir á að það sé mun meira verkefni að vera í úrvalsdeild- inni en þeirri fyrstu, ekki síst hvað fjármálin varðar. „Þegar ég tók við liðinu í vor var stefnan sett á að byggja upp liðið á þeim efnivið sem til staðar var í félaginu og gera gott lið úr honum og fara síðan upp um deild eftir þrjú ár. En ungu strák- arnir stóðu sig það vel að við erum komnir upp og við verðum að taka því sem bíður okkar þar,“ segir Benedikt. Fjölnisliðið er áberandi ung og hefur meðalaldurinn í mörgum leikj- um í vetur verið talsvert undir tví- tugu. „Ég veit ekki hvað Jason Hard- en er gamall, en hann er eldgamall miðað við hina strákana sem eru í lið- inu. Við höfum verið með einn strák sem er fæddur 1988 (15–16 ára á leik- tíðinni) tvo sem eru fæddir ’87, einn ’86, tvo ’85 og svo framvegis,“ segir þjálfarinn og af upptalningu sést að þetta eru flestallt strákar sem leika í drengja- og /eða unglingaflokki. „Alltaf þegar voru leikir í drengja- flokki féllu niður æfingar hjá okkur í meistaraflokki vegna þess að 70% strákanna spila í þeim aldursflokki. Við reyndum samt að stjórna því eins og hægt var að menn lékju ekki með of mörgum flokkum, þannig að álagið á strákana væri ekki of mikið, en þjálfarar hinna flokkanna vilja auð- vitað helst vera með sinn sterkasta mannskap,“ segir Benedikt. Spurður hvort hann eigi von á að Fjölnir haldi áfram að byggja á ung- um leikmönnum félagsins eða taki þátt í kapphlaupinu um erlenda leik- menn eins og lið hafa gert í vetur, sagði Benedikt: „Ég trúi ekki öðru en þessu verði breytt með erlendu leik- mennina. Sem harður unglingaþjálf- ari er þetta ekki draumafyrirkomu- lag mitt og ég er alls ekki spenntur fyrir því að taka þátt í svona löguðu. Við lögðum upp með að nota okkar efnivið í vetur og það gekk vel. Við yngdum dálítið upp í vor þegar ég tók við og það komu mjög ungir strákar inn í æfingahópinn enda var þetta þriggja ára áætlun eins og ég sagði áðan. Þeir hafa fengið að reyna sig og ég tel það mikilvægt því það eru svo margir ungir og efnilegir strákar í yngri flokkum félaganna sem fá aldrei tækifæri til að spila sig í gegnum þann vegg sem það er að vera efnilegur yngri flokka leikmað- ur og góður meistaraflokksleikmað- ur. Við ákváðum að láta strákana fá tækifæri þar sem við töldum okkur hafa nægan tíma enda var planið að fara upp eftir þrjú ár.“ Fjölnir tryggði sér úrvalsdeildar- sætið með sigri á Val að Hlíðarenda en þessi félög voru í samstarfi fyrir nokkrum árum í körfunni. „Ég þekkti ekkert til þess samstarfs og fann ekki fyrir því að um neinn ríg væri að ræða milli félaganna. Það var hins vegar sætt að leggja Val svo sannfærandi að Hlíðarenda því þetta er eini leikurinn sem liðið hefur tapað þar í vetur,“ sagði Benedikt. Grafarvogurinn er stórt og fjöl- mennt hverfi og mikil gróska er í körfuknattleiknum þar. „Í mörgum félögum er talað um það á sumrin að fara í skólana um haustið og fá krakka á æfingar, en síðan gerist lítið sem ekkert. Snorri Örn [Arnaldsson] hefur verið mjög duglegur við þetta og ég held að það hafi orðið um 50% fjölgun í öllum flokkum hjá okkur í vetur – framtíðin er björt hjá Fjölni og félagið á ágæta möguleika á að verða stórveldi eftir nokkur ár, en það er eitthvað í það ennþá. Það get- ur verið tvíbent að fara upp í úrvals- deild með svona ungt lið. Ef okkur tekst að halda sætinu þar næsta vet- ur þá er mikið unnið, en ef við föllum, eins og oft gerist hjá nýliðum, þá er alltaf hættan á að bestu strákarnir fari í einhver önnur félög þar sem þeir hafa fengið smjörþefinn af því að leika í hópi þeirra bestu. Ef það ger- ist þá erum við í raun komnir á byrj- unarreit aftur,“ segir Benedikt. Morgunblaðið/Jim Smart Komnir í úrvalsdeildina. Fjölnismenn í aftari röð frá vinstri eru Hjalti Þ. Vilhjálmsson, Tryggvi Pálsson, Hilmar Hjálmarsson, Guðni H. Valentínusson, Jason Harden, Brynjar Þ. Kristófersson, Benedikt Guðmundsson þjálfari og Páll Briem aðstoðarmaður. Fyrir framan krjúpa, frá vinstri Helgi H. Þorláksson, Pálmar Ragnarsson, Halldór G. Jónsson og Magnús Pálsson. Kornungt lið Fjölnis komið í úrvalsdeildina í körfu „Tveimur árum á undan áætlun“ HIÐ unga körfuknattleikslið Fjölnis í Grafarvogi tryggði sér um helgina sæti í úrvalsdeildinni að ári. Mikið uppbyggingarstarf hefur verið unnið í félaginu og efniviðurinn er nægur enda hverfið stórt og fjölmennt. „Við erum eiginlega tveimur árum á undan áætlun,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari meistaraflokksins, og vitnar þá til þess að hugmyndin hafi verið að byggja upp lið í vetur og næsta vet- ur og fara síðan upp í úrvalsdeildina. En ekki fer allt eins og ætlað er. Eftir Skúla Unnar Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.