Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 24
AKUREYRI 24 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING á skjölum, bókum og mun- um sem tengjast Hannesi Hafstein og heimastjórnarárunum í Eyjafirði verður opnuð 18. mars kl. 17.30 á Amtsbókasafninu á Akureyri. Hall- dór Blöndal, forseti Alþingis, mun opna sýninguna, sem verður opin frá kl. 10 til 19 virka daga og 10 til 15 á laugardögum. Á sýningunni má m.a. sjá bréf frá Hannesi sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir almennings, ljóð eftir Hannes og einnig ritdóma um ljóð hans. Einnig verða sýnd ýmis skjöl sem tengjast heimastjórnarárunum í Eyjafirði og ýmsir munir og ljós- myndir frá þessum tíma. Að sýningunni standa forsætis- ráðuneytið, menningarmálanefnd Akureyrar, Héraðsskjalasafnið á Akureyri og Amtsbókasafnið á Ak- ureyri. Einnig leggur Minjasafnið á Akureyri til ýmsa muni á sýninguna. Henni lýkur þann 17. apríl. Guðjón Friðriksson sagnfræðing- ur flytur svo kl. 20.30 um kvöldið er- indi um ævi Hannesar en hann er með í smíðum bók um ævi Hannesar. Að loknu erindi Guðjóns geta menn komið með fyrirspurnir ef þeir vilja. Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið Hannes og heima- stjórnarárin BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur tekið upp nýtt verklag í kjölfar þess að bæjarmálasamþykktum hefur verið breytt. Markmiðið með breyt- ingunum er að auka hagræði og skil- virkni og hraða málsmeðferð í stjórnsýslunni. Akureyri er fyrsta sveitarfélagið í landinu til að gera slíkar breytingar, en með þeim er stefnt að því að efla stefnumarkandi hlutverk bæjarstjórnar. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði þegar hann kynnti breyt- ingarnar að fundir bæjarstjórnar yrðu eftirleiðis mun markvissari en áður. Nefndum og embættismönn- um hefur nú verið falið að taka fulln- aðarákvörðun mála, sem gerir að verkum að bæjarstjórn hættir að vera nokkurs konar afgreiðslustofn- un fyrir nefndir bæjarins svo sem áður var. Þannig verður afgreiðslu- ferill mála mun einfaldari, tíminn sem fer í að afgreiða mál styttri og bæjarfulltrúar geta einbeitt sér að stefnumörkun. „Stjórnmálamenn geta þá snúið sér alfarið að stefnu- mörkun, svo sem þeir eru kjörnir til,“ sagði bæjarstjóri. „Við munum þreifa okkur áfram með þetta nýja verklag og vonum að það skili sér í betri árangri í þessu samfélagi.“ Kjörnir fulltrúar afsala sér ekki valdi Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlög- maður skrifaði grein í nýjasta hefti Sveitarstjórnarmála þar sem hún fjallar um auknar heimildir nefnda og embættismanna til að taka fulln- aðarákvarðanir án staðfestingar bæjarstjórnar. „Valdaframsal til nefnda og embættismanna felur ekki í sér að kjörnir fulltrúar í bæjar- stjórn afsali sér valdi heldur kallar það á skýrari stefnumörkun af hálfu bæjarstjórnar og setningu reglna, sem nefndir og embættismenn munu vinna eftir við töku fullnaðar- ákvarðana,“ segir í grein Ingu Þall- ar. Fram til þessa voru fundargerðir nefnda uppistaða í dagskrá bæjar- stjórnarfunda og umræða um stefnumörkun fór því oftast fram ut- an bæjarstjórnar. „Í nýju skipulagi verða fundargerðir nefnda einungis lagðar fram til kynningar í bæjar- stjórn, en aðaldagskrárefni bæjar- stjórnarfundar verða stefnumark- andi mál sem bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og nefndir óska eftir að koma á dagskrá.“ Jakob Björnsson, formaður bæj- arráðs, sagði spennandi að taka þátt í þessum breytingum á verklagi bæj- arstjórnar og að hann vissi til þess að sveitarstjórnarmenn víða á landinu horfðu nú til Akureyrar með hvernig til tækist. Bæjarstjóri mun framvegis semja dagskrá bæjarstjórnarfunda, en óskir um dagskrármál verða að hafa borist um hádegi á föstudegi fyrir bæjarstjórnarfund sem haldinn er annan hvern þriðjudag. Bæjarmálasamþykkt breytt og nýtt verklag tekið upp Stefnumark- andi umræður í bæjarstjórn Nefndir og embættismenn fá auknar heim- ildir til að taka fullnaðarákvarðanir Morgunblaðið/Kristján Nýtt verklag. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar, og Jakob Björnsson, for- maður bæjarráðs, kynntu nýtt verklag á bæjarstjórnarfundi á Akureyri. Smábátasjómenn | Félagsfundur í Kletti, félagi smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi, skorar á sjáv- arútvegsráðherra að eyða þeirri óvissu sem útgerðarmenn dagabáta eru í með því að setja nú þegar 23 daga gólf í dagakerfið, þannig að út- gerðarmenn þessara báta geti haldið sinni útgerð áfram í stað þess að sjá lífsbjörgina fjara út á næstu árum. Fundurinn ítrekar jafnframt fyrri ályktanir til handa dagróðrabátum og skorar á sjávarútvegsráðherra og þingmenn kjördæmisins að breyta núgildandi lögum um línuívilnun þannig að hún gildi fyrir alla dag- róðrabáta hvort sem línan er beitt í landi eða stokkuð upp. Þá mótmælir fundurinn áformum fjármálaráð- herra um afnám sjómannaafsláttar.    Stóra upplestrarkeppnin | Alls taka 12 fulltrúar grunnskólanna á Akureyri þátt í úrslitum Stóru upp- lestrarkeppninnar sem fram fer í dag, fimmtudaginn 18. mars kl. 17 í sal Menntaskólans á Akureyri. Skáld keppninnar í ár eru Stefán Jónsson og Þuríður Guðmundsdóttir og mun lesararnir ungu lesa brot úr sögunni Hjalti kemur heim eftir Stefán og ljóð eftir Þuríði, auk ljóða að eigin vali. Nemendur hafa æft upplestur og framburð með leiðsögn kennara frá því Dagur íslenskrar tungu var haldinn í nóvember. Áhyggjur af fjársvelti | Þroska- þjálfar sem starfa hjá Akureyrarbæ hafa sent frá sér ályktun sem sam- þykkt var á fundi þeirra á dögunum. Þar lýsa þeir áhyggjum vegna fjár- sveltis í málaflokki fatlaðra, eins og segir í ályktuninni og að vegna þess eigi þeir erfitt með að framfylgja lögum um málefni fatlaðra sem og siðareglum þroskaþjálfa. Hvetja þeir fjárveitingavaldið til að veita meiri fjármunum til málaflokksins „þannig að slagorð bæjarins „Öll lífsins gæði“ eigi jafnt við þá sem búa við fötlun og þá sem teljast vera ófatlaðir.“    Blús á Vélsmiðjunni | Andrea Gylfadóttir og Blúsmenn troða upp á Vélsmiðjunni við Strandgötu í kvöld, fimmtudags- kvöldið 18. mars. Þau hefja leikinn kl. 21.30, en húsið verður opnað klukku- stund fyrr. Andrea og blús- menn hennar hafa að und- anförnu komið fram á höf- uðborgarsvæð- inu en nú gefst Akureyringum og nærsveit- armönnum færi á að hlýða á vandaða dag- skrá sem sveitin býður upp á.    OPIÐ 9-18 FANNAFOLD - EINBÝLI Vorum að fá í sölu fallegt um 243 fm einbýlishús á 2 hæðum m. innbyggðum bílskúr og stór- glæsilegu útsýni. Góð stofa með arni, borðstofa, suðursvalir. Sjónvarpskrókur, eldhús, þvottah. og 2 baðherbergi, 6 svefnherbergi. Húsið er mjög vel staðsett í botnlangagötu. Barnvænt hverfi. BEIN SALA EÐA SKIPTI Á MINNI EIGN. Nýkomnar eignir á söluskrá okkar! Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Sími 588 4477 Stararimi - nýl. glæsilegt einbýli Í einkasölu glæsilegt og svo til fullbúið 193 fm einb. á einni hæð m. viðbyggðum jeppa- bílsk. Mjög góð staðsetn. innarlega í lokaðri götu. Vandaðar innr. Massívt parket. Fallegur arinn í stofu. 4 góð svefnherbergi. Glæsil. baðherbergi og gestasnyrting. Einungis eftir að klára þakkant og bílaplan. Verð 28,5 m. Framnesvegur - í nýl. húsi m. bílskúr Vel skipulögð 61 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjögura íbúða húsi, ásamt innbyggðum bílskúr, á mjög góðum stað í gamla vesturbænum. Stórar suðursvalir. Parket. Áhv. húsbr. 6,6 m. Verð 10,6 m. Gnoðarvogur - Reykjavík - góð íbúð - laus strax Falleg og vel skipulögð ca 75 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölb. við Gnoðarvog. Örstutt í Glæsibæ/Laugardalinn. Nýl. rafmagn og tafla. Plastparket. Nýmáluð o.fl. Húsið er Steníklætt að hluta. Laus strax. Verð 11,6 m. Vesturgata - í nýlegu húsi - glæsilegt útsýni Í einkasölu falleg og rúmgóð ca 135 fm íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýli á frábærum útsýn- isstað. Fallegt vandað eldhús og bað. Fjögur svefnherbergi. Suðursvalir. Glæsilegt útsýni á Snæfellsnes, Akrafjall, flóann o.fl. Áhv. húsbr. ca 7 millj. Verð 18,5 millj. Kórsalir - glæsilegt lyftuhús Vorum að fá í sölu fullbúna glæsil. 4ra herb. íbúð á 2. hæð, ásamt stæði í vönduðu bílskýli. Myndasími. Hiti í bílaplani og stéttum. Suðursv. Sérþvhús. Áhv. 11,0 m. langtímalán. Hagst. greiðslub. Verð 17,0 millj. Eskihlíð - sérinngangur - laus strax Í einkasölu mjög rúmgóð um 80 fm íbúð í kj. á mjög góðum stað. Flísar og parket. Gott endurn. bað og eldhús. Áhv. húsbr. 6,2 m. Húsið þarfnast standsetningar að utan fljótlega. Verð 10,2 millj./tilboð. Víkurás - bílskýli - mjög góð íbúð m. sérgarði Falleg og vel skipulögð ca 75 fm íbúð á 1. hæð með sérgarði og suðvesturverönd. Nýl. plastparket. Þvottahús í íbúð. Áhv. ca 9,7 m. húsbréf + viðbótarlán. Verð 11,6 m. Blöndubakki - 4ra + aukaherb. - laus strax Í einkasölu góð íbúð á 3. hæð (efstu) ásamt aukaherbergi í kjallara með aðgangi að wc m. sturtu, alls 106 fm. Suðursvalir. Þvotta- herb. í íbúð. Áhv. 7,9 m. húsbr. Verð 12,9 m. Laus við kaupsamning.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.