Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Leonardó Bubbi og Bill MAÐUR GETUR FARIÐ HVERT SEM ER Á SVONA BÍL! © DARGAUD © DARGAUD ÉG ÞORI AÐ VEÐJA AÐ ÞESSI UPPFINNING Á EFTIR AÐ ROKSELJAST Í FRAMTÍÐINNI FYRST VERÐA ÖKUMENN NOKKUR ÞÚSUND. OG SVO HUNDRUÐ ÞÚSUNDA. OG LOKS, MILLJÓNIR, KANNSKI... ...MILLJARÐAR! ÉG HEF GRUN UM AÐ SPÁ ÞÍN SÉ RÉTT ÞANNIG AÐ ÉG TALDI BEST AÐ FINNA UPP BÍLNÚMERIÐ TIL ÞESS AÐ ÉG FINNI HANN AFTUR Í FJÖLDANUM ÆÆ! ÞAÐ ER EKKERT PLÁSS FYRIR AFMÆLISKÖKUNA HANS BILL! ÞÁ ÞAÐ! VIÐ BORÐUM HANA MEÐ KAFFINU FREKAR EN AÐ BÍÐA ÞANGAÐ TIL Í KVÖLD... ÉG VONA AÐ SÚKKULAÐIÐ BRÁÐNI EKKI OF FLJÓTT ANSANS! ÉG GLEYMDI BUBBA INNI Í ELDHÚSI... EF HANN SÉR KÖKUNA ÞÁ VERÐUR EKKERT EFTIR NEMA KERTIN! MAMMA! SÚKKULAÐIÐ ER AÐ BRÁÐNA. ÞETTA ER MARTRÖÐ! ÉG GET EKKERT GERT ELSKAN. ÍSSKÁPUR- INN ER FULLUR! HVA? EKKI EINU SINNI PÍNULÍTIÐ PLÁSS FYRIR AFMÆLISKÖKUNA MÍNA! MÁ ÉG... ...SJÁ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. DAGANA 13. og 14. mars var fjöl- skylduhátíðin „Æskan og hesturinn“ haldin í Reiðhöllinni, Víðidal í Reykjavík. Um 4.000 manns komu á alls fjórar sýningar en að þessum at- burði standa sjö hestamannafélög á Faxaflóasvæðinu. Markmið sýninga sem þessara er að kynna gott æsku- lýðsstarf og hvetja ungt fólk til að taka þátt í heilbrigðu tómstunda- starfi. Þessar fjölskylduhátíðir hafa vaxið og dafnað ár frá ári og þátttaka hestaáhugafólks og almennings auk- ist svo að „Æskan og hesturinn“ er að verða ein fjölsóttasta hátíð hesta- manna þar sem börn og unglingar eru í brennidepli. Það hefur verið okkur hestamönnum mikil hvatning hvernig staðið er að þessu sýning- arhaldi, gleði og ánægja skín úr hverju andliti hvort sem litið er á þátttakendur eða áhorfendur. Greinilegt er að börnin og ungling- arnir sem standa að sýningunum hafa nýtt frjóa hugsun við búninga- val og uppsetningu á atriðum og ekki er síður ánægjulegt að sjá hvað hrossin þeirra eru vel hirt. Það er greinilegt að þau telja það ekki eftir sér að eyða tíma í umhirðu þessara vina sinna. Á sama tíma birtist í dagblöðum afar sérkennileg samlíking í auglýs- ingu þar sem verið er að bera saman gæði fartölvu og hests sem ferming- argjafar. Ekki ætla ég að draga í efa gæði fartölvunnar sem fermingar- gjafar en þær verða seint valdar til konungsgjafa. Auglýsingin er ein- staklega klaufaleg og ef textinn er samlesinn kemur í ljós að í saman- burði á innviðum tölvu og hests er Blesi ósköp fátæklegur, á meðan tölvan skemmtir þér í frístundum, hjálpar þér að kynnast nýju fólki og læra nýja hluti. Lýsir þetta best fá- tæklegu ímyndunarafli textahöfund- ar og skilningsleysi hans á sérstöku sambandi sem skapast milli unglings og hests. Það er ýmislegt sem aug- lýsendur leggja sig niður við þegar þeir kynna vörur sínar. Að lokum hvet ég foreldra og að- standendur til að vanda val við ferm- ingargjafir hér eftir sem hingað til. JÓN ALBERT SIGURBJÖRNSSON, formaður Landssambands hestamannafélaga. Furðulegur samanburður Frá Jóni Alberti Sigurbjörnssyni: ÞAÐ gengur svo yfir mig útþrælk- un blaðburðarbarna hjá Frétta- blaðinu fyrir lúsarlaun að ég get ekki orða bundist lengur. Hvert svæði á að taka hvert barn u.þ.b. 1 klst. á dag en sonur minn er að meðaltali rúmlega 2 klst. á dag með 215 blöð. Þetta slyppi ef hann væri bara með Fréttablaðið og engan aukapóst. Fyrir þessa vinnu fær hann ca 16.000 á mán. (heildarlaun) grunn- laun eru um 6.000. Vinkona mín ber út Morgunblað- ið, 45 blöð á dag sem tekur hana 15 mín. Launin eru rúml. 22.000. á mán. Grunnlaun u.þ.b. 17.800. hún fær greitt aukalega fyrir aukablöð, s.s. fasteignablaðið og svo þunga- álag ef Morgunblaðið er sérstak- lega þungt. Orlof fær hún greitt út í einu lagi í maí. Hún ber reyndar líka út um helgar en það skýrir ekki þennan geysilega launamun á milli tveggja blaða. Það má til „gamans“ geta þess að í desember árið 2001 voru laun til blaðbera Fréttablaðsins, í sama hverfi og sonur minn dreifir nú í, 15.394 kr. fyrir dreifingu á Frétta- blaðinu, auglýsingabæklingum og smærri aukablöðum, 3.857 kr. fyrir sjónvarpshandbók, sem var svipuð að stærð og Birta, og stærri auka- blöð, 2.888 kr. og orlof 2.252 kr. Samtals 24.391 kr. Nú veit ég að Verslunarmanna- félag Reykjavíkur er að reyna að fá Fréttablaðið til að gera samning um laun blaðburðarbarnanna en forsvarsmenn þess blaðs bera enda- laust við tímaskorti sökum anna. Hvernig væri nú að við foreldrar, sem erum örugglega flest í ólaun- aðri vinnu hjá Fréttablaðinu fimm morgna í viku, stæðum saman og þrýstum á að Fréttablaðið settist nú niður og semdi um mannsæm- andi laun fyrir „duglegasta fólk“ landsins eins og þeir sjálfir komast að orði. Látum í okkur heyra, hringjum, skrifum og höfum líka samband við Þorgrím hjá Verslun- armannafélagi Reykjavíkur sem er búinn að bíða eftir Fréttablaðs- mönnum síðan í október eða nóv- ember. Mig langar að koma því að hér að lokum að í október sl. keypti Fréttablaðið póstdreifingafyrirtæki hér í borg til að taka á móti auglýs- ingapósti frá fyrirtækjum og koma í dreifingu til blaðburðarbarnanna. Fyrrverandi starfsfólki fyrirtækis- ins sem hafði séð um dreifingu á þessum auglýsingapósti á launum, var sagt upp og nú dreifa börnin okkar þessum pósti launalaust. Ef okkur foreldrum blaðburðar- barnanna er ekki sama þótt börnin okkar séu notuð á þennan hátt þá held ég að það sé löngu kominn tími til að við stöndum saman Eða er okkur kannski sama? HEIÐRÚN ÞÓRA GUNNARSDÓTTIR, Boðagranda 8, Reykjavík. Launamál blað- burðarbarna Fréttablaðsins Frá Heiðrúnu Þóru Gunnarsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.