Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ágúst Karl Guð-mundsson fædd- ist á Efra-Apavatni í Laugardal hinn 16. janúar 1922. Hann lést á heimili sínu Sléttuvegi 13 í Reykjavík 9. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Ásmundsson bóndi á Efra Apa- vatni í Laugardal og orgelleikari í Mos- fellskirkju í Gríms- nesi um árabil, f. 29. mars 1889 í Eyvind- artungu í Laugardal, d. 26. desem- ber 1967, og kona hans Jónína Kristín Þorsteinsdóttir, f. 17. sept- ember 1890 í Stekkholti í Biskups- tungum, d. 20. desember 1963. Ágúst var fjórði í röð sjö systkina og eru þrjú þeirra á lífi, þau eru Arnheiður Lilja, f. 1. júlí. 1920; Valur, f. 31. desember 1925; og Magnús, f. 25. september 1928. Þau sem látin eru voru Jóhanna Kristín, f. 7. apríl 1914, d. 1. ágúst 1995; Þorsteinn, f. 20. september 1916, d. 20. júní 1980; og Ásmund- ur, f. 29. júlí 1918, d. 24. júlí 1971. Hinn 12. maí 1945 kvæntist Ágúst eiginkonu sinni Ástríði Haf- liðadóttur húsmóður, f. 5. ágúst 1926. Ástríður er ættuð úr Reykja- vík. Ágúst Karl og Ástríður hófu búskap sinn í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð, lengst af á Rauðalæk 57, en síðustu árin á Sléttuvegi 13. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Jóna, f. 24. desember 1945, skrifstofumaður. Maður hennar er Helgi Gunnarsson, starfsmaður Orku- stofnunar. Dætur þeirra eru Ástríður Linda, Elín Hlíf og Halldóra. 2) Hafdís, f. 19. mars 1949, kennari. Börn henn- ar eru Rakel, Daníel og Róbert. 3) Guð- mundur Karl, f. 1. apríl 1953, sóknar- prestur. Kona hans er Hjördís Birgis- dóttir, hjúkrunar- fræðingur. Börn þeirra eru Ágúst Karl, Birgir Örn og Auður Hanna. 4) Ástrún Björk, f. 26. maí 1959, aðstoðarútibústjóri. Maður henn- ar er Guðmundur Ásberg Arn- bjarnarson, rafeindavirkjameist- ari. Börn þeirra eru Andri Elvar, Ásta Lára, Davíð Árni og Krist- jana. Langafabörn eru þrjú. Ágúst fór snemma til Reykja- víkur eða átján ára gamall. Hann fór að vinna á bifreiðaverkstæð- inu hjá Agli Vilhjálmssyni, og síð- an, þegar hann fékk meiraprófið, að vinna hjá honum við að keyra strætisvagna. Þá vann hann í mörg ár hjá SVR. Eftir það fór hann að keyra leigubifreið hjá Bæjarleiðum. Hann var einnig í varaliði slökkviliðsins. Árið 1960 var hann svo fastráðinn í Slökkvi- lið Reykjavíkur þar sem hann starfaði fram yfir sjötugt og síðast sem innivarðstjóri. Útför Ágústs Karls fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdafaðir minn Ágúst Karl Guðmundsson lést á heimili sínu 9. mars sl. Það var fyrir tæpum 30 árum að ég fór að venja komur mínar á Rauðalækinn til að hitta kærastann minn og var mér þá vel tekið af þeim hjónum Ágústi og Ástu, sem síðar urðu tengdafor- eldrar mínir. Nú þegar komið er að kveðjustund koma margar minningar og myndir upp í hug- ann. Myndir af Gústa sem alltaf var sístarfandi. Minningar af slökkviliðsmanninum Gústa sem var að fara á vakt hjá slökkviliðinu í Reykjavík í einkennisfötunum sem hann tók sig svo vel út í. Einnig þegar síminn á Rauðalækn- um hringdi eina langa hringingu og hann varð snarlega að fara í út- kall. Minningar þar sem Ásta og Gústi eru upp í sumarbústaðnum sínum við Apavatn að gera snyrti- legt í kringum bústaðinn og síðan er hann kominn í lopapeysuna sína og stígvél á leið út á Apavatn á bátnum sínum, að vitja um netin. Kominn með „aflann“ að landi sem oft var það mikill að hann var seld- ur í fiskbúðum í bænum. Hann var hagleiksmaður á tré og stundaði tréskurð hin seinni ár. Hann skar m.a. út fallegar klukkur og aðra muni og gaf vinum og ætt- ingjum. Í fjölskylduboðum var hann hrókur alls fagnaðar, léttur og kát- ur. Hann hafði ákveðnar skoðanir og fór ekki leynt með þær. Hann var grínisti og gerði grín að mönn- um og málefnum. Hann gat enda- laust talað um pólitík og hafði þar ákveðnar skoðanir. Hann naut sín vel þegar umræðurnar urðu fjör- legar. Þótt hann hafi ekki verið heilsu- hraustur s.l. ár þá var hugurinn skýr allt til síðasta dags og hann hugsaði vel um hana Ástu sína þegar hennar heilsu fór hrakandi. Hann hafði minnst á það nokkrum sinnum að hann væri orðinn þreyttur og helst vildi hann fá að deyja heima og í svefni. Hann fékk þá ósk sína uppfyllta. Hans er nú sárt saknað, en mestur er þó missir Ástu, sem stóð alltaf þétt við hlið hans í tæp 60 ár. Þar sem annað þeirra var, þar var hitt ekki langt undan. Ég kveð tengdaföður minn með þakklæti í huga og sendi Ástu og börnum þeirra, þeim Jónu, Hafdísi, Guðmundi og Ástrúnu og öðrum ættingjum mínar samúðarkveðjur. Hjördís Birgisdóttir. Í dag er til moldar borinn Ágúst Karl Guðmundsson fyrrverandi brunavörður. Hinn 12. maí 1945 kvæntist Ágúst Karl móðursystur minni Ástríði Hafliðadóttur. Var þá hald- ið veglegt systrabrúðkaup, en for- eldrar mínir gengu í hjónaband sama dag. Er ekki hægt að segja annað, þegar litið er um öxl, en að þá hafi mikið gæfuspor verið stig- ið. Ásta og Gústi eignuðust fjögur mannvænleg börn, þau Jónu, Haf- dísi, Guðmund Karl og Ástrúnu. Þegar ég lít um öxl á þessum tímamótum er vissulega margt sem kemur upp í hugann. Einkum þegar litið er til þess að Ásta og Gústi hafa verið hluti af tilveru minni frá því að ég man eftir mér og samskiptin við fjölskyldu þeirra einkar náin og góð. Þau hjónin hafa alla tíð staðið saman og hlúð vel að fjölskyldu sinni. Þau hafa allan sinn búskap búið í Reykjavík, lengst af á Rauðalæk 57, en síðasta áratuginn á Sléttuvegi 13. Þau áttu fallegt heimili þar sem gott var að koma. Þar mætti manni ætíð vel- vilji, hlýja og glaðværð. Gústi var afar vinnusamur og handlaginn maður. Kom það því oft í hans hlut að bjarga ýmsu sem aflaga fór og var hann fús að rétta hjálparhönd. Hin síðari ár fékkst hann mikið við útskurð og hafði unun af. Fallega útskorin klukka prýðir vegg í stofu minni og finnst mér gott að eiga hana til minningar um þennan mæta mann. Ágúst Karl var fæddur og uppal- inn á Efra-Apavatni í Laugardal, sonur mikilla sæmdarhjóna, Guð- mundar Ásmundssonar og Jónínu Kristínar Þorsteinsdóttur. Hann hlaut gott uppeldi og var stoltur af uppruna sínum. Hann flutti ungur að heiman og hóf störf í Reykjavík. Hann fékkst við ýmis störf, t.d. strætisvagnaakstur, leigubifreiða- akstur en lengst af starfaði hann sem brunavörður. Hann sagði ekki að fullu skilið við átthagana því að hann reisti fjölskyldu sinni sum- arbústað við Apavatn á yndislegum stað. Bústaðinn byggði hann sjálf- ur og átti því mörg handtökin þar. Þar naut hann sín vel og var eins og kóngur í ríki sínu. Var gaman að hlusta á hann þegar hann rifjaði upp gamlar minningar úr Laug- ardalnum. Hann hafði mikla ánægju af því að veiða silung í vatninu og þótti mér ekki verra þegar hann kom við heima hjá mér ÁGÚST KARL GUÐMUNDSSON Mér er efst í huga þegar ég skrifa þessi kveðjuorð til Ellu vin- konu minnar hvað hún var alltaf í góðu skapi, bæði sem barn og fullorðin, því ég þekkti hana mjög vel. Foreldrar Elínar eru Pálína Bjarnadóttir og Brynjólfur Karlsson brunavörður. Ella var einkabarn þeirra. Árið 1946 þegar Ella var ELÍN B. BRYNJÓLFSDÓTTIR ✝ Elín BjarneyBrynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 19. september árið 1946. Hún lést á heimili sínu í Seiða- kvísl 36 í Reykjavík hinn 29. febrúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 11. mars. þriggja mánaða, fluttu foreldrar hennar í Sig- tún 47 og bjuggu þar í 19 ár. Við hjónin í Sig- túni 45 áttum dóttur jafngamla Ellu. Þær urðu miklar vinkonur og æska þeirra var mjög fjörug. Þær komu hlaupandi inn um dyrn- ar eins og fiðrildi þegar eitthvað vantaði í mömmuleikinn. Ef ég gat ekki hjálpað þeim þá var bara farið til Pöllu. Það var alveg sama hvar okkar stelpa var því við áttum fiðrildin saman. Svo liðu árin og stöllurnar urðu alltaf sömu vinkonurnar og við hjónin í Sigtúni 45 áttum okkar bestu vini þar sem fjölskylda Ellu var. Ella giftist elskulegum manni, Hirti AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Frágangur afmælis- og minning- argreina Eiginmaður minn, bróðir, mágur og frændi, JÓN ÁRNASON bóndi og harmónikuleikari, Syðri-Á, Ólafsfirði, lést að kvöldi miðvikudagsins 10. mars. Útför hans fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 20. mars kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Ólafsfjarðarkirkju og Krabbameinsfélgið. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ingi Viðar Árnason, Katrín Sigurðardóttir, Árni Helgason, Sigurbjörg Ingvadóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RAGNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Sóltúni 2, Reykjavík, sem lést mánudaginn 15. mars, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Eyjólfur Hauksson, Elsa María Walderhaug, Guðmundur Hauksson, Áslaug B. Viggósdóttir og ömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ARNFRÍÐUR HELGADÓTTIR, dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju föstu- daginn 19. mars kl. 13.30. Helga Haraldsdóttir, Ragnar Jóhannesson, Ingvar Haraldsson, Ásrún Aðalsteinsdóttir, Sigríður Björg Haraldsdóttir, Þorsteinn Friðriksson, Haraldur Ö. Haraldsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Hjörleifur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÚNBOGI ÞORLEIFSSON húsasmíðameistari, Hólagötu 41, Ytri-Njarðvík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mið- vikudaginn 10. mars, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 20. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Einarína Jóna Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU ÁGÚSTSDÓTTUR, (Stellu), Lönguhlíð 3, áður til heimilis í Sigluvogi 16. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks gjörgæsludeildar Landspítala Hringbraut. Tómas Vilhelm Kristinsson, Hulda Hanna Jóhannsdóttir, Sigríður Júlía Wíum Kristinsdóttir, Anna Sigurlaug Wíum Kristinsdóttir, Jón Halldórsson, Hjörtur Vilhelm Wíum Kristinsson, Reynir Páll Wíum Kristinsson, Halldór Þór Wíum Kristinsson, Jenefer Kruskamp Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.