Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 11 HÁLFÁTTRÆÐUR fyrrverandi læknir hefur verið sektaður um 100.000 krónur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á læknalög- um með því að halda áfram að stunda lækningar eftir að hann var sviptur lækningaleyfi haustið 2002. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á starfsstöð sinni stundað lækningar og kallað sig lækni og í því sambandi tekið á móti sjúkling- um og vísað sjúklingum til frekari læknisrannsókna. Jafnframt hafi hann gefið til kynna að hann væri læknir og stundaði lækningar með því að hafa uppi merkingar við starfsstöð sína, þar sem fram kom að hann væri læknir og sérfræðingur í tilgreind- um greinum læknisfræðinnar, þrátt fyrir að hafa verið sviptur leyfi til að stunda lækningar og kalla sig lækni. Maðurinn bar því við að hann hafi ekki stundað lækningar „í víð- asta skilningi“ frá því hann hafi verið sviptur lækningaleyfi. Hafi hann einkum talað við vini og kunn- ingja á læknastofunni sem höfðu haft hann sem lækni áður en til sviptingarinnar kom. Öðrum hafi hann vísað til ann- arra lækna. Bað um blóðrannsóknir Í málinu kom fram að maðurinn hafði skrifað upp á tilvísanir sem hann hafi sent fólk með á blóðrann- sóknardeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss þar sem umbeðnar rannsóknir hafi verið fram- kvæmdar. Afar ótrúverðugur þótti sá framburður hans að hann hafi fyllt út beiðnir um blóðrannsókn meðan hann hafði enn lækninga- leyfi en beiðnirnar ekki borist rann- sóknarstofu fyrr en mörgum mán- uðum eftir að hann hafði fyllt þær út. Í málinu lá jafnframt fyrir að eft- ir að maðurinn var sviptur lækn- ingaleyfi kom hann fyrir dóm og bar vitni sem læknir og sérfræð- ingur. Borgi maðurinn ekki sektina inn- an fjögurra vikna kemur 20 daga fangelsi í staðinn. Hann var og dæmdur til að borga allan sakar- kostnað, þar með talin 120.000 kr. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Dóminn kvað upp Ingveldur Ein- arsdóttir héraðsdómari. Leyfislaus læknir sektaður RÚMLEGA fimmtugur maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbund- ið í tvö ár, í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir kynferðis- brot gegn tveimur 14–15 ára stúlkum. Brotin framdi mað- urinn á veitingastað í Reykja- vík í janúar í fyrra. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum 13–15 ára en ekki þótti fram komin lögfull sönn- un um að hann hafi brotið gegn yngstu stúlkunni. Brot hans gegn tveimur eldri stúlk- unum þóttu sönnuð þrátt fyrir neitun mannsins. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sagði að við ákvörðun refsingar bæri að líta til þess að með brotunum særði maðurinn blygðunar- semi stúlknanna. Vegna ungs aldurs þeirra hafi háttsemi hans verið til þess fallin að hafa dýpri áhrif á þær en ef um fullorðna einstaklinga væri að ræða. Fullnustu refsingar manns- ins var frestað og fellur hún niður eftir tvö ár haldi hann almennt skilorð. Hann var dæmdur til að borga 2/3 hluta sakarkostnaðar, þar með talda 2/3 hluta 180.000 króna máls- varnarlauna skipaðs verjanda síns, en 1/3 hluti sakarkostn- aðar greiðist úr ríkissjóði. Ingveldur Einarsdóttir hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Skilorðs- bundið fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot KRINGLUKAST FIMMTUDAG - SUNNUDAGS Kringlunni - sími 581 2300 Dömur Sumarskyrtur 6.390 nú 1.990 Tveir litir. Sumarjakkar 16.790 nú 8.395 Tveir litir. Herrar Herrajakkar blazer 24.990 nú 12.495 Bómullarbuxur 6.590 nú 3.590. Margir litir. Bómullarbuxur 2 fyrir 1 á 6.590. Nýtt kortatímabil Kringlukast í 18.-21. mars Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlan 8-12, sími 533 1322 Nýjar vörur og mörg góð tilboð Kringlunni - sími 568 1822 Kringlukast Tilboð á sumar- úlpum Við gefum þér afmælisgjöf! 12% afsláttur af öllum vörum Vertu velkomin í afmælið dagana 18., 19. og 20. mars Þar geturðu kynnst m.a.: • Nýju vor- og sumarlitunum frá Lancóme, Helena Rubinstein, Shiseido og YSL. Ráðgjafi frá YSL verður á staðnum. Tímapantanir ef óskað er. • Frábærum sundbolum í stærðum 38-48. • Fjölbreyttu úrvali af WOLFORD sokkabuxum og samfellum. FJÖLMÖRG SPENNANDI TILBOÐ Við hlökkum til að sjá þig! 12 ára Þjónusta og fagmennska í fyrirrúmi Snyrti- og gjafavöruverslun Laugavegi 80, sími 561 1330Laugavegi 46 • sími 561 4465 • Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 • lau. frá kl. 10-16. 3ja daga tilboð í tilefni nýju búðarinnar 15% staðgreiðsluafsláttur af öllum nýjum fatnaði vörurnar eru komnar aftur Hraunbæ 119, (í nýjum verslunarkjarna í Árbæ), sími 567 7776. Útsala útsala - Enn meiri verðlækkun Tilboðsslár - mikið úrval - Erum að taka upp glæsilega micro boli í sumarlitum. Laugavegi 63, sími 551 4422 Stórglæsileg sumarlína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.