Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í minni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda eru nú „damerne först“, my darling. Ný námsleið kynnt Ný og spenn- andi námsleið Háskólaárið 2004–2005 verður ífyrsta sinn boðið upp á nýja námsleið, M.L.I.S. nám (Master of Library and Information Science) í bókasafns- og upplýsingafræðiskor Há- skóla Íslands. Morgunblaðið ræddi við Jóhönnu Gunnlaugsdótt- ur, sjálfan skorarformann- inn. Hún sagði okkur fyrst þetta: „Námið hérlendis er þróað með hliðsjón af til- lögum frá alþjóðlegum samtökum á sviði bóka- safns- og upplýsingafræði. Erlendir háskólar, m.a. í Bretlandi og Bandaríkjun- um, hafa þróað M.L.I.S. nám í samræmi við þessar tillögur. Mastersnámið við H.Í. tekur ennfremur mið af fram- haldsnámi í öðrum skorum í H.Í. og sem dæmi má nefna M.P.A. nám í stjórnmálafræðiskor.“ Segðu okkur nánar frá þessu... „M.L.I.S. námið er til 60 ein- inga og nemendur ljúka 30 eining- um í námskeiðum, 15 einingum í hagnýtu námi og meistaraprófs- verkefni til 15 eininga. Námskeið- in fjalla m.a. um skipulagningu upplýsinga s.s. flokkun, lyklun og skráningu; upplýsingaþjónustu, -leitir og miðlun; mat á upplýsing- um; Internetið, tölvunotkun, vef- lausnir og lýsigögn; hönnun og gerð gagnasafna; skjalastjórn; þekkingarstjórnun; gæðastjórn- un; stjórnun hinna ýmsu safna- tegunda; aðferðafræði og rann- sóknir í bókasafns- og upplýsingafræði. Nánari upplýs- ingar um námið er að finna í Kennsluskrá H.Í. og á heimasíðu http://felags.hi.is.“ – Til hverra höfðar þessi nýja leið? „Þetta er ný og spennandi námsleið á meistarastigi fyrir þá sem sem lokið hafa háskólagráðu í annarri grein en bókasafns- og upplýsingafræði. Þá á ég við nem- endur sem lokið hafa B.A. gráðu í hinum ýmsu greinum hug- og fé- lagsvísinda, B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands eða B.S. gráðu í raungreinum svo að dæmi séu tekin. M.L.I.S. námið gefur þeim, sem hafa sérhæft sig í ein- hverri grein, aukna möguleika á áhugaverðum störfum m.a. til þess að starfa sem bókasafns- og upplýsingafræðingar, skjalastjór- ar, gæðastjórar, þekkingarstjórar og vefstjórar. Segja má að meist- aranámið í bókasafns- og upplýs- ingafræði gefi hinu fyrra háskóla- prófi aukið gildi svo að um munar.“ – Hverju breytir þetta? „Hér áður fyrr var hlutverk sérfræðinga í greininni að skipu- leggja og gera aðgengilegt útgefið efni á bókasöfnum s.s. bækur, tímarit og skýrslur og þess má geta að greinin hefur verið kennd í H.Í. frá árinu 1956. Lengi vel unnu þessir sérfræðingar lang- flestir á bókasöfnum og voru þeir því einfaldlega kallaðir bókasafnsfræðingar og fræðigreinin bóka- safnsfræði. Síðar, eftir að störfin þróuðust, starfsvettvangurinn breyttist og upplýsingar urðu í auknum mæli á rafrænu formi þótti rétt að breyta heiti greinar- innar og gera það meira lýsandi. Hér á landi var því breytt í bóka- safns- og upplýsingafræði en á enskri tungu er mönnum æ tam- ara að nota orðin „information specialist“ eða upplýsingafræð- ingur og „information science“ eða upplýsingafræði. Ég verð því eiginlega að svara því til að bóka- safnsfræði og upplýsingafræði sé í raun einn og sami hluturinn.“ – Er þetta að vekja athygli? „Já og eftir að ný Kennsluskrá H.Í. kom út í byrjun mánaðarins höfum við fengið fjölmargar fyr- irspurnir um námið og fólk er sér- staklega áhugasamt. Það er því mikil eftirspurn eftir náminu og það er aukin eftirspurn eftir fólki með þessa menntun.“ – Hvað með atvinnuhorfur? „Þær eru góðar og sífellt vax- andi eftirspurn er eftir bókasafns- og upplýsingafræðingum í at- vinnulífinu. Stjórnendur fyrir- tækja eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir mikilvægi starfsstéttarinnar við að beisla þekkingu í fyrirtækjum til þess að hana megi nýta á árangursríkan hátt. Fræðigreinin hefur þróast samhliða þróun í upplýsingatækni og þegar upplýsingafræðingar og upplýsingatæknifræðingar vinna saman að verkefnum fæst bestur árangur við að nýta tæknina starf- seminni til framdráttar. Sérfræðingar í fræðigreininni starfa á ýmsum vettvangi. Þeir starfa sem bókasafns- og upplýs- ingafræðingar og stjórnendur á hinum fjölmörgu safnategundum og sem skjalastjórar, gæðastjór- ar, þekkingarstjórar og vefstjórar í fyrirtækjum og stofnunum. Bókasafns- og upplýsingafræð- ingar hafa einnig stofnað ráð- gjafafyrirtæki og veitt fyrirtækj- um og stofnunum ráðgjöf í upplýsingamálum. Rannsóknarvirkni sér- fræðinga í greininni hefur færst í vöxt og æ fleiri bókasafns- og upplýsingafræðingar stunda rannsóknir samhliða öðr- um störfum.“ – Áttu von á góðri aðsókn? „Já, ég á von á mjög góðri að- sókn. Inntökuskilyrði í masters- námið eru að nemendur hafi hlotið að lágmarki meðaleinkunn 7,25 á háskólaprófi. Ætlunin er að taka inn nemendur bæði á vor- og haustmisseri. Umsóknarfrestur á vormisseri rennur út 15. apríl.“ Jóhanna Gunnlaugsdóttir  Jóhanna Gunnlaugsdóttir fæddist í Skeiðháholti, Skeiðum, 1949. B.A. í bókasafns- og upp- lýsingafræði og sagnfræði frá H.Í., M.Sc. frá Háskólanum í Wales í stjórnun og rekstri. Leggur stund á doktorsnám við Háskólann í Tampere, Finnlandi. Starfar sem lektor og skorar- formaður í bókasafns- og upplýs- ingafræði við H.Í. og er ráðgjafi hjá Gangskör sf., ráðgjafafyrir- tæki í upplýsingamálum. Eigin- maður er Árni Árnason rekstr- arhagfræðingur og börn þeirra Gunnlaugur og Halla. Ég á von á mjög góðri aðsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.