Morgunblaðið - 18.03.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 18.03.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í minni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda eru nú „damerne först“, my darling. Ný námsleið kynnt Ný og spenn- andi námsleið Háskólaárið 2004–2005 verður ífyrsta sinn boðið upp á nýja námsleið, M.L.I.S. nám (Master of Library and Information Science) í bókasafns- og upplýsingafræðiskor Há- skóla Íslands. Morgunblaðið ræddi við Jóhönnu Gunnlaugsdótt- ur, sjálfan skorarformann- inn. Hún sagði okkur fyrst þetta: „Námið hérlendis er þróað með hliðsjón af til- lögum frá alþjóðlegum samtökum á sviði bóka- safns- og upplýsingafræði. Erlendir háskólar, m.a. í Bretlandi og Bandaríkjun- um, hafa þróað M.L.I.S. nám í samræmi við þessar tillögur. Mastersnámið við H.Í. tekur ennfremur mið af fram- haldsnámi í öðrum skorum í H.Í. og sem dæmi má nefna M.P.A. nám í stjórnmálafræðiskor.“ Segðu okkur nánar frá þessu... „M.L.I.S. námið er til 60 ein- inga og nemendur ljúka 30 eining- um í námskeiðum, 15 einingum í hagnýtu námi og meistaraprófs- verkefni til 15 eininga. Námskeið- in fjalla m.a. um skipulagningu upplýsinga s.s. flokkun, lyklun og skráningu; upplýsingaþjónustu, -leitir og miðlun; mat á upplýsing- um; Internetið, tölvunotkun, vef- lausnir og lýsigögn; hönnun og gerð gagnasafna; skjalastjórn; þekkingarstjórnun; gæðastjórn- un; stjórnun hinna ýmsu safna- tegunda; aðferðafræði og rann- sóknir í bókasafns- og upplýsingafræði. Nánari upplýs- ingar um námið er að finna í Kennsluskrá H.Í. og á heimasíðu http://felags.hi.is.“ – Til hverra höfðar þessi nýja leið? „Þetta er ný og spennandi námsleið á meistarastigi fyrir þá sem sem lokið hafa háskólagráðu í annarri grein en bókasafns- og upplýsingafræði. Þá á ég við nem- endur sem lokið hafa B.A. gráðu í hinum ýmsu greinum hug- og fé- lagsvísinda, B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands eða B.S. gráðu í raungreinum svo að dæmi séu tekin. M.L.I.S. námið gefur þeim, sem hafa sérhæft sig í ein- hverri grein, aukna möguleika á áhugaverðum störfum m.a. til þess að starfa sem bókasafns- og upplýsingafræðingar, skjalastjór- ar, gæðastjórar, þekkingarstjórar og vefstjórar. Segja má að meist- aranámið í bókasafns- og upplýs- ingafræði gefi hinu fyrra háskóla- prófi aukið gildi svo að um munar.“ – Hverju breytir þetta? „Hér áður fyrr var hlutverk sérfræðinga í greininni að skipu- leggja og gera aðgengilegt útgefið efni á bókasöfnum s.s. bækur, tímarit og skýrslur og þess má geta að greinin hefur verið kennd í H.Í. frá árinu 1956. Lengi vel unnu þessir sérfræðingar lang- flestir á bókasöfnum og voru þeir því einfaldlega kallaðir bókasafnsfræðingar og fræðigreinin bóka- safnsfræði. Síðar, eftir að störfin þróuðust, starfsvettvangurinn breyttist og upplýsingar urðu í auknum mæli á rafrænu formi þótti rétt að breyta heiti greinar- innar og gera það meira lýsandi. Hér á landi var því breytt í bóka- safns- og upplýsingafræði en á enskri tungu er mönnum æ tam- ara að nota orðin „information specialist“ eða upplýsingafræð- ingur og „information science“ eða upplýsingafræði. Ég verð því eiginlega að svara því til að bóka- safnsfræði og upplýsingafræði sé í raun einn og sami hluturinn.“ – Er þetta að vekja athygli? „Já og eftir að ný Kennsluskrá H.Í. kom út í byrjun mánaðarins höfum við fengið fjölmargar fyr- irspurnir um námið og fólk er sér- staklega áhugasamt. Það er því mikil eftirspurn eftir náminu og það er aukin eftirspurn eftir fólki með þessa menntun.“ – Hvað með atvinnuhorfur? „Þær eru góðar og sífellt vax- andi eftirspurn er eftir bókasafns- og upplýsingafræðingum í at- vinnulífinu. Stjórnendur fyrir- tækja eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir mikilvægi starfsstéttarinnar við að beisla þekkingu í fyrirtækjum til þess að hana megi nýta á árangursríkan hátt. Fræðigreinin hefur þróast samhliða þróun í upplýsingatækni og þegar upplýsingafræðingar og upplýsingatæknifræðingar vinna saman að verkefnum fæst bestur árangur við að nýta tæknina starf- seminni til framdráttar. Sérfræðingar í fræðigreininni starfa á ýmsum vettvangi. Þeir starfa sem bókasafns- og upplýs- ingafræðingar og stjórnendur á hinum fjölmörgu safnategundum og sem skjalastjórar, gæðastjór- ar, þekkingarstjórar og vefstjórar í fyrirtækjum og stofnunum. Bókasafns- og upplýsingafræð- ingar hafa einnig stofnað ráð- gjafafyrirtæki og veitt fyrirtækj- um og stofnunum ráðgjöf í upplýsingamálum. Rannsóknarvirkni sér- fræðinga í greininni hefur færst í vöxt og æ fleiri bókasafns- og upplýsingafræðingar stunda rannsóknir samhliða öðr- um störfum.“ – Áttu von á góðri aðsókn? „Já, ég á von á mjög góðri að- sókn. Inntökuskilyrði í masters- námið eru að nemendur hafi hlotið að lágmarki meðaleinkunn 7,25 á háskólaprófi. Ætlunin er að taka inn nemendur bæði á vor- og haustmisseri. Umsóknarfrestur á vormisseri rennur út 15. apríl.“ Jóhanna Gunnlaugsdóttir  Jóhanna Gunnlaugsdóttir fæddist í Skeiðháholti, Skeiðum, 1949. B.A. í bókasafns- og upp- lýsingafræði og sagnfræði frá H.Í., M.Sc. frá Háskólanum í Wales í stjórnun og rekstri. Leggur stund á doktorsnám við Háskólann í Tampere, Finnlandi. Starfar sem lektor og skorar- formaður í bókasafns- og upplýs- ingafræði við H.Í. og er ráðgjafi hjá Gangskör sf., ráðgjafafyrir- tæki í upplýsingamálum. Eigin- maður er Árni Árnason rekstr- arhagfræðingur og börn þeirra Gunnlaugur og Halla. Ég á von á mjög góðri aðsókn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.