Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Glasgow 14.490 kr. London 16.900 kr. Kaupmhöfn 16.900 kr. Hamborg 16.900 kr. Berlín 16.900 kr. Nýr netsmellur BALDVIN TIL NOREGS Fjölveiðiskipið Baldvin Þor- steinsson EA 10 komst á flot aðfara- nótt miðvikudags eftir umfangs- miklar björgunaraðgerðir í Meðallandsfjöru undangengna viku. Baldvin er með laskað stýri og bilaða kúplingu og er á leið í slipp í Noregi. Ekki þurfti að losa olíu úr skipinu til að létta það fyrir björgun af strand- stað. Mannfall í Bagdad Tuttugu og átta manns biðu bana og fjörutíu og einn til viðbótar særð- ist þegar sprengja sprakk við hótel í Bagdad, höfuðborg Íraks. Talið er að um bílsprengju hafi verið að ræða. Flestir hinna látnu eru taldir hafa verið arabar en í þeirra hópi voru þó einnig nokkrir Vest- urlandabúar. Lík drengsins krufið Rannsókn á tildrögum þess að drengur á tólfta ári lést af völdum voðaskots á mánudagskvöld miðar vel. Rannsóknin hefur m.a. staðfest að um óhapp var að ræða sem leiddi til þess að slysaskot hljóp úr byss- unni og lenti í höfði drengsins. Lík hans hefur verið krufið og er beðið niðurstöðu krufningar. Verið er að staðfesta frásagnir um það hvenær byssan komst í hendur drengjanna, og einnig hvar, hvernig og hvenær hún hafi verið notuð eftir að það gerðist. Róstusamt í Kosovo Tíu manns biðu bana í átökum stríðandi fylkinga í borginni Mitrov- ica í Kosovo í gær. Ófriðlegt var um að litast víðar í héraðinu og mikil spenna er nú hlaupin í samskipti Albana og Serba í Kosovo. 250 manns slösuðust í átökunum í gær, þ.á m. erlendir friðargæsluliðar sem reyndu að halda stríðandi fylkingum aðskildum. Reykjavík Rapid hófst í gær Eitt sterkasta atskákmót sem haldið hefur verið hér á landi, Reykjavík Rapid, hófst í gær með undankeppni sem raðaði kepp- endum í styrkleikaröð fyrir útslátt- arkeppnina sem hefst í dag. Gary Kasparov og Anatoly Karpov tefldu í gær og endaði viðureign þeirra með jafntefli. Athygli vakti að norska undrabarnið, hinn 13 ára Magnus Carlsen, sigraði í skák sinni við Karpov. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Viðhorf 38 Erlent 14/16 Minningar 38/43 Höfuðborgin 19 Kirkjustarf 43 Akureyri 24 Skák 45 Austurland 26 Bréf 52 Suðurnes 27 Dagbók 54/55 Listir 28/29 Fólk 60/65 Neytendur 30 Bíó 63/65 Daglegt 32/33 Ljósvakamiðlar 66 Forystugrein 34 Veður 67 * * * ÍSLENSKUR stórþorskur veiddur út af Snæfellsnesi komst á mánu- dag í heimsmetabók Guinness sem hluti af stærsta skammti sögunnar af fiski og frönskum. Að sögn Magnúsar Gústafssonar, forstjóra Icelandic USA, dótturfélags SH, vaknaði sú hugmynd í tengslum við sjávarútvegssýninguna Boston Sea- food að vekja athygli á þorskinum sem afbragðsgóðum matfiski. Þeg- ar skipverjar á Olla SH 375 föng- uðu risaþorsk út af Snæfellsnesi var fiskurinn sendur rakleitt vestur um haf. Mettilraunin fór fram á þekktum írskum pöbb í Boston, Svörtu rós- inni, sem boðið hefur gestum upp á íslenskan fisk um langa hríð. Fisk- urinn var flakaður og flökin lögð saman og þeim velt upp úr deigi. Síðan voru flökin steikt í risastór- um djúpsteikingarpotti og er þau voru dregin upp vógu þau 34,2 pund. Bætt var við frönskum kart- öflum samkvæmt sérstakri formúlu frá Guinness, og vógu þær 43,5 pund. Samtals vó þessi risa- skammtur af „fish and chips“ því 77,7 pund. Gamla metið var sett í S-Afríku í fyrra, 72 pund. „Þetta var nú fyrst og fremst til gamans gert en vakti reyndar mikla athygli sjónvarps og blaða. Það voru nærri 100 manns á veit- ingahúsinu og borðaði fólkið mat- inn með bestu lyst og hafði á orði hve fiskurinn bragðaðist ein- staklega vel,“ sagði Magnús. Golþorskur í heimsmetabók Ljósmynd/Örvar Ólafsson Magnús Gústafsson, Michael Glynn, Ron Sasiela og Árni M. Mathiesen gæða sér á metmáltíðinni. GREINING Íslandsbanka hvetur íbúðakaupendur til að fresta lántök- um fram yfir 1. júlí, en þá er fyr- irhugað að peningalánakerfi taki við af húsbréfakerfinu í tengslum við fasteignaviðskipti. Formaður Félags fasteignasala undrast þessar ráð- leggingar Greiningar ÍSB. Hann segir að ekki sé annað hægt en setja spurningarmerki við þær. Í Markaðsyfirliti Greiningar ÍSB í gær segir að útlit sé fyrir að vextir af peningalánum Íbúðalánasjóðs verði lægri en nú er í húsbréfakerfinu. Því sé hagstæðara fyrir íbúðakaupendur að bíða fram yfir 1. júlí með lántökur hjá Íbúðalánasjóði vegna íbúða- kaupa miðað við ávöxtunarkröfu á markaði í dag. Greining ÍSB segir hins vegar að vextir af hinum nýju lánum muni þrýstast upp á síðari hluta þessa árs, því búast megi þá við auknu framboði íbúðabréfa, sem Íbúðalánasjóður mun gefa út til að fjármagna húsnæðislánin. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segist ekki geta annað en verið sammála því sem Greining ÍSB segir, að fast- eignaverð eigi eftir að hækka. „Að ganga út frá því að þá sé heppilegra að bíða hlýtur að stafa af því að Greining ÍSB gengur út frá því að yf- irverðið á húsbréfunum nýtist kaup- endunum ekki. Það er röng ályktun,“ segir Björn Þorri.  Greining ÍSB/C5 Formaður Félags fasteignasala Undrast ráð um að fresta lántökum DRENGURINN sem lést eftir að hann varð fyrir voðaskoti á mánu- dagskvöld hét Ásgeir Jónsteinsson til heimilis á Haga á Selfossi. Hann var tæplega tólf ára gamall, fæddur 21. apríl 1992. Drengurinn sem lést KOLMUNNAKVÓTI Íslendinga á þessu ári verður 54 þúsund tonnum minni en á síðasta ári. Sjávarútvegsráðuneytið ákvað í gær leyfilegt heildarveiðimagn fyrir út- hafskarfa og kolmunna á árinu 2004. Íslenskum skipum verður á árinu 2004 heimilt að veiða 493 þúsund tonn en heild- arkvóti síðasta árs var 547 þúsund tonn. Heildarkolmunnaafli síðasta árs var um 502 þúsund tonn, meiri en nokkru sinni áð- ur. Varlega áætlað nemur útflutningsverð- mæti 493 þúsund tonna af kolmunna um 7 milljörðum króna. Íslensk skip hafa ekki stundað neinar kolmunnaveiðar það sem af er árinu. Strandríki við Norður-Atlantshaf hafa árangurs- laust reynt að ná samkomulagi um skiptingu veiði- heimilda úr kolmunnastofninum. Hafa ríkin ákveðið einhliða kvóta úr stofninum og hef- ur afli ítrekað farið langt fram úr ráðgjöf fiskifræðinga. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu var kvóti Íslands að þessu sinni miðaður við þann kvóta sem önnur ríki hafa ákveðið á árinu en þau hafa flest skert kvóta sína frá fyrra ári. Úthafskarfakvóti Íslendinga á árinu verður 55 þúsund tonn eða sá sami og á síð- asta fiskveiðiári. Veiðiheimildir fyrir út- hafskarfa skiptast á tvö veiðisvæði og er heimilt að veiða 45 þúsund tonn á innra svæðinu en 10 þúsund tonn á því ytra. Er sú skipan óbreytt frá síðasta ári. Veiðar á úthafskarfa og kolmunna eru háðar leyfum Fiskistofu en rétt til veiða eiga þau skip sem aflaheim- ildir hafa í þessum tegundum. Kolmunnakvótinn minnkar talsvert                       MAÐUR var fluttur á slysadeild Landspítala eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á Eyrarbakkavegi seinnipart dags í gær. Ökumenn voru einir í bílunum. Áreksturinn varð með þeim hætti að annar bíllinn ók í veg fyrir hinn þar sem hann ók eftir Eyrarbakkavegi. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir. Árekstur á Eyrarbakkavegi RÚMLEGA þrítugur karlmaður var dæmdur í hálfs árs fangelsi í gær fyrir þrjár líkamsárásir gegn tveim- ur konum um þrítugt, en önnur var um tíma sambýliskona hans og hin unnusta. Vegna óútskýrðs dráttar á rannsókn málanna hjá lögreglu var fullnustu fjögurra mánaða af refs- ingunni frestað um þrjú ár. Maðurinn var dæmdur til að greiða annarri konunni sem hann gekk tvisvar í skrokk á 200.000 krón- ur í miskabætur með vöxtum og dráttarvöxtum frá í apríl 2002. Hann var og dæmdur til að borga allan sakarkostnað málsins, þar með talin 200.000 króna málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns og 100.000 króna þóknun réttargæslumanns brotaþol- enda. Dómari við Héraðsdóm Reykja- víkur segir að árásir mannsins hafi verið endurteknar og tilefnislausar. Í fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.