Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 58
ÍÞRÓTTIR 58 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT BJARNI Guðjónsson skoraði tvívegis fyrir Cov- entry í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gær- kvöld er liðið lagði Preston 4:1 á heimavelli. Lið- in voru jöfn að stigum fyrir leikinn með 52 stig en með sigrinum er Coventry enn í 10. sæti deild- arinnar. Bjarni skoraði strax á 2. mínútu og bætti við öðru marki á 28. mínútu en áður höfðu félagar hans, Michael Doyle og Gary McSheffrey, bætt við mörkum á 8. og 11. mínútu. Bjarni lagði upp markið sem Doyle skoraði. Fyrra markið sem Bjarni skoraði var skot af um 20 metra færi sem fór efst í markvinkilinn og það síðara var skalla- mark þar sem Bjarni fékk sendingu frá Julian Joachim en íslenski landsliðsmaðurinn hefur nú skorað 5 mörk fyrir Coventry frá því að hann var lánaður til félagsins frá þýska 1. deildarlið- inu Bochum. Coventry hefur skorað átta mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins á heimavelli. Bjarni með tvö og lagði upp eitt Bjarni Guðjónsson hefur leikið vel með liði Coventry í ensku 1. deildinni. REAL Zaragoza gerði sér lítið fyrir og sigraði stjörnum prýtt lið Real Madrid í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í Barce- lona í gærkvöldi. Staðan eftir venjulegan leik- tíma var jöfn, 2:2, en úrslitin réðust í síðari hálf- leik framlengingarinnar þegar varamaðurinn Luciano Galletti skoraði fyrir Zaragoza. David Beckham kom Real Madrid yfir með glæsimarki beint úr aukaspyrnu en Dani Garcia og David Villa svöruðu fyrir Zaragoza áður en fyrri hálf- leikur var allur. Roberto Carlos jafnaði metin úr aukaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en Argent- ínumaðurinn Galletti reyndist hetja Zaragoza í framlengingunni þegar hann skoraði með skoti af löngu færi sem Cesar, markvörður Real Madr- id, hefði átt að ráða við. Real Madrid, sem stefndi að því að vinna þrefalt í ár, hefur ekki unnið bik- arinn í 11 ár eða frá því liðið sigraði Zaragoza í úrslitum 1993. Þetta var þriðji bikarmeistaratit- ill Zaragoza á síðustu 10 árum. Zaragoza bikarmeistari Aðalfundur hjá Grindvíkingum Framhaldsaðalfundur Grindvískrar knatt- spyrnu, GK99, verður haldinn fimmtudag- inn 25. mars á bæjarskrifstofum Grindavík- urbæjar. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf og málefni knattspyrnunnar í Grindavík í nútíð og framtíð. FÉLAGSLÍF HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Vestmannaeyjar: ÍBV - Grótta/KR .....19.15 KÖRFRUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, úrslitakeppni, undanúr- slit, annar leikur: DHL-höllin: KR - ÍS .............................19.15 1. deild karla, úrslitaleikur um sigur í deildinni: Borgarnes: Skallagrímur - Fjölnir ......19.15 ÍSHOKKÍ Heimsmeistarakeppnin, 3. deild, leikið í Skautahöllinni í Laugardal: Mexíkó - Tyrkland.................................16.30 Ísland - Armenía.........................................20 Í KVÖLD KÖRFUKNATTLEIKUR Grindavík - Keflavík 65:62 Íþróttahúsið í Grindavík, undanúrslit 1. deildar kvenna, annar leikur, miðvikudag- inn 17. mars 2003. Gangur leiksins: 7:4, 13:8, 15:12, 22:17, 31:27, 32:31, 36:36, 45:40, 47:43, 56:51, 61:51, 63:61, 65:62. Stig Grindavíkur: Kesha Tardy 31, Sólveig Gunnlaugsdóttir 12, Ólöf Helga Pálsdóttir 12, Erna Rún Magnúsdóttir 5, Jovana L. Stefánsdóttir 3, Petrúnella Skúladóttir 2. Fráköst: 32 í vörn - 10 í sókn. Stig Keflavíkur: Erla Þorsteinsdóttir 11, Birna Valgarðsdóttir 9, Erla Reynisdóttir 9, Anna María Sveinsdóttir 8, Marín Karls- dóttir 6, Bryndís Guðmundsdóttir 6, Svava Stefánsdóttir 5, María Erlingsdóttir 4, Rannveig Randversdóttir 4. Fráköst: 28 í vörn – 12 í sókn. Villur: Grindavík 22, Keflavík 21. Dómarar: Eggert Aðalsteinsson og Erling- ur Snær Erlingsson. Áhorfendur: Um 170.  Staðan, 1:1, og liðin leika oddaleik í Keflavík annað kvöld. KNATTSPYRNA Deildabikar kvenna Efri deild: Valur - FH................................................. 8:1 Nína Ósk Kristinsdóttir 3, Dóra María Lár- usdóttir 2, Dóra Stefánsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir, Vilborg Guðlaugsdóttir - Sif Atladóttir. England Úrvalsdeild: Liverpool - Portsmouth ................................ Dietmar Haman 6., Michael Owen 28., 58. - 34,663. 1. deild: Coventry - Preston................................... 4:1 West Ham - Crewe....................................4:2 Nottingham Forest - Burnley..................1:1  Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Forest. 2. deild: Sheffield Wed. - Bournemouth ............... 0:2 Swindon - Grimsby................................... 2:0 Blackpool - Brentford .............................. 1:1 Chesterfield - Brighton ........................... 0:2 Colchester - Wycombe............................. 1:1 Hartlepool - Stockport............................. 2:2 Oldham - Barnsley ................................... 1:1 Plymouth - Peterborough........................ 2:0 Port Vale - Luton...................................... 1:0 QPR - Wrexham ....................................... 2:0 Rushden & D. - Notts County................. 2:1 Ítalía Bikarkeppnin, fyrri úrslitaleikur: Juventus - Lazio....................................... 0:2 Stefano Fiore 59., 80. Þýskaland Bikarkeppnin, undanúrslit: Aachen - Mönchengladbach .................... 1:0  aachen mætir Bremen í úrslitum. Frakkland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Nantes - Rennes ....................................... 3:2 Mónakó - Chateauroux ............................ 0:1 HANDKNATTLEIKUR Leik Aftureldingar og Selfoss vantaði í stöðuna í 1. deild karla í blaðinu í gær. Rétt er hún þannig: ÍBV 8 7 1 0 263:204 15 FH 9 7 0 2 271:238 14 Víkingur 9 5 1 3 265:231 11 Selfoss 9 5 0 4 266:260 10 Þór 8 3 0 5 210:247 6 Afturelding 9 2 0 7 213:247 4 Breiðablik 8 0 0 8 212:273 0 Þýskaland Kiel - Wilhelmshavener ....................... 35:22 Valur sagði við Morgunblaðið aðnúgildandi reglur um launaþak og fjölda erlendra leikmanna væru stórhættulegar fyrir íslenskan körfuknattleik og einungis gerðar til þess að brjóta þær. „Íslenskur körfubolti verður að snúast um Íslendinga, og markmiðið á að vera að gera íslenska körfu- boltamenn betri. Það gerist ekki á þennan hátt og þróunin á þessu tímabili er mjög slæm. Liðin ná sér í þrjá bandaríska leikmenn og það er ætlast til þess að þeir skori allir mik- ið og séu bestu menn liðanna, annars eru þeir reknir. Það sér hver maður að ef þrír Kanar skora yfir 20 stig, þá er ekki mikið eftir handa Íslending- unum, sem þar með eru komnir í al- gjör aukahlutverk, draga sig til baka, og taka ekki neinum framför- um.“ Valur er af þeirri kynslóð ís- lenskra körfuknattleiksmanna sem upplifði það að erlendir leikmenn voru bannaðir um nokkurt skeið og segir að það hafi verið heillaspor. Sjálfur skoraði hann hvað eftir ann- að 25-40 stig í leik. „Við íslensku leik- mennirnir þurftum að taka á okkur ábyrgð og gerðum það, en það fá okkar leikmenn ekki í dag. Ég tel að eina leiðin til að snúa þessari þróun sé að banna útlendingana alveg, eða þá að reglur um bandaríska leik- menn verði á þann veg að þeir séu minnst tveggja metra háir. Það sem íslenskir körfuknattleikmenn þurfa að læra er að spila með og á móti stórum leikmönnum. Okkur er farið að vanta bakverði því flest liðin eru komin með ameríska bakverði og það er lítið pláss fyrir Íslendingana, sem hafa ekki gaman af sínum hlut- verkum. Þetta er stórhættulegt til framtíðar og verður að breytast og vonandi bera menn gæfu til þess að hætta þessu bulli,“ sagði Valur. „Aðeins leyfa einn tveggja metra Bandaríkjamann“ „ÞAÐ á helst að banna alveg útlendinga í íslenskum körfuknattleik, og ef leyfa á liðum að vera með einn bandarískan leikmann í sínum liðum á hann að vera minnst tveggja metra hár. Þetta er skoðun Vals Ingimundarsonar, eins reyndasta körfuboltamanns Íslands fyrr og síðar sem í fyrrakvöld stýrði liði Skallagríms upp í úrvalsdeildina. Skallagrímur lék samfleytt í úr-valsdeild frá árinu 1991, þar til liðið féll þaðan síðasta vor. Reyndar féllu Borgnesingar líka vorið 2002 en héldu síðan sæti sínu eftir að Þór frá Ak- ureyri hætti við þátt- töku í úrvalsdeildinni árið eftir. Valur Ingimundarson, einn reynd- asti körfuknattleiksmaður landsins, er að ljúka sínu öðru tímabili sem þjálfari Skallagríms en hann hefur jafnframt leikið með liðinu þó hann sé orðinn 42 ára. Val þarf vart að kynna fyrir körfuknattleiksáhugamönnum því hann er einhver sigursælasti leik- maður landsins en í haust eru 25 ár síðan hann lék fyrst með Njarðvík í úrvalsdeildinni, þá 17 ára gamall. Hann er stigahæsti leikmaður úrvals- deildar frá upphafi með 7.355 stig og hefur skorað þar 730 stigum meira en næsti maður, Guðjón Skúlason. Valur sagði við Morgunblaðið í gær að hann væri að vonum ánægður með tímabilið fyrir hönd Borgnesinga. „Markmið okkar frá byrjun var að endurheimta úrvalsdeildarsætið, enda vilja Borgnesingar vera þar og hvergi annars staðar. Við töpuðum fyrir Val í fyrsta leik en unnum síðan 16 leiki í röð og vorum þá búnir að vinna deildina, og síðan náðum við að sigra Ármann/Þrótt í báðum leikjun- um. Nú eigum við aðeins eftir að spila við Fjölni um sigurinn í deildinni, sem í sjálfu sér skiptir ekki öllu máli, en þar er þó bikar og meistaratitill í húfi, sem við ætlum okkur að sjálf- sögðu að ná í.“ Valur segir að 1. deildin hafi verið sterkari í vetur en oft áður. „Já, hún var ágæt, og það var alls ekki leið- inlegt að spila í henni. Framfarirnar eru talsverðar og ég tel að Skalla- grímur, Fjölnir, Valur og Ármann/ Þróttur hefðu ekki verið í vandræð- um með að spila í úrvalsdeildinni með þrjá Kana innanborðs eins og tíðk- aðist þar í vetur. Fjölnismenn eru með ungt og efnilegt lið sem er vel að því komið að fara upp í úrvalsdeild- ina. Það er mjög erfitt að eiga við þá þegar þeir komast yfir í leikjum, en vegna reynsluleysisins lenda þeir að sama skapi í vandræðum þegar þeir eru undir.“ Hverjir eru möguleikar Skalla- gríms í úrvalsdeildinni til framtíðar? „Borgarnes er mikill körfubolta- bær, sem sést vel á því að við fengum 200–300 manns á leikina í vetur, sem er betra en hjá mörgum liðum í úr- valsdeild. Borgnesingar eru stoltir af sínu körfuboltaliði en til að spjara sig í úrvalsdeildinni þarf að styrkja liðið. Best væri að fá okkar leikmenn til baka, eins og Hlyn Bæringsson og Hafþór Gunnarsson sem fóru í Snæ- fell fyrir þetta tímabil, og fá frekari liðsstyrk. Það sem helst þarf að laga í Borgarnesi er að bæta starfið í yngri flokkunum því það koma ekki nógu margir efnilegir leikmenn upp úr þeim.“ Verður þú áfram þjálfari liðsins næsta vetur? „Það er algjörlega óráðið og verður ekkert rætt fyrir en tímabilinu er endanlega lokið. Ég vinn í Reykjavík, þjálfa í Borgarnesi og fjölskyldan er á Sauðárkróki, svo þetta er dálítið snúið. En ég bíð með allar ákvarðanir um mína framtíð fram á vorið,“ sagði Valur Ingimundarson. Valur Ingimundarson stýrði Skallagrími úr Borgarnesi upp í úrvalsdeildina á ný „Borgnesingar eru stoltir af sínu körfuboltaliði“ Morgunblaðið/Ásdís Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Skallagríms. BORGNESINGAR eiga lið í fremstu röð í körfuboltanum á nýjan leik. Skallagrímur endurheimti úrvalsdeildarsætið í fyrrakvöld eftir eins árs fjarveru með því að sigra Ármann/Þrótt í öðrum leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar og þar með var ljóst að Skallagrímur færi upp ásamt Fjölni, sem vann Val öðru sinni kvöldið áður. Leikurinn í Laugardalshöllinni endaði 85:82, Borgnesingum í hag, en þeir unnu fyrri leikinn á heimavelli sínum með yfirburðum, 104:61. Úrslita- leikur Skallagríms og Fjölnis um meistaratitil 1. deildar fer fram í Borgarnesi í kvöld klukkan 19.15. Eftir Víði Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.