Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Patreksdagurinn | Fánar voru dregnir
að húni á flaggstöngum Patreksfirðinga í
gær. Tilefnið var Patreksdagurinn, þjóðhá-
tíðardagur Íra og gleðidagur
Patreksfirðinga.
Patreksdagurinn er hald-
inn hátíðlegur til heiðurs
heilögum Patreki, kynngi-
mögnuðum guðsmanni sem
oft komst í hann krappan,
eins og segir á vef Vesturbyggðar. Land-
námsmenn kölluðu fjörðinn eftir bisk-
upnum helga á Suðureyjum og nafnið færð-
ist síðar yfir á þorpið.
Vesturbyggð bauð til samverustundar,
kaffi og konfekts í Félagsheimili Patreks-
fjarðar í gærkvöld þar sem meðal annars
voru fjölbreytt tónlistaratriði. Þá voru
verslanir og þjónustufyrirtæki með ýmis
tilboð.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Hitaveita í Blönduhlíð | Hreppsnefnd
Akrahrepps hefur átt í viðræðum við
Skagafjarðarveitur ehf. um lagningu hita-
veitu í Akrahrepp, milli Flugumýrar og
Uppsala.
Málið hefur verið til umræðu í stjórn
Skagafjarðarveitna ehf. í vetur, síðast í
byrjun þessa mánaðar og hreppsnefnd-
armenn komið til viðræðna við stjórnina.
Gerðir hafa verið arðsemisútreikningar og
náðst hefur samkomulag um skiptingu
kostnaðar við framkvæmdina.
Akrahreppur mun áfram vinna að mál-
inu, var bókað á fundi í stjórn Skagafjarð-
arveitna.
Framkvæmdir | Gerðar verða lagfæringar
á félagsheimilunum í Kiðagili, Ljósvetn-
ingabúð og Breiðumýri. Kemur þetta fram í
greinargerð með fjárhagsáætlun Þingeyj-
arsveitar sem birt er á vef sveitarfélagsins.
Á árinu verður unnið að hönnun nýrra
sundlaugarmannvirkja við Stórutjarnaskóla
en sundlaugin þar er úr sér gengin og þörf á
heitum potti og annarri aðstöðu. Áður hefur
verið sagt frá framkvæmdum við nýja sund-
laug á Laugum. Í greinargerðinni segir að
framkvæmdir við laugarnar hafi mikla þýð-
ingu fyrir skólastarf í Þingeyjarsveit og
íbúa. Einnig fyrir landsvæðið allt vegna
þeirra möguleika sem þær skapi fyrir ferða-
fólk.
Einar Bragi, skáldog vinur Rauf-arhafnar, hefur
efnt til ljóða- og ritgerða-
samkeppni meðal grunn-
skólabarna á Raufarhöfn,
að því er fram kemur á vef
hreppsins.
Nemendur geta valið
um þrjár yfirskriftir verka
sinna en það er í fyrsta
lagi Þorpið mitt, Rauf-
arhöfn, í öðru lagi Rauf-
arhafnarbúinn og í þriðja
lagi Raufarhöfn eftir
fimmtán ár, árið 2019.
Yngstu börnin eiga að
skila ljóðum en þau eldri
ritgerðum eða skáldsög-
um.
Skiladagur er 30. apríl
og verða úrslit kynnt við
hátíðlega athöfn í félags-
heimilinu 13. maí næst-
komandi. Þá munu verð-
launahafar lesa upp verk
sín og taka við pen-
ingaverðlaunum og allir
þátttakendur fá við-
urkenningu og góðgæti í
boði Einars Braga.
Samkeppni
Akranes | Veðrið hefur
leikið við Skagamenn sem
og aðra að undanförnu. Á
slíkum dögum velja
margir að ganga með-
fram strandlengjunni þar
sem Langisandur og
íþróttasvæðið við Jað-
arsbakka renna saman í
útivistarsvæði. Guðjón
Guðmundsson, Guðrún
Ellertsdóttir, Bjarni Að-
alsteinsson og Friðný Ár-
mann nutu veðurblíð-
unnar á göngu sinni á
þriðjudag líkt og svo
margir aðrir, enda vor í
lofti.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Veðurblíða á Skaganum
Það liggur ekki alltafljóst fyrir hveryrkir vísur, jafnvel
ekki fyrir höfundinum.
Jón Helgason skrifaði á
eintak af bók sinni, Úr
landsuðri, sem síðan var
seld á uppboði á Íslend-
ingafundi í Höfn:
Ef opna ég þetta yrkingakver
með andfælum við ég hrekk.
Hvort er þetta heldur orkt af
mér
ellegar Ríkharði Beck.
Fyrirspurn Baldurs Garð-
arssonar um hvort hann
hefði ort vísu sem hann
fann í fórum sínum olli
Stefáni Vilhjálmssyni
áhyggjum:
Gleymskan er komin á geðveikt
stig
þó gangi ég um með skálda-
fas.
Er þessi staka eftir mig
ellegar séra Matthías?
Erlingur Sigtryggsson
leggur út af þessu:
Mörg eru börn svo myndarleg
að menn helst telja þau eigi
ég.
Eitt sinn ég Lilju alla kvað
– alltént hefði ég viljað það.
Á ég þessi börn?
pebl@mbl.is
OFT er margt um manninn í
miðbæ Reykjavíkur á sól-
ardögum, eins og þeim sem höf-
uðborgarbúar nutu í gær. Þótt
lofthitinn sé ekki hár í norðan-
áttinni gerir sólin kraftaverk á
meðan hennar nýtur við.
Konan og gæsin létu ekki
amstur dagsins hafa of mikil
áhrif á sig og gengu í rólegheit-
um meðfram Tjörninni. Virtust
þær vera á sömu leið.
Morgunblaðið/Eggert
Á sömu leið
Tjörnin
Vesturbyggð | Bæjarráð Vesturbyggðar
samþykkti samhljóða á fundi í gær að ráða
Guðmund Guðlaugsson sem bæjarstjóra
Vesturbyggðar frá 1.
apríl næstkomandi.
Guðmundur lét nýlega
af störfum sem bæjar-
stjóri á Siglufirði.
Brynjólfur Gíslason
lætur á næstunni af
störfum sem bæjar-
stjóri Vesturbyggðar.
Ellefu sóttu um starfið
þegar það var auglýst.
Á sama fundi var
ákveðið að fela bæjar-
stjóra að leita samninga við Árna Johnsen
um að hann taki að sér tímabundið átaks-
verkefni fyrir Vesturbyggð við hugmynda-
sköpun og tillögugerð við uppbyggingu
ferðaþjónustu og annarrar atvinnustarf-
semi í sveitarfélaginu. Verkið á meðal ann-
ars að felast í skýrslugerð um hvernig skuli
hrundið í framkvæmd hugmyndum sem
fram koma í nýrri atvinnumálastefnu fyrir
Vestur-Barðastrandarsýslu. Er við það
miðað að verkinu geti lokið með skýrslu-
skilum fyrir lok júnímánaðar 2004.
Tillaga þessa efnis var samþykkt af
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins en fulltrúi
Samstöðu lýsti sig andvígan ráðningunni.
Guðmundur
ráðinn bæj-
arstjóri Vest-
urbyggðar
Guðmundur
Guðlaugsson
Tálknafjörður | Hreppsnefnd Tálknafjarð-
arhrepps hefur ákveðið að ganga til samn-
inga við Má Erlingsson, byggingarverk-
fræðing í Reykjavík, um að hann taki að sér
starf sveitarstjóra Tálknafjarðarhepps. Már
starfar sem verkefnastjóri hjá Fram-
kvæmdasýslu ríkisins.
Ólafur Magnús Birgisson sem verið hefur
sveitarstjóri í fjögur ár sagði starfinu lausu
fyrr á árinu. Hann hættir á vormánuðum.
Þrettán sóttu um stöðuna. Hreppsnefnd
ákvað á fundi sínum 10. mars að ganga til
viðræðna við Má Erlingsson.
Starf sveitarstjóra
á Tálknafirði
Rætt við Má
Erlingsson
♦♦♦