Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Patreksdagurinn | Fánar voru dregnir að húni á flaggstöngum Patreksfirðinga í gær. Tilefnið var Patreksdagurinn, þjóðhá- tíðardagur Íra og gleðidagur Patreksfirðinga. Patreksdagurinn er hald- inn hátíðlegur til heiðurs heilögum Patreki, kynngi- mögnuðum guðsmanni sem oft komst í hann krappan, eins og segir á vef Vesturbyggðar. Land- námsmenn kölluðu fjörðinn eftir bisk- upnum helga á Suðureyjum og nafnið færð- ist síðar yfir á þorpið. Vesturbyggð bauð til samverustundar, kaffi og konfekts í Félagsheimili Patreks- fjarðar í gærkvöld þar sem meðal annars voru fjölbreytt tónlistaratriði. Þá voru verslanir og þjónustufyrirtæki með ýmis tilboð.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Hitaveita í Blönduhlíð | Hreppsnefnd Akrahrepps hefur átt í viðræðum við Skagafjarðarveitur ehf. um lagningu hita- veitu í Akrahrepp, milli Flugumýrar og Uppsala. Málið hefur verið til umræðu í stjórn Skagafjarðarveitna ehf. í vetur, síðast í byrjun þessa mánaðar og hreppsnefnd- armenn komið til viðræðna við stjórnina. Gerðir hafa verið arðsemisútreikningar og náðst hefur samkomulag um skiptingu kostnaðar við framkvæmdina. Akrahreppur mun áfram vinna að mál- inu, var bókað á fundi í stjórn Skagafjarð- arveitna.    Framkvæmdir | Gerðar verða lagfæringar á félagsheimilunum í Kiðagili, Ljósvetn- ingabúð og Breiðumýri. Kemur þetta fram í greinargerð með fjárhagsáætlun Þingeyj- arsveitar sem birt er á vef sveitarfélagsins. Á árinu verður unnið að hönnun nýrra sundlaugarmannvirkja við Stórutjarnaskóla en sundlaugin þar er úr sér gengin og þörf á heitum potti og annarri aðstöðu. Áður hefur verið sagt frá framkvæmdum við nýja sund- laug á Laugum. Í greinargerðinni segir að framkvæmdir við laugarnar hafi mikla þýð- ingu fyrir skólastarf í Þingeyjarsveit og íbúa. Einnig fyrir landsvæðið allt vegna þeirra möguleika sem þær skapi fyrir ferða- fólk. Einar Bragi, skáldog vinur Rauf-arhafnar, hefur efnt til ljóða- og ritgerða- samkeppni meðal grunn- skólabarna á Raufarhöfn, að því er fram kemur á vef hreppsins. Nemendur geta valið um þrjár yfirskriftir verka sinna en það er í fyrsta lagi Þorpið mitt, Rauf- arhöfn, í öðru lagi Rauf- arhafnarbúinn og í þriðja lagi Raufarhöfn eftir fimmtán ár, árið 2019. Yngstu börnin eiga að skila ljóðum en þau eldri ritgerðum eða skáldsög- um. Skiladagur er 30. apríl og verða úrslit kynnt við hátíðlega athöfn í félags- heimilinu 13. maí næst- komandi. Þá munu verð- launahafar lesa upp verk sín og taka við pen- ingaverðlaunum og allir þátttakendur fá við- urkenningu og góðgæti í boði Einars Braga. Samkeppni Akranes | Veðrið hefur leikið við Skagamenn sem og aðra að undanförnu. Á slíkum dögum velja margir að ganga með- fram strandlengjunni þar sem Langisandur og íþróttasvæðið við Jað- arsbakka renna saman í útivistarsvæði. Guðjón Guðmundsson, Guðrún Ellertsdóttir, Bjarni Að- alsteinsson og Friðný Ár- mann nutu veðurblíð- unnar á göngu sinni á þriðjudag líkt og svo margir aðrir, enda vor í lofti. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Veðurblíða á Skaganum Það liggur ekki alltafljóst fyrir hveryrkir vísur, jafnvel ekki fyrir höfundinum. Jón Helgason skrifaði á eintak af bók sinni, Úr landsuðri, sem síðan var seld á uppboði á Íslend- ingafundi í Höfn: Ef opna ég þetta yrkingakver með andfælum við ég hrekk. Hvort er þetta heldur orkt af mér ellegar Ríkharði Beck. Fyrirspurn Baldurs Garð- arssonar um hvort hann hefði ort vísu sem hann fann í fórum sínum olli Stefáni Vilhjálmssyni áhyggjum: Gleymskan er komin á geðveikt stig þó gangi ég um með skálda- fas. Er þessi staka eftir mig ellegar séra Matthías? Erlingur Sigtryggsson leggur út af þessu: Mörg eru börn svo myndarleg að menn helst telja þau eigi ég. Eitt sinn ég Lilju alla kvað – alltént hefði ég viljað það. Á ég þessi börn? pebl@mbl.is OFT er margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur á sól- ardögum, eins og þeim sem höf- uðborgarbúar nutu í gær. Þótt lofthitinn sé ekki hár í norðan- áttinni gerir sólin kraftaverk á meðan hennar nýtur við. Konan og gæsin létu ekki amstur dagsins hafa of mikil áhrif á sig og gengu í rólegheit- um meðfram Tjörninni. Virtust þær vera á sömu leið. Morgunblaðið/Eggert Á sömu leið Tjörnin Vesturbyggð | Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkti samhljóða á fundi í gær að ráða Guðmund Guðlaugsson sem bæjarstjóra Vesturbyggðar frá 1. apríl næstkomandi. Guðmundur lét nýlega af störfum sem bæjar- stjóri á Siglufirði. Brynjólfur Gíslason lætur á næstunni af störfum sem bæjar- stjóri Vesturbyggðar. Ellefu sóttu um starfið þegar það var auglýst. Á sama fundi var ákveðið að fela bæjar- stjóra að leita samninga við Árna Johnsen um að hann taki að sér tímabundið átaks- verkefni fyrir Vesturbyggð við hugmynda- sköpun og tillögugerð við uppbyggingu ferðaþjónustu og annarrar atvinnustarf- semi í sveitarfélaginu. Verkið á meðal ann- ars að felast í skýrslugerð um hvernig skuli hrundið í framkvæmd hugmyndum sem fram koma í nýrri atvinnumálastefnu fyrir Vestur-Barðastrandarsýslu. Er við það miðað að verkinu geti lokið með skýrslu- skilum fyrir lok júnímánaðar 2004. Tillaga þessa efnis var samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins en fulltrúi Samstöðu lýsti sig andvígan ráðningunni. Guðmundur ráðinn bæj- arstjóri Vest- urbyggðar Guðmundur Guðlaugsson Tálknafjörður | Hreppsnefnd Tálknafjarð- arhrepps hefur ákveðið að ganga til samn- inga við Má Erlingsson, byggingarverk- fræðing í Reykjavík, um að hann taki að sér starf sveitarstjóra Tálknafjarðarhepps. Már starfar sem verkefnastjóri hjá Fram- kvæmdasýslu ríkisins. Ólafur Magnús Birgisson sem verið hefur sveitarstjóri í fjögur ár sagði starfinu lausu fyrr á árinu. Hann hættir á vormánuðum. Þrettán sóttu um stöðuna. Hreppsnefnd ákvað á fundi sínum 10. mars að ganga til viðræðna við Má Erlingsson. Starf sveitarstjóra á Tálknafirði Rætt við Má Erlingsson ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.