Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGINN 21. mars er alþjóðlegur dagur gegn rasisma. Alþjóðahúsið mun af þessu tilefni standa fyrir dagskrá í tengslum við bar- áttuna gegn for- dómum, m.a. með málþingi um börn og fjölskyldulíf innflytj- enda, mánudaginn 22. mars. Mig langar til að nota tækifærið til þess að hugleiða dálítið kynþátta- fordóma á Íslandi og um leið reyna að benda á nokkur praktísk atriði sem gætu hjálpað okkur að auka jákvæð samskipti milli Íslendinga og fólks af erlendum uppruna. Eru fordómar vaxandi á Íslandi? „Eru fordómar ríkjandi á Ís- landi?“ Það eru talsvert margir sem svara þessari spurningu þannig: „Nei, nei, ég held það ekki“. Það er kannski vegna mis- skilnings fólks á birtingu kyn- þáttafordóma, þannig að þeir snúist bara um að kasta steinum í útlendinga eða að kveikja í íbúðum þeirra. Þó að þetta sé ein af birtingarmyndum fordóma þá eru þær mjög mismunandi. Til dæmis geta fordómar verið byggðir inn í lög eða að þeir birt- ast sem „duldir“ og ósýnilegir fordómar. Útlendingar geta síðan mis- skilið ákveðna hegðun Íslendinga sem fordómafulla, þótt ásetn- ingur hegðunarinnar sé ekki slík- ur. Til dæmis þegar Íslendingar byrja að syngja í boði lög, sem allir Íslendingar þekkja, mun út- lendingum, sem þekkja ekki lög- in, líða eins og þeir séu útilok- aðir. Þetta getur verið tillitsleysi en kannski fullmikið að flokka það sem fordóma eða mismunun. Þannig er einhver framkoma manna á eins konar gráu svæði milli saklauss tillitsleysis og for- dóma. Svona misskilningur eða tillitsleysi getur átt sér stað víða í daglegu lífi okkar í þjóðfélag- inu. Mér finnst mikilvægt að leggja áherslu á að leysa slíkan misskilning í baráttunni gegn fordómum, þar sem ég trúi því að einungis örfáir séu með „harðari“ kynþáttafordóma í þessu sam- félagi. Langflestir eru hins vegar með ómeðvitaða fordóma eða til- litsleysi, sem útlendingar geta misskilið sem meðvitaða fordóma. Að þessu leyti getur fordómafræðsla virk- að vel og ég vil hvetja sem flesta til að nýta sér hana, til dæmis hjá Alþjóða- húsinu. En fyrir utan for- dómafræðslu geta nokkur einföld en praktísk atriði hjálp- að okkur til að dýpka skilning á fordómum og auka jákvæð sam- skipti milli Íslend- inga og útlendinga. Nokkrir praktískir punktar fyrir góð samskipti Mig langar til að setja fram nokkur praktísk atriði, sem geta stuðlað að jákvæðum samskiptum við fólk af erlendum uppruna. Þau eru ekki ættuð úr akadem- ískri fordómafræði, heldur punkt- ar sem ég hef sett saman eftir eigin persónulega upplifun og af þeirri reynslu sem ég hef notið í starfi mínu sem innflytj- endaprestur. Hér tala ég einfald- lega um: „Íslendinga“ eða „út- lendinga“, en að sjálfsögðu eru margir Íslendingar af erlendum uppruna og þeir gætu tilheyrt frekar útlendingum í eftirfarandi samhengi. 1. Ekki óttast að tala við út- lendinga, notið frekar skyn- semina því að við eigum mik- ið sameiginlegt sem manneskjur. 2. Ekki gera grín að erlendu nafni. 3. Ekki grínast um það hvernig útlendingar tala íslensku með því að herma eftir því. 4. Ekki grínast um trúmál út- lendinga. Íslendingar vita hversu mikið þeir mega grín- ast um kirkjuna, en hafa ekki dómgreind um það í tilvikum annarra trúarbragða. 5. Sumir útlendingar eru við- kvæmir varðandi umfjöllun um kynferðisleg atriði. 6. Fylgist með kurteisi milli kynjanna. Asískt fólk er ekki vant því að kyssast, jafnvel ekki sem kveðju. 7. Virðing fyrir eldra fólki er oftast mikilvæg meðal Asíu- og Afríkubúa. 8. Viðkomandi einstaklingur gæti verið lítt kunnur ís- lenskum siðvenjum eða lífs- háttum. 9. Þótt árekstrar eigi sér stað, ekki tengja ástæðuna strax við „menningarmun“ eða „trúarbrögð“. 10. Manneskja sem stendur fyrir framan ykkur er meiri „raun- veruleiki“ en þær upplýs- ingar sem þið hafið um heimaland hennar eða trúar- brögð. Manneskja er fyrst og fremst manneskja, en ekki staðalmynd hvorki þjóðar hennar né þeirra trúarbragða þar njóta fylgis. 11. Við útlendingar erum jafn- ingjar ykkar, við erum bara í minnihlutahóp. Sanngjörn gagnrýni eru einnig meðal mikilvægra réttinda okkar. 12. Ekki vera of viðkvæm til að tala um málefni útlendinga af ótta við að segja eitthvað rangt eða ófullkomið. Ef við förum öll eftir svipuðum reglum, þá munum við læra smám saman stig af stigi. For- dómalaus heimur er orðin tóm ef umburðarlyndi og fyrirgefningu skortir. Lokaorð Fordómar og sú mismunun sem þeim fylgir eru alls ekki gam- anmál. Ef maður mismunar fólki meðvitað vegna fordóma sinna, þá er það ljót gjörð. Ef maður gerir sama ómeðvitað, þá er það sorglegt. Þolendur særast alla- vega, en gerendur skaða um leið eigin virðuleika sem manneskjur. Við megum þó ekki gleyma því að við getum gert eitthvað í málinu með því að minnka tillitsleysi og misskilning í daglegu lífi sem getur þróast í fordóma. Barátta gegn rasisma er ekki aðeins stór á alþjóðastigi heldur getur hún líka átt sér stað í daglegu lífi hvers og eins. Ég óska þess að þessi stutta grein verði ykkur umhugsunarefni. Minnkum fordóma, aukum samskipti! Toshiki Toma skrifar um fordóma á Íslandi ’Fordómar og sú mis-munun sem þeim fylgir eru alls ekki gam- anmál.‘ Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. NÝLEGA sótti undirritaður tvo fundi á Ísafirði. Fyrri fundurinn var haldinn hinn 1. mars og voru þing- menn kjördæmisins boðaðir á fund með bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Yf- irskrift fundarins var alvarleg staða í atvinnumálum og fækkun opinberra starfa. Fundurinn hófst á því að bæjarstjórinn, Halldór Halldórsson, fór vel og rækilega yfir þá fækkun sem hefur orðið í opinberum störf- um á Ísafirði í valdatíð ríkisstjórnar Sjálf- stæðis- og Framsókn- arflokks og á sama tíma og opinberum störfum fjölgaði í landinu um vel á annað þúsund störf. Þingmenn stjórn- arandstöðunnar auk annars þingmanns Framsóknarflokksins voru einhuga um að slæmt atvinnuástand á Vestfjörðum mætti fyrst og fremst rekja til fiskveiðistjórnunarkerf- isins og tilflutnings veiðiheimilda, en með fækkun opinberra starfa væru stjórnvöld að bæta gráu ofan á svart. Allir þingmenn- irnir töldu að það yrði engin breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu til hagsbóta fyrir Vestfirðinga á meðan Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur réðu ferðinni í landsmálum. Sjálfstæðismennirnir og annar framsóknarmaðurinn vildu þó finna aðrar skýringar á fækkun starfa á Vestfjörðum, s.s. hátt gengi íslensku krónunnar, Seðlabankinn, embættis- mannavald í Reykjavík og minni afla- heimildir almennt sem mætti rekja til lélegrar ráðgjafar Hafrannsókna- stofnunar. Allir bæjarfulltrúar lýstu miklum áhyggjum yfir atvinnuástandinu og vildu skýr svör um hvernig stjórnvöld ætluðu að bregðast við bágu atvinnu- ástandi. Stjórnarliðar sögðust ætla að beita áhrifum sínum í ríkisstjórn til þess að fara yfir stöðuna og kanna hvað hægt væri að gera til að bæta at- vinnuástandið á Ísafirði. Þann 6. mars sl. var síðan haldið mjög áhugavert málþing um uppbygg- ingu háskólastigsins á Vestfjörðum. Þar voru mörg mjög góð erindi haldin um eflingu háskólastigsins og vil ég sérstaklega nefna tvö erindi sem að öðrum ólöstuðum mér þóttu sér- staklega áhugaverð, en öll erindin má finna slóðinni www.frmst.is . Dr. Rögnvaldur Ólafssonar frá Háskóla Íslands flutti gott erindi um mögu- legar leiðir til þess að efla háskólastig- ið og nauðsyn þess að forða slíkri starfsemi frá að verða útibú sem yrði skorið niður um leið og það kreppti að hjá móðurstofnuninni. Ég vil einnig nefna frábæran fyrirlestur dr. Skúla Skúlasonar, skólameistara Hólaskóla, um nauðsyn þess byggja framtíðarsýn á þeirri hefð og rann- sóknarstarfsemi sem fyrir er á Ísafirði og þora að stefna óhikað að ákveðnu markmiði í að efla háskólastigið. Sú ræða sem olli hvað mestum vonbrigðum var ræða menntamálaráð- herra en ég hafði alið þá von í brjósti að ráðherra notaði tækifærið og kæmi með veglegt útspil í menntamálum eða efl- ingu háskólastigsins. Vonbrigðin voru mikil, sérstaklega í ljósi þess að þingmönnum kjördæm- isins hafði verið gerð ljós alvarleg staða atvinnu- mála og fækkun op- inberra starfa á Ísafirði eins og fyrr er greint frá. Einnig má nefna að í ljós hafði komið fyrr í vikunni að ríkisstjórnin gat tekið skyndiákvörðun um 250 milljóna útgjöld til sér- sveitar lögreglunnar án nokkurrar umræðu í þjóðfélaginu eða samþykkis Alþingis. Í máli menntamálaráðherra var slegið úr og í hvað varðar eflingu há- skólastigsins en þó aðallega úr. Vitnað var í neikvæða könnun, vitnað var um mikinn kostnað og í raun var fátt í máli ráðherra sem var verulega jákvætt við að efla háskólastigið á Vestfjörðum. Eftir á að hyggja þá má ætla að menntamálaráðherra hafi ekkert frétt þingmannafundinum fyrr í vikunni og áhyggjum Ísfirðinga af atvinnu- ástandinu og sá grunur styrktist þeg- ar ráðherra sá ekki ástæðu til að virða einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæð- isflokksins, Ragnheiði Hákonardóttur, svars þegar Ragnheiður spurði menntamálaráðherra út í þá ráðstöfun menntamálaráðherra að þrengja að Menntaskólanum á Ísafirði og fækka þeim nemendum sem geta sótt nám við skólann. Stjórnvöld skulda enn Ísfirðingum svör um hvernig þau ætla að bæta at- vinnuástandið en þau bera mesta ábyrgð á ástandinu með misvitrum stjórnvaldsaðgerðum í sjávarútvegi og fækkun opinberra starfa. Fundir á Ísafirði Sigurjón Þórðarson skrifar um stjórnmál Sigurjón Þórðarson ’Stjórnvöldskulda enn Ísfirðingum svör um hvernig þau ætla að bæta atvinnu- ástandið …‘ Höfundur er alþingismaður. FYRIR dyrum stendur ráðstefna um mansal, sem haldin verður af ís- lenskum stjórnvöldum í Norræna húsinu þ. 19. mars. Þetta upplýsti aðstoð- armaður utanrík- isráðherra í grein hér í blaðinu sl. laugardag og jafnframt að ráð- stefnan væri haldin í þeim tilgangi að efla vitund almennings um mansal og að kynna al- þjóðlegar aðgerðir sem hafnar væru til að stemma stigu við þess- um glæpum sem leiða ofbeldi og hörmungar yfir milljónir barna og kvenna á hverju ári. Fagna ber hverju nýju tækifæri til að fjalla um mansal en við verðum þá líka að tryggja að við færumst nær kjarna málsins eftir því sem við tölum meira. Undanfarin misseri hefur átt sér stað talsverð umræða um mansal í fjölmiðlum og ráðstefnur hafa verið haldnar. Við ættum því að vera kom- in nokkuð áleiðis í að gera okkur grein fyrir því hvað í mansali felst. En einhverra hluta vegna hættir okkur til að fjalla um mansal eins og eitthvert fjarlægt vandamál annarra þjóða. Vandamál sem Íslendingar eru að reyna að stöðva í Eystrasalts- löndunum eða annars staðar í Austur-Evrópu í samstarfi við aðrar þjóðir. Slíkt er sann- arlega nauðsynlegt og þakkarvert en við þurf- um ekki síður að opna augu okkar fyrir því sem er að gerast í þess- um efnum fyrir framan nefið á okkur. Mansal á Íslandi Það er ekki langt síðan Kristinn R. Ólafsson, fréttaritari Rík- isútvarpsins í Madríd, flutti hlust- endum pistil um mansal og vændi á Spáni. Í máli hans kom fram að 300.000 konur væru nú taldar stunda vændi á Spáni og einungis ein af hverjum tíu væri spænsk, hinar væru erlendar stúlkur sem í flestum tilfellum væri smyglað til landsins af ólöglegum glæpahringjum. Þetta er birtingarmynd mansals á Spáni. Það skyldi þó ekki vera að mansalið birt- ist okkur á nákvæmlega sama hátt hér á Íslandi? Í skýrslu sem jafn- réttisnefnd Reykjavíkurborgar lét gera um íslenskan kynlífsmarkað og unnin var af Drífu Snædal sl. sumar kemur fram að erlendar stúlkur séu fluttar til landsins í þeim tilgangi að stunda nektardans og jafnframt að í tengslum við nektardansstaðina sé stundað vændi. Sömu upplýsingar má lesa úr skýrslu dómsmálaráð- herra frá 2001 um vændi á Íslandi og félagslegt umhverfi þess. Svona birtist mansal á Íslandi og leiðir í ljós, það sem margir eru búnir að átta sig á, að mansal og vændi eru tvær hliðar á sama peningi. Horfum á heildarmyndina Í yfirgripsmikilli og athyglisverðri umfjöllun um vændi í nýjasta tölu- blaði Veru kemur skýrt fram hversu sterk sú tilhneiging er að horfa ein- ungis á hluta myndarinnar. Þannig er viðurkennt að baráttan gegn mansali sé nauðsynleg og öllum beri að taka þátt í henni af alefli því það sé svo hræðilegt að konur og börn skuli seld í kynlífsþrælkun milli landa í stórum stíl. En hvert eru þessar konur og þessi börn seld og hverjum eru þau seld? Norrænir stjórnmálamenn og félagasamtök hafa í auknum mæli reynt að vekja athygli á þeirri staðreynd að ekki sé hægt að selja konur og börn í kyn- lífsþrældóm nema af því að einhver sé á hinum endanum til að kaupa. Og ef vilji okkar til að uppræta mansal er sannur og ásetningur okkar ein- lægur verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að karlmenn á Vesturlöndum búa til eftirspurnina eftir þessum fórnarlömbum glæpa- hringjanna. Og í ritstjórnarspjalli Veru spyr Elísabet Þorgeirsdóttir ritstýra hvort það sé okkar vanda- mál að fjöldi erlendra kvenna komi hingað til lands til að stunda vændi og skilji eftir prósentur af viðskipt- unum í vösum íslenskra milliliða? Ég hvet til þess að við svörum þessari spurningu játandi og öxlum þá ábyrgð sem hvílir á herðum okkar. Raunhæfar aðgerðir Ábyrgð okkar er m.a. fólgin í því að semja áætlun að stjórnvals- aðgerðum, eins og hinar norrænu ríkisstjórnirnar hafa gert. Og þá nægir ekki að horfa út fyrir land- steinana og til Keflavíkurflugvallar, okkur ber að líta til okkar nánasta umhverfis og takast á við þann veru- leika sem blasir við í þeim skýrslum sem ég nefndi hér að framan. Okkur ber líka að starfa í anda þess sem ýmis félagasamtök og einnig nefndir á vegum Norðurlandaráðs hafa lagt til, en þ.á m. eru tillögur um að stjórnmálamenn leiti leiða til að draga úr eftirspurninni eftir kynlífs- þjónustu. Þá er ekki síður nauðsyn- legt að gera úrbætur á löggjöf okkar sem tryggir þeim, sem lenda í klóm mansalshringja, nauðsynlega vernd og stuðning til að hefja nýtt líf. Slík ákvæði er ekki að finna í löggjöf okk- ar, en hvatning um að slík ákvæði séu sett í lög hefur verið samþykkt af Evrópusambandinu. Evrópuráðið hefur einnig fjallað talsvert um man- sal og hvetur ríkisstjórnir Evrópu- landa til að bregðast við með aðgerð- um sem raunverulega geta breytt ástandinu. Í ljósi alls þessa er óhætt að binda vonir við ráðstefnu þá sem haldin verður í Norræna húsinu 19. mars um leið og hvatt er til að horft sé til þess hvernig mansal birtist okkur í okkar eigin ranni. Vændi fylgifiskur mansals Kolbrún Halldórsdóttir skrifar um mansal ’… mansal og vændieru tvær hliðar á sama peningi.‘ Kolbrún Halldórsdóttir Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.