Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga YGGDRASILL flytur nú inn lífrænt ræktaða ávexti með kennitölu sem hægt er að fletta upp á Netinu. Þegar eru komin til landsins epli frá Argentínu sem hægt er að rekja með þessum hætti. Epli sem valið var af handahófi hjá innflytjanda í gær var með kennitöluna 141 og þegar hún er slegin inn í tiltekinn reit á vef fyrirtækisins sem dreifir vörunni kemur upp síða þar sem segir: „Eplið sem þú heldur á er af tegundinni Royal Gala og var ræktað á La Deliciosa í Argentínu,“ en búgarðurinn er í Rio Negro-dalnum. Á síðunni er mynd af samskonar epli og fjölskyldunni sem á heiðurinn af ræktuninni. Einnig fylgir einkunnagjöf fyrir gæði, vist- hollustu og félagsleg áhrif ræktunarinnar og reyndist viðkomandi epli með 6,5 stig að með- altali. Stigin varpa meðal annars ljósi á áhrif ræktunarinnar á umhverfið og hvernig við- komandi bóndi fer með starfsfólkið. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að rekja uppruna vöru með þessum hætti, segir Rúnar Sigurkarlsson, eigandi Yggdrasils. „Ég er ný- kominn af sýningu þar sem var verið að kynna þessa nýjung og hef hvergi séð þetta gert áður,“ segir hann. Dreifingarfyrirtækið, Eosta, er með sérstaka lífræna sendinefnd á sínum snærum, sem heimsækir bændur og skoðar aðstæður. Á heimasíðu þess má meðal annars sjá stefnu fyrirtækisins, vinnuaðferðir og kort yfir bændur víðs vegar um heiminn sem það skiptir við. Innan tíðar verða appelsínur, perur og sítr- ónur frá sama fyrirtæki á boðstólum hér á landi og verður hægt að rekja uppruna þeirra á sama hátt. Ávextir með kennitölu í verslunum  Kennitala/30 „ÉG HEF heyrt að í Reykjavík séu um 400 myndbandsupptökuvélar og að lögreglustjórinn þar hafi fengið því framgengt að komið var á fót opinni sjónvarpsstöð þar sem myndum úr þessum vélum er sjón- varpað. Þetta mun nú vera orðin vinsælasta sjónvarpsstöðin á Ís- landi og í mótmælagöngum reyna þátttakendur að komast að því frá hvaða vélum er verið að sjónvarpa svo að þeir geti stillt sér upp ná- kvæmlega fyrir framan þær og birst á öldum ljósvakans,“ sagði Ernst Strasser, innanríkisráðherra Austurríkis, á fundi með blaða- mönnum í Vín í gær en hann ætlar í þessum mánuði að leggja fram frumvarp, sem heimilar lögreglunni í Austurríki að koma upp eftirlits- myndavélum og geyma myndir úr þeim. Stuttmynd en ekki íslenskur raunveruleiki Svo virðist sem austurríski ráð- herrann hafi þarna fyrir misskiln- ing vitnað til fransk-íslenskrar stuttmyndar, Citizen Cam, en ekki íslensks raunveruleika. Myndin fjallar um Jakob Eld- richtsson, lögreglustjóra í Reykja- vík, kallaður Citizen Cam af sam- löndum sínum, en hann hefur í myndinni stofnað sjónvarpsstöðina Humani TV sem hefur gagnsæi að leiðarljósi. Sjónvarpsstöð lög- reglustjórans gefur Íslendingum færi á að fylgjast hver með öðrum, hafa samskipti, tjá sig og njósna hver um annan. Austurríska blaðið Der Standard hefur í dag eftir talskonu ráð- herrans að hann hafi vitneskju sína úr heimildarmynd, sem sýnd hafi verið á sjónvarpsstöðinni Arte. Blaðið upplýsir að Citizen Cam hafi verið sýnd á Arte, síðast í janúar á síðasta ári. Að sögn Agnesar Johansen, ann- ars framleiðenda myndarinnar, er myndin það sem kallað er leikin „mockumentary“, þ.e. eins konar háðheimildarmynd eða gamansöm heimildarkvikmynd. Agnes segir Ísland hafa verið kynnt þannig í myndinni að þar ætti sjónvarpið allan markaðinn og væri með eft- irlitsútsendingar og að fólk væri farið að lifa í kringum þær, vinka í vélar o.s.frv. „Það er alveg pottþétt að sumt fólk sem þekkir ekki til Ís- lands hefur tekið þetta sem heim- ildarkvikmynd. Myndin var sýnd hér og Canal+ sýndi myndina fyrir 3–4 árum og svo veit ég að stöðin hefur verið að endursýna hana. Og þeir hafa rétt til þess að sýna hana út um allt.“ Ráðherra ruglaðist á stutt- mynd og íslenskum veruleika Ernst Strasser, innanríkisráðherra Austurríkis, sem ruglaðist í ríminu. Vinsælasta sjónvarpsefnið á Íslandi beinar útsendingar úr eftirlitsmyndavélum í Reykjavík, segir austurrískur ráðherra VERÐBÓLGAN hér á landi verður undir verðbólgumark- miði Seðlabankans, sem er 2,5%, þar til á seinni hluta næsta árs. Þá mun verðbólgan fara yfir markmiðið. Þetta kemur fram í Peningamálum, ársfjórðungsriti Seðlabankans. Bankinn segir að nýleg verð- lagsþróun og spár, sem byggð- ar eru á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldist áfram hátt, kunni að fela í sér vanmat á duldum verðbólguþrýstingi. Gengi krónunnar sé að öllum líkindum nokkru sterkara um þessar mundir en sennilegt sé að haldist til langframa. Bankinn segir að peninga- stefnan þurfi að vera framsýn og útilokar ekki vaxtahækkun. Verðbólga yfir mark- miði á næsta ári  Verðbólguspáin/C1 RANNSÓKN á tildrögum þess að drengur á tólfta ári lést af völdum voðaskots á mánudags- kvöld miðar vel. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur rannsókn m.a. staðfest að um óhapp var að ræða sem leiddi til þess að slysaskot hljóp úr byssunni og lenti í höfði barnsins. Lík drengsins hefur verið krufið og er niðurstöðu beðið. Sá þáttur rannsóknarinnar sem snýr að því hvernig byssan komst í hendur barnanna er rannsak- aður sem hugsanlegt brot á vopnalögum. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að rannsókn beinist annars vegar að því að upplýsa öll atvik er snúa að því hvernig drengurinn beið bana og hins vegar hvernig hann og félagi hans Byssan sem um ræðir er óskráð skammbyssa af gerðinni Ruger og með hljóðdeyfi. Eigandinn, sem er ekki á landinu sem stendur, hefur verið boðaður til yfirheyrslu. Að sögn lögreglu er sá þáttur rannsóknarinnar sem snýr að því hvernig byssan komst í hendur barnanna rannsakaður sem hugsanlegt brot á vopnalögum. Lögregla vill taka fram að strangar reglur gilda um leyfi fyrir skammbyssum samkvæmt vopnalögum. Þá fer lögregan þess á leit við foreldra að þeir fylgist grannt með því hvort börn þeirra finni eða hafi fundið skot eða skothylki á vettvangi. komust yfir byssuna. Verið sé að staðfesta frá- sagnir um það hvenær byssan komst í hendur drengjanna, og einnig hvar, hvernig og hvenær hún hafi verið notuð eftir að það gerðist. Óskráð skammbyssa með hljóðdeyfi Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins bein- ist rannsóknin m.a. að því hvort byssan hafi verið tekin ófrjálsri hendi af heimili eigandans en tengsl munu hafa verið milli félaga drengsins og sonar eigandans. Einn drengur hefur verið yf- irheyrður vegna málsins og sinnir lögreglan nú frekari skýrslutökum vegna aðdraganda atburð- arins, m.a. í því skyni að tímasetja dánarstund. Rannsókn á láti ellefu ára drengs á Selfossi af völdum voðaskots Rannsókn beinist að hugsan- legu broti á vopnalögunum  Skotvopn/4 EINBEITINGIN skein úr andlitum þeirra Garrys Kasparovs og Anatolys Karpovs á at- skákmótinu Reykjavík Rapid 2004, sem hófst á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í gær- kvöld. Endaði viðureign þessara heimsfrægu skákmeistara og fornu andstæðinga með kvöld ræður rásröð á skákmótinu sjálfu sem hefst í dag. Fyrirkomulagið í gær var þannig að hver skák var fimm mínútur, en að auki bættust þrjár sekúndur við tíma skákmann- anna eftir hvern leik. Tíminn var því dýr- mætur og skákmenn urðu að hugsa hratt . jafntefli. Athygli vakti að norska undrabarn- ið, Magnus Carlsen, sem er aðeins þrettán ára, gerði sér lítið fyrir og vann Karpov. Skákmótið er eitt sterkasta skákmót sem haldið hefur verið á Íslandi lengi, en alls taka 16 skákmenn þátt í mótinu. Viðureignin í gær- Morgunblaðið/Ómar Aronian vann og Kasparov annar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.