Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra sagði á Alþingi í gær að ekki væri hægt að halda því fram að rík- isstjórnin hefði horft aðgerðarlaus á þróunina í atvinnuleysismálum. Öss- ur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, var á öðru máli og sagði að ríkisstjórninni hefði mistek- ist hrapallega að skapa umhverfi sem tryggði gott atvinnuástand. Utandagskrárumræða um þróun atvinnuleysis og kjör atvinnulausra fór fram á Alþingi í gær. Össur var málshefjandi umræðunnar en félags- málaráðherra var til andsvara. Ráð- herra minnti á að atvinnuleysisbætur hefðu hækkað um 14,6% á einu ári en þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu að menn borðuðu ekki pró- sentutölur; atvinnuleysisbætur væru enn of lágar. Össur sagði í framsöguræðu sinni að undir stjórn núverandi ríkisstjórn- ar hefði atvinnuleysi ekki minnkað. Það hefði þvert á móti aukist síðustu misserin. Alls 3.904 Íslendingar hefðu verið án atvinnu í september sl. en nú væri fjöldi atvinnulausra 5.100. „Þetta eru afrek hæstvirtrar ríkis- stjórnar,“ sagði hann. „Útlitið er því miður ekki nægilega gott. Síðasta könnun Samtaka at- vinnulífsins á ráðningaráformum fyr- irtækja leiddi í ljós að þau hyggjast fremur fækka en fjölga fólki. Hag- deild Alþýðusambands Íslands, sem er eina stofnunin sem hefur farið rétt með spár varðandi atvinnuleysi, spáir því að á þessu ári verði fleiri einstak- lingar án atvinnu en í fyrra og að á næsta ári verði fleiri atvinnulausir en í ár.“ Össur sagði ennfremur að ekki væri hægt að einblína á góðæri á með- an ríflega fimm þúsund Íslendingar gengju um atvinnulausir. Ráðherra segir bjart framundan Félagsmálaráðherra sagði að at- vinnuleysi væri samfélagslegt böl sem bæri að vinna gegn með ráðum og dáð. Það væri markmið sitt og rík- isstjórnarinnar. „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að atvinnuleysi hef- ur verið nokkurt hér á landi undan- farin misseri og veldur áhyggjum. Á síðasta ári var atvinnuleysi að með- altali um 3,3% en áætlanir fjármála- ráðuneytisins gera ráð fyrir 3,1% at- vinnuleysi í ár og 2,7% á því næsta. Þó atvinnuleysi á Íslandi sé með því minnsta sem gerist í OECD-ríkjun- um og þessar tölur séu ekki háar í þeim samanburði þá er engu að síður ástæða til að vera á varðbergi og stuðla enn frekar að því að halda at- vinnuleysi í skefjum.“ Ráðherra sagði að ekki væri hægt að halda því fram að ríkisstjórnin hefði horft aðgerðarlaus á þessa þró- un. „Ráðist hefur verið í mestu fram- kvæmdir Íslandssögunnar á Austur- landi. Á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin að verja milljörðum króna til að auka framkvæmdir og draga úr atvinnuleysi. Allt útlit er fyr- ir að gerðir verði samningar um stækkun álversins á Grundartanga. Leitað er leiða til að styrkja atvinnu- starfsemi í einstökum byggðarlögum, skapa ný tækifæri og efla íslenskt samfélag,“ sagði ráðherra. „Þótt um nokkurt atvinnuleysi sé að ræða um þessar mundir má fullyrða að það sé þegar á heildina er litið bjart fram- undan hjá okkur Íslendingum. Skv. nýjustu upplýsingum Vinnumála- stofnunar sem háttvirtur þingmaður, Össur Skarphéðinsson, lét ekki getið, var atvinnuleysi í febrúar sl. 3,6% en 4,1% á sama tíma í fyrra. Spáir Vinnumálastofnun áframhaldandi minnkun atvinnuleysis.“ Nefnd taki til starfa um næstu mánaðamót Ráðherra gerði grein fyrir því að hjá Vinnumálastofnun hefði verið unnið að umfangsmikilli starfsemi í þágu þeirra sem væru að leita að vinnu og því til viðbótar hefði hann gripið til ýmissa aðgerða. „Þótt lög um atvinnuleysistryggingar hafi ver- ið endurskoðuð 1997 tel ég tímabært að staldra við og meta kerfið,“ sagði hann. „Ég hef því ákveðið að skipa nefnd til að endurskoða bæði lögin um atvinnuleysisbætur og vinnumark- aðsaðgerðir. Bréf hefur þegar verið sent tilnefningaraðilum og ég vænti þess að nefndin geti hafið störf um eða upp úr næstu mánaðamótum. Það hefur mikið áunnist með breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir en í ljósi ýmissa breytinga sem hafa átt sér stað í okkar samfélagi og nýbreytni ýmiss konar í þessum efnum í ná- grannalöndunum er full þörf á því að meta þessi kerfi, skilvirkni þeirra og árangur.“ Ráðherra minntist ennfremur að framlag ríkisstjórnarinnar í tengslum við nýgerða kjarasamninga. „Mér finnst ánægjulegt að standa að því nú að hækka atvinnuleysisbætur um 11,3% í tengslum við kjarasamninga, þ.e. úr rúmum 79 þúsund kr. á mánuði í tæp 89 þúsund. Fyrr á árinu hækk- uðu bæturnar um 3% og samanlögð hækkun bótanna á þessu ári er því 14,6% sem er mesta hækkun bóta á einu ári í langan tíma, að minnsta kosti síðan 1991, svo dæmi sé tekið. Kostnaður atvinnuleysistrygginga- sjóðs í ár er áætlaður vegna þessara breytinga 330 milljónir króna. Er þá ógetið framlags í starfsmenntasjóði atvinnulífsins á samningstímabilinu,“ bætti hann við, en gert er ráð fyrir að verja um 400 milljónum í það verk- efni. Þróun atvinnuleysis rædd utan dagskrár á Alþingi í gær Ráðherra segir bjart fram- undan hjá Íslendingum Þingmenn stjórnarand- stöðu sögðu atvinnu- leysisbætur skamm- arlega lágar, á Alþingi í gær. Félagsmálaráð- herra minnti hins vegar á að þær hefðu hækkað um 14,6% á einu ári. Stjórnarandstæðingar segja atvinnulausa ekki borða prósentutölur Morgunblaðið/Sverrir Rannveig Guðmundsdóttir og Össur Skarphéðinsson, þingmenn Samfylk- ingarinnar, ræða saman á Alþingi. Össur gagnrýndi ríkisstjórnina í gær. ÞVERFAGLEG ráðstefna um tækni og samfélag verður haldin í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, dagana 18. og 19. mars. Á ráðstefnunni verður litið á hvernig tækni og samfélag fléttast saman, en yfirskrift ráðstefnunnar er „tæknin í samfélaginu, samfélagið í tækninni.“ Á vef ráðstefnunnar seg- ir að ráðstefnunni sé ætlað að varpa ljósi á einkenni og vísbendingar um áhrif tækni á þróun ýmissa sviða samfélagsins og áhrif samfélagsins á þróun tækni og hugmynda um hana. Í tólf málstofum munu fræðimenn úr hinum ýmsu fræðigreinum, innlendir og erlendir, fjalla um einstaka þætti samfélagsins í ljósi tækniþróunar. Ráðstefnan verður sett klukkan 13 í dag í Hátíðarsal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og munu þrír fyr- irlesarar flytja þar erindi. Páll Skúlason, háskólarektor og heim- spekingur, mun fjalla um tengsl tækninnar við vísindi, sögu og sam- félag. Hann hefur fjallað um tæknina sem einn helsta örlagavald í þróun mannkyns og að vilji maðurinn skilja sjálfan sig, verði hann jafnframt að skilja tæknina og eðli hennar. W. Brian Arthur, fyrsti forstöðu- maður hagfræðistofnunar Háskól- ans í Santa Fe í Nýju Mexíkó, mun fjalla um breytt viðhorf til tækni. Hefðbundið er að líta á tækni sem safn verkfæra sem ætlað er að ljúka ákveðnu verkefni. Þessi skilningur er þó ört að breytast með örri tækniþróun, að sögn Arthurs. Þráinn Eggertsson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og New York háskóla, mun við setningu ráðstefnunnar fjalla um tilurð stofn- ana og þróun þeirra, út frá forsend- um kerfishagfræðinnar. Setning ráð- stefnunnar er öllum opin. Þverfagleg ráðstefna um sam- félag og tækni HEILDARKOSTNAÐUR bókar um þá menn, sem gegnt hafa emb- ætti ráðherra Íslands og síðar for- sætisráðherra, og á að koma út hinn 15. september nk. er áætlaður um 8 milljónir króna, að því er fram kom í máli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gær. Ekki er skv. þessari kostnaðaráætlun gert ráð fyrir tekjum á móti. Í bókinni verða skrifaðir stuttir þættir um þá menn sem gegnt hafa embættunum frá því Ísland fékk heimastjórn fyrir 100 árum. Í ritnefnd bókarinnar eru Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri hátíð- arhalda heimastjórnarafmælisins, Sigurður Líndal, fyrrverandi pró- fessor, Haraldur Ólafsson, fyrrver- andi prófessor og alþingismaður, Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og blaðamaður, og Jakob F. Ás- geirsson, rithöfundur og blaðamað- ur. Að sögn Davíðs Oddssonar hef- ur ritnefndin óskað eftir því að hann skrifi einn þátt í bókinni. Sagðist hann myndu skrifa þann þátt með mikilli ánægju. Gert er ráð fyrir því að 23 eða 24 aðilar skrifi í bókina. Davíð var þarna að svara fyr- irspurn Marðar Árnasonar, þing- manns Samfylkingarinnar. Ráð- herra sagði að starfshópur, sem falið var að undirbúa heimastjórn- arafmælið, hefði lagt til að bókin yrði gefin út. „Um er að ræða bók sem verður 350 til 400 síður,“ sagði ráðherra og bætti því við að gert væri ráð fyrir allt að hundrað svart/hvítum myndum í bókinni. Hún yrði innbundin með gyllingu á framhlið og á kili. Þá yrði hlífð- arkápan fjórlituð og lökkuð. Ráð- herra sagði ennfremur inntur eftir því hvort verkið yrði boðið út að það væri ekki komið það langt á veg að farið væri að huga að prent- un og útgáfu. Þegar að því kæmi yrðu allar hagkvæmar leiðir skoð- aðar. Komi út í 2.000 eintökum Eins og áður sagði er gert ráð fyrir því að kostnaður verksins verði um átta milljónir króna. Þar af eru laun ritstjóra 1,6 milljónir króna, að sögn ráðherra, og er þar miðað við starf í átta mánuði. Höf- undarlaun þeirra sem skrifa í bók- ina eru samtals áætluð um 2,6 milljónir króna en þóknunarnefnd mun ákveða laun ritnefndar. Davíð sagði að þó mætti áætla að heild- arþóknunin yrði um það bil 300 þúsund krónur. Kostnaður vegna mynda er áætlaður um 400 þúsund krónur og kostnaður vegna um- brots, prentunar og annarra þátta er áætlaður um þrjá milljónir króna. „Í þessari áætlun er ekki gert ráð fyrir tekjum af bókinni,“ sagði ráðherra „sem gæti lækkað heildarkostnað töluvert en gert er ráð fyrir því að bókin komi að minnsta kosti út í 2.000 eintökum.“ Mörður Árnason kvaðst fagna þessum upplýsingum forsætisráð- herra um „næstu útgáfu forlagsins: bókaútgáfa ríkisins með varnar- þing í forsætisráðuneytinu,“ eins og þingmaðurinn komst að orði. Mörður vakti athygli á því að bókin yrði gefin út hinn 15. september, sama dag og Davíð Oddsson léti af embætti forsætisráðherra. Í lok máls síns í umræðunni sagði Mörð- ur: „Ég ætla ekki að fara fleiri orð- um um þessa bók eða aðrar þær sem bókaútgáfa ríkisins hyggst taka til útgáfu á þessu ári nema að segja forsætisráðherra það að, eins og aðrir landsmenn, þá hlökkum við ákaflega til hins 15. septem- ber.“ Þingmenn virðist pirraðir Forsætisráðherra kom aftur í pontu og sagði gott að geta glatt menn út af litlu. Í umræðunni sagði hann einnig að hann gæti ekki ann- að en haft gaman af því hve heima- stjórnarafmælið virtist pirra óskap- lega mikið suma þingmenn. Í máli ráðherra kom fram að þessir þingmenn hefðu þó ekki sömu áhyggjur af kostnaði vegna skýrslubeiðna þeirra og bókaútgáfu í landinu. „Hér kemur það iðulega fyrir að þingmenn stjórnarandstöðunnar skella fram í einum vetfangi beiðni um skýrslur sem síðan koma út í hundrað til tvö hundruð eintökum, sem hefur kostað milli fimm til tíu milljóna króna vinnu,“ sagði ráð- herra og ítrekaði að umrædd bók um ráðherra landsins ætti að kosta um átta milljónir. Davíð Oddsson segir kostnað við bók um forsætisráðherra verða um 8 milljónir Gott að geta glatt menn af litlu Bók um ráðherra Íslands og forsætisráðherra rædd á Alþingi Í TILEFNI V-dagsins, sem er til- einkaður baráttunni gegn ofbeldi í garð kvenna, stóðu nemendur Verzl- unarskóla Íslands fyrir dagskrá fyrir samnemendur sína. Tvö atriði úr leikritinu Píkusögur, eftir Eve Ensl- er, voru flutt og þá var mínútu þögn til að sýna samúð með þeim sem lét- ust í hryðjuverkaárásunum í Madríd og öðrum fórnarlömbum ofbeldis. „V-dagurinn er dagur gegn ofbeldi gegn konum og maður er alltaf að komast að einhverjum hræðilegum hlutum sem sýna það glögglega að konur eru hrikalega illa staddar víðs- vegar um heiminn,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, einn skipuleggjenda, um hvers vegna verzlingar hafi viljað minnast V-dagsins. „Það þarf að minna fólk á þetta og vekja athygli á þessu, ekki síst þar sem við búum í samfélagi þar sem svona hræðilegir hlutir eru ekki mikið á yfirborðinu.“ Diljá Mist segir að einn dagur á ári sé bara byrjunin, en hún telur að al- menningur hugsi ekki nóg um þján- ingar annarra. „Við búum náttúrlega við alveg rosalega góðar aðstæður miðað við marga aðra, það verður kannski til þess að við gleymum okk- ur í allsnægtunum og gleymum því að úti um allan heim þjáist fólk á hverjum degi,“ segir Diljá. Gleymum í allsnægtum okkar að fólk þjáist úti í heimi Nemendur Verzló minntust fórnarlamb- anna í Madríd ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.