Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 19 Ofnæmisprófað. Svo léttur að hann finnst varla á. Samt ljær hann húðinni einstaklega eðlilega og nánast fullkomna áferð. Hvernig þá? Jú, með örspeglandi litarefnistækni og sjónrænni yfirborðsbreytingu húðarinnar. Láttu sérmenntaða ráðgjafa Clinique í Debenhams finna rétta farðann fyrir þig. Kaupauki: 5 hlutir í tösku! Ef þú kaupir 2 hluti frá CLINIQUE þá er þessi gjöf til þín.* • Repairwear day cream 7 ml • 7 day scrub cream 30 ml • Colour surge varalitur Sassy spice • High impact augnskuggi South beach • Happy 4 ml *Meðan birgðir endast. Algjör fullkomnun Perfectly Real farði Hafnarfjörður | Viðamiklar endur- bætur standa nú til á Reykjanes- braut, frá Álftanesvegi að Lækjar- götu. Í þessum breytingum felst breikkun Reykjanesbrautar í fjórar akreinar á öllum kaflanum, breikkun Fjarðarhrauns og Hlíðarbergs og breytingar á Lækjargötu. Þessar endurbætur koma í framhaldi af framkvæmdum við flutning Reykja- nesbrautar suður fyrir Hvamma- braut, en markmið þeirra er að auka umferðaröryggi og bæta flæði um- ferðarinnar. Þessar fyrirhuguðu framkvæmdir voru kynntar á fundi í Hafnarborg í gær auk tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Reykjanesbraut og Kaplakrika, íþróttasvæði FH. Flæði umferðar batnar til muna Í endurbótunum felst auk þess að gatnamótum Fjarðarhrauns og Flatahrauns verður breytt úr ljósa- gatnamótum í tveggja akreina hring- torg, svo og gatnamótum Reykjanes- brautar, Lækjargötu og Hlíðarbergs. Einfalt hringtorg verður einnig á gatnamótum Lækjargötu og Hring- brautar. Gatnamót Reykjanesbraut- ar og Fjarðarhrauns verða áfram ljósagatnamót og verður akreinum þar fjölgað og munu allir umferðar- straumar fá sérljós. Þetta er talið leiða til þess að tafatími umferðar styttist um 70% á gatnamótunum og slysum fækki um 30–35%. Einnig kom fram á fundinum að tækifærið verður notað til þess að bæta hljóðvist eins og tök eru á. Hljóðveggur verður reistur vestan Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns auk þess sem hljóðmönin milli Reykjanesbrautar og Setbergshverf- is verður hækkuð lítillega frá Eini- bergi að Kvistabergi. Þá verður einn- ig gerð ný hljóðmön við Vörðuberg. Þessar ráðstafanir eru taldar koma flestum húsum á svæðinu á ákjósan- legt hljóðstig, um 55 db. Talið er að framkvæmdum verði að mestu lokið fyrir lok ársins, ef þær hefjast snemma, þó megi gera ráð fyrir því að lokafrágangur, t.d. plönt- un trjáa, geti þurft að bíða til næsta vors. Kostnaður við framkvæmdirn- ar er áætlaður á bilinu 500–600 millj- ónir króna og ber Vegagerðin um sextíu prósent kostnaðar en Hafnar- fjarðarbær fjörutíu. Talið er að fram- kvæmdakostnaður sparist á innan við fimm árum, þar sem arðsemi framkvæmdarinnar sé mikil. Bráðabirgðalausn gagnrýnd Nýtt deiliskipulag fyrir Kapla- krika, sem kynnt var á fundinum, gerir ráð fyrir að byggð verði við nú- verandi íþróttahús FH, félags- og búningsaðstaða ásamt stúku. Einnig er gert ráð fyrir byggingu knatt- spyrnuhúss og húss fyrir frjáls- íþróttaiðkun. Alls er gert ráð fyrir nýbyggingum í kringum 13.600 fer- metra. Þá er gert ráð fyrir því að Urriðakotsvatnslækur verði endur- mótaður á kafla. Nokkrar breytingar verða gerðar á Reykjanesbraut á kaflanum sem liggur að skipulags- reitnum og felast þær aðallega í bættum tengingum gangandi og hjól- andi vegfarenda og hljóðtálmum auk þess sem Reykjanesbrautin verður breikkuð í tvær akreinar í hvora átt. Á fundinum komu fram allmargar spurningar og ábendingar og voru fundarmenn ekki allir sáttir við út- færsluna. Þannig töldu nokkrir að ekki væri nógu langt gengið með framkvæmdunum við Reykjanes- braut og vildu mislæg gatnamót og lækkun Reykjanesbrautar. Magnús Einarsson, deildarstjóri hjá Vega- gerðinni, sagði þar um bráðabirgða- lausn að ræða til næstu tólf ára, en þá væri gert ráð fyrir að setja mislæg gatnamót og lækka Reykjanesbraut- ina, en þarna væri verið að slá á brýnasta vandann. Þá fagnaði Ingvar Viktorsson, for- maður FH, deiliskipulaginu, sem hann sagði afar jákvætt skref til áframhaldandi þróunar starfs félags- ins. Undir þetta tóku fleiri fundar- menn. Tillögurnar eru til sýnis í Þjón- ustuverinu, Strandgötu 6, og er at- hugasemdafrestur til 26. mars. Framkvæmdir við Reykjanesbraut og breytingar á deiliskipulagi kynntar í Hafnarborg Áformaðar framkvæmdir við Reykjanesbrautina munu draga úr hávaða á svæðinu auk þess sem umferð gangandi og hjólandi vegfarenda verður greiðari. Þá er gert ráð fyrir greiðari umferð og mikilli fækkun slysa. Slysum fækkar, biðtími styttist Morgunblaðið/Jim Smart Fundargestir skoðuðu framkvæmdahugmyndirnar af miklum áhuga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.