Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ THE Wu-Tang Clan sneri rapp- heiminum á hvolf með fyrstu plötu sinni, Enter the Wu-Tang (36 Chambers), sem út kom árið 1993. New York – en sveitin kemur frá Staten Island – var komin aftur á kortið sem gróðurstöð fyrir fram- sækið og frumlegt hipp hopp en framan af tíunda áratugnum virt- ist sem Dr. Dre og hið afslappaða vesturstrandar G-fönk væri að taka öll völd (með fullri virðingu fyrir því eðla formi). Wu-Tang Clan samanstendur af níu fjölhæf- um röppurum og allir hafa þeir gefið út sólóplötur (utan Masta Killa en plata hans er þó vænt- anleg á næstu vikum). Plötur Ra- ekwon eru nú orðnar þrjár og er fyrsta plata hans, Only Built 4 Cuban Linx (’95), framúrskarandi verk og hæglega eitt besta sóló- verkið sem komið hefur úr her- búðum Wu-Tang (ásamt Tical með Method Man og Liquid Swords með GZA). Næsta plata, Immob- ilarity (’99) þótti hins vegar ekki vel heppnuð en sú nýjasta, The Lex Diamond Story, sem út kom síðasta haust, þykir aftur á móti afbragð. Á henni er að finna nokk- urs konar framhald fyrstu plöt- unar og er hún uppfull af mynd- rænum frásögnum af glæpaforingjanum Lex Diamond og ævintýrum hans. Rakwon er nú á stuttum Evr- óputúr til að kynna plötuna og heyrði blaðamaður í honum þar sem hann var að „krúsa“ um Brighton ásamt genginu sínu. Raekwon og ræturnar Halló? „Hvað er á seyði stjóri? (Wots öpp boss?)“ Mér líður vel … „Ég var að koma úr flugvélinni þú veist. Sjö tímar þú veist, þetta er farið að hafa áhrif á mann en ég er fínn.“ Þú ert að koma til Íslands? „Ekki spurning. Ég talaði í út- varpið þar um daginn og þið skul- uð fara að undirbúa ykkur. Ísland maður, það er heitt mál! Ég er all- ur uppdjassaður og klár! (jazzed up!).“ Hvað kemur til? „Ég þekki fína gaura sem redd- uðu þessu. Ísland kom upp og ég var þvílíkt til í þetta enda aldrei komið til landsins. Mig langar til að sjá landið. Ef það er gott hipp hopp í gangi hjá ykkur þá vil ég fá að sjá það og heyra og fá að vera í kringum það. Ég er mjög spennt- ur [athugið: talandi Raekwon er til muna rólegri og dýpri en text- inn gefur til kynna].“ Eru ekki einhverjir fleiri rapp- arar að koma með þér? „Nei nei, þetta er bara ég og gengið mitt („my crew“). Mig langaði til að koma með Ice Water hingað en það var víst ekki til nægur peningur til þess. Það verður að vera seinna …“ Ice Water, það er ný hljómsveit sem þú stýrir er það ekki … „Rétt. Þetta er fjögurra manna grúppa og við komum allir frá Staten Island (Þaðan sem Wu Tang eru). Þetta er svona vett- vangur fyrir bræðurna („Tha Brotha’s“) til að skína. Ég vil nefnilega veita efnilegum og ung- um röppurum tækifæri því að það eru að verða kynslóðaskipti, veistu hvað ég meina? („You kno’wha’ I mean?“) Ég vil vera maðurinn sem gefur eitthvað til baka, þú veist? Svo eru allir með- limir frá Staten Island en það ber ekki mikið á tónlistarmönnum þaðan og ég vil leggja mitt af Raekwon á Gauknum Séffinn talar Raekwon er einn af meðlimum Wu-Tang Clan, áhrifamestu rappsveitar síðustu tíu ára eða svo. Hann heldur tónleika á Gauknum í kvöld. Arnar Eggert Thoroddsen hringdi í „The Chef“ og átti við hann athyglisvert spjall. Jack Black fer á kostum í geggjaðri grínmynd sem rokkar! Sýnd kl. 5.50 og 8.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. Frábær gamanmynd frá leikstjóra There´s Something About Mary og Shallow Hal Sýnd kl. 10.10. B.i. 14. Síðasta sýning! THE PASSION OF THE CHRIST • Forsala hafin! HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Hvernig leysir þú morðmál þegar öll vitnin og allar vísbendingar benda á þig? Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington MÖGNUÐ SPENNUMYND! Fleiri börn...meiri vandræði! 11 Óskarsverðlaun þar á meðal besta myndin, besti leikstjóri og besta handrit Yfir 95.000 gestir kl. 5 og 9 B.i. 12. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4. B.i. 12 ára. Frábær gamanmynd frá leikstjóra There´s Something About Mary og Shallow Hal Sýnd kl. 4 og 6. Með íslenskum texta T H E P A S S I O N O F T H E C H R I S T • F o r s a l a h a f i n ! Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Kringlunni - SmáralindSmáralind BRJÁLUÐ HELGARTILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.