Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ LÁNASJÓÐUR ís- lenskra námsmanna er brjóstvörn okkar Íslendinga fyrir jafn- rétti til náms og gegnir mikilvægu hlutverki sem slíkur. Sjóðurinn gerir fólki kleift að stunda nám án tillits til fjárhags- legs bakgrunns náms- manns og fjöl- skylduaðstæðna hans. Eða það er að minnsta kosti til- gangur hans. Margs þarf hins vegar að gæta til að þetta hlutverk þynnist ekki út og sjóðurinn hætti að gegna hlutverki sínu. Krafan um ábyrgðarmenn á námslán vinnur augljóslega gegn þessu og er óréttlát. Hana ber að afnema og höfum við nokkrir þingmenn Samfylk- ingarinnar lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem það er lagt til. En krafan um ábyrgðarmenn á lánin vinnur gegn þessu markmiði og mis- munar verulega enda ekki allir sem hafa aðgang að efnuðum ábyrgðarmönnum. Vitað er um mörg dæmi þess að ungt fólk hefur orðið að hætta við áætlanir um frekara nám vegna þess að það hefur ekki getað framvísað ábyrgðarmönnum sem lánasjóð- urinn tekur gilda. Hver náms- maður á sjálfur að vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu síns námsláns og á að undirrita skuldabréf þess efnis. Það er miklu sanngjarnara og réttlátara en núverandi fyr- irkomulag. Hluti verði styrkur Aðrar breytingar sem Samfylk- ingin leggjur til á LÍN eru að þegar námsmaður hefur lokið lokaprófum á tilskildum tíma eða framvísað vottorði um lögmætar tafir á námi breytist 30% af upp- hæðinni sem hann hefur tekið að láni í óendurkræfan styrk. Styrk- urinn yrði hvorki tekjutengdur né skattlagður. Þetta er sanngjarnt, ívilnar námsmanninum og léttir endurgreiðslubyrðar hans ásamt því að hraða miklum fjölda í gegn- um skólana og þar með spara þeir fé. Bæði við rekstur og uppbygg- ingu húsnæðis fyrir kennsluna. Til að rétta enn hlut ungs barnafólks sem hefur lokið námi sínu viljum við lækka endur- greiðslubyrðina með því að endur- greiðsluhlutfalli námslána verði breytt úr 4,75% í 3,75%. Þá er nauðsynlegt að hluti af endur- greiðslum námslána verði frá- dráttarbær frá skatti. Afnám krafna um ábyrgðarmenn Björgvin G. Sigurðsson skrifar um Lánasjóð íslenskra náms- manna ’En krafan um ábyrgð-armenn á lánin vinnur gegn þessu markmiði og mismunar verulega …‘ Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Í GREIN í Morgunblaðinu í gær heldur Alfreð Þorsteinsson stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavíkur því fram að undirritaður noti ekki réttar tölur í umræðu um dótturfyr- irtæki OR. Stjórnarformaðurinn heldur því fram að undirritaður hafi sagt að Orkuveitan hafi tapað 1,8 milljörðum króna á fjarskipta- rekstri. Nú getur verið að það verði niðurstaðan en það sem ég sagði var að: „Tap fjarskiptafyrirtækja Orku- veitunnar (OR) er samtals um 1,8 milljarðar að núvirði“ Í fyrirsögn fréttarinnar segir „Tap á fjarskipta- rekstri Orkuveitunnar um 1,8 millj- arðar“. Þessar upplýsingar eru úr ársreikningum þessara fyrirtækja og málið er alveg kristaltært eins og sjá má. Sjá töflu 1 Einnig heldur stjórnarformaðurinn því fram að undirrit- aður fari ekki rétt með upphæðir þegar rædd- ar eru heildarfjárfest- ing OR í fjarskiptafyr- irækjum. Stjórnarformðurinn telur fjárfestinguna vera rúmlega 3 millj- arða á núvirði en ekki 3,5 milljarða eins og undirritaður hefur nefnt. Því er til að svara að undirritaður hefur ekki aðrar tölur en þær sem komu fram í fyrirspurn okkar sjálf- stæðismanna í stjórn OR. Á þeim fundi kom fram að í þær tölur vant- aði yfirtöku á skuldum Rafmagns- línu um 200 milljónir króna árið 2003 og einnig hefur verið tek- in ákvörðun um að leggja fram 50 millj- ónir vegna Tetru- Ís- lands eins og allir vita sem hafa fylgst með fréttum. Upphæðin er því rúmlega 3,5 millj- arðar. Sjá töflu 2 Það vekur hinsvegar athygli að Alfreð full- yrðir að rekstur fjar- skiptafyrirtækja Orku- veitunnar „gangi ljómandi vel“. Þessi fyrirtæki hafa skilað tapi á hverju einasta ári sem þau hafa verið starfrækt og sam- anlagt tap þeirra er eins og áður sagði nær 1,8 milljaður króna. Það er búið að bjarga tveim af þessum fyrirtækjum frá gjaldþroti með fjár- munum frá Orkuveitunni og nú er verið að reyna að bjarga því þriðja frá gjaldþroti. Það er augljóst að í huga Alfreðs Þorsteinssonar og R- listans eykst ljóminn yfir rekstri fyr- irtækja eftir því sem skuldirnar vaxa og tapið eykst. Tapið er 1,8 milljarðar Guðlaugur Þór Þórðarson svar- ar Alfreð Þorsteinssyni ’Þessi fyrirtæki hafaskilað tapi á hverju ein- asta ári sem þau hafa verið starfrækt …‘ Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er borgarfulltrúi. Lína Net Rafmagnslína Tetra Samanlagt Á verðlagi 2004 1999 7.388 7.388 1,22 9.013 2000 471.685 471.685 1,15 542.438 2001 172.244 577 132.270 305.091 1,08 329.498 2002 157.091 10.247 214.383 381.721 1,03 393.173 2003 90.000 10.000 80.000 180.000 1,02 183.600 898.408 20.824 426.653 1.345.885 1.772.538 Lína Net Rafmagnslína Tetra/Irja Samanlagt Á verðlagi 2004 1999 214.000 214.000 1,22 261.080 2000 88.900 88.900 1,15 102.235 2001 670.802 40.000 296.500 1.007.302 1,08 1.087.886 2002 1.350.463 131.667 1.482.130 1,03 1.526.594 2003 0 200.000 200.000 1,02 204.000 2004 50.000 50.000 1 50.000 2.324.165 240.000 478.167 3.042.332 3.520.499 Tafla 1 Tafla 2 DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hentar hvorki sterkum leiðtogum né duglaus- um konum, ef marka má bakþanka Sigurjóns Magnúsar Egilssonar fréttastjóra í Frétta- blaðinu nýlega (25. feb.) Kyndug niðurstaða Rök fréttastjórans eru einföld. Dómsmálaráðu- neytið er að hans sögn eitt af þessum léttvægu ráðuneytum, eins og sjá megi á frammistöðu síð- ustu dómsmálaráð- herra. Þorsteinn Pálsson á þannig að hafa sýnt vasklega framgöngu sem bæði sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra (sbr. að bjórfrumvarpið fór í gegn í ráðherratíð hans) en Sól- veig Pétursdóttir dugleysi, þó svo að hún hafi verið dómsmálaráðherra í fullu starfi. Sigurjón kemst síðan að þeirri kyndugu niðurstöðu að dóms- málaráðuneytið geti af þessum sökum ekki hentað Davíð Oddssyni. Til þess sé hann einfaldlega of sterkur og af- kastamikill leiðtogi. Ekkert fyrir alvöru kalla Spurði einhver hvort konur ættu enn á brattann að sækja? Ef við lítum á staðreyndir málsins virðist sú dapurlega staðreynd því miður blasa við, a.m.k. hvað skrif fréttastjórans varðar. Réttindi kvenna og barna, kynferðisleg misnotkun barna, sifja- spell, skipulagt vændi og alþjóðleg glæpastarf- semi ásamt aðild Ís- lands að Schengen- samstarfinu eru nokkur dæmi af mörgum um þá málaflokka sem Sólveig beitti sér fyrir. Hún verður því seint sökuð um dugleysi, a.m.k. ekki að athuguðu máli. Mönnum kann hins vegar að finnast mismikið til þessara mála- flokka koma, enda eru sumir þeirra e.t.v. mikilvægari í augum kvenna en „alvöru“ kalla. Breyttir tímar Það kann því að vera alveg eðlilegt að svona alvöru kall eins Sigurjón eigi bágt með að sjá Davíð Oddsson fyrir sér fara úr forsætisráðuneytinu í dómsmálaráðuneytið; ráðuneyti sem á að hans mati augljóslega betur heima í skúffu sjávarútvegsráðherra en í höndunum á sterkum leiðtoga eða duglausri konu. Að Davíð Oddsson sjái það fyrir sér er til marks um það að tímarnir breytast og það verulega hratt; e.t.v. hraðar en sumir átta sig á. Af duglausum konum og alvöru „köllum“ Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar um fjölmiðla ’Spurði einhver hvortkonur ættu enn á bratt- ann að sækja?‘ Helga Guðrún Jónasdóttir Höfundur er formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. WILLARD Fiske Ólason, fyrr- um útgerðarmaður og skipstjóri, sendir mér tóninn í Morgunblaðinu 15. mars sl. Í grein- inni segist Willard vera sár og svekktur vegna þess að fram hafi komið að mark- mið okkar með kaup- um á öllu hlutafé fé- lagsins hafi verið að verja félagið gegn hugsanlegri yfirtöku annarra aðila. Ekki vill hann una við það og hugnast betur að gera okkur upp aðrar hvatir fyrir kaup- unum. Framganga Willards í greininni er með meira kappi en forsjá. Í stað þess að taka ábyrgð á eigin gerðum og ákvörð- unum, leitast hann við að afsaka þær og beina athyglinni frá þeim með því að hnjóða í mig og systk- ini mín vegna kaupa okkar. Vegna orða Willards í okkar garð sé ég mig tilneyddan að gera nokkra grein fyrir aðdraganda málsins. Það ætti að vera óþarfi að rifja það upp fyrir Willard að sumir samstarfsaðilar hans í fyrirtækinu, fyrrum eigendur Fiskaness hf., höfðu í langan tíma boðið stóran hlut í félaginu til sölu á almennum markaði. Hættan sem hann nefnir um yfirtöku annarra á félaginu var því vissulega fyrir hendi, en það var m.a. fyrir tilstuðlan manna inn- an hans vébanda. Það er einnig ljóst, eftir að Grandi hf. keypti Harald Böðvarsson hf., að stór eignarhlutur Granda hf. í Þorbirni Fiskanesi hf. yrði boðinn til sölu. Það var því ekki að ástæðulausu að við óttuðumst að aðrir myndu ásæl- ast þessi hlutabréf, sem og bréf Willards og félaga hans. Því urðum við að grípa til ráðstafana ef við vildum verja félagið. Í þessu samhengi er einnig nauð- synlegt að fram komi sú staðreynd að við gerðum Willard og félögum hans grein fyrir þessu mati okkar á stöðunni. Þar lýstum við því yfir að við sæjum það sem lausn á þessum vanda að stofna félag, sem keypti alla lausa hluti í félaginu. Jafn- framt greindum við þeim frá því mati okkar að ef til þess kæmi væri nauðsynlegt að taka félagið af almennum hlutabréfamarkaði. Ekki vegna þess að það væri vilji okkar, heldur vegna þess að reglur hluta- bréfamarkaðarins mæla fyrir um það. Í grein sinni í Morgunblaðinu kýs Willard að gefa í skyn að hann og félagar hans hafi beinlínis verið neyddir til að selja okkur systk- inum hluti sína í félaginu og vandar okkur ekki kveðjurnar af því til- efni. Þessi framsetning á málinu er röng og stenst ekki skoðun. Það sjá allir að hópur sem ræður yfir 26% af hlutafé, sem Willard og félagar gerðu, verð- ur ekki neyddur til að selja hlutafé sitt, síst af öllu af aðila sem ein- ungis ræður yfir 14% hlutafjár, sem var hlut- ur okkar. Ég á bágt með að skilja reiði hans þegar þess er gætt að við buðum Willard og félögum hans upp á samstarf til að verjast mögulegri yfirtöku annarra á fyr- irtækinu. Jafnframt buðum við Willard og félögum hans, vildu þeir ekki eiga við okk- ur samstarf, tvo kosti. Þann fyrri að við keyptum hluti þeirra í fyrirtækinu. Þann síð- ari, að þeir keyptu okkar hluti, á sama verði. Þriðji valkostur þeirra var að sleppa því að selja hluti sína, hvort sem væri til okkar eða annarra og tryggja þannig stöðugleika um eignarhald á félaginu með okkur. Einhverra hluta vegna drógu Willard og félagar hans okkur á svari í þrjá daga, en tilkynntu okk- ur þá að þeir kysu að selja hluti sína í félaginu. Við kunnum engar skýringar á því af hverju Willard var á þeim tíma ekki tilbúinn til að taka áhættuna með okkur og taka sameiginlega á málinu. Með þetta í huga vekur það furðu okkar að Willard skuli nú, nokkrum vikum síðar, telja sér sæmandi að halda því fram að sam- starf við hann og félaga hans um eignarhald á hlutabréfum fyrirtæk- isins hafi verið mögulegt. Það má vera að í því felist einhver friðþæg- ing fyrir Willard, en eftir standa gerðir og þær vitna ekki um vilja til samstarfs, reyndar þvert á móti. Sá þáttur málsins skal þó ekki rak- inn að sinni. Okkur þykir sárt að Willard saki okkur um græðgi á síðum Morg- unblaðsins. Ekki skiljum við til- ganginn með því að vega að mann- orði okkar með þessum hætti og teljum við okkur eiga það síst skilið af honum, enda var það hans eigin niðurstaða að selja hluti sína og ekki telur hann kaup okkar góð í grein sinni. Það má því spyrja hver það hafi verið sem græddi á þess- um viðskiptum? Willard á villigötum Eiríkur Tómasson skrifar um Þorbjörn Fiskanes hf. Eiríkur Tómasson ’Okkur þykirsárt að Willard saki okkur um græðgi á síðum Morgunblaðs- ins.‘ Höfundur er forstjóri Þorbjarnar Fiskaness hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.