Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Heimsferðir bjóða vorferð til þessarar heillandi borgar við Mið- jarðarhafið. Borgin er vettvangur fyrir lífskúnstnera því hér er að finna ótrúlegt úrval listasafna, veitingastaða, fagurra garða, iðandi mannlífs jafnt að nóttu sem degi, frægustu veitingastaði og skemmtistaði Spánar, tónlistarlíf í blóma og síðast en ekki síst, frábært veðurfar. Við bjóðum þér vinsælustu gististaðina, spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.990 Flugsæti, skattar innifaldir. Verð kr. 39.990 Flug og gisting í 4 nætur á hótel Condor með morgunmat. M.v. tvo í herbergi pr. mann. Verð m.v. netbókun. Bókunargjald kr. 2.000. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Munið Mastercard ferðaávísunina Barcelona 3. apríl frá kr. 29.990 FULLT var út úr dyrum á málþingi undir yfirskriftinni „Hvar er jafn- réttið?“ sem haldið var á vegum for- sætisráðuneytisins, Kvenréttinda- félags Íslands og Háskóla Íslands í Salnum í Kópavogi í gær. Markmið málþingsins var að bregða ljósi á stöðu kvenna við upphaf heima- stjórnar og fjalla um hana í sam- hengi við stöðu jafnréttismála í sam- tímanum. Konur voru í miklum meirihluta á málþinginu og bekk- irnir í salnum voru svo þétt setnir að þegar forsætisráðherra, Davíð Oddsson, kom inn á málþingið stuttu eftir að það hófst var ekkert sæti laust nema á svölunum. Árni Magnússon, félagsmálaráð- herra, sagðist í sínu ávarpi myndu innan skamms leggja fram á Alþingi þingsályktunartillögu um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára. Í áætluninni er lagt upp með afmörk- uð verkefni, kveðið á um hvaða ráðu- neyti eru ábyrg fyrir framkvæmd þeirra og hvaða aðilar aðrir komi að. Árni segir að í áætluninni muni hann leggja til samþættingu jafn- réttissjónarmiða, fræðslu um jafn- réttismál, jafnrétti á vinnumarkaði, jafnréttisáætlanir ráðuneyta og skil- greiningu á hlutverki jafnréttisfull- trúa ráðuneyta. Samþætting er tæki, jafnrétti markmiðið Árni sagði í ræðu sinni að í fyrri framkvæmdaáætlunum hafi verið stefnt að því að samþætta jafnréttis- og kynjasjónarmið inn í daglegt starf allra ráðuneyta. „Enn er nauð- synlegt að hafa þetta markmið að leiðarljósi þar sem árangurinn hefur ekki verið sem skyldi. Hér er þó rétt að benda á að samþætting er ekki markmið í sjálfri sér, heldur er það jafnrétti kynjanna sem er mark- miðið. Það næst með því meðal ann- ars að gera samþættingu að við- teknum vinnubrögðum í stjórnsýslunni. Samþætting er að- ferðin, eða verkfærið, sem getur gert það kleift að markmiðinu um jafnrétti verði náð,“ sagði félags- málaráðherra í ræðu sinni. Í ræðunni sagði Árni að til þess að raunverulegur árangur náist við framkvæmd verkefnanna sem tíund- uð væru í framkvæmdaáætluninni væri mikilvægt að gerð yrði úttekt á árangri ríkisstjórnarinnar. „Skil- greina verður á hvaða hátt þetta verður gert, en æskilegt er að slík úttekt verði gerð um mitt fram- kvæmdatímabilið og aftur í lok þess og mun ég beita mér fyrir því,“ sagði Árni. Stjórnvöld ryðji brautina í jafnréttismálum Hann sagði stjórnvöld eiga að ryðja brautina en það væri engu að síður mikilvægt að hinn almenni vinnumarkaður tæki virkan þátt í því að ná fram jafnrétti kynjanna. „Það er von mín og ósk að okkur tak- ist að tryggja dætrum okkar og son- um jafnrétti á öllum sviðum mann- lífsins,“ sagði félagsmálaráðherra. Erla Hulda Halldórsdóttir sagn- fræðingur og sérfræðingur hjá Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands flutti erindi um kvenréttindabaráttu á tímabilinu 1904–1918 sem var tími mikilla breytinga í þeim efnum. Kvennalisti var boðinn fram í bæj- arstjórnarkosningum í Reykjavík árið 1908, konur fengu rétt til menntunar án takmarkana árið 1911 og konur fengu takmarkaðan kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþingis ár- ið 1915. Í erindi sínu benti Lára V. Júl- íusdóttir hæstaréttarlögmaður á að fyrstu lög um launajafnrétti kynjanna voru sett árið 1945. Fyrstu jafnréttislögin hefðu svo orðið að veruleika hérlendis árið 1976. „Jafn lagalegur réttur er löngu kominn. Það er ekkert í lögunum sem er að stöðva framgang eða brautargengi kvenna,“ sagði Lára. Þá benti hún á aukna atvinnuþátttöku kvenna, en um 83% íslenskra kvenna voru á vinnumarkaði árið 2001 sem er með því mesta sem gerist í heiminum. Hún kvað það skjóta skökku við að þrátt fyrir þessa auknu atvinnuþátt- töku byggjum við ennþá við launa- mun sem ekki yrði skýrður með öðru en kynferði. Benti Lára á tölur í því sambandi sem sýna að óútskýrður launamunur kynjanna er um 7–13%. Að lokum velti Lára því fyrir sér hverjir yrðu bautasteinar 21. ald- arinnar í jafnréttismálum. „Verður kona forsætisráðherra? Verður kona bankastjóri? Verður kona forstjóri Eimskips?“ spurði Lára. Í erindi Birnu Önnu Björnsdóttur, rithöfundar og blaðamanns, kom fram að hún telur mikilvægt að horfst sé í augu við það að jafnrétt- isbaráttunni lýkur aldrei. „Vonandi kemur að því að hin viðvarandi jafn- réttisbarátta verði meira eins og áminning, leið til að halda í horfinu og missa ekki niður það sem hefur áunnist. Þangað til þurfum við að þoka okkur lengra, um leið og við leggjum okkur fram við að halda í allt það sem okkur hefur hlotnast; frá því á heimastjórnarárunum, frá því á kvennafrídaginn, frá því að fæðingarorlofslögin voru samþykkt. Og við verðum líka að halda barátt- unni áfram eftir að við fáum sömu laun fyrir sömu störf, eftir að konur verða helmingur þingheims og eftir að „Brynhildarmæðgur“ kaupa meirihluta í banka, tryggingafélagi og flugfélagi,“ segir Birna Anna. Hildur Jónsdóttir jafnrétt- isráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og Hjörtur Magni Jóhannsson frí- kirkjuprestur héldu einnig erindi á málþinginu en að þeim loknum fóru fram pallborðsumræður. Þingmenn- irnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Bjarni Benediktsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, Katrín Anna Guð- mundsdóttir talskona Femínista- félagsins og Þorbjörg Inga Jóns- dóttir hrl., formaður Kvenréttindafélagsins, tóku þátt í umræðunum. Jafnréttisbaráttunni lýkur aldrei Morgunblaðið/Ásdís Konur á öllum aldri, auk nokkurra karla, sóttu ráðstefnuna sem haldin var í tilefni heimastjórnarafmælis. Rætt um jafnrétti í nútíð og fortíð á málþingi forsæt- isráðuneytisins í til- efni heimastjórn- arafmælis. MINNISVARÐI um Bríeti Bjarn- héðinsdóttur verður reistur bak við Alþingishúsið árið 2006. Þetta kom fram í ræðu félagsmálaráð- herra, Árna Magnússonar, á mál- þingi um jafnrétti í gær. „Bríet stóð í forystu íslenskrar kvenna- baráttu í upp- hafi 20. ald- arinnar og lagði hún grunn að jafnréttisvakn- ingu meðal kvenna og ann- arra jafnrétt- issinna. Bríeti hefur ekki verið reistur minn- isvarði eins og títt er um merk- ismenn. Úr þessu viljum við bæta. Ég gleðst yfir því að geta til- kynnt hér að ríkisstjórnin sam- þykkti í gær [þriðjudag] tillögu mína og umhverfisráðherra um að reisa Bríeti Bjarnhéðinsdóttur minnsvarða. Kvennasögusafn Ís- lands hefur bent á að vel væri við hæfi að reisa minnisvarðann að baki Alþingis þar sem áður stóð Bárubúð, en þar flutti Bríet fyr- irlestur sinn Um hagi og rjettindi kvenna árið 1887,“ sagði Árni. Fyrirlestur Bríetar sem Árni minntist á var sá fyrsti sem ís- lensk kona flutti opinberlega. Ríkisstjórnin hyggst ganga frá samkomulagi við Kvenna- sögusafnið um að undirbúa gerð minnisvarðans. Stefnt er að því að hann verði afhjúpaður árið 2006 en þá verða liðin 150 ár frá fæðingu Bríetar. Bríet fæddist árið 1856 og ólst upp að Böðvarshólum í Vatnsdal. Hún var elst fimm barna hjónanna Bjarnhéðins Sæmunds- sonar og Kolfinnu Snæbjarn- ardóttur. Hún settist að í Reykja- vík árið 1887, giftist Valdimar Ásmundssyni, ritstjóra Fjallkon- unnar, og eignuðust þau tvö börn, Laufeyju og Héðin. Bríet hóf út- gáfu Kvennablaðsins árið 1895, en árið 1907 gekkst hún fyrir stofnun Kvenréttindafélags Ís- lands og var formaður þess til ársins 1926. Bríeti reist- ur minnis- varði 2006 Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvæði að söfnun gjafafjárins sem af- hent var í gær. Að sögn Ingibjargar Pálmadóttur, framkvæmdastjóra Velferðarsjóðs barna, gerir framlagið það að verk- um að hægt verður að vanda sér- staklega til kaupa á búnaði fyrir heimilið. „Þetta er ómetanlegt fyrir sjóðinn að fá slíka gjöf einmitt nú þegar við erum að ljúka þessu verk- efni,“ segir Ingibjörg. Á Rjóðrinu verður rými fyrir tíu börn í senn. FORMAÐUR Landssambands ís- lenskra útvegsmanna færði í gær Velferðarsjóði barna á Íslandi að gjöf 10 milljónir króna fyrir hönd ís- lensks sjávarútvegs sem nýta á til tækjakaupa og kaupa á útbúnaði fyr- ir Rjóður, nýtt hjúkrunarheimili fyr- ir langveik börn í Kópavogi. Rjóðrið sem er til húsa á Kópa- vogsbraut 7 verður formlega opnað á laugardag en það er jafnframt fyrsta hjúkrunarheimili sinnar tegundar á landinu. Stjórn LÍÚ hafði frum- Íslenskur sjávarútvegur færir Vel- ferðarsjóði barna 10 milljónir að gjöf „Ómetanlegt fyrir Velferðarsjóðinn“ Morgunblaðið/Eggert Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, afhendir Ingibjörgu Pálmadóttur, framkvæmdastjóra Velferðarsjóðs barna, 10 milljónir króna að gjöf. SAMKEPPNISSTOFNUN hefur beint þeim tilmælum til Bensínorkunnar að ef þeir ætli að halda áfram að auglýsa að Orkan sé „alltaf ódýrust“, verði Orkan ávallt að bjóða lægsta verðið á markaðnum á öllum út- sölustöðvum sínum. Ef Bensínorkan fer ekki að þessum tilmælum gæti komið til frekari aðgerða samkeppn- isyfirvalda gagnvart fyrirtæk- inu. Í bréfi Samkeppnisstofn- unar kemur fram að slagorðið „Orkan – alltaf ódýrust“ sé mjög afgerandi, og feli í sér efsta stig lýsingarorðs, og verði því að gera ríkar kröfur til for- sendna þess. Ekki sé nægjan- legt að bjóða upp á lægsta verð- ið á ákveðnum útsölustað heldur þurfi verðið á bensíni og dísilolíu að vera ódýrast á öllum sölustöðvum Orkunnar. Samkeppnisstofnun sendi þessi tilmæli í kjölfar erindis Atlantsolíu, þar sem kvartað er yfir orðalaginu í auglýsingum Bensínorkunnar. Samkeppnisstofnun Verða að vera ódýr- astir alls staðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.