Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
KOSTNAÐUR við björgun Bald-
vins Þorsteinssonar hefur enn
ekki verið tekinn saman, að
sögn Gunnars Felixsonar, for-
stjóra Tryggingamiðstöðv-
arinnar, sem skipið er tryggt
hjá.
Gunnar segir þó ljóst að
björgunarkostnaðurinn nemi
tugum milljóna króna. Til dæm-
is sé kostnaður vegna norska
dráttarskipsins og búnaðar sem
því fylgi, eins og drátt-
artaugarinnar, á aðra milljón
króna á sólarhring. Enn vanti
margar kostnaðartölur og ekki
sé búist við að heildarkostnaður
liggi fyrir fyrr en eftir nokkra
daga.
Björgunin
kostar
milljónatugi
Þ
að er komin staðfesting,“
heyrist úr talstöðv-
arbílnum í fjörunni og
skyndilega verður allt
vitlaust. Baldvin Þor-
steinsson er kominn á flot og björg-
unarhópurinn í landi ærist af fögn-
uði.
Klukkan er rúmlega tvö að nóttu í
Meðallandsfjörum og umfangsmikil
björgunaraðgerð, sem staðið hefur
yfir í eina viku, er loks að baki.
Allir eru örþreyttir en alsælir
þarna í fjörunni og Þorsteinn Már
Baldvinsson, forstjóri Samherja,
réttir Grétari Einarssyni, varafor-
manni björgunarsveitarinnar Vík-
verja, kampavínsflösku.
Tappinn skýst upp í loftið með
hvelli og síðan rignir kampavíni yfir
mannskapinn.
Menn og konur faðma hvert ann-
að og þakkir og hamingjuóskir
heyrast á báða bóga. Fólki er gríð-
arlega létt.
Frá því að Baldvin strandaði hafa
60 björgunarsveitarmenn Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar í
björgunarsveitum í V-Skaftafells-
sýslu aðstoðað Samherjamenn við
að bjarga skipinu, auk Landhelg-
isgæslunnar, Varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli, Landsvirkjunar og
fleiri.
þegar Baldvin festist á san
festingarnar í hann slitnuð
reynt var að draga hann á f
ingarnar voru styrktar og t
milli á skipanna á nýjan leik
þriðjudag. Kl. 18 var allt or
og farið í næsta verkefni se
að snúa skipinu 180 gráður
unni svo að hægt yrði að dr
út á stefninu. Snúningurinn
an við klukkustund um mið
og gekk allt að óskum. Nor
dráttarskipið Normand Ma
síðan dráttinn á öðrum tím
að þessu sinni héldu festing
þegar Baldvin ruddist í geg
sandrifin kl. 2 um nóttina. Þ
eins og menn vildu ekki fag
fljótt, en síðan kom staðfes
Baldvini hafði verið bjarga
Gerðist fyrr en
við áttum von á
„Þetta er dásamleg tilfin
er ekki hægt að lýsa henni,
Kristján Vilhelmsson, útge
arstjóri Samherja, við Mor
unblaðið andartaki eftir gle
ina. „Þetta gerðist fyrr en v
von á,“ bætir hann við. „Þe
frábært fólk og ótrúlega hj
samt,“ sagði hann um björg
unarhópinn sem hann lýsti
miklu fagfólki.
Tengt að nýju á þriðjudag
Hlutirnir gerðust hratt á þriðju-
dagskvöldið og ljóst að menn ætl-
uðu ekki að verða fyrir sömu von-
brigðum og á sunnudagskvöld,
Mikill fögnuður björgunarfólks í Me
„Dásamleg t
" !""
7 2&
& .
* >? @
/"
1
< '
M
7
$
7
%
%
@
+
%
!2%
B "
%
SORG
Engin orð geta lýst þeirrisorg, sem ríkir vegna hinshörmulega atburðar á Sel-
fossi, þegar ungur drengur lézt af
völdum voðaskots sl. mánudags-
kvöld. Slíkur atburður er svo
þungbær, að orð geta þar engu
breytt. Hugur fólks er hjá að-
standendum litla drengsins, fé-
lögum hans og öðrum, sem hlut
eiga að máli. Það er ekki að
ástæðulausu, að bæði hér og ann-
ars staðar er varað við byssueign
og að strangar reglur gildi um
meðferð skotvopna. Augljóslega
verður að fylgja þeim reglum fast
eftir og tímabært kann að vera að
kalla eftir öllum ólöglegum vopna-
búnaði, sem kann að vera í hönd-
um einstaklinga hér.
BJÖRGUN BALDVINS ÞORSTEINSSONAR
Það er ekki heiglum hent aðbjarga skipi af Meðallands-
fjöru. Það tókst með glæsilegum
hætti, þegar togarinn Baldvin
Þorsteinsson losnaði af strand-
stað og var dreginn á haf út. Þar
með var miklum verðmætum og
einu glæsilegasta skipi íslenzka
fiskiskipaflotans bjargað.
Landsmenn hafa fylgzt með
björgunaraðgerðum af miklum
áhuga og með vaxandi aðdáun.
Þeir sem kunna að hafa staðið í
þeirri trú, að harðjaxlarnir í ís-
lenzkri útgerð hafi horfið á
braut með „gömlu mönnunum“ í
sjávarútvegi geta fagnað því, að
svo er ekki. Þorsteinn Már
Baldvinsson, hinn harðduglegi
forstjóri Samherja, stóð með
sínu fólki í fjörunni og stjórnaði
sjálfur björgunaraðgerðum. Ís-
lenzkir útgerðarmenn standa
fyrir sínu eins og þeir hafa alltaf
gert.
Skipsströnd snerta sérstaka
taug í sálarlífi okkar Íslendinga.
Sú var tíðin, að meiri líkur en
minni voru á því að mannskaði,
stundum mikill, fylgdi skips-
ströndum. Þrátt fyrir fullkomin
björgunartæki og mikla tækni
gerist það samt enn. Í þessu til-
viki björguðust sjómennirnir
um borð í Baldvini Þorsteins-
syni giftusamlega og nú hefur
einnig tekizt að bjarga skipinu.
Allir þeir, sem þarna hafa
komið við sögu hafa unnið mikið
afrek.
EIGENDASKIPTI AÐ NORÐURÁLI
Eigendaskipti eru að verða áNorðuráli. Kenneth Peterson
hefur selt nær helming af fyrirtæk-
inu til bandarísks álfyrirtækis og
gerir ráð fyrir að selja fyrirtækið
allt til þeirra aðila.
Þáttur Kenneth Petersons í ís-
lenzku atvinnulífi seinni árin hefur
verið athyglisverður. Þegar hann
kom til sögunnar höfðu fulltrúar ís-
lenzkra stjórnvalda ferðast víða um
heim í þrjá áratugi til þess að leita
að aðila, sem kynni að vilja halda
áfram þeirri uppbyggingu áliðnaðar
á Íslandi, sem hófst með byggingu
álversins í Straumsvík. Þær tilraun-
ir höfðu engan árangur borið.
Þegar Peterson lýsti áhuga á
byggingu álvers hér efuðust marg-
ir. Hann var óþekktur og var ekki
einn af risunum í hinum alþjóðlega
álheimi.
Peterson og hans menn áunnu sér
fljótt traust hér. Sérstaka athygli
vakti, að hér voru ekki á ferð
álfurstar á einkaþotum. Þvert á
móti vöktu þeir athygli fyrir að fara
sparlega með fé og láta lítið fyrir
sér fara. En vinnubrögð þeirra voru
traust.
Nú þegar Peterson hefur ákveðið
að selja fyrirtækið er ástæða til að
færa honum þakkir fyrir framlag
hans til uppbyggingar áliðnaðar hér
á landi. Aðild hans og samstarfs-
manna hans að íslenzku atvinnulífi
hefur verið til fyrirmyndar. Það er
fagnaðarefni, að Peterson hefur
ákveðið að halda áfram þátttöku í
viðskiptalífinu hér með aðild sinni
að símafélaginu Og Vodafone. Við
Íslendingar þurfum á að halda fleiri
erlendum fjárfestum á borð við
Kenneth Peterson.
RÉTT ÁKVÖRÐUN
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð-herra, tók rétta ákvörðun, þeg-
ar hún óskaði eftir því, að afgreiðslu
frumvarps um verndun Laxár og
Mývatns yrði frestað í meðförum
Alþingis og ástæðulaust af stjórn-
arandstöðu að gagnrýna ráð-
herrann fyrir það.
Það liggur í augum uppi, að ekk-
ert vit er í því, að efna til nýrra
átaka um framkvæmdir við Laxár-
virkjun. Eftir fund Landeigendafé-
lags Laxár og Mývatns fyrir
skömmu væri fásinna að halda mál-
inu áfram að óbreyttu.
Það er alveg rétt, sem Halldór
Blöndal, forseti Alþingis, sagði í
umræðum um þetta mál á Alþingi í
fyrradag, að það yrði að vinna í sátt
og samlyndi við heimamenn. „Og
þeir hljóta nú að vinna að því að ná
samkomulagi um það, hvernig að
þessu máli skuli unnið,“ sagði Al-
þingisforsetinn.