Morgunblaðið - 18.03.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 18.03.2004, Síða 33
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 33 ANNA Rakel Róbertsdóttir, nemi á listnámsbraut Borgarholtsskóla, bar sigur úr býtum í hönn- unarkeppni, sem Stúdentaferðir stóðu að og efndu til í samstarfi við listnámsbrautir á framhalds- skólastigi. Alls skiluðu 72 nem- endur verkum í keppnina frá fimm framhaldsskólum. Úrslitin voru til- kynnt sl. fimmtudagskvöld í Lista- safni Reykjavíkur og voru verkin þá jafnframt til sýnis. Þema keppninnar var stúdentaferðir og dæmdi sérstök dómnefnd út frá frumleika og notagildi, en verkin endurspegluðu m.a. auglýsinga- og markaðsefni, fatnað og innanhúss- arkitektur. Í dómnefnd sátu: Finn- ur P. Fróðason innanhússarkitekt, Guðmundur Oddur Magnússon grafískur hönnuður og Ólöf Jak- obína Ernudóttir húsgagna- og innanhússarkitekt. Þemað stúdentaferðir, Verk Önnu Rakelar, var í formi auglýs- ingaherferðar fyrir ljósvakamiðla og blöð. Í mati dómnefndar segir að hugsunin að baki verkefninu hafi verið mjög góð, verkið hafi státað af bestu grafísku hönn- uninni, verið einfalt, en samt með ákveðinni dulúð. Jafnframt segir að verkefnið sé vel framkvæm- anlegt og eigi vel við Stúd- entaferðir, sem líklega komi til með að nota efniviðinn í auglýs- ingaskyni að einhverju marki. Sigurvegarinn hlaut í verðlaun flug til Mílanó og átján daga sum- arnámskeið í júlí í sumar í lista- og hönnunarháskólanum NABA eða Nuova Accademia Di Belle Arti, sem staðsettur er í menningar- og listaborginni Mílanó. Skóli þessi býður upp á fjögurra ára listanám til BA-gráðu, eins árs nám og sumarnámskeið. Vel útfærð hönn- un á bakpoka, sem dómnefnd þótti einkar hentugur til ferðalaga, lenti í öðru sæti keppninnar, en höf- undur þess verks var Snorri Valdi- marsson, nemi í Iðnskólanum í Reykjavík. Í þriðja sæti lenti svo Ragnheiður Ragnarsdóttir, nemi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fyrir hugmynd sína að bolla. Námsleiðir erlendis „Ástæðuna fyrir þessari keppni má rekja til þess að við hjá Stúd- entaferðum erum að vekja athygli á því að við aðstoðum ungt fólk, sem vill fara í nám erlendis. Stúd- entaferðir eru í samstarfi við há- skóla og sérskóla víða um heim svo sem á Ítalíu, Spáni, Sviss, Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Lögð er áhersla á skóla með langa reynslu og traustan bakgrunn. Stúdentaferðir vinna náið með samstarfsaðilum sínum og geta því veitt greinargóðar upp- lýsingar og ráðgjöf um námsleiðir, sem einfalda kann allt umsókn- arferli, sem við aðstoðum einnig við, en allir skólarnir eru við- urkenndir af Lánasjóði íslenskra námsmanna,“ segir Hulda Stef- ánsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Stúdentaferða.  HÖNNUN|72 framhaldsskólanemar tóku þátt í samkeppni Auglýsingar, bakpoki og bolli Morgunblaðið/Árni Sæberg Auglýsingaherferð: Anna R. Róbertsdóttir úr Borgarholtsskóla lenti í 1. sæti. join@mbl.is 800 7000 - siminn.is Frábær þráðlaus ISDN sími. 1.980 Léttkaupsútborgun Swissvoice Eurit 525 og 1.000 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 13.980 kr. 980 Léttkaupsútborgun Panasonic 410 og 750 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 9.980 kr. • Drægni 50 til 300 metrar. • Rafhlaða: Allt að 8 klst. í tali/ 80 klst. í bið. • Allt að 5 notendur á einum síma (MSN). • Númerabirting, endurval og símaskrá. • Styður alla helstu ISDN sérþjónustu. • Tengja má allt að 5 aukahandtæki við hverja móðurstöð. • Hægt að hringja innanhús á milli handtækja. ÞRÁÐLAUSIR SÍMAR á frábæru verði 50% afsláttur af stofngjöldum og fleiri fríðindi • 50% afsláttur af stofngjaldi heimasíma; aðeins 1.950 kr. í stað 3.900 kr. • 50% afsláttur af stofngjaldi ISDN heimasíma; aðeins 3.450 kr. í stað 6.900 kr. • Frítt að breyta úr venjulegum heimasíma í ISDN; 0 kr. í stað 3.900 kr. • Allir viðskiptavinir Símans fá Þína hringingu og aukanúmer frítt í 6 mánuði. Tilboðin gilda til 31. mars. 50% AFSLÁTTUR af stofngjaldi heimasíma • Rafhlaða: Allt að 10 klst. í tali/160 klst. í bið. • Númerabirting, endurval, símaskrá og skammval. • Skrá má allt að 6 handtæki við hverja móðurstöð. • Innanhússímtal milli handtækja mögulegt. • 20 mismunandi hringitónar. • Stilla má hljóðstyrkinn í hlust á þrenna vegu. • Stilla má styrk hringingar í handtækinu í 6 vegu. • Fjórar mögulegar stillingar á hringistyrk móðurstöðvar. VOR OG SUMAR 2004 KYNNING Á NÝJUSTU LITUNUM Sérfræðingar Kanebo kynna nýju vor- og sumarlitina í dag fimmtudag, föstudag og laugardag í Hagkaup Smáralind. Förðunarfræðingur Kanebo býður upp á förðun. Snyrtisérfræðingur verður með húðgreiningartölvu og veitir faglega ráðgjöf og húðgreiningu. Smárlind

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.