Morgunblaðið - 23.03.2004, Page 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LÖGMANNAFÉLAG Íslands braut
gegn bannákvæðum samkeppnis-
laga um ólögmætt samráð og skal
greiða 3,5 milljónir króna í stjórn-
valdssekt samkvæmt ákvörðun sam-
keppnisráðs í gær. Að mati ráðsins
hvatti Lögmannafélagið til hækkun-
ar og samræmingar á gjaldskrá lög-
manna með því að láta semja kostn-
aðargrunn fyrir lögmannsstofur og
birta hann.
Nefnd Lögmannafélagsins, sem
var falið að gera kostnaðargrunn
fyrir lögmenn, segir í skýrslu að
miðað við gefnar forsendur þurfi
tímagjald lögmanna að vera kr.
10.190 að lágmarki (kr. 12.686 með
virðisaukaskatti). Algengt tímagjald
lögmanna var kr. 7.500 í árslok 2001
en skýrslan kom út í nóvember 2002.
Í greinagerð samkeppnisráðs seg-
ir að þegar samtök í stöðu Lög-
mannafélagsins, sem lögmenn eru
skyldugir að vera aðilar að og fer
með lögboðið agavald og fram-
kvæmd siðareglna, senda fé-
lagsmönnum ályktanir um að þeir
hafi ekki hækkað verð sitt í sam-
ræmi við verðlagsþróun og reikna út
hvert verð þurfi að vera að lágmarki
sé að mati ráðsins augljóst að slíkar
ráðstafanir séu til þess fallnar að
hækka verð.
Í athugasemdum Lögmanna-
félagsins er niðurstöðu Samkeppn-
isstofnunar, sem fór með frumrann-
sókn málsins, mótmælt sem rangri.
Vísað er til markaðsaðstæðna,
þeirra upplýsinga sem fólust í um-
ræddum grunni og með tilliti til rétt-
arreglna um lögmenn hafi félagið
alls ekki ákveðið eða hvatt til sam-
keppnishindrana. Því er jafnframt
haldið fram að Samkeppnisstofnun
hafi dregið rangar ályktanir af
markmiðum með gerð grunnsins og
meintum samkeppnislegum áhrifum
hans.
Braut samkeppnislög 1997
Á fundi samkeppnisráðs í gær var
ákvörðun tekin í þessu máli og með-
al annars vísað til krafna um þekk-
ingu stjórnenda Lögmannafélagsins
á samkeppnislögum og að félagið
braut gegn samkeppnislögum árið
1997. Þátt í fundinum tóku Kirstín
Þ. Flygenring, Atli Freyr Guð-
mundsson, Björg Thorarensen, Kar-
itas Pálsdóttir og Valtýr Sigurðsson.
Samkeppnisráð sektar LMFÍ um 3,5 milljónir króna
Lögmannafélagið
braut samkeppnislög
VEÐURSTOFA Íslands þarf að
draga saman útgjöld um 20–30
milljónir króna á þessu ári. Magnús
Jónsson veðurstofustjóri segir að
ljóst sé að draga verði saman þjón-
ustu stofnunarinnar og meðal ann-
ars hefur verið ákveðið að leggja
niður mannaða veðurathugunar-
stöð á Hveravöllum.
Magnús sagði í samtali við Morg-
unblaðið að stofnuninni væri ætlað
að spara 20–30 milljónir kr. í ár og
það yrði ekki gert nema með ein-
hverri skerðingu á þjónustu. Ekki
væri alveg ákveðið á hvaða sviðum
það yrði, en væntanlega myndi það
dreifast á nokkur svið stofnunar-
innar. Þannig kæmi veðurþjónust-
an í Ríkisútvarpinu eitthvað til með
að skerðast og ýmis vinna sem unn-
in hefði verið á stofnuninni yrði
dregin saman, en ekki væri hægt að
fara nánar út í það að svo komnu
máli.
Ekki gerðar athugasemdir
Magnús sagði einnig aðspurður
að ákveðið hefði verið að leggja nið-
ur veðurathugunarstöðina á Hvera-
völlum og það myndi væntanlega
gerast í lok júlí í sumar þegar ráðn-
ingarsamningur starfsmannanna
þar rynni út. „Þetta er einfaldlega
ein af tillögum okkar sem við lögð-
um fyrir okkar ráðuneyti og við það
voru ekki gerðar athugasemdir,“
sagði Magnús.
Hann sagði að nánast öllum á
Veðurstofunni væri eftirsjá að
þessari einu hálendisstöð landsins.
Hins vegar væri ekki hægt að loka
augunum fyrir því að hún kostaði
um það bil 10 milljónir kr. á ári í
rekstri, en til samanburðar kostaði
mönnuð veðurathugunarstöð í
byggð sem væri að gera jafnmarg-
ar veðurathuganir á sólarhring
ekki nema 2–2,5 milljónir kr. á ári
og þeir ættu svolítið erfitt með að
réttlæta þennan mun.
Hann benti jafnframt á að ætl-
unin væri að vera áfram með hefð-
bundna sjálfvirka veðurathugunar-
stöð á Hveravöllum, þ.e.a.s. mæla
loftþrýsting, vind, raka og hita,
eins og gert hefði verið. Auk þess
væri ætlunin að setja þarna upp
sjálfvirkan úrkomumæli svo hægt
væri að fylgjast með úrkomu líka.
Það sem félli hins vegar fyrst og
fremst út væri að ekki yrði lengur
um neinar skýjaathuganir að ræða
og engar veðurathuganir, þ.e.a.s.
upplýsingar um hvort það væri
snjókoma, skafrenningur eða þoka
til dæmis, því það væri mjög erfitt
og raunar mjög dýrt að setja upp
stöð sem mældi þetta. Síðast en
ekki síst væri búið að gera þarna í
39 ár meiri snjódýptarmælingar en
annars staðar hefði verið gert.
„Auðvitað er eftirsjá að þessu
öllu saman, en þarna verður nátt-
úrlega bara að vega og meta hvaða
hagsmuni við höfum annars vegar
af því að reka stöðina áfram gegn
því að spara einhverjar 10 milljónir
króna annars staðar,“ sagði Magn-
ús ennfremur.
Veðurstofunni gert að spara 20–30 milljónir kr. í ár
Stöðin á Hvera-
völlum lögð niður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Formaður Ferðaklúbbsins 4x4
Mjög slæmt að loka stöðinni
„ÞETTA er að sjálfsögðu mjög slæmt fyrir okkur. Þetta snertir
marga,“ segir Kjartan Gunnsteinsson, formaður Ferðaklúbbsins
4x4, um væntanlega lokun veðurathugunarstöðvarinnar á Hvera-
völlum.
„Það er bæði gott að vita af fólki þarna innfrá og svo höfum við
keypt eldsneyti af þeim. Vélsleðamenn eru einnig með viðgerð-
argám þarna, sem við höfum fengið að fara í og þeir veðurathug-
unarmenn sem þarna eru hafa séð um um þennan gám,“ segir
hann.
Kjartan segist hafa frétt fyrir nokkru að til stæði að leggja veð-
urathugunarstöðina niður. Sagði hann að til stæði að ræða við olíu-
félag sem er með eldsneytistank á Hveravöllum til að kanna hvort
mögulegt er að halda tönkunum áfram á staðnum í einhverri mynd.
SÝSLUMENNIRNIR á Hvolsvelli,
Selfossi og Vík skrifuðu undir
formlegan samstarfssamning í gær
sem miðar að því að nýta mannafla
og tækjabúnað lögreglunnar betur
í umdæmunum. Með samkomulag-
inu sem gildir næstu 6 mánuði á að
minnka bakvaktir lögreglumanna
og stunda sameiginlegt lögreglu-
eftirlit umdæmanna. Samstarf af
þessu tagi hefur verið fyrir hendi
hjá umræddum sýslumönnum en
ekki fyrr verið undirritað með
formlegum hætti. Að sögn Ólafs
Helga Kjartanssonar, sýslumanns á
Selfossi, verður unnt að beita lög-
reglumönnum milli umdæma eftir
þörfum eins og verið hefur, en að
ákvarðanataka þar að lútandi verði
færð til lögregluvarðstjóra.
Sýslumenn á Suðurlandi handsala samkomulag um samstarf sitt. Frá
vinstri Sigurður Gunnarsson, Vestur-Skaftafellssýslu, Kjartan Þorkelsson
í Rangárvallasýslu og Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður í Árnessýslu.
Sýslumenn í samstarfi
KARLMAÐUR og kona voru flutt á
slysadeild eftir árekstur tveggja
bifreiða í Ártúnsbrekku rétt fyrir
klukkan sex í gærkvöld. Ökumaður
sem keyrði í vesturátt missti stjórn
á bílnum með þeim afleiðingum að
hann hentist yfir á öfugan veg-
arhelming. Engir farþegar voru í
bílunum en fólki hlaut talsverða
áverka á höndum og fótum og voru
lögð inn á Landspítala – háskóla-
sjúkrahús. Það er samt ekki í lífs-
hættu.
Klippa þurfti báða bílana í sund-
ur til að ná fólkinu út. Voru sjö lög-
reglutæki á vettvangi, tvær tækja-
bifreiðar slökkviliðs og tveir
sjúkrabílar. Báðir bílarnir voru
fjarlægðir með krana. Miklar tafir
urðu á umferð af þessum sökum.
Morgunblaðið/Júlíus
Bíllinn hentist yfir á
öfugan vegarhelming
HAFSTEINN Eiríksson afgreiðir eldsneyti á Hveravöllum. Hafsteinn og
Kristín Björnsdóttir hafa starfað við veðurathugun á Hveravöllum fjögur
ár í júlí nk. þegar samningur þeirra við Veðurstofuna rennur út. Þau segj-
ast koma til með að sakna Hveravalla. „Okkur líst ekkert of vel á að það
eigi að loka þessu. Við vorum búin að hugsa okkur að vera lengur ef það
stæði til boða. Að minnsta kosti í eitt ár til viðbótar,“ segir Hafsteinn. Hann
segir þau hafa fengið að vita um lokunina um síðustu mánaðamót og hún
hafi komið þeim á óvart. Hafsteinn kveðst telja líklegt að í kjölfar lokunar
veðurathugunarstöðvarinnar á Hveravöllum leggist eldsneytissalan af.
Koma til með að sakna staðarins