Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 7
Smáralind
Sími 545 1550
Glæsibæ
Sími 545 1500
Kringlunni
Sími 575 5100
www.utilif.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
39
41
03
/2
00
4
High Peak Pocatello 60L
Góður 60 l poki með stillanlegu
baki, regnyfirbreiðslu, mörgum
hólfum og festingum.
8.990 kr.
Nanoq Santana 65 L
4.990 kr.
Nanoq Nomad 55 L
7.990 kr.
Jamis Ranger SX
Frábært fjallahjól.
6061 álstell.
SR M300 framdempari.
Shimano Tourney TX30 afturskiptir.
Til í rauðu og svörtu.
25.990 kr.
Einnig til án dempara (stálstell)
19.990 kr.
High Peak Frasier
3ja manna braggatjald með fortjaldi.
Stöðugt í vindi. Límdir saumar
Þyngd 5,9 kg.
11.990 kr.
Nanoq Pamir 3ja manna
7.990 kr.
Nanoq Pamir 4ra manna
9.990 kr.
Buffalo Phoenix V-2
Vandaður poki úr bestu efnum.
Þyngd 1.830 g.
Mesta kuldaþol -13°C.
9.990 kr.
Mountain Eagle
4.990 kr.
Nanoq Compact plus
7.990 kr.
...tilboð
Fermingar...
Stokkseyri | Myndarlegur blöðru-
selsbrimill gerði sig heimakominn
í fjörunni á Eyrarbakka á sunnu-
dag. Eitthvað amaði að flykkinu,
sem lá og dæsti í fjörunni. Blöðru-
selir eru afar sjaldséðir við Suður-
land, en þeir sjást helst við norð-
urströndina. Áraskipti eru að
komum hans og er það sennilega í
tengslum við ísalög. Nú hin seinni
ár hefur hann verið sjaldséður.
Einkum eru það ungselir sem
sjást. Hvað þessi myndarlegi brim-
ill hefur verið að villast, verður
því látið ósvarað.
Blöðruselir bera nafn sitt af
blöðrunni, sem er ofan á trýninu
og blása þeir hana út í tilhugalífi
og til að ógna. Brimlarnir geta
orðið 2,5–3 m langir og 400 kg að
þyngd, en urturnar eru minni.
Blöðruselur er íshafsselur, sem
heldur sig oftast á og við hafís.
Þeir safnast saman á rekíssvæðinu
á Grænlandssundi, NV af Íslandi,
á sumrin til að fara úr hárum.
Blöðruselskópar hafa verið
veiddir í miklum mæli og eru
skinnin talin verðmætari en af
öðrum selum. Norskir selfangarar
veiddu blöðrusel mikið við Græn-
land á síðari hluta 19. aldar. Brim-
illinn getur verið hættulegur veiði-
mönnum.
Blöðruselur á Eyrarbakka
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
JAAP de Hoop Scheffer, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags-
ins, kemur til landsins á morgun, en
hann mun eiga
fund með Davíð
Oddssyni for-
sætisráðherra og
Halldóri Ásgríms-
syni utanríkisráð-
herra á morgun
og fimmtudag.
Scheffer tók við
framkvæmda-
stjórastarfinu í
byrjun árs þegar
Robertson lávarð-
ur lét af störfum. Þetta er í fyrsta
skipti sem hann kemur til Íslands eft-
ir að hann hóf störf hjá Nato.
Scheffer var áður utanríkisráð-
herra Hollands.
Framkvæmda-
stjóri Nato
til Íslands
Jaap de Hoop
Scheffer
REYKJALUNDI hefur borist kaup-
tilboð í plastvinnsluhluta rekstrarins,
og verður tekin til þess afstaða á
næstu dögum hvort gengið verði til
söluviðræðna. Stefán Arngrímsson,
formaður stjórnar plastiðnaðar
Reykjalundar, staðfestir að tilboð hafi
borist, en segir að forsvarsmenn fyr-
irtækisins hefðu síður en svo verið að
leita eftir tilboðum að fyrra bragði.
„Það sem er númer eitt, tvö og þrjú
hjá okkur er að við ætlum ekkert að
hrófla við starfsfólkinu. Það er bara
verið að ræða einhverjar verðhug-
myndir ennþá, en alveg á eftir að
ræða þá skilmála sem eru varðandi
það að starfsfólkið haldi allt áfram.
Það er frumskilyrði af okkar hálfu og
ef það gengur ekki upp þá gengur sal-
an ekki upp,“ segir Stefán.
Stefán vill ekkert segja um það
hverjir hafi gert tilboðið, hvort líklegt
sé að gengið verði til viðræðna um
sölu eða ekki, né hversu mikið var
boðið í reksturinn, en segir að málin
muni skýrast á næstu dögum.
Kauptilboð í
hluta Reykja-
lundar
SLÖKKVILIÐ höfuðborgar-
svæðisins fór í hvert útkallið á
fætur öðru vegna sinuelda í
Hafnarfirði í gær. Ekki var þó
kveikt í nálægt mannabústöð-
um en slökkviliðsmenn voru
vart fyrr búnir að slökkva einn
sinueldinn en þeir þurftu að
takast á við þann næsta. Vakt-
stjóri SHS brýnir fyrir foreldr-
um barna og fólki sem tekur
upp á því að kveikja í sinu að
hætta slíkri lögleysu hið bráð-
asta svo ekki hljótist af alvar-
legt tjón.
Mikið um
sinubruna
♦♦♦
FJÓRIR piltar voru handteknir í
Kópavogi að nóttu til um helgina eft-
ir að í bifreið þeirra fundust 9 fyr-
irtækjafánar sem stolið hafði verið af
fánastöngum þar í bæ.
Lögreglan stöðvaði bifreiðina
vegna gruns um að þeir sem í henni
voru hefðu verið að stela fánum fyr-
irtækja utan við Smáralind. Viður-
kenndu piltarnir þjófnaðinn og var
þeim sleppt að yfirheyrslum loknum.
Tilkynnt var um 11 umferðar-
óhöpp í Kópavogi um helgina. Minni-
háttar slys urðu á fólki í tveimur
þeirra.
Alls voru 13 ökumenn kærðir fyrir
hraðakstur auk þess sem afskipti
voru höfð af nokkrum öðrum vegna
annarra umferðarlagabrota.
Með bílinn
fullan af fyr-
irtækjafánum
♦♦♦