Morgunblaðið - 23.03.2004, Page 9
HOLBERG-sjóðurinn, alþjóðlegur
minningarsjóður sem ber heiti
norsk/danska fræðimannsins Lud-
vig Holberg, hefur auglýst eftir til-
nefningum á Íslandi.
Auglýst er eftir tilnefningum til
tvenns konar verðlauna. Alþjóðlegu
Holberg-minningarverðlaunin
verða afhent einum eða fleiri fræði-
mönnum sem hafa náð framúrskar-
andi árangri á alþjóðagrundvelli, á
sviði lista, hug- eða félagsvísinda,
lögum eða guðfræði. Verðlaunin
eru 4,5 milljónir norskra króna, um
45 milljónir íslenskra króna.
Þá hefur einnig verið auglýst eft-
ir tilnefningum til Nils Klim-verð-
launanna, sem einnig eru veitt af
Holberg-sjóðnum. Verðmæti þeirra
er um 250 þúsund norskar krónur
eða um 2,5 milljónir ísl króna.
Verðlaunin heita eftir aðalpersón-
unni í bók Holbergs „Ferðir Nils
Klims neðanjarðar“. Þau verða
veitt einum eða fleiri vísindamanni
sem er yngri en 35 ára og hefur
hlotið alþjóðlega viðurkenningu
fyrir rannsóknir á þeim sviðum
sem Holberg-sjóðurinn einbeitir
sér að.
Norsk stjórnvöld stofnuðu Hol-
berg-sjóðinn, en fræðimaðurinn og
leikritaskáldið Ludvig Holberg
fæddist í Björgvin í Noregi árið
1684. Nöfn verðlaunahafanna verða
tilkynnt 15. september næstkom-
andi og frá og með 3. desember á
þessu ári verða þau veitt árlega.
Fræðimenn sem eru í forsvari fyrir
deildir eða stofnanir á þeim sviðum
sem sjóðurinn styrkir geta tilnefnt
fræðimenn til verðlaunanna. Frek-
ari upplýsingar má sjá á heimasíð-
unni www.holberg.uib.no.
Holberg-sjóður-
inn auglýsir eftir
tilnefningum
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 9
HÓPUR tvítyngdra barna, sem
tala íslensku og ensku jöfnum
höndum, hefur frá áramótum
kynnt sér flugsöguna. Tilefnið er
m.a. að 100 ár eru liðin frá því að
Wright-bræður fóru í fyrstu flug-
ferðina.
Er þetta hluti af móðurmáls-
kennslu sem börnin sækja í Al-
þjóðahúsinu alla laugardaga.
Wendy Richards fylgdi börn-
unum síðasta laugardag á Reykja-
víkurflugvöll þar sem þau fengu
að skoða flugvélar og það sem að
þeim snýr. Maður hennar Hörður
Sverrisson, formaður Félags ís-
lenskra einkaflugmanna, bauð sex
þeirra í útsýnisflug yfir Reykja-
vík.
Wendy segir þetta hafa verið
mjög gaman og þau hafi verið
staðráðin í að gera eitthvað
skemmtilegt í síðasta tímanum
fyrir páskafrí. Námið tengist allt-
af einhverju þema og frá áramót-
um hafi það verið flug.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tvítyngd börn
í útsýnisflug
ÝMISLEGT varð til þess að tefja
rannsókn á máli manns sem í síðustu
viku var dæmdur í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir ofbeldi gagnvart
tveimur konum, en önnur var fyrrver-
andi sambýliskona hans en hin fyrr-
verandi unnusta. Eitt af því var að
maðurinn var við nám erlendis og
ekki náðist í hann mánuðum saman.
Refsing mannsins var lækkuð vegna
dráttar sem varð á rannsókn málsins.
Málið var rannsakað hjá lögregl-
unni í Reykjavík en ríkissaksóknari
gaf út ákæru. Sigríður Jósefsdóttir,
fulltrúi hjá ríkissaksóknaraembætt-
inu, segir að ýmislegt hafi orðið til að
tefja rannsókn málsins. Fyrir það
fyrsta hafi maðurinn verið farinn úr
landi þegar fyrri konan lagði fram
ákæru gegn honum fyrir líkamsárás.
Ekki hafi náðst til hans. Eftir að búið
hafi verið að taka skýrslu af mann-
inum hafi verið óskað eftir framhalds-
rannsókn vegna kæru frá seinni kon-
unni. Ekki hafi verið talið fært annað
en að láta málin fylgjast að í gegnum
dómskerfið. Sakborningar eigi rétt á
því að dæmt sé í málum saman þegar
ókláruð mál séu í kerfinu. Sigríður
segir að í þessu máli hafi ekki verið
um það að ræða að maðurinn hafi far-
ið úr landi til að reyna að komast und-
an refsingu þar sem kæra hafi verið
lögð fram eftir að hann fór utan.
Dráttur á rannsókn ofbeldismáls
Hinn grunaði
var erlendis
www.thjodmenning.is
Þri. 23/3: Marokkóskur pottréttur og
kúskús og buff m. fersku
salati, hrísgrjónum og
meðlæti.
Mið. 24/3: Grænmetislasagna og
jarðeplasalat m. fersku
salati, hrísgrjónum og
meðlæti.
Fim. 25/3: Koftas (litlar linsu- og
hnetubollur) og karrý
m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Fös. 26/3: Brokkolí og valhnetu-
pólenta og pestó m. fersku
salati, hrísgrjónum og
meðlæti.
Helgin 27.-28/3: Indverskur
matseðill.
Matseðill
www.graennkostur.is
Bankastræti 14, sími 552 1555
Vertu fallega klædd
í fötum frá okkur
fyrir gott verð
Vatteraðir jakkar
Apaskinnsjakkar
Léttar hettuúlpur
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
Laugavegi 4, sími 551 4473
• www.lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Sundbolir
Ný sending
Fyrir sólarlandaferðina
kvartbuxur og bolir, str. 36-56
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
Kringlunni, sími 588 1680.
Seltjarnarnesi, sími 561 1680.
tískuverslun
iðunn
Stretch
gallabuxur
Vorvörur
- ný sending
10% afsláttur
af nýjum vörum
til 27. mars
Sendum lista út á land
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán. - fös. kl. 10 - 18, lau. kl. 10 - 14
Útsala - Lagersala
Tilboðsslár
kr 1000 eða 3000