Morgunblaðið - 23.03.2004, Page 14

Morgunblaðið - 23.03.2004, Page 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRRVERANDI öryggisráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta sakar hann um að hafa staðið sig „hörmulega“ í baráttunni gegn hryðjuverkaógninni. Undirsátar for- setans vísa gagnrýninni á bug. Sérfræðingurinn, Richard Clarke, starfaði um árabil í Þjóðarörygg- isráði Bandaríkjanna og var þremur ríkisstjórnum til ráðgjafar. Hann hóf þar störf í forsetatíð Ronalds Reagans en settist í helgan stein í fyrra. Í gær kom út bók eftir Clarke sem nefnist „Against All Enemies“. Clarke sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að Bush forseti hefði reynst ófær um að verja bandarísku þjóðina gegn hryðjuverkaógninni. Fullyrti hann að Bush hefði ítrekað verið varaður við því að hryðju- verkamenn kynnu að ráðgera árás á Bandaríkin áður en þeir létu til skar- ar skríða 11. september 2001. Þær viðvaranir hefði forsetinn leitt hjá sér. „Hann hundsaði hryðjuverka- ógnina mánuðum saman þegar við hefðum hugsanlega getað gert eitt- hvað til að koma í veg fyrir árásina 11. september,“ sagði Clarke í viðtali við fréttaskýringaþáttinn „60 mín- útur“ á sunnudag. Kvaðst hann hafa sent Condoleezza Rice, þjóðarör- yggisráðgjafa, minnisblað 24. janúar 2001 og farið fram á að efnt yrði til skyndifundar til að ræða hættuna á árás hryðjuverkamanna. Ekki hefði verið orðið við þeirri beiðni hans. „Mér þykir yfirgengilegt að forset- inn sækist nú eftir endurkjöri á þeim forsendum að hann hafi staðið sig svo vel í baráttunni gegn hryðju- verkaógninni. Hann hundsaði hana,“ sagði Clarke m.a. í viðtalinu. „Kannaðu hvort Saddam gerði þetta“ Clarke sagði að eftir árásina á Bandaríkin hefði Bush rætt við hann einslega og krafist upplýsinga um hugsanleg tengsl Saddams Husseins Íraksforseta við al-Qaeda-hryðju- verkanetið sem grunað var um ódæðið. „Kannaðu hvort Saddam gerði þetta. Kannaðu hvort hann tengist þessu á einhvern hátt,“ hefur Clarke eftir Bandaríkjaforseta. Clarke kveðst hafa tjáð Bush að samstaða væri um það meðal sér- fræðinga að al-Qaeda og leiðtogi þess, Sádi-Arabinn Osama bin Lad- en, hefði staðið fyrir árásinni á Bandaríkin en ekki Írakar. „Ég veit, ég veit,“ hefur Clarke eftir Bush. „En athugaðu hvort Saddam kom að málinu. Athugaðu það bara. Ég vil fá að vita um minnstu vísbend- ingar…Kannaðu Írak, Saddam,“ hefur Clarke ennfremur eftir Bush. Í viðtalinu hélt Clarke því einnig fram að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefði viljað hefja hernað gegn Írökum strax daginn eftir árásina 11. september þó svo að vitað væri að höf- uðstöðvar al-Qaeda væru í Afganistan. Clarke sagði að ummæli Rumsfelds hefðu komið sér svo á óvart að í fyrstu hefði hann talið að varn- armálaráðherrann væri að grínast. Segja forsetann hafa gert skyldu sína Embættismenn í Hvíta húsinu brugðust strax á sunnudag við yf- irlýsingum Clarke og sögðu hann fara með rangt mál. Gáfu þeir í skyn að fullyrðingar hans kynnu að tengj- ast forsetakosningunum sem fram fara vestra í haust. Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, lagði í viðtölum á sunnudag ríka áherslu á að Bush hefði jafnan haft baráttuna gegn hryðjuverkaógninni efst á forgangslista sín- um. Hið sama sögðu þeir Steve Hadley, næstráðandi Rice, og Dan Bartlett, tals- maður forsetans. Seint á sunnudag birti forsetaembættið yfirlýsingu þar sem því er ekki neitað að samtal þeirra Bush og Clarke hafi farið fram. Forsetinn hefði hins vegar talið það skyldu sína að tryggja að allar hliðar málsins yrðu kannaðar. „Forsetinn leitaðist við að upplýsa hverjir staðið hefðu fyrir árásunum 11. september. Með tilliti til þess að Írakar höfðu áður stutt hryðjuverkamenn og höfðu m.a. komið nærri banatilræði við fyrrverandi forseta, hefði það verið með öllu óábyrg framganga hefði forsetinn ekki spurt hvort Írakar hefðu komið nærri árásinni,“ segir í yfirlýsingunni. Banatilræðið sem vísað var til beindist gegn George Bush eldri, föður núverandi forseta. „Stríð byggt á lygum“ Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir í viðtali sem birtist í gær í breska dagblaðinu In- dependent að ástæðulaust hafi verið að fara með hernaði gegn stjórn Saddams Husseins. „Stríðið byggð- ist á lygum og afbökun stjórnvalda í Washington og Lundúnum á stað- reyndum, sem héldu því ranglega fram að Saddam Hussein hefði borið ábyrgð á árásunum á Bandaríkin og fullyrtu ranglega að Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum,“ er m.a. haft eftir Carter í viðtalinu. Forsetinn fyrrverandi bætir við að hann telji líklegt að þeir George W. Bush og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hafi vitað að margar ásakanir um vopnaeign Íraka hafi verið byggðar á hæpnum upplýsingum frá leyniþjónustustofnunum. Segir Bush hafa staðið sig „hörmulega“ Washington. AFP. Richard Clarke Fyrrverandi öryggisráðgjafi segir Bandaríkjaforseta hafa hundsað viðvaranir um hryðjuverk BREZKIR hermenn fá á sig benz- ínsprengju í óeirðum í Basra í Suð- ur-Írak í gær, sem hófust er kröfu- ganga um vinnu leystist upp. Heyrðust þátttakendur hrópa víg- orð eins og „já já, við Yassin, nei nei við Bandaríkin, Bretland og Ísr- ael!“ Er þar vísað til Ahmeds Yass- in, andlegs leiðtoga Hamas-sam- taka Palestínumanna, sem Ísraelar réðu af dögum í gærmorgun. Í Bagdad gerðist það í gær að tveir finnskir kaupsýslumenn, sem þar voru með viðskiptasendinefnd, voru skotnir, sennilega af leyni- skyttu. Morðingjarnir eru ófundnir. AP Óeirðir í Basra Í SKUGGA ótta um að hryðjuverka- árásin í Madríd markaði upphaf öldu hryðjuverka íslamskra öfgamanna í Evrópu komu utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna saman í Brussel í gær og leituðu samkomu- lags um ráðstafanir til að auka sam- starf lögreglu og leyniþjónustu í nafni efldra hryðjuverkavarna um alla álfuna. Meðal tillagna sem ráðherrarnir ræddu voru að komið yrði á fót nýju embætti yfirmanns hryðjuverka- varna hjá ESB og að öll aðildarríkin skuldbyndu sig til gagnkvæmrar að- stoðar ef eitt þeirra verður fyrir hryðjuverkaárás, hliðstætt gagn- kvæmu varnarskuldbindingunni sem kveðið er á um í NATO-sáttmálan- um. Ákvarðanir um þessar tillögur verða teknar á leiðtogafundi ESB í Brussel í vikulokin. „Okkur ber að íhuga til hvaða ráð- stafana við getum gripið til að bæta samstarf um hryðjuverkavarnir og öflun leyniþjónustuupplýsinga innan Evrópu,“ sagði brezki utanríkisráð- herrann Jack Straw. Ráðherrarnir unnu að gerð álykt- unar, þar sem kveðið er á um skuld- bindingu allra 25 núverandi og verð- andi aðildarríkja ESB til að „grípa af samhug sameiginlega til aðgerða ef eitt [aðildarríki] verður fyrir hryðju- verkaárás.“ Slík skuldbinding fæli í sér að öll aðildarríkin lýsi sig reiðubúin að „grípa til allra ráðstafana sem í þeirra valdi stendur, þar á meðal hernaðarlega,“ til að hindra hryðju- verkaárásir eða aðstoða hvert annað, komi til slíkra árása. „Í baráttunni gegn hryðjuverkum eru öll aðildarríkin í sömu sporum,“ sagði Javier Solana, talsmaður utan- ríkis- og varnarmálastefnu sam- bandsins. Náið evrópskt og alþjóð- legt samstarf væri því „algerlega nauðsynlegt“ að hans mati. Hafna hugmyndum um „evrópskt CIA“ Hugmyndir sem fulltrúar Belga og Austurríkismanna hreyfðu um að komið skyldi á fót samhæfðri leyni- þjónustu ESB, svipað og CIA í Bandaríkjunum, hafa hins vegar hlotið lítinn hljómgrunn vegna ótta um að það myndi aðeins auka við þunglamalega stjórnsýslu og auka hættuna á að viðkvæmar leyniþjón- ustuupplýsingar lækju út. Í írsku höfuðborginni Dyflinni hófst í gær tveggja daga ráðstefna æðstu yfirmanna lögreglu frá flest- um löndum Evrópu, þar á meðal frá Íslandi, þar sem möguleikar á auknu lögreglusamstarfi til eflingar hryðjuverkavarna eru á dagskránni. Í opnunarræðu ráðstefnunnar beindi írski dómsmálaráðherrann Michael McDonnell þessum áeggj- unarorðum til lögreglustjóranna: „Við megum aldrei leyfa hryðju- verkaöflum að stefna í hættu fram- tíðarsýn okkar um Evrópusamband- ið sem samstæðu svæði frelsis, öryggis og réttlætis.“ Efla samstarfið um hryðjuverkavarnir Brussel, Dyflinni. AP, AFP. Jack Straw í Brussel í gær. Rætt um nýtt embætti yfirmanns hryðjuverkavarna ESB ALI al-Sistani, æðsti klerkur sjíta í Írak, skoraði í gær á Sameinuðu þjóðirnar að viðurkenna ekki stjórnarskrána, sem landinu hefur verið sett til bráðabirgða. Að öðrum kosti myndi hann ekki ræða við sendinefnd frá SÞ, sem væntanleg er til Íraks. Óttast er, að þessi afstaða Sistanis geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir áætlanir Banda- ríkjamanna um valdaskipti í landinu 1. júlí næstkomandi. Í yfirlýsingu Sistanis segir, að hann muni ekki taka þátt í neinum fundum með SÞ-nefndinni nema samtökin lýsi því yfir, að bráðabirgðastjórnarskráin sé ekki bind- andi fyrir þau. Krefst Sistani þess einnig, að komi til nýrrar ályktunar öryggisráðs SÞ um Írak, verði í henni ekki minnst á stjórnarskrárdrögin. Segir hann sjíta ótt- ast, að hernámsyfirvöldin vilji koma bráðabirgðastjórn- arskránni inn í nýja ályktun í því skyni að gefa henni al- þjóðlegt lögmæti. Sistani heldur því einnig fram, að bráðabirgðastjórn- arskráin muni kynda undir ágreiningi milli þjóðarbrota og trúarhópa og leiða til klofnings í landinu. Reuters Íraskur drengur af trúflokki sjíta kyssir mynd af Ali al- Sistani erkiklerki, í Kerbala, helgri borg sjía-múslíma. Sistani hefur í hótunum Najaf. AFP. HÁTTSETTIR menn úr al-Qaeda- hryðjuverkasamtökunum kunna að hafa komizt undan úr umsátri pakist- anska hersins í fjöllunum við landa- mæri Afganistans. Einn æðsti yfir- maður öryggismála í Pakistan greindi frá þessu í gær og sagði mennina hafa getað sloppið í gegnum leynileg göng. Lengstu göngin eru yfir tveir kíló- metrar og liggja úr húsum tveggja heimamanna í þorpinu Kaloosha að uppþornuðum árfarvegi við afgönsku landamærin, að sögn hershöfðingjans Mahmood Shah, sem er yfir öryggis- málum ættflokkahéraða Pakistans. Sagði hann líklegt að mennirnir hefðu komið sér á brott um göngin strax við upphaf umsátursins 16. marz sl. En Safdar Hussai undirhers- höfðingi, sem stjórnar aðgerðinni, sagði um helgina að talið væri að mik- ilvægur hryðjuverkaforingi væri enn innikróaður þarna. Til merkis um það væri hin harkalega mótspyrna. Þrír háttsettir Pakistanar tjáðu AP að þeir teldu líklegt að næstráðandi Osama bin Ladens, Ayman al-Za- wahri, væri þarna. Talsmenn Pakist- anstjórnar hafa þó ítrekað sagst ekki vita hver sé þarna á ferð. Sloppnir úr um- sátri í Pakistan? Wana í Pakistan. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.