Morgunblaðið - 23.03.2004, Qupperneq 18
AKUREYRI
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Lögfræðitorg | Fyrirlestur
dagsins í Háskólanum á Akureyri
nefnist Rándýrt réttlæti og dýr-
keypt ranglæti. Hann hefst að
vanda kl. 16.30 í stofu 14, Þing-
vallastræti 23
og að þessu
sinni er fjallað
um hvernig
hlutaskipti lög-
mannaþóknana
hafa áhrif á
niðurstöður og
möguleika
málsaðila til að leita réttlætis með
aðstoð dómstóla.
Jessica Marlies, lögfræðingur
frá Greensboro í Norður-Karolínu
flytur fyrirlesturinn. „Bandaríska
reglan (The American Rule) um
þóknun lögmanna vegna málaferla
eru í mörgu ólíkar því sem tíðkast
á Íslandi. Í erindi sínu á Lög-
fræðitorgi ætlar Jessica Marlies
að gera grein fyrir tilhögun þess-
ara mála í Bandaríkjunum og
ræða um með hvaða hætti kostn-
aður, sem hlýst af málaferlum,
hefur áhrif [á] niðurstöðu mála-
reksturs. Hún mun einnig ræða
undantekningar frá amerísku regl-
unni svo sem ákvæði vatnsvernd-
arlaganna (The Clean Water Act),
sem tryggir að sá sem betur hefur
í málaferlum fái endurgreiddan
kostnað af þeim,“ segir m.a. í
fréttatilkynningu.
Af hverju? | Ráðstefna um mál-
efni ungs fólks í atvinnuleit, með
yfirskriftinni „Af hverju fá þau
ekki vinnu“, verður haldin á Hótel
KEA í dag kl. 13–16.45. Markmiðið
með ráðstefnunni er að ræða stöðu
16–24 ára atvinnuleitenda og mögu-
leika þeirra á að finna nám og störf
við hæfi.
„Atvinnuleitendur á aldrinum
16–24 ára hafa átt undir högg að
sækja í atvinnuleit sinni. Þessi ald-
urshópur hefur verið fjölmennastur
á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi
eystra um langan tíma. Stærsti
hluti hópsins hefur aðeins grunn-
skólamenntun og hefur á ein-
hverjum tímapunkti hætt námi,
hvort sem það hefur verið strax að
loknum grunnskóla eða hafið nám í
framhaldsskóla og hætt áður en
prófgráðu er lokið,“ segir í frétt
um ráðstefnuna.
Frummælendur verða Helena Þ.
Karlsdóttir, Hjalti Jón Sveinsson,
Kristján Þór Júlíusson, Guð-
brandur Sigurðsson, Bryndís Sím-
onardóttir, Þorbjörn Jensson og
Ásgeir Magnússon. Ráðstefnustjóri
verður Arna Jakobína Björnsdóttir.
Svæðisvinnumiðlun Norðurlands
eystra, Akureyrarbær, stétt-
arfélögin í Eyjafirði og Skrifstofa
atvinnulífsins á Norðurlandi standa
fyrir ráðstefnunni og er hún öllum
opin.
Sjallareitur | Bæjarstjórn Ak-
ureyrar samþykkti samhljóða á
fundi sínum fyrir helgi tillögu um-
hverfisráðs þess efnis að ganga til
samninga við SS Byggi ehf. um upp-
byggingu samkvæmt deiliskipulagi á
svonefndum „Sjallareit“ sem af-
markast af Glerárgötu, Strandgötu,
Geislagötu og Gránufélagsgötu.
Samningurinn taki m.a. til þess
hvernig Akureyrarbær komi að upp-
kaupum eigna og gerð deiliskipulags
svæðisins. Hafður verði tímarammi
á verkefninu til að framkvæmdir
raski sem minnst umhverfi Miðbæj-
arins. Valgerður H. Bjarnadóttir
bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar
græns framboðs sat hjá við af-
greiðslu á tillögu umhverfisráðs.
Hún lét bóka að hún fagnaði um-
ræðu um framkvæmdir á Miðbæj-
arsvæðinu en telur eðlilegt, þegar
um er að ræða úthlutun á svona mik-
ilvægum byggingarreit í bæjarland-
inu, að lóðin eða reiturinn sé auglýst
áður en gengið er til samninga við
einn aðila öðrum fremur.
Eins og komið hefur fram stefnir
SS Byggir að því að byggja upp
verslunarkjarna og 40-60 íbúðir á
þessu svæði. Samkvæmt núgildandi
skipulagi er gert ráð fyrir 5-6 hæða
húsum á reitnum.
SAMIÐ hefur verið um að efla sam-
starf auðlindadeildar Háskólans á
Akureyri og fiskeldisdeildar Hóla-
skóla – Háskólans á Hólum í Hjalta-
dal. Markmið samningsins er að efla
enn frekar samstarf stofnananna
tveggja á sviði rannsókna og kennslu
í fiskeldi og skyldum greinum. Með
því móti á að mæta mikilli og vaxandi
þörf í landinu fyrir rannsóknir og há-
skólamenntun á þessu sviði. Lögð
verður áhersla á að samstarfið leiði
til þekkingar og menntunar í hæsta
gæðaflokki sem standist í einu og
öllu alþjóðlegan samanburð.
Skólarnir hafa haft náið og farsælt
samstarf um rannsóknir á sviði fisk-
eldis. Starfsemi þeirra tengist einnig
í gegnum Rannsóknastofnun fiskiðn-
aðarins og sameiginlega starfsmenn.
Háskólinn á Akureyri starfar í nánu
samstarfi við atvinnulífið og býður
m.a. upp á fjölbreytt og hagnýtt nám
á sviði fiskeldis, sjávarútvegs, líf-
tækni og umhverfismála. Í Háskól-
anum fara einnig fram margs konar
rannsóknir á þessum sviðum.
Í Hólaskóla eru stundaðar rann-
sóknir og þar fer fram kennsla í fisk-
eldi. Skólinn stefnir að eflingu rann-
sókna og háskólakennslu í fiskeldi í
Skagafirði í samstarfi við atvinnulíf-
ið. Skólarnir sjá þessa þætti sem
augljóst tækifæri til að ná fram
markmiðum samkomulagsins.
Auðlindadeild Háskólans á Akur-
eyri og fiskeldisdeild Hólaskóla
munu vinna saman að uppbygginu á
námsleiðum til BS-gráðu í fiskeldi og
verður m.a. leitað leiða til þess að
samkenna tiltekin námskeið á Akur-
eyri og á Hólum bæði í fjarnámi og
með því að kennarar fari á milli og
kenni á báðum stöðum.
Samstarf um
rannsóknir
og kennslu
Morgunblaðið/Kristján
Samningur undirritaður. Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, nældi merki
skólans í Skúla Skúlason, rektor Hólaskóla, eftir undirritun samningsins.
BRETTAFÉLAG Íslands stóð fyr-
ir uppákomu í miðbæ Akureyrar
sl. laugardag, þar sem strákar í
félaginu sýndu skemmtileg tilþrif
á snjóbrettum sínum. Piltarnir út-
bjuggu stökkpalla við Skátagilið
og stukku niður á göngugötuna
og vakti þetta uppátæki þeirra
mikla athygli meðal vegfarenda.
Ásgeir Höskuldsson formaður
Brettafélags Íslands sagði að til-
gangurinn með þessari uppákomu
hefði verið að vekja athygli á
snjóbrettaíþróttinni, félaginu og
helstu styrktaraðilum og einnig
að sýna fólki að það þurfi ekki
mikinn snjó til að hægt sé að
gera eitthvað. „Við köllum þetta
að „jibba“ og felst í því að
stökkva uppá eða yfir t.d. hand-
rið, bíla og box. Menn þurfa að
hafa gott jafnvægi en þetta eru
atriði sem skemmtilegt er á að
horfa. Einnig vorum við að taka
stökkin upp á myndband en hug-
myndin er að gefa út mynd með
vorinu. Sl. haust gáfum við út
fyrstu íslensku snjóbrettamynd-
ina sem heitir Óreiða og við
stefnum að því að gefa út aðra
mynd í vor eða næsta haust.
Einnig setjum við mikið af mynd-
um inn á heimasíðu okkar, bigj-
ump.is, og þar er líka að finna
fréttir af starfsemi félagsins.“
Ásgeir sagði að félagar í
Brettafélaginu væri miklir bjart-
sýnismenn en þeir stunda íþrótt
sína stóran hluta ársins. Fyrir ut-
an það að „jibba“ á skíðasvæðinu
í Hlíðarfjalli, í miðbænum og víð-
ar fara þeir með brettin á jökla
landsins á sumrin. Og þeir telja
það ekki eftir sér að ganga upp
brekkurnar með brettin, eða
moka snjó heilu og hálfu dagana
við gerð stökkpalla. Ásgeir sagði
að um 300 manns væru í Bretta-
félagi Íslands en á Akureyri er
það um 10 manna kjarni sem
stundar íþróttina af krafti og um
40–50 manns til viðbótar sem eru
vel virkir.
Stöðugt fleiri börn og ung-
menni skipta yfir á snjóbretti af
skíðunum og eru stúlkur þar eng-
in undantekning. Ásgeir sagði að
í könnun í Bláfjöllum í vetur
hefði komið í ljós að 70–80% af
viðskiptavinum þar voru bretta-
menn og þróunin er svipuð er-
lendis. „Einu dagarnir sem skíða-
fólk er í meirihluta á skíða-
svæðunum er þegar haldin eru
skíðamót eða um páskana. Snjó-
leysið undanfarna þrjá vetur hef-
ur haft áhrif á frekari vöxt og
bætta aðstöðu fyrir brettamenn.
Innan Brettafélagsins er unnið að
því bæta aðstöðu brettamanna á
skíðasvæðunum en þetta gerist
hægt og rólega,“ sagði Ásgeir.
Brettafélag Íslands stóð fyrir uppákomu í miðbænum á laugardaginn
Strákarnir sýndu skemmtileg tilþrif
Morgunblaðið/Kristján
Duglegir að moka: Brettamenn setja það ekki fyrir sig að moka snjó heilu
og hálfa dagana eða keyra hann í hjólbörum og það tók þá dágóðan tíma að
undirbúa svæðið í miðbænum fyrir sýninguna á laugardag.
Góð tilþrif: Eiríkur Helgason var í
essinu sínu en hér rennir hann sér
aftur á bak eftir handriðinu.
Upp á bíl: Þeir yngstu fengu að
stökkva upp á bíl, renna sér eftir
þakinu og fram af vélarhlífinni.
Á flugi: Guðlaugur Hólm Guð-
mundsson, sem varð Íslandsmeist-
ari í „jibbi“ í síðasta mánuði.
FIMM af eigendum fyrirtækisins
Ásprents-Stíls var í gærmorgun sagt
upp störfum og þremur þeirra gert að
hætta samdægurs. Tveir þeirra þre-
menninga sem hætta strax sitja í
fimm manna stjórn fyrirtækisins og
einnig annar þeirra sem starfar út
uppsagnarfrestinn.
Þremenningarnir sem um ræðir,
bræðurnir Þórður, Ólafur og Alex-
ander, eiga saman 33,3% hlut í félag-
inu. Þeir eru synir Rósu Guðmunds-
dóttur og Kára Þórðarsonar sem
ráku Ásprent í 24 ár þar til þau seldu
sinn hlut á síðastliðnu sumri. Eftir
söluna áttu bræðurnir 50% í félaginu
og Stíll, sem er í eigu Sjafnar, 50%.
Alprent var svo sameinað félaginu á
haustdögum og í framhaldi þess var
hlutafé aukið og eftir það var eign-
arhlutur Stíls enn 50%, bræðranna
33,3% og Einars Kárasonar, eiganda
Alprents, 16,7%. Hann er sá fjórði
sem sagt var upp starfi í gær og hinn
fimmti er G. Ómar Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Stíls áður en félagið
sameinaðist Ásprenti.
„Forsaga þessa máls er sú að eftir
að Alprent kom inn í fyrirtækið í
október hefur verið ágreiningur inn-
an hluthafahópsins um stjórnun á fé-
laginu. Unnið hefur verið að því að
leysa þann ágreining en ekki náðst
samkomulag en stjórn Ásprents-Stíls
ákvað að Steingrímur Pétursson [að-
stoðarframkvæmdastjóri Sjafnar]
yrði framkvæmdastjóri fyrirtækisins
og í framhaldi af því sagði hann öðr-
um hluthöfum upp störfum. Nýr
framkvæmdastjóri hefur þannig
frjálsari hendur við nauðsynlegar
breytingar í rekstri fyrirtækisins til
að ná þeim markmiðum sem lagt var
upp með,“ sagði Baldur Guðnason,
framkvæmdastjóri Sjafnar, við Morg-
unblaðið. Baldur bætti því við að til
þess að ágreiningur hluthafa hefði
ekki áhrif gagnvart starfsfólki og við-
skiptavinum væri best að stjórnar-
menn fyrirtækisins væru ekki líka
lykilstarfsmenn þess.
Þórður Kárason, framkvæmda-
stjóri Ásprents-Stíls og Ásprents um
árabil þar á undan, hefur aðra sögu að
segja. „Þær forsendur sem farið var
af stað með við sameiningu Ásprents
og Stíls hafa ekki gengið eftir og áætl-
anir ekki staðist,“ segir hann. „Í
framhaldi af því sem á undan er geng-
ið, eftir að reynt var að skipta fyr-
irtækinu upp, höfum við nú ákveðið
að leita réttar okkar – við óskum eftir
því að hlutafjáraukning sem fram fór
þegar Alprent sameinaðist Ásprenti-
Stíl verði ógilt,“ sagði Þórður Kára-
son. „Það er einkennilegt að yfirgefa
fjölskyldufyrirtækið og starfsfólk
þess eftir svo langa uppbyggingu,
ekki síst með svona skömmum fyr-
irvara, eftir að hafa reynt að verja
hagsmuni fyrirtækisins gegn nýjum
eigendum sem eingöngu hafa hagn-
aðarsjónarmið að leiðarljósi en ekki
langtímafjárfestingu. Mér finnst leið-
inlegt að starfsfólkið skuli hafi þurft
að ganga í gegnum þessar þjáningar
og óvissu með okkur en vil nota tæki-
færið og þakka því frábær störf og
óska öllum starfsmönnum alls hins
besta,“ sagði Þórður.
Fimm af eigendunum sagt upp
Fyrrum eigendur Ásprents vilja láta
ógilda hlutafjáraukninguna í haust