Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 19
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 19
Innri-Njarðvík | Grunnskóli sem
byrjað er að byggja í nýju íbúðar-
hverfi í Innri-Njarðvík mun kosta
liðlega 100 milljónum minna en
Heiðarskóli sem er fyrirmynd að
skólanum. Jarðvinna í grunni skól-
ans hófst á laugardag eftir að tvö
börn, væntanlegir nemendur skól-
ans, tóku fyrstu skóflustungna.
Lægra leigugjald
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf.,
sem Reykjanesbær er aðili að, bygg-
ir skólann. Hönnunin er sú sama og
á nýjasta skóla bæjarins, Heið-
arskóla í Keflavík, en teikningar að-
lagaðar hugmyndum um opinn
skóla. Mikið er lagt upp úr ein-
staklingsmiðuðu námi með opnu
rými og samstarfi kennara um til-
tekin heimasvæði. Arkitekt beggja
skólanna er Bjarni Marteinsson hjá
Arkitektastofu Suðurnesja.
Í ávarpi Árna Sigfússonar bæj-
arstjóra, sem jafnframt er formaður
fræðsluráðs bæjarins, við athöfn
sem efnt var til í tilefni af upphafi
framkvæmda kom fram að veruleg-
ur árangur hafi náðst í að lækka
kostnað við byggingu nýja skólans,
án þess að slakað væri á gæðakröf-
um. Reykjanesbær mun reka skól-
ann og greiðir Fasteign hf. leigu
miðað við byggingarkostnað. Þó hef-
ur verið samið um hámarksverð og
þar með hámarksleigu, þótt bygg-
ingarkostnaður verði meiri. Verði
hins vegar útboð hagstæðari en
þessi viðmiðun mun Reykjanesbær
njóta þess. Fram kom hjá Árna að
heildarbyggingarkostnaður 1.
áfanga sé áætlaður 578 milljónir kr.
Til samanburðar gat hann þess að
uppreiknaður kostnaður vegna sama
sambærilegs hluta Heiðarskóla væri
á verðlagi í dag 648 milljónir kr.
Áætlaður heildarsparnaður miðað
við sambærilegan fullbyggðan skóla
er því yfir 110 milljónir kr., að sögn
bæjarstjóra. Gæti þetta sparað bæj-
arsjóði um 6–7 milljónir í leigu á ári.
Gert er ráð fyrir því að skólastarf
hefjist í Innri-Njarðvík haustið 2005
og verða nemendur um 100 talsins
fyrsta árið. Skólinn er í nýskipu-
lögðu íbúðahverfi sem reiknað er
með að byggist upp á næstu árum og
að nemendum muni fjölga í 400 þeg-
ar skólinn verður kominn í fulla
notkun.
Óákveðið með heiti skólans
Ekki hefur verið ákveðið nafn á
skólann. Óskað hefur verið eftir áliti
bæjarbúa á nokkrum nöfnum sem
komið hafa tillögur um. Gestum við
athöfnina á laugardag var boðið að
gæða sér á tertu sem skreytt var
nokkrum hugsanlegra nafna.
Byrjað að byggja grunnskóla í nýju hverfi í Innri-Njarðvík
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjö ára verktakar: Ellen Hilda Sigurðardóttir og Óðinn Hrafn Þrastarson, væntanlegir nemendur nýs skóla í Innri-
Njarðvík, tóku fyrstu skóflustunguna að skólanum og nutu við það aðstoðar Árna Sigfússonar bæjarstjóra.
Spara 100 milljónir kr.
í byggingarkostnaði
Keflavík | Gryfjan í Duushúsum var
full af fólki á kvöldvöku sem Árni
Johnsen efndi til í fyrrakvöld vegna
sýningarloka Grjótsins úr Grundar-
firði. Áætlað er upp undir 300 manns
hafi verið á staðnum.
Árni Johnsen lék og söng fyrir
gesti og stjórnaði fjöldasöng. Nokkr-
ir listamenn heiðruðu Árna með því
að troða upp á samkomunni sem séra
Hjálmar Jónsson nefndi „upprisuhá-
tíð“ og virtist þá mæla fyrir munn
margra. Farið var með vísur, lesin
ljóð, sungið og leikið á harmóníku,
svo nokkuð sé nefnt.
„Þetta var góður endir á skemmti-
legu verkefni,“ sagði Valgerður Guð-
mundsdóttir, menningarfulltrúi
Reykjanesbæjar, um kvöldvökuna.
Hátt á fimmta þúsund manns skoð-
aði sýninguna á þeim rúma mánuði
sem hún var opin og er það meira en
þekkst hefur á sýningum í Reykja-
nesbæ.
Kvöldvaka við
sýningarlok
Ljósmynd/Sigurjón R. Vikarsson
Kvöldvaka: Gryfjan í Duushúsum var full af listaverkum og fólki.
Danmörk er kjörið land fyrir fjölskyldu sem langar
til að ferðast á eigin vegum í bílaleigubíl. Hlýleg
náttúran, heillandi smábæir, skemmti garðar,
Legoland, hallir og söfn, hæfilegar vegalengdir
og glaðlyndir Danir: Allt þetta er eins og sniðið
fyrir ógleymanlegt fjölskylduævin týri.
5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð
Handhöfum Vildarkorts VISA og Icelandair býðst að nota 5000 Ferðapunkta,
jafnvirði 5.000 kr., sem greiðslu upp í pakkaferðir Icelandair, ef bókað er fyrir 1. apríl.
Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100
(svarað mánud.–föstud. kl. 8–18, laugard. kl. 9–17 og á sunnud. kl. 10–16).
Flug og bíll
út í heim
Kaupmannahöfn
Ferðatímabil: 2. - 9. júní og 25. ágúst - 1. september.
Innifalið: Flug á áfangastað, bílaleigubíll í A flokki í 1 viku, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
* M. v. 2 fullorðna og 2 börn í bíl í 1 viku. ** M. v. 2 fullorðna í bíl í 1 viku.
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
Verð frá 19.900 kr. á mann*
Verð frá 28.835 kr. á mann**
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
23
82
9
3/
20
04
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
23
82
9
3/
20
04