Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á ÍSLANDI hefur lítið verið fjallað um Parental Alienation Syndrome, en það er fræðiheiti yfir hegðun forsjárforeldris sem í við- leitni til að slíta öll tengsl við fyrr- verandi maka sinn skaðar samband hans við barnið. Oftast fylgja börn móður við skilnað. Ég kýs því að þýða Par- ental Alienation sem „föðursviptingu“ þótt vissulega séu einnig til feður sem spilla sam- bandi barns og móður. Flestir sýna einhvern tíma sum þeirra merkja sem hér er fjallað um, af fljót- færni eða vanþekk- ingu. Ekki er þó talað um „föðursvipting- arheilkenni“ nema það sé ásetningur að slíta tengslin. Á vefslóðinni www.delta- bravo.net/custody má t.d. finna góðar heimildir um þetta efni. Helstu aðferðir sem beitt er við föðursviptingu: Samskipti trufluð óbeint Móðirin gefur barninu til kynna að það sé ekki eftirsóknarvert að fara til föður. Hún gefur kost á afþreyingu sem barninu finnst meira spennandi eða leyfir því að ráða hvort það fari. Móðir sækir barnið til föður (bjargar því) ef það kvartar um leiðindi. Barninu snúið móti föður Móðir minnir barnið á neikvæð at- vik sem tengjast föður eða rifjar upp fyrir því atvik sem það man ekki eftir. Hún gefur til kynna að faðirinn sé líklegur til að bregðast því. Barninu er sagt að faðirinn beri ábyrgð á fjárhagsvandræðum eða öðrum erfiðleikum móður. Barninu er vakinn ástæðulaus ótti við að dvelja hjá föður og því sagt að hringja heim ef það er óánægt. Ærumeiðingar Móðir ræðir vammir föður í áheyrn barnsins og gefur því upplýsingar sem það hefur ekki þroska til að meta. Í forræðis- og umgengnisdeilum reyna slíkar mæður að sverta manninn með því að draga inn í deiluna ávirðingar sem koma hæfni hans sem föður ekkert við. Þær beita fölskum ásökunum. Pabbinn er t.d. sagður óreglumaður að ósekju og dæmi eru um að menn séu ranglega sakaðir um að áreita barnið kynferðislega. Bein samskiptatálmun Móðir hafnar samskiptum utan þess lágmarks sem kveðið er á um í skilnaðarsamningi. Dvöl hjá föður er frestað eða fundnar tylliástæður til að stytta hana. Í alvarlegum tilvikum fer móðirin að heiman með barnið þegar fað- irinn kemur að sækja það eða skrökvar því að það sé veikt. Barninu vakin sektarkennd yf- ir því að njóta samveru með föður Barnið látið finna að aðskilnaður sé móðurinni þungbær. Móðir tekur því fálega ef barnið segist hafa átt góða stund með föð- ur. Faðerni afneitað Barnið er hvatt til þess að nota eig- innafn föður í stað þess að kalla hann pabba. Ef móðirin hefur sambúð aftur er barninu kennt að kalla stjúpföð- urinn pabba og hann kynntur sem faðir þess út á við. Í versta falli stingur móðir upp á ættleiðingu þótt hinn rétti faðir hafi fullan hug á að sinna föð- urhlutverkinu af kostgæfni. Þetta eru aðeins örfá dæmi um algengt atferli mæðra sem beita föðursviptingu. Andsvar föður Forsjárlausir feður reyna stundum að spyrna gegn föðursviptingu. Al- geng viðbrögð eru t.d: Að styrkja sambandið við barnið með sameiginlegum „leynd- armálum“. Gera helgardvölina spennandi með því að leyfa barninu hluti sem það hefur ekki þroska til eða ofdekra það. Biðja barnið að leyna upplýsingum um föðurinn, svo sem sambandi hans við konu, hlutum sem hann kann að hafa fest kaup á o.fl. af ótta við að allt sem hugsast getur verði notað til að varpa rýrð á hann. Hversu skiljanleg sem þessi við- brögð eru, auka þau á togstreitu barnsins. Faðirinn ætti aldrei að nota barnið sem vopn. Áhrifin á börnin Margir þættir spila inn í áhrif föð- ursviptingar á börn. Í versta falli tekst móðurinni ætlunarverk sitt. Barnið verður frábitið föðurnum og neitar að fara til hans. Algengara er þó að barnið þrái eðlileg sam- skipti en verði ráðvillt af sekt- arkennd og kvíða. Föðursvipt börn sýna m.a. eftirfarandi einkenni: Verða tortryggin gagnvart föður og forðast snertingu og nánd við hann. Eiga erfitt með að greina milli minninga og þess sem þeim hefur verið sagt. Nota orðafar móður þegar þau tala um föðurinn. Ástæðurnar sem þau gefa fyrir því að vilja ekki samskipti eru byggð á því sem móðirin segir þeim fremur en reynslu þeirra. Fá ekki sektarkennd þótt þau komi illa fram við föðurinn. Reyna að kúga hann með hót- unum um að klaga í mömmu ef hann láti ekki að stjórn. Viðbrögð kerfisins Stofnanir sem koma að forsjár- og umgengnisdeilum lenda oft í vanda. Móðir sem er haldin föðursvipting- arheilkenni staðhæfir að barninu sé skaðlegt að umgangast föðurinn. Mæli sérfræðingur með umgengni, eru algeng viðbrögð móðurinnar að ásaka hann um vanhæfni. Þannig geta mál velkst í kerfinu árum saman. Það er óþolandi að faðir sem beittur er umgengnistálm- unum þurfi stöðugt að bera af sér ásakanir um ávirðingar allt frá ön- uglyndi til ofbeldisglæpa þótt engin rök séu fyrir þeim önnur en full- yrðingar móður sem hefur ásett sér að skaða samband hans við barnið. Verra er þó að það bitnar verst á barninu þegar slík mál dragast úr hófi. Hvað er til ráða? Flestir fráskildir vilja stuðla að góðu sambandi barns við báða for- eldra. Samt sem áður býr hópur ís- lenskra barna við föðursviptingu. Nauðsynlegt er að sýslumenn og fagaðilar sem koma að umgengn- ismálum, séu meðvitaðir um föð- ursviptingarheilkennið. Almenn- ingur þarf einnig að vakna til meðvitundar um vandann. Upp- fræðsla leiðir til þess að mæður falla síður í þá gryfju að láta reiði og sárindi bitna á sambandi barns við föður sinn. Feður þurfa fræðslu um það hvernig má rísa gegn kúgun mæðra án þess að skaða barnið. Allt of margir bugast af sorginni þegar börnin snúast gegn þeim og mótlætinu sem þeir mæta í baráttu sinni við kerfi sem virðist forritað til þess að taka málstað móð- urinnar. Það eru því algeng við- brögð feðra að gefast upp. Á þessum tímum kynjajafnréttis fylla konur barnaverndarnefndir og fulltrúastöður við sýslumannsemb- ættin. Tímabært er að endurskoða það fyrirkomulag. Þangað til mega konur þær sem úrskurða í um- gengnismálum hafa í huga að þegar upp er staðið bitnar ofbeldið sem felst í föðursviptingu verst á barninu. Einnig er óþarft að líta fram hjá því að feður eiga fullan rétt á tilfinningatengslum við börn sín. Föðursvipting er ofbeldi Óttar Hrafn Óttarsson skrifar um samband feðra við börn eft- ir skilnað ’Feður þurfa fræðsluum það hvernig má rísa gegn kúgun mæðra án þess að skaða barnið.‘ Óttar Hrafn Óttarsson Höfundur er þriggja barna faðir. FYRIRSÖGN þessa grein- arkorns er yfirskrift alþjóðaveð- urdagsins í ár. Um allan heim er með einhverjum hætti minnt í dag á mikilvægi veðurs, vatns og veðurfars fyrir daglegt líf fólks og lífsskilyrði. Helsta verkefni veð- ur- og vatna- fræðistofnana heims er nú sem fyrr að vakta og rannsaka þessa þætti náttúr- unnar, veita upplýs- ingar um daglega hegðan þeirra og vara við þeirri ógn sem getur skapast þegar þeir fara út fyrir ákveðin hegð- unarmörk. Um 90% af manntjóni í nátt- úruhamförum og meira en 65% af eignatjóni má rekja til veður-, vatns- eða veðurfarshamfara. Á síðasta áratug 20. aldarinnar var manntjón af völdum slíkra hamfara að jafnaði um 30.000 líf á ári og árlegt eignatjón var metið á um 2000 milljarða króna. Mest- ur hluti þessa tjóns átti sér stað í hinum fátækari ríkjum heimsins. Væntingar og framfarir Aldrei hafa væntingar manna til veður- og vatnafræði sem vís- indagreina verið meiri en nú. Ekki bara er daglegt líf og líf- skilyrði flestra verulega undir því komið að þessar vísindagreinar spjari sig, heldur er sjálfbær þró- un, fækkun stórslysa af völdum hamfara, fæðuframleiðsla, stjórn- un vatnsauðlinda, samgöngur, ferðamennska og margt fleira verulega háð því að þessar grein- ar jarðvísindanna standi undir þessum væntingum. Og hingað til hefur þróunin verið hagstæðari en í flestum öðrum greinum. Veð- urspár hafa t.d. batnað gríð- arlega á síðustu áratugum og má þar nefna að fimm daga veðurspá nú er álíka áreiðanleg og tveggja daga spá var fyrir um 20 árum. Árstíðarspár og jafnvel spár um veðurfar áratugi fram í tímann eru komnar á það stig að veru- legt gagn er af víða um heim. Og nýlega er hafið alþjóðlegt stór- átak í að rannsaka ástand og hegðan heimshafanna, ekki síst til að geta betur skilið og séð fyr- ir breytingar í veðurfari og vatnabúskap heimsins. Þannig er stöðugt unnið að því að auka þekkingu á því flókna og mik- ilvæga kerfi sem andrúmsloftið, vatnið og hafið skapar. Upplýsingatæknin mikilvæg Tækniþróun undanfarna áratugi, ekki síst á upplýsingasviðinu á mikinn þátt í framförum innan veður- og vatnafræðinnar. Vissu- lega eiga rannsóknir og þróun í alls kyns líkanagerð verulegan þátt í batnandi veður- og vatna- spám, en gagnaöflunin um ástand andrúmsloftsins svo og reikni- geta tölvanna sem notaðar eru við margs konar útreikninga veg- ur þó þyngra. Á síðustu fimm ár- um eða svo hefur magn upplýs- inga sem notað er við daglegar veðurspár u.þ.b. tífaldast og á næstu fimm til tíu árum er enn reiknað með tíföldun. Nánast alla þessa aukningu má rekja til svo- kallaðra fjarkönnunargagna sem annars vegar eru gögn sem aflað er með veðurratsjám á jörðu niðri og hins vegar eru það gögn sem aflað er úr veðurgervitungl- um. Evrópska veðurspámiðstöðin í Reading, sem rekin hefur verið af veðurstofum Vestur-Evrópu í rúmlega aldarfjórðung, er í far- arbroddi á heimsvísu í að nýta þessi gögn. Eru þau nú orðin um 95% af öllum þeim gögnum sem notuð eru til veð- urspáreikninga þar. Ein afleiðing af þess- ari öru þróun í upp- lýsinga- og fjar- skiptatækninni verður vafalítið sú að almenn gagnöflun í veður- og vatnafræði verður innan til- tölulega fárra ára orðin að mestu sjálf- virk. Mönnuðum stöðvum mun því fækka eða þær jafn- vel hverfa. Annars vegar mun gagnaöfl- unin í framtíðinni fara fram með rekstri á sjálfvirkum mæli- stöðvum á jörðu niðri og hins vegar munu gögn fást úr sífellt fullkomnari og ná- kvæmari mælitækjum gervitunglanna. Þess vegna skiptir miklu máli að við, sem bú- um í stóru landi með víðáttumikla efnahagslögsögu í umhverfi óblíðra náttúruafla, séum virkir þátttakendur í alþjóðlegu sam- starfi við öflun þessara mik- ilvægu upplýsinga. Í þessu eins og því miður á ýmsum öðrum sviðum er mikið og vaxandi gap milli þróunarinnar í hinum ríku og tæknivæddu sam- félögum og fátækustu þróun- arríkjunum. Þrátt fyrir að stöð- ugt sé innan Alþjóðaveðurfræðistofunarinnar unnið að því að bæta ástandið í upplýsingamiðlun og fjarskiptum í þróunarríkjunum vantar enn mikið á að upplýsingatæknin, jafnvel notkun útvarps og sjón- varps, hvað þá tölvu- og netvæð- ingin, hafi náð almennri notkun í þessum fjölmenna hluta heimsins. Í mörgum löndum er t.d. enn það ástand að ekki er unnt að koma upplýsingum um yfirvofandi of- viðri eða flóð á framfæri við íbúana, þótt vitneskja um slíkt sé til staðar inni á veðurstofum eða öðrum stofnunum. Auður í veðri og vatni Talið er að um einn milljarður manna eða um sjötti hluti íbúa jarðarinnar búi við skort á fersku vatni, bæði til daglegrar neyslu og til matvælaframleiðslu. Þessi vandi fer vaxandi, bæði vegna mannfjölgunar, ekki sýst í borg- um, misskiptingar auðs og lík- legra veðurfarsbreytinga. Þess vegna er full ástæða til að vekja enn einu sinni athygli á því hvers konar auðlind vatnið og veðrið er hér á landi. Mikill lægðagangur með þeirri úrkomu sem honum fylgir er því ekki einungis lífs- gæði sem stór hluti heimsins fer á mis við, heldur einnig ein af undirstöðum að því náttúrulega ríkidæmi sem við búum við hér á landi. Skiptir þá ekki máli hvort við horfum til gnóttar í fersku vatni, raforku í fallvötnum eða hins heita vatns í jörðu. Allt þetta er afleiðing þeirrar auð- legðar sem við eigum í íslensku veðurfari. Veður, vatn og veðurfar á upplýsingaöld Magnús Jónsson skrifar um alþjóðlegan veðurdag Magnús Jónsson ’Talið er að umeinn milljarður manna eða um sjötti hluti íbúa jarðarinnar búi við skort á fersku vatni.‘ Höfundur er veðurstofustjóri. „AÐALFUNDUR Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði haldinn þann 12. febr- úar 2004 lýsir áhyggj- um af áformum um sölu Símans, áður Landssíma Íslands. Ljóst er að salan mun setja frekari uppbygg- ingu fjarskiptadreifi- kerfisins á lands- byggðinni í stórhættu. Aðalfundurinn hafnar því sölu Símans“. Svo hljóðar ályktun aðalfundarins og sést vel að við ungir fram- sóknarmenn í Skaga- firði höfnum sölunni alfarið. Enda ekki skrítið, skoðum málið aðeins nánar. Það sem við óttumst mest er að sá hugs- unarháttur verði alls- ráðandi í Símanum, sem hefur tröllriðið ís- lensku þjóðfélagi, sem er að allt þurfi að skila hagnaði. Ef þessi hugsunarháttur hefði verið við lýði þegar sími var lagður til sveita á seinustu öld hefðu margar sveitir landsins aldrei fengið síma á sín heimili. Ef af sölunni verður getum við íbúar landsbyggðarinnar gleymt því að lokið verði við uppbyggingu dreifikerfa Símans. Hvað þá að dreifikerfi framtíð- arinnar verði lögð til okkar, því getum við líka gleymt. Núna á þeim tímum sem tækni, samskipti og hraði skipta æ meira máli í okkar samfélagi er það undarlegt að menn ætli að selja Símann og þar með útiloka dreifðari byggðir landsins frá því að sitja við sama borð og aðrar byggðir lands- ins. Því skora ég á sveit- arstjórnarmenn og þingmenn landsbyggð- arinnar að leggjast af hörku gegn sölu Sím- ans, þar sem þetta er fyrst og seinast byggðamál sem getur skipt sköpum fyrir landsbyggðina. Hafna sölu Símans Ingi Björn Árnason skrifar um áform um sölu Símans Ingi Björn Árnason ’...þetta er fyrstog seinast byggðamál sem getur skipt sköpum fyrir landsbyggðina.‘ Höfundur er stjórnarmaður í SUF og Félagi ungra framsóknarmanna í Skagafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.