Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 29
NÝAFSTAÐNAR kosningar á
Spáni voru merkilegar fyrir margra
hluta sakir og eiga án
efa eftir að verða
mönnum rannsókn-
arefni þegar fram líða
stundir. Eins og sakir
standa eru þær þó öðru
fremur viðfangsefni
stjórnmálamanna og
fjölmiðla sem eru nú að
renna þeim gegnum
framleiðsluferli sitt og
búa til úr þeim auð-
melta afurð fyrir al-
menning. Ýmsir stjórn-
málamenn og
fjölmiðlar hafa tekið
höndum saman um að
bjóða upp á þá mat-
reiðslu að kosn-
ingaúrslitin hafi verið
sigur hryðjuverka-
manna yfir lýðræðinu,
með ódæðisverki hafi
þeim tekist að snúa
kosningum sér í hag.
Yfir nýjum stjórnvöld-
um á Spáni hvíli skuggi
hryðjuverkaárásar. En
veruleikinn er ekki
svona einfaldur. Í kosn-
ingunum á Spáni var
lýðræðið að verki –
kosningarnar voru sigur lýðræðisins
hvort sem mönnum líkar það betur
eða verr.
Þjóðarvilji að verki
Það liggur í eðli lýðræðisins að því
verður ekki svo auðveldlega stjórnað
og niðurstaða þess er ekki alltaf fyr-
irsjáanleg eða öllum að skapi. Stund-
um leiðir lýðræðið kjósendur út á
ystu nöf og þá eru það gjarnan við-
brögð stjórnlyndra manna að kveða
upp úr um að kjósendur verði að
kunna fótum sínum forráð, verði að
stjórna betur hegðun sinni annars
kunni illa að fara. Nær væri hins veg-
ar að stjórnmálamenn litu í eigin
barm og reyndu að átta sig á því hvar
stjórnmálin hafa farið vill vegar og
hvar skýringanna sé að leita á við-
brögðum kjósenda.
Ýmislegt bendir til að kosninga-
hegðun sé að breytast og hún byggist
æ meira á andófi en stuðningi. Í Evr-
ópu má benda á mörg dæmi um
þetta, t.d. forsetakosningarnar í
Frakklandi þegar vinstrisinnaðir
kjósendur ákváðu að refsa Sósíal-
istaflokknum og litlu munaði að
hægri öfgamaðurinn Le Pen kæmist í
lykilstöðu, og kosningarnar í Svíþjóð
þegar þjóðin hafnaði aðildinni að
Myntbandalagi Evrópu og gekk þar
gegn vilja allra helstu stofnana sam-
félagsins. Þá hefur því verið haldið
fram að kjör „Tortímandans“ sem
ríkisstjóra í Kaliforníu hafi í raun ver-
ið dómur kjósenda yfir stétt stjórn-
málamanna – n.k. uppreisn gegn
hefðbundnum stjórnmálum.
Til hvers er barist í Írak?
Í niðurstöðu kosninganna á Spáni
endurspeglast andóf spænskra kjós-
enda gegn stjórnvöldum. Ríkisstjórn
Aznars breytti gegn vilja spænsku
þjóðarinnar með þátttöku í innrás og
stríðsrekstri í Írak. 90% Spánverja
voru mótfallin aðild Spánar að innrás-
inni. Rétt eins og fólki í öðrum lönd-
um, sem aðild áttu að „bandalagi
hinna viljugu“, hefur Spánverjum
verið sagt svo margt um ástæður inn-
rásar.
Þeim var fyrst sagt að hún væri
gerð vegna þess að Saddam Hussein
ætti gereyðingarvopn sem nauðsyn-
legt væri að finna til að tryggja ör-
yggi fólks á Vesturlöndum. Þegar
þau fundust ekki var þeim sagt að
innrásin hefði verið gerð af mann-
úðarástæðum þ.e. til að steypa harð-
stjóra og koma á mannréttindum og
lýðræði til hagsbóta fyrir almenning í
Írak. Sú skýring hefur eðlilega vafist
fyrir fólki og ekki þótt trúverðug.
Harðstjórn Saddams var ekki ný af
nálinni og hafði oft verið verri án þess
að nokkuð væri að gert. Þegar hann
fór með efnavopnum gegn Írönum á
níunda áratugnum og stráfelldi
Kúrda 1988 og 1991 naut hann þvert
á móti stuðnings ríkisstjórna Reag-
ans og Bush eldri. Hvaða nauðir rak
nokkur ríki árið 2003 til að draga sig
út úr alþjóðasamfélag-
inu, neita vopnaeftirlits-
mönnum um frest til að
vinna sitt verk og ráðast
til atlögu?
Þá hefur þriðja skýr-
ingin verið gefin og hún
er sú að innrásin sé liður
í stríðinu gegn hryðju-
verkamönnum og til
þess fallin að auka ör-
yggi fólks á Vest-
urlöndum, sérstaklega
þegar til lengri tíma er
litið. Engin leið er hins
vegar að færa rök að
þessari skýringu því
engin tengsl hafa fund-
ist milli al Kaída og
Saddam Husseins.
Þvert á móti virðast
heittrúaðir múslimar
hafa skömm á Saddam
Hussein og hans liðs-
mönnum. Það má því
færa rök fyrir því að nú
sé barist á tvennum víg-
stöðvum, þ.e. annars
vegar gegn hryðju-
verkahópum heittrú-
aðra múslima og hins
vegar gegn hópum sem
vilja hefna innrásarinnar í Írak. Svo
geta stjórnmálamenn reynt að telja
almenningi trú um að öryggi hafi auk-
ist, eða muni aukast, vegna innrás-
arinnar í Írak!
Kaldrifjuð stjórnvöld og
fjölmiðlar sem bregðast
Almenningur í Evrópu á mjög erfitt
með að skilja stríðsreksturinn í Írak
enda hafa aldrei verið gefnar hald-
bærar skýringar. Umburðarlyndi
fólks gagnvart stjórnvöldum er því
ekki mikið. Þó tók steininn úr eftir
hina mannskæðu hryðjuverkaárás í
Madrid sl. fimmtudag. Þá tók rík-
isstjórn Aznars þá kaldrifjuðu
ákvörðun að afvegaleiða syrgjandi al-
menning, fjölmiðla og alþjóða-
samfélagið fram yfir kosningar með
því að segja árásina verk ETA þótt
fyrir lægju vísbendingar um að þarna
væru hryðjuverkasveitir múslima að
verki. Spænskir fjölmiðlar reyndust
þegar til átti að taka verkfæri í hönd-
um stjórnvalda og fluttu fólki bæði
litlar og rangar fréttir af gangi mála.
Almenningur varð að reiða sig á er-
lendar fréttastofur.
Það var þá sem sauð upp úr og
ungt fólk greip til sinna ráða. Það
virkjaði nýjan fjölmiðil – sms-tækni
farsímanna – og skilaboð um fund til
að mótmæla blekkingum stjórnvalda
fóru sem eldur um sinu í Madrid.
Fólk flykktist út á göturnar og reiði
almennings, sem að öðru jöfnu hefði
átt að beinast að hryðjuverkamönn-
um, beindist nú að stjórnarherrum
sem höfðu leynt upplýsingum og þar
með fótumtroðið leikreglur lýðræð-
isins. Fólki var misboðið og það end-
urspeglaðist í úrslitum kosninganna.
Kosningaþátttaka var með því mesta
sem þekkist á Spáni, 79%, og óvenju
mikil meðal ungs fólks, sem hefur
hingað til þótt áhugalaust um stjórn-
mál og kosningar.
Niðurstaðan var mjög skýr. Rík-
isstjórnin beið afhroð en sá flokkur,
sem hafði alla tíð verið andsnúinn inn-
rásinni í Írak, var sigurvegari kosn-
inganna. Þarna var lýðræðið að verki
– kosningarnar voru sigur þess en
ekki hryðjuverkamanna. Baráttan
gegn þeim heldur áfram. Innrásin í
Írak hefur engum árangri skilað í
þeirri baráttu og sagan mun leiða í
ljós hvort uppbygging þar tekst á far-
sælan hátt. Það yrði fagnaðarefni ef
nýjum forsætisráðherra á Spáni tæk-
ist að stuðla að sátt við heimamenn og
innan alþjóðasamfélagsins um fram-
hald mála í Írak. En það verður ekki
auðvelt verk eftir það sem á undan er
gengið.
Sigur lýðræðis
eða hryðjuverka?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
skrifar um kosningarnar á
Spáni og hryðjuverkin
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
’Það var þásem sauð upp
úr og ungt fólk
greip til sinna
ráða. Það virkj-
aði nýjan fjöl-
miðil – sms-
tækni farsím-
anna. ‘
Höfundur er varaformaður
Samfylkingarinnar.
kosti og galla verði að meta vand-
lega. „Ég get tekið undir með fram-
leiðendum gosdrykkja hér á landi að
það er ekki eðlilegt að vatnsdrykkir
séu skattaðir eins og gosdrykkirnir,
þeir ættu að vera mun ódýrari en
gosið. Ef farnar væru einhverjar
slíkar leiðir í neyslustýringu myndi
ég vilja sjá að það fjármagn, sem
skattarnir skapa, yrði nýtt til for-
varna og heilsueflingar. Neyslustýr-
ing gegnum skatta er auðvitað mjög
viðkvæmt mál. En það þarf að taka á
viðkvæmum málum. Ég tek fram að
ég hef ekki fyrirfram mótaðar skoð-
anir á þessu en tel eðlilegt að menn
taki þetta til athugunar og meti
kostina og gallana.“
Anna Elísabet tekur fram að þótt
mikið starf sé fyrir höndum hafi
Lýðheilsustöðin ekki sprottið upp úr
engu. „Þeir sem áður voru starfs-
menn þeirra ráða og verkefna, sem
falla undir stöðina, verða nú starfs-
menn Lýðheilsustöðvar. Ráðin sem
slík verða til áfram en þá sem sér-
fræðiráð sem við getum leitað til eft-
ir áliti og eins geta ráðin komið með
ábendingar til okkar að eigin frum-
kvæði. Það má segja að meginverk-
efnið fram til þessa hafi verið að
byggja upp innra starf Lýð-
heilsustöðvar. Sjálf kom ég til starfa
sem forstjóri stofnunarinnar í byrj-
un nóvember og ég lagði strax
áherslu á að ganga frá skipuriti
stofnunarinnar og staðsetja síðan
starfsfólkið innan þess. Þetta hefur
gengið vonum framar en starfs-
mennirnir eru nú fjórtán. Lýð-
heilsustöð er byggð upp af þremur
sviðum; rannsóknasviði sem hefur
það hlutverk að afla upplýsinga í
gegnum rannsóknir, verkefnasviði
sem fer í aðgerðir í ljósi niðurstaðna
rannsóknanna og upplýsinganna og
loks samskiptasvið sem sér um að
tengslin við fólkið séu í lagi og að
boðskapurinn skili sér.“
Anna Elísabet segir stofnunina
hafa fengið þær fjárveitingar sem
ráðin fengu áður og smávegis til við-
bótar til þess að koma stofnuninni á
laggirnar, ljóst sé þó að stofnunin
þurfi meira fé til þess að geta sinnt
hlutverki sínu svo vel sé.
„Auðvitað er það svo að þessi
stofnun er fyrst og fremst til fyrir
landsmenn. Það skiptir því öllu máli
að við séum í góðum tengslum við
fólkið, ekki bara þannig að við séum
að senda út boðskap heldur að við
séum líka að hlusta á fólkið, taka við
ábendingum og bregðast við þeim.“
og vímuvörnum. Við sjáum að með
öflugum tóbaksvörnum hefur náðst
gríðarlegur árangur. Það er ekki
ýkja langt síðan hátt í 40% Íslend-
inga reyktu en nú er þetta hlutfall
komið niður í rétt rúm 20%. Þessar
tölur tala auðvitað sínu máli.“
Anna Elísabet segir markmiðið
með áfengisvörnum þurfa að vera að
fræða fólk um skaðsemi áfengis því
oft geri það sér hreinlega ekki grein
fyrir henni. „Það hefur verið bent á
það að ungt fólk sem er að byrja að
drekka átti sig ekki á því alk-
ahólmagni sem það er að innbyrða
og vanþekking þess á áfengi og af-
leiðingum þess sé oft býsna mikil.
Þannig að ég vil efla fræðsluna og
reyndar er þegar hafin vinna við
fræðsluefni um áfengi og áhrif þess.
Nú er það svo að yfir 90% þjóð-
arinnar, 15 ára og eldri, hafa bragð-
að áfengi og ég held að við þurfum
frekar að beina sjónum okkar að
neyslumynstrinu, hegðun og með-
ferð áfengis heldur en að reyna að
útrýma áfengi með öllu. Ég tel líka
mikilvægt að beina sjónunum sér-
staklega að ungu fólki. Þegar tán-
ingsaldurinn hefst fara að vakna
spurningar, forvitni og hugsanlegur
áhugi. Þarna þurfum við að vera
með öflugar forvarnir. Síðan fara
krakkarnir í framhaldsskólana og
þar koma inn ný áreiti og þar þurf-
um við einnig að vera mjög sterk.
Það er auðvitað skynsamlegast og
best að reyna að hindra að krakk-
arnir hefji neyslu eða leiðist út í mis-
notkun. Við þurfum líka að muna að
það er hópur ungmenna sem ekki
fer í skóla að loknum grunnskóla og
þar er áhættan enn meiri en okkur
hefur kannski hætt til að gleyma
þessum hópi.
Sykurneyslan mikil og vaxandi
Spurð um óæskilegar neysluvenj-
ur Íslendinga segir Anna Elísabet
að sér blöskri algerlega syk-
urneyslan. „Hún er almennt mikil en
raunar langmest hjá ungum drengj-
um, 15 ára drengur neytir að með-
altali meira en 4 kg af sykri í hverj-
um mánuði. Svo dregur heldur úr
neyslunni með aldrinum en það
breytir ekki því vandamáli sem blas-
ir við. Ef við skoðum mataræðis-
kannanir frá árinu 1990 og 2002
kemur í ljós að sykur sem hlutfall af
daglegri orkuneyslu fór úr 8% í 11%,
þannig að við höfum aukið neysl-
una.“
Spurð um neyslustýringu með
sköttum segir Anna Elísabet það
vera kost sem eðlilegt sé að skoða en
ig okkur líður, bæði andlega og
líkamlega. Ég held að þessi vanda-
mál sem við erum oftast að ræða um,
s.s. geðræn vandamál, offita, syk-
urneysla o.s.fr.v. séu afleið-
ingaþættir. Ég vil þess vegna fara
svolítið til baka og taka á þeim þátt-
um sem eru orsakavaldar.“
Tóbaksvarnir hafa skilað
miklum árangri
Anna Elísabet segir tóbaks-,
áfengis- og vímuvarnir vera eitt af
mikilvægustu verkefnum Lýð-
heilsustöðvar og mikilvægt sé að
stofnuninni sé gert fjárhagslega
kleift að vera með öflugar forvarnir
á því sviði.
„Innan Lýðheilsustöðvar er for-
varnarsjóður. Fyrir hann eigum við
að reka þann þátt starfseminnar
sem lýtur að áfengis- og vímuvörn-
um, þátttöku í rannsóknum og miðl-
un upplýsinga á þessu sviði. Annars
er forvarnarsjóði úthlutað í formi
styrkja þannig að í reynd höfum við
ekki mikið fé til þessa starfs innan
stöðvarinnar sjálfrar.
Ég hefði gjarnan kosið að stofn-
unin hefði meira fé til þess að sinna
þessu sviði, leiða og skipuleggja ým-
is forvarnarverkefni en í samvinnu
við aðra sem eru að vinna að áfengis-
abet seg-
æskilegt
ið og at-
þannig
þegar
drar –
em sé
ð sam-
meinast
nnudags
tækifæri
hreyfingu
ekki endi-
svo ýkja
og fólk
r farið í
ginu af-
meira eftir
ávinn-
vinnurek-
ði með
nuð vinnu-
að eiga við
a búin að
u og
oma heim
margt
hafi mikið
r að ýms-
þung-
f á hvern-
reyna að
itu og álagi
arnorg@mbl.is
5,7% í sundlaugum, 4,6% í iðnaði
og fleiru og 4% í ylrækt, einkum
grænmetisframleiðslu.
Eiginleg þjóðhagsspá
Þorkell Helgason orkumála-
stjóri er formaður orkuspár-
nefndar. Hann segir við Morgun-
blaðið að þótt jarðvarma-
fyrirtækin, samanber Orkuveita
Reykjavíkur og Hitaveita Suður-
nesja, framkvæmi sínar eigin
spár þá séu þær byggðar á
grundvelli spár nefndarinnar,
t.d. hve stór hluti þjóðarinnar
noti jarðvarma til húshitunar og
hve margir hiti híbýli sín með
rafmagni. Þorkell segir að nefnd-
in þurfi að safna ýmsum gögnum
og kalla til sín ráðgjafa og sér-
fræðinga til að vinna sínar spár. Í
raun sé nefndin með eigin þjóð-
hagsspá þar sem horfa þurfi í
marga þætti; þjóðarframleiðslu,
mannfjölgun, búferlaflutninga,
þéttleika byggðar og neyslu
grænmetis.
Orkuspárnefnd hefur starfað í
rúman aldarfjórðung og gefið út
18 spár um orkugjafa, eldsneyt-
isnotkun, raforku, húshitun og
jarðvarma. Nýja jarðvarmaspáin
er sú þriðja í röðinni en áður voru
slíkar spár gefnar út árið 1982 og
1987. Í tilkynningu frá nefndinni
segir að spáin árið 1987 hafi stað-
ist vel hvað varðar húshitun en
frávik hafi verið meira í snjó-
bræðslu, fiskeldi og iðnaði, enda
óvissa þar meiri en við hitun
húsa.
)++-
!'6
786
7808
BD;D BDBD BDEDF;G FBG
<DDD
=DDD
CDDD
@DDD
GDDD
HDDD
EDDD
BDDD
;DDD
D
arma hér á landi síðan árið 1987
Húshitun Nefndin spáir aukningu að meðaltali
um 1,2% á ári næstu 30 árin. Mest íbúafjölgun hef-
ur orðið á jarðvarmasvæðum en fækkun orðið á
rafhitunarsvæðum.
Sundlaugar Miðað er við að sundlaugum fjölgi
og notkun aukist á orkufrekum búnaði á borð við
vatnsrennibrautir, eimböð og nuddpotta. Aukn-
ingin verð um 1% á ári að meðaltali.
Snjóbræðsla Gert er ráð fyrir að vinsældir
snjóbræðslukerfa haldi áfram og árleg aukning
verði um 2,7% til ársins 2030.
Ylrækt Nefndin spáir samdrætti um 1,4% á ári
að jafnaði, m.a. vegna harðnandi samkeppni við
innflutt grænmeti. Framleiðni mun aukast með
raflýsingu, breyttum framleiðsluaðferðum og betri
nýtingu gróðurhúsa.
Fiskeldi Aukinni notkun er spáð í bleikjueldi en
mestri aukningu í seiðaeldi. Notkun jarðvarma í
greininni í heild muni aukast árlega um 3% til
2030.
Iðnaður Kísiliðjan er stærsti notandi jarðgufu
hér á landi og notkunin mun aukast, einkum
vegna breytinga á rekstri yfir í kísilduftfram-
leiðslu, en aðrir notendur eru m.a. Þörungaverk-
smiðjan á Reykhólum.
Spár um ein-
stakar greinar