Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 37
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem.)
Við fæðumst, lifum og deyjum, en
um tilgang þess vitum við lítið. Við
gleðjumst við fæðingar og syrgjum
þegar komið er að kveðjustund en
getum þá einnig glaðst yfir þeim
minningum sem lífið gaf okkur.
Í dag er komið að slíkri kveðju-
stund þegar við kveðjum okkar
trausta og góða vin, hana Magðalenu
Bragadóttur eða Möggu eins og hún
var kölluð af okkur. Hana hittum við
fyrst fyrir tæpum tíu árum þegar
Kalli, vinur okkar, vildi kynna fyrir
okkur nýju ástina í lífi sínu. Magga
tók á móti okkur með bros á vör,
bros sem aldrei hvarf af andliti henn-
ar, allt fram til þeirrar stundar þegar
hún kvaddi þennan heim, með bros á
vör.
Frá fyrstu stundu tókst með okk-
ur mikil vinátta sem aldrei bar
skugga á og fyrir það viljum við
þakka á þessari stundu. Magga var
sterkur og hreinskiptinn persónu-
leiki. Hún vissi hvað hún vildi og fór
aldrei leynt með skoðanir sínar. Hún
hafði óbilandi trú á lífið og vildi njóta
þess meðan kostur væri. Þrátt fyrir
erfið veikindi bar hún höfuðið hátt og
kvartaði aldrei. Henni leið alltaf „al-
veg ofsalega vel“ eins og hún svaraði
gjarnan. Hún var staðráðin í, að hafa
betur í veikindunum og eyða ævinni
með Kalla og börnunum sínum, sem
hún var svo stolt af og vildi sjá vaxa
úr grasi. Hún var líka staðráðin í að
mæta aftur til vinnu í Ölduselsskóla
þar sem henni leið líka svo vel. En
enginn veit sína ævina.
Rétt áður en Magga kvaddi þenn-
an heim, sagðist hún ætla heim.
Magga trúði á líf eftir dauðann og því
erum við viss um að við það hafi hún
staðið. Bara á annan hátt en til stóð.
Við trúum því líka að hún verði með
okkur sem eftir lifum, styrki okkur á
erfiðum tímum, eins og hún var vön
að gera og taki á móti okkur með
bros á vör þegar að okkar tíma kem-
ur.
Elsku Kalli, Bragi og Thelma. Þið
hafið misst mikið, en minningin um
yndislega konu, móður og vin á von-
andi eftir að hjálpa ykkur á erfiðum
stundum. Við biðjum góðan Guð að
blessa ykkur öll og styrkja, svo og
móður Möggu, systkini, ættingja og
vinina alla.
En við Möggu viljum við segja
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Þínir vinir
Elísabet og Sigmar.
Elsku Magga mín.
Það er svo sárt að horfa á eftir þér
í blóma lífsins. Ég heimsótti þig dag-
inn áður en þú kvaddir þennan heim,
það vantaði nú ekki húmorinn og
hugrekkið í þig svona veik eins og þú
varst orðin þá. Við fórum saman með
fjölskyldur okkar til Spánar árið
2000 og áttum saman yndislegar
stundir eins og svo oft áður.
Elsku Kalli, Bragi og Thelma,
megi Guð gefa ykkur styrk á þessari
erfiðu stundu.
Sigrún Ragna Skúla-
dóttir og fjölskylda.
Elsku Magga.
Nú þegar leiðir okkar skilja að
sinni leitar hugurinn til baka. Upp
koma yndislegar minningar sem við
munum geyma í hjörtum okkar um
alla eilífð. Við þökkum þér elsku
Magga fyrir þær stundir og einnig
þann kærleik og ást sem þú gafst
Kalla okkar, Braga og Thelmu.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Megi Guð blessa minningu þína.
Ólafur Ragnar, María,
Berglind og Elísabet Freyja.
Elsku Magga Stína.
Mig langar að skrifa nokkur orð
um okkar góðu kynni sem hófust á
Flateyri árið 1979 en þá bjuggum við
í sömu verðbúð og unnum í frysti-
húsinu og skemmtum okkur konung-
leg bæði í leik og starfi. Svo þegar
við fluttum suður vildi svo vel til að
við bjuggum alltaf í göngufæri frá
hvor annarri og voru ófáar ferðirnar
sem aðallega þú gerðir þér til mín,
því ég fór að hrúga niður börnunum
á undan þér svo þú stökkst yfir til
mín og oft var spilað fram á rauða
nótt. Svo þegar þú náðir þér í mann
var það svo skemmtilegt að hann
heitir Guðbjörn Karl og minn Guð-
bjartur Karl og báðir kallaðir Kalli.
Við hlógum mikið að þessu. Síðustu
tvö árin brölluðum við mikið saman,
fórum t.d. tvisvar sinnum vestur að
Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, upp í
sumarbústað í Skorradalnum og átt-
um við yndislegar stundir þar og er
ég mjög þakklát fyrir þær.
Elsku Magga, ég kveð þig með
sorg í hjarta en þakklæti fyrir að fá
að kynnast þér, mikla hetja og bjart-
sýniskona.
Elsku Kalli Bragi og Telma, megi
allt hið góða hjálpa ykkur í gegn um
þessa miklu sorg.
Ykkar vinkona,
Jóna K. Herbertsdóttir.
Elsku Magga mín.
Nú ert þú farin eftir hetjulega
baráttu, mikið varstu sterk. Er ég
kynntist þér fyrst, þegar þú og Kalli
besti vinur minn fóruð að gera hosur
ykkar grænar hvort fyrir öðru, sá ég
að þið voruð sköpuð fyrir hvort ann-
að, ekki bara sem elskendur heldur
urðuð þið líka bestu vinir, allt það
sem allir leita að, það áttuð þið. Ég á
alltaf eftir að geyma í hjarta mínu
stundirnar er við áttum saman, öll
matarboðin sem þið buðuð mér í,
sérstaklega það síðasta, þegar ég
átti afmæli, takk fyrir.
Ég minnist þín, Magga mín, hvað
þú varst dugleg að halda heimili þínu
hreinu og fínu, alltaf var allt tipp
topp.
Frá upphafi tókstu mér vel, eins
og ég væri einn af fjölskyldunni og
þykir mér mjög vænt um það.
Magga mín, nú kveð ég þig með
söknuð í hjarta. Megi guð vaka yfir
Thelmu og Braga sem hafa sýnt mik-
inn styrk og auðmýkt í sorg sinni.
Guð blessi ykkur öll.
Þinn vinur
Kristinn Jónsson.
Fleiri minningargreinar
um Magðalenu Kristínu Bragadótt-
ur bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
RAGNHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Sóltúni 2,
Reykjavík.
Eyjólfur Hauksson, Elsa María Walderhaug,
Guðmundur Hauksson, Áslaug B. Viggósdóttir
og ömmubörn.
Ástkær systir okkar,
ÓLAFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Höfn í Dýrafirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mið-
vikudaginn 24. mars kl. 13.30.
Margrét Kristjánsdóttir,
Áslaug Kristjánsdóttir,
Þorbjörg Kristjánsdóttir.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför
JÓHÖNNU THORARENSEN
frá Kambi á Ströndum.
Innilegar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins
Sæborgar á Skagaströnd.
Stefán Þór Árnason,
fóstursystkini,
skyldfólk og vinir.
Lokað
Lokað verður í dag frá kl. 13.00-15.00 vegna jarðarfarar
BRYNDÍSAR KRISTINSDÓTTUR.
Greiðabílar hf.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna
andláts og útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
FJÓLU SIGMUNDSDÓTTUR.
Halldóra Halldórsdóttir,
Hildur Fjóla Antonsdóttir,
Pétur Halldórsson, Ólöf Árnadóttir,
Brynja Pétursdóttir,
Ágústa Halldórsdóttir, Gunnar Júlíus Gunnarsson,
Kristján Birkir Guðmundsson,
Halldór Pétur Gunnarsson.
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát bróður
okkar og frænda,
ÞORLÁKS STEFÁNSSONAR
bónda,
Arnardranga.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landakotsspítala fyrir góða umönnun og hlý-
hug.
Pálína Margrét Stefánsdóttir,
Helga Stefánsdóttir,
Davíð Stefánsson,
Sigurdís Þorláksdóttir,
Helgi V. Jóhannsson
og frændfólk hins látna.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
RAGNHEIÐAR (Hædíar)
JÓHANNESDÓTTUR,
Hjallaseli 49,
Reykjavík.
Þráinn Arinbjarnarson,
Ágústa H. Þráinsdóttir, Jónas Guðmundsson,
Sigríður K. Þráinsdóttir, Elías Bj. Jóhannsson,
Margrét J. Þráinsdóttir, Torfi K. Karlsson,
ömmubörn og langömmubörn.