Morgunblaðið - 23.03.2004, Qupperneq 44
DAGBÓK
44 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Í dag er þriðjudagur 23. mars,
83. dagur ársins 2004. Orð dags-
ins: Hinir óguðlegu flýja, þótt
enginn elti þá, en hinir réttlátu
eru öruggir eins og ungt ljón.
(Ok.. 28, 1.)
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Fannborg
5. Fataúthlutun þriðju-
daga kl. 16–18.
sími. 867 7251.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
bað og vinnustofa, kl. 9
jóga. Hársnyrting,
fótaaðgerð.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og handavinna, kl.
9–12.30 bókband, kl.
9.30 dans, kl. 9.45
boccia, kl. 13–16.30
smíðar, kl. 20.30 línu-
dans.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–13 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 10–
11.30 sund, kl. 14–15
dans.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað
og hárgreiðsla, kl. 10
samverustund, kl. 14
félagsvist.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16
handavinnustofan opin
og vefnaður, kl. 13.30
myndband.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Opin vinnu-
stofa 9–16.30, leikfimi
kl. 10–11, versl-
unarferð í Bónus kl.
12.40, bókabíllinn á
staðnum kl. 14.15–15.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10
hársnyrting, kl. 11
leikfimi, kl. 13 föndur
og handavinna. Kl. 15
söng- og harmónikk-
ustund í borðsal með
Þorvaldi Björnssyni.
Félagsstarf eldri borg-
ara Mosfellsbæ, Dval-
arheimilinu, Hlað-
hömrum. Kl. 13–16
föndur, spil og bók-
bandsnámskeið, kl. 16–
17 leikfimi og jóga.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Leir kl. 10,
kínversk leikfimi kl.
12, karlaleikfimi og
málun kl. 13, tréskurð-
ur kl. 13.30. Garðakór-
inn, kór FEBG, æfing
kl. 17. Lokað í Garða-
bergi frá 13.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Opnað kl. 9, frjáls
prjónastund, leikfimi í
Bjarkarhúsi kl. 11.30,
brids kl. 13, saumur og
billjard 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Skák kl. 13, alkort kl.
13.30. Miðvikud:
Göngu-Hrólfar frá Ás-
garði kl. 10. Söngvaka
kl. 20.30.
Gerðuberg, félags-
starf. Kl. 9–16.30
vinnust. opnar, m.a.
glerlist og perlusaum-
ur án leiðbeinanda,
boccia fellur niður.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 10–17 handavinna,
kl. 9.30 gler- og postu-
línsmálun, kl. 9.05 og
kl. 9.55 leikfimi, kl.
10.50 róleg leikfimi, kl.
14 ganga, kl. 14.45
boccia, kl. 19 brids.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.05 og 9.55
leikfimi, kl. 9. 15 postu-
línsmálun, kl. 10
ganga, kl. 13–16
handavinnustofan op-
in.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulín- og gler-
skurður, kl. 10 boccia,
kl. 11 leikfimi, kl. 12.15
verslunarferð, kl. 13
myndlist, línudans og
hárgreiðsla. kl. 15 línu-
dans.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–10 boccia, kl. 9–16.30
handavinna, kl. 13.30
helgistund. Fótaað-
gerðir virka daga, hár-
snyrting þriðju- til
föstudags.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun dansæfing
Fjölnissal kl.13.30.
Norðurbrún 1. Kl. 9-
16.45 opin vinnustofa,
kl. 9 hárgreiðsla, kl.
10–11 boccia, kl. 14
leikfimi.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12
skinnasaumur, kl.
9.15–15.30 handavinna,
kl. 9.15–16 postulín, kl.
10.15–11. 45 enska, 13–
16 spilað og bútasaum-
ur.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla,
kl. 9.30 glerskurður og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir og leik-
fimi, kl. 13 handmennt,
og postulín, kl. 14 fé-
lagsvist.
Þjónustumiðstöðin
Sléttuvegi 11. Kl. 10–
12 verslunin opin, kl.
13–16 keramik, tau-
málun, almennt fönd-
ur, kl. 15 bókabíllinn.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum kl.
11.
Félag eldri borgara í
Gjábakka. Spilað brids
kl. 19 þriðjud. og kl.
13.15 föstud
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði kl. 20, svar-
að í s. 552 6644 á fund-
artíma.
Sjálfsbjörg, Hátúni 12.
Kl. 20 félagsfundur.
Þjóðdansafélag
Reykjavíkur. Opið hús
í sal félagsins í kvöld
kl. 20.30, gömlu dans-
arnir.
Katrín Helga Hallgríms-dóttir fjallar um
hjónabönd samkyn-
hneigðra í grein á vefrit-
inu Deiglunni. „Síðan lög
um staðfesta samvist tóku
gildi hér á landi árið 1996
hefur umræðan um hjóna-
bönd og staðfesta samvist
samkynhneigðra fyrst og
fremst beinst að kirkjunni.
Kirkjan hefur verið sökuð
um að draga lappirnar í
málum samkynhneigðra
þar sem hún hefur ekki
opinberlega samþykkt
hjúskap samkynhneigðra,
þótt sumir prestar hafi
blessað sambönd þeirra.
Málið er umdeilt innan
kirkjunnar og virðist
skiptingin vera fyrst og
fremst milli eldri og
íhaldssamari presta ann-
ars vegar og yngri og víð-
sýnni presta hins vegar. Á
meðan hér er við lýði
stjórnarskrárvernduð
þjóðkirkja vaknar hins
vegar sú spurning hvort
það sé raunverulega á
valdi hennar að jafna
stöðu eða koma í veg fyrir
jafna stöðu samkyn-
hneigðra í þessu sam-
bandi.
Það er nefnilega ekkibara við þjóðkirkjuna
að sakast, því þótt kirkjan
fegin vildi má ekki lögum
samkvæmt gefa saman tvo
einstaklinga af sama kyni
í hjónaband. Í 1. gr. hjú-
skaparlaga segir mjög
skýrt: Lög þessi gilda um
hjúskap karls og konu. Þá
segir enn fremur í lögum
um staðfesta samvist að
sýslumenn og löglærðir
fulltrúar þeirra fram-
kvæmi staðfestingu á sam-
vist. Þannig kveða lög
skýrt á um það að sam-
kynhneigðir séu ekki
gefnir saman í hjónaband,
hvort sem er af kirkjunni
eða öðrum trúfélögum.
Þótt lög um staðfestasamvist hafi verið
stórt skref fyrir 8 árum
virðist það óskiljanlegt í
dag að ríkið skuli mis-
muna sambúðarformi
manna með þeim hætti
sem lög kveða á um og í
raun var það óskiljanlegt
á þeim tíma líka. Af hverju
gilda hjúskaparlög ekki
jafnt um hjónabönd sam-
kynhneigðra og gagnkyn-
hneigðra?“ spyr Katrín og
vísar í jafnræðisákvæði
stjórnarskrárinnar.
Það hlýtur að vera hlut-verk Alþingis að
breyta lögum á þann veg
að hjúskapur samkyn-
hneigðra sé sams konar
og jafnrétthár og hjúskap-
ur gagnkynhneigðra. Það
er svo mál hvers trúfélags
fyrir sig að ákveða hvort
gefa skuli saman samkyn-
hneigð pör í nafni trú-
arinnar. Á meðan hér er
til staðar þjóðkirkja og
ríkistrú er hins vegar
vandséð hvernig þjóð-
kirkjan gæti neitað að
framfylgja lögum ef þau
kvæðu á um hjúskap sam-
kynhneigðra líkt og gagn-
kynhneigðra. Það fylgja
nefnilega ekki bara rétt-
indi því að vera þjóðkirkja
heldur ákveðnar skyldur
líka,“ segir Katrín Helga
Hallgrímsdóttir á Deigl-
unni.
STAKSTEINAR
Jöfn fyrir guði
og lögum?
Víkverji skrifar...
Víkverja varð á dögunum rætt umdásemdir grúsksins og uppsetn-
ingu nettengingar hjá kunningja sín-
um. Fáraðist hann þá yfir mögli
starfsmanna netveitu kunningjans
og vildi meina að þeir ættu að sjá
honum fyrir fyrsta flokks netþjón-
ustu án alls múðurs.
Þessi ummæli vöktu athygli at-
huguls Norðlendings sem setti sig í
samband við Víkverja og benti á að
þó téð netveita bjóði upp á fyrsta
flokks netþjónustu, sé það í verka-
hring netfyrirtækisins að taka
ákvörðun um það hvort það veiti
upplýsingar um eitthvað sem að-
stoðar fólk við lögbrot. Tók Norð-
lendingurinn dæmi um að kæmi full-
ur maður inn á bensínstöð og
heimtaði bensín, væri það ekki að-
eins í verkahring bensínafgreiðslu-
fólks að útvega honum bensín, held-
ur að láta lögreglu vita af honum og
helst að koma í veg fyrir að viðkom-
andi ferðaðist meira um á bílnum.
Samkvæmt Norðlendingnum er lög-
brot þannig lögbrot, og ekki hægt að
ætlast til að starfsfólk netþjónust-
unnar aðstoði kúnna sína við lög-
brot, jafnvel þótt „allir“ geri slíkt hið
sama.
Vissulega tekur Víkverji undir
það að alls ekki megi selja drukkn-
um manni bensín og vissulega á að
hringja umsvifalaust á lögregluna til
að koma í veg fyrir að viðkomandi
valdi sjálfum sér og öðrum skaða. Þó
rakst hann á örlitla rökvillu í mál-
flutningi Norðlendingsins. Hann
virðist líta framhjá vissum grund-
vallarpunkti. Víkverji var alls ekki
að biðja um aðstoð við lögbrot. Á
upplýsingaveitunum sem hann vildi
fá aðstoð við að ná til má nálgast frí-
an og löglegan stuðningshugbúnað,
gítargrip, lagatexta, frumsamin lög
netnotenda og jafnvel uppskriftir að
grænmetisréttum. Upplýsingaveitur
eins og DC++ eru þannig vel nýt-
anlegar í löglegum tilgangi, og hefur
Víkverji meðal annars náð sér í
prýðilega uppskrift að kjúklingarétti
með spergilkáli á einni slíkri auk gít-
argripa við sérstaklega snúið lag
með söngvaskáldinu Nick Drake
sem Víkverji hafði lengi glímt við.
Líkara dæmi væri þá ef allsgáður
einstaklingur kæmi inn á Essóstöð
með óopnaða kippu af bjór í plast-
poka. Þar sæi afgreiðslumaðurinn
vissulega möguleika á lögbroti, en
ekkert lögbrot ætti sér stað. Það er
ekki hans að dæma hvort viðkom-
andi muni brjóta lögin, það er á ein-
staklingsins ábyrgð. Maður sem bið-
ur um aðgang að upplýsingaveitu er
ekki byrjaður að brjóta lögin, ekki
einu sinni þegar hann er farinn að
nota hana.
Þannig er það ekki netveituaðila
að sjá fyrir lögbrot einstaklinga og
banna þeim einhverjar leiðir að upp-
lýsingum vegna þess að líkur séu á
ólöglegri hegðun, það er full
snemma í rassinn gripið.
Verðandi bankaræningi eða kalt á
andlitinu?
ÞRIÐJUDAGUR 9.
mars. Hellirigning. Vanda
mig við að keyra ekki
beint ofan í nagladekkja-
vatnsrásirnar á Miklu-
brautinni. Vanda mig
ennþá meira við að vera
ekki inni á næstu akrein.
Vatnsrása-sikk-sakk-akst-
ur á öllum akreinum.
Sunnudagur 14. mars.
Vor í lofti. Fólk á göngu,
fuglar syngja. Heyri varla
í göngufélaga mínum eða
fuglunum. Nagladekkja-
niðurinn yfirgnæfir allt
annað.
Hve margir dagar í vet-
ur hafa réttlætt notkun
nagladekkja á höfuðborg-
arsvæðinu? Kannski einn
dagur. Nagladekkin eyði-
leggja göturnar, nagla-
dekkin spæna upp malbik-
ið og mynda stór-
hættulegar vatnsrásir á
götunum. Helstu umferð-
argötur eru saltbornar svo
fljótt sem auðið er í snjó
og hálku. Í þær fáu
klukkustundir sem vetrar-
færð er á götum borgar-
innar koma loftbóludekk,
harðkornadekk eða gróf
vetrardekk að sömu ef
ekki betri notum en nagla-
dekk. Það á að leggja
nagladekkjaskatt á þá
sem ennþá vaða í villu og
eyðileggja göturnar og
andrúmsloftið. 50 þúsund
krónur á fólksbíla og 100
þúsund á jeppa.
Nú þegar vorið er kom-
ið, er ennþá einn mánuð-
ur eftir af þessu
nagladekkjafári.
Hver þorir að stoppa
þessa vitleysu?
Skynsamur borgari.
Góð þjónusta
MIG langar að þakka
starfsfólki TM-húsgagna í
Síðumúla fyrir góða þjón-
ustu og gott viðmót.
Þannig var að ég var
með sófa frá þeim sem ég
braut löppina af og hafði
samband við þá. Mér var
sagt að koma með hann til
þeirra í Síðumúlann og
daginn eftir var hringt frá
þeim og mér sagt að sóf-
inn væri tilbúinn og að ég
mætti sækja hann.
Þegar ég ætlaði að fara
að borga var mér sagt að
ég ætti ekkert að borga
vegna þess að þeir hefðu
ekki verið svo lengi að
þessu.
Ég er ákveðinn í því að
versla þarna næst þegar
mig vantar húsgögn.
Steingrímur Ólason.
Alveg óskiljanlegt
ALVEG er mér það óskilj-
anlegt að örorkulífeyrir og
lífeyrissjóðsgreiðslur skuli
flokkast sem tekjur og þar
af leiðandi skerða bætur
almannatrygginga að
miklum hluta.
Einnig vefst fyrir mér
hvers vegna lífeyris-
greiðslur eru tengdar
neysluvísitölu fyrst þær
flokkast sem laun.
Eðli málsins samkvæmt
ættu því lífeyrisgreiðslur
að miðast við launavísitölu
eða til vara hækkun launa
samkvæmt kjarasamning-
um.
Lífeyrisþegi.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Nagla-
dekkjafár
LÁRÉTT
1 skaut, 4 varkár, 7 auð-
an, 8 skoðun, 9 afreks-
verk, 11 líffæri, 13 kven-
fugl,
14 rífur, 15 rökkva, 17
stund, 20 knæpa, 22
málmblanda, 23 klínir, 24
sigar,
25 fæðir.
LÓÐRÉTT
1 hænan, 2 vol, 3 brún, 4
andvari, 5 landspildu, 6
synja, 10 kærleiks,
12 óhreinka, 13 gott eðli,
15 hula, 16 virðir, 18
nuddhljóð, 19 sér eftir,
20 neyðir, 21 tunnan.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 linnulaus, 8 lýjan, 9 tinds, 10 nía, 11 murta, 13
nýrað, 15 skæða,
18 sakka, 21 kot, 22 öslar, 23 annar, 24 hræringur.
Lóðrétt: 2 iljar, 3 nunna, 4 lútan, 5 unnur, 6 Glám, 7 æs-
ið, 12 tað, 14 ýra,
15 spök, 16 ætlar, 17 akrar, 18 stafn, 19 kunnu, 20 arra.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html