Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 45

Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hæfileikarík/ur og góð/ur mörgum sviðum. Þú býrð yfir hugrekki og hefur ánægju af því að vera með börnum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til inn- kaupa og hvers kyns við- skipta. Þú hefur ánægju af hvers konar fjármálabraski. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert sérlega kraftmikil/l í dag og vilt leggja þig alla/n fram við það sem þú ert að gera. Ef þú treystir á sjálfa/n þig munu aðrir ganga til liðs við þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft á hreyfingu að halda. Það er mikil orka innra með þér sem þarf að fá útrás. Ann- ars er hætt við að hún breytist í skapvonsku. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Njóttu samvista við vinkonur þínar í dag. Þú hefur verið mikið í sviðsljósinu og þarft því að tala við einhvern sem þú treystir í trúnaði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum og gætir jafnvel lent í deilum á opinberum vettvangi. Hugsaðu þig tvisv- ar um áður en þú hættir þér út á vígvöllinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að læra eitthvað nýtt sem gagnast þér í vinnunni. Þú hefur mikinn metnað og ættir að nota tækifærið til að vinna að markmiðum þínum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú átt það til að draga þig í hlé til að forðast árekstra við ann- að fólk. Stundum verður mað- ur þó að standa á sínu og setja öðru fólki mörk. Þannig ver maður best sjálfsvirðingu sína. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tunglið er beint á móti merk- inu þínu og því þarftu að leggja þig alla/n fram í sam- skiptum við aðra í dag. Ekki gera óþarflega mikið mál úr hlutunum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einbeittu þér að því að taka til á heimilinu og í vinnunni í dag. Leggðu þig fram um að sinna smáatriðunum um leið og þú reynir að afkasta sem mestu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Óvænt daður gæti komið þér í opna skjöldu í dag. Það er ómögulegt að segja hvort hér sé um innihaldslausan leik eða upphaf nýs ástarsambands að ræða. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt hafa ánægju af því að kaupa eitthvað fyrir heimilið eða einhvern í fjölskyldunni í dag. Viðskipti sem tengjast fjölskyldunni með einhverjum hætti ættu að ganga vel. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er góður dagur til samn- ingaviðræðna og hvers konar viðskipta. Hlutirnir ættu að ganga snurðulaust fyrir sig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÍSLAND Bjarni Thorarensen. LJÓÐABROT Þú nafnkunna landið, sem lífið oss veitir, landið, sem aldregi skemmdir þín börn, hvert þinnar fjærstöðu hingað til neyttir, hún sé þér ódugnaðs framvegis vörn. Undarlegt sambland af frosti og funa, fjöllum og sléttum og hraunum og sjá, fagurt og ógurlegt ertu, þá brunar eldur að fótum þín jöklunum frá. Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná. Bægi sem kerúb með sveipanda sverði silfurblár ægir oss kveifarskap frá. ÁRNAÐ HEILLA Hvað skal segja, hvað skal segja? Spekingarnir í The Bridge World eru sjaldnast á eitt sáttir, en hér er ágreiningurinn óvenju mik- ill. Lesandinn er með eft- irfarandi spil í norður og vekur á einu hjarta. Makker svarar á einum spaða og þrautin er að bregðst skyn- samlega við því svari. Þið eruð á hættunni, en AV utan hættu. Norður ♠7652 ♥ÁKG8764 ♦-- ♣Á3 Vestur Norður Austur Suður -- 1 hjarta Pass 1 spaði Pass ? Í tímaritinu The Bridge World hefur frá upphafi verið fastur þáttur helgaður sögnum þar sem vitringar í bridsstétt láta ljós sitt skína. En áður en lengra er haldið ætti lesandinn að velja sína sögn. Hver sem hún verður, mun hún hljóta hljómgrunn hjá einhverjum. Lítum nú á svör speking- anna og rökin að baki: Augie Boehm: Tvö hjörtu. Úr því mótherjarnir segja ekkert lítur út fyrir að makker eigi fyrir annarri sögn. Fer rólega af stað, því hugsanlega á makker mik- inn tígulstyrk. Robert Wolff: Þrjú hjörtu. Undirmelding, en ég þarf meiri upplýsingar til að geta valið á milli litanna. Kannski segir makker þrjá spaða. Sue Picus: Fjögur hjörtu. Spilin hafa batnað mikið og fjögur hjörtu er varla verra geim en fjórir spaðar. Danny Kleinman: Þrjú lauf. Slagkrafturinn er það mikill að ég vil krefja í geim, án þess þó að samþykkja spaðann strax. Kannski er betra að spila hjarta og makker mun gefa lýsandi sögn við þremur laufum sem leysir vandann. Eddie Kantar: Fjórir tígl- ar (splinter). Við náum þó alla vega slemmu ef makker á góðan spaða. Marshall Miles: Þrír spaðar. Við gætum verið að brenna af góðri slemmu ef makker á ÁKGxx í spaða og lítið annað. En ég er hrædd- ur við spaðann og vil ekki hvetja um of til slemmu með fjórum tíglum. Þá gæti orðið erfitt að halda aftur af makker ef hann á ÁDxx eða ÁG9x í spaða ásamt tígulás og laufhjónum. Stigagjöf umsjónarmanna var þessi (100 hæsta ein- kunn): Þrjú hjörtu=100, þrír spaðar=90, fjórir tíglar=80, þrjú lauf=80, fjögur hjörtu=70, tvö hjörtu=30, tveir spaðar=10, fjórir spaðar=10. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson GULLBRÚÐKAUP og 75 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 23. mars, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Jóhann Waage og Guðrún B. Björnsdóttir, Borgarbraut 65a Borg- arnesi. Guðrún er einnig 75 ára í dag. Þau eru að heiman. 1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. e4 d6 4. d4 Bg7 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. Be3 exd4 8. Rxd4 c6 9. f3 He8 10. Bf2 d5 11. exd5 cxd5 12. c5 Rc6 13. O-O Rh5 14. Dd2 Be5 15. g3 Bh3 16. Hfe1 Rg7 17. Had1 Hc8 18. Rdb5 a6 19. Rd6 Bxd6 20. cxd6 d4 21. Re4 Bf5 Staðan kom upp á Reykjavík rapid sem lauk fyrir skömmu á Nasa við Austurvöll. Sigurvegari mótsins, Garry Kasparov (2831) hafði hvítt gegn undrabarninu Magnus Carlsen (2481). 22. d7! Bxd7 23. Bxd4 Rxd4 23... Hxe4 hefði einnig leitt til taps eftir 24. fxe4 Be6 25. Bxg7. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 24. Dxd4 Rf5 25. Dxd7 hvít- ur er nú manni yfir en sá norski var ekkert á því að gefast strax upp. 25...Db6+ 26. Kh1 Hed8 27. Da4 Hxd1 28. Dxd1 Dxb2 29. Db1 Hc2 30. Dxb2 Hxb2 31. Bc4 Rd4 32. He3 og svartur gafst upp. Atlantsál var að- alstyrktaraðili mótsins en að baki því standa m.a. rúss- neskir skákáhugamenn. SÍMI 530 1500 Laugavegi 32 sími 561 0075 Erfðabreyttar afurðir • www.heilsuvernd.is Fallegar vörur á góðu verði Opnunartími mán. - fös. kl. 11-18 & lau. kl. 12-16 Hverafold 1-3 Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MEÐ MORGUNKAFFINU Viljið þið sitja á hrotusvæði eða á hrotulausu svæði?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.